Morgunblaðið - 23.01.1970, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.01.1970, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 23. JANÚAR 1070 í] Pistilinn skrif ar ASGEIR ÁSGEIRSSON. í DAG eru liðin rétt' tvö hundruð fimm- tíu og átta ár frá fæðingu Friðriks mikla en fimmtíu og sjö frá fæðingu Danny Kaye. Þetta sagði mér þýzkur lexíkon. Þurfi ég að finna svona hluti fletti ég upp í Þjóðverjum. Þar eru hlutirnir yfirleitt á sínum stað og meir en það. Þetta á ekki sízt við um Þjóð- verja sjálfa. Það er ekki nerna aldar- fjórðungur frá því mörgum þótti Þjóð- verjar vera á heldur mörgum öðrum stöðum en sínum eigin og þykir jafn- vel enn. í dag var fimm stiga frost og ég veit ekki hve mörg vindstig. í morgun lá dauður köttur á götunni, þegar ég kom út. Það var bröndótt fress og lá á hægri hliðinni. Ha.nn var ákaflega dólgslegur af svo litlu dýri að vera. Hann hafði verið að tala rúmmál fyrir utan glugg- ann minn í nótt. Það var áreiðanlega hann. Kettir eru með hávaðasömustu elskhugum. Hann gaut upp á mig vinstra auganu ásakandi. En ég var ekkert flæktur í málið og horfði bara á móti. Það sá lítið á honum. Og ekki var hann gamall. Þetta var nánast dauður köttur í blóma lífsins. En hann hefur kannski verið lasinn. Svo hefur hann reist sér hurðarás um öxl á læðunni sinni, reikað í vímu út á götu, stoppað rétt að stinga trýni móti golunni og dagskímunni og stein.legið. Æ, hver veit nær kallið kemur. Ég potaði svo í hann tánni. Annars hafa kettir aldrei verið inni á stokki hjá mér. Fár veit hvar hann hefur þau dýr. Það eru þá helzt ógiftir kvenmenn á ævihausti. Suma hluti, eins og kommúnista, veit maður hvar maður hefur — við sama heygarðshorn- ið. En ketti ekki. Hið sama gildir um peninga. í dag fletti ég af handahófi upp í biblíunmi og kom niðuir á Prédikarann: — Betra er að ganga í sorgarhús en að ganga í veizlusal, því að það eru endalok sérhvers manns. — Takk fyrir. í dag hafði ég af að skera mig þrisv- ar við rakisitur fyrr en hálfnað var " verk. Þá hætti ég. Því hljóta að vera mörk sett, hve marga plástra maður má bera í eimu og halda jafnframt láns- ■ traustiniu. ’ Ég er í drekamerkinu. í dag mælti frú Dixon ti.1 mín þessa hótanakenndu setnimgu: — Þú verður að finna lekann í hvelli, — Mér er ekki svitagjarnt að öHu jöfnu. En þetta er nokkuð. Á hún J við það, að ég sé grúttimbraðiur og verði að finna lekann í grænum hvelli eigi mér að verða lífs auðið? Meinar hún peningalekann? Hann liggur þó full- " Ijóst fyrir. Þar lekur með öllum sam- skeytum og flóir út úr að auki. Eða á hún við það, að all.t sé komið upp og u hollast að forða sér? i, í dag missti ég bréfapressuna niður á ristina á mér. í dag eiga kanarífugl- arnir að fá aukaskammt verði þeir góð- ir drengir og haldi sér saman. Mér er \ ailltaf hálf illa við að bregða límbands- ræmu uitan um goggana á þeim, en það er sú meðferð, sem þeir verða að sæta, er ekki skilja nauðsyn bók- J rrjennta. Aldrei hef ég lagt það skipu- lega niður fyrir mér hvers vegna ég hef ekki gefið fu.gla þessa köttum eða haft þá sjálfur í matinn. Mér er sernni- J lega huggun að hafa svo heimsk dýr nálægt mér til saman.burðar á efastund- um. Mig dreymir gjarnan skrím.sli nóttina ’ fyrir válega atburði. Allt frá því ég las forsíðufrétt Morgunblaðsins um ítölsku rottuna, sem var einn metri og a tuttugu á lengd og vó rúm tuttugu kíló " hafa rottur verið algengustu dýrin í þess um draumum mínum. Ég gleymi aldrei að athuga undir rúmið. Og þær fara . sífellt stækkandi. f nótt kom þessi líka ’ hroðalega hlussa. Hún var á stærð við kálf og fitjaði upp á trýnið. Ég fálmaði árangurslaust eftir vopni af einihverri > gerð. Svo stökk hún. Um morguninn lá " skattframtalseyðu.blaðið í sporum hennar á borðinu. — 40 líflátnir Framhald af bls. 1 byltingartilraunina og að bylt- inigarmönnum hafi verið send vopn frá íran. Segii talsmaður- inn að þrír fsraelsmenn, Vestur- Þjóðverji og Bandaríkjamaður hafi smyglað um þrjú þúsund hríðskotabyssu.m til íraks frá fran, og að allir þessir menn hafi starfað hjá CIA. Náðust vopnin, og voru þau notuð við aftökurnar í gær og í dag. Yfirvöld í írak hafa visað sendiherra írans úr landi og einnig starfsmönnum við ræðis- mannsskrifstofur frans víða um lanid. — Ársafmæli Framhald af bls. 1 önmiur fjöldamorð en þau sem fnamin voru í My Lai. Litlar breytingar hafa orðið á mál- fkrtningi deiluaðila síðan við- ræðufundimir hófust fyrir ári. Bandamenin hafa gert kommún- istum mairgs konar tilboð, sem gætu ieitt til friðar, en þeim hefur jaifnan verið hafnað með fyrirlitninigu og hroka, og hamr- að á þeirri einu kröfu að allt erlent herlið yrði dregið burt úr landinu, án niokkurra skilyrða. VELJUM ÍSLENZKT ÍSLENZKAN IÐNAD — 100 hervélar Framhald af hls. 1 Bandaríkja'nna, sagði í daig, að Bandaríkin hefðu miklar áhyggj- ur af vopnasölu Frakka til Libyu, og furðuðu sig á þvi að Frakkar hefðu ekkert látið upp- sfkátt um það fyrirfram. Fregn- in hefði komið Wasihington jafn mikið á óvart og öðirum áðdlum. Samkvæmt þessum nýjustu fréttum eiga Libyumenn að fá allis 80 af fullkomin'ustu árásar- vélum, sem smíðaðar eru í Frakklandi í dag, og auk þess 20 fullkomnustu könniunar- og æfingavélar sem þar er að finma. Blöð í Frakklandi og víðar hafa mjög gagnrýnt þessa ákvörðun og segja hana vera næsta fárán- lega. Þau benda á, að nú sem stendur eigi Libya aðeins níu orrustuþotur, og hafi varla flug- menn til að fljúga þeirn. Her landsins sé í heild ekki niema um 7000 manns, og flugvéiafjöld- inn sé því ekki í neinu samræmi við þörf Libyu. Hins vegar geti Egyptaland haft góð not af þeim, enda vafalítið áð svo fari. Franska stjórnin er sökuð um „happa- og glappastefnu“ á kosfnað vira sinna, en einn ár- anigur sölunnar mun vera lotforð Libyumanna um að hætta stuðn- inigi við nágranniaríkið Chad, sem á í innbyrðis erfiðleikum. Franska stjórnin styður núver- andi stjóm í Chad, og hetfur seint 2000 hermemm til að hafa hemiíl á uppreisnarliðunuim. Uppreismar mennimir hafa hinigað til getað flúið yfir landamærin til Libyu, ef fransikir heirmenn komust á slóð þeirra, en niú verður þeim ekki veitt skiól len.gur, Michel Debre, varnairmálaráð- herra Frakklands, hefur fyrir sitt leyti gagnrýnt harðlega þá, sem gagnrýna vopnasölu Frakka til Arabalandanma og vopnasölu- bannið á ísrael. Hann sagði m.a,, að flugvéliasialian væri ekki ein- ungis pólitísks eðflis, heldiur og etfnahagsilegs. Hann gat þess að hergagnasala væri um 20% af öllum útflutningi Friakklands. í ísrael hafa þessar fréttir vak ið mikla reiði, eins og búast mátti við, og eru ísraelismienn harðorðir í gar'ð Frakka. Þeir segja meðal annars, að hér eftir hafi þeir ekkert að gera við að reyna að koma á siáttum milli ísæaelis og Arabaríkj anna. — Pachman Framhald af bls. 1 að láta í ljós amdstöðu við það pólitíska ástand, aem rík- ir í landinu og að notfæra sér þjóðermislegar tilhneiginigar og afstöðu fólks, sem amdvígt er kommúnisma og sósíal- isma. í samvinnu við ritihöf- undinn Ludvik VacuHk samdi Pachman áskorun I 10 liðum 21. ágúst 1969 og á meðal þeinra, sem unidirrituðu áskorunarsikjailið voru íþrótta- maðurdnn Emil Zatopek, blaðamaðurinin Jiri Hoehman, sjónvarpsmaðurinn Karel Kyncl og rithöfundurinn Vac- lav Havel. Skjalið var henigt upp á fuudum í fjaHaheimil- um og hússkynniuim róðrar- klúbbs eins. En þegar Paeh- man og stuðningsmenn hans ætiuðu að útbýta skjalinu í verksmiðju, vildu starfsmenn verkalýðsfélaganna ek'kert hafa með það að gera“, segir blaðið. Pachman var rekinn úr kommúnistaflokknum i sept- ember sl. Mynd þessi var tekin fyrir skömmu í nánd við Uli-flugvöll í Biafra og sýnir hún hermenn úr liði Biafra afhenda stjómarher- mönnum Nígeríu vopn sín. — Biafra Framhald af bls. 1 herfylkisdnis hafi nauðgáð hvítum hjúkrunarkonum í sjúkrabúsi skaimmt frá Orlu, og að hjúkr- Uin'arkon/urnar væru nú í felum tani í skógi. „Herinn er stjórn- laius“, sagði fuiMtrútan. „Rikis- stjómin er nú að neyna að láta fynsta herfyklHð leysa það þriðja aif hólmi, því henmenn þriðja herfyflkisdms virðasit sigur-óðdr“. STELA FRA TRÚBOÐUM Trúbo-'ðar kiaþó'Mikkia og mót- mælenda hafa margir hverjir verið fluittir til Port Harcourt til yfirheynslu um störf þeirra í Biatfra, og kvarta þeir undan því að hermenn Nígea'íu nottfæri sér fjarveruna með því að stela maft airbirgðum og bifneiðum trúboðs- stöðvanma. AJte eru um 60 prest- ar og nokkrar nunniur í stotfu- fanigelsi í Port Harcourt, em 42 tnúboðar hafa femigið að halda störfum síruum átfram í Biatfra. Allir þeir prestar, siem erlendu fréttamenniimir ræddu við, hötfðiu þá sörnu sögu að segja, áð hemmenn Nígeríu hetfðu rænt ölOium bifreiðuim, vörubiíreiðum til matairtflutndniga, og j'atfnvel reiðhjóliuim trúboðssitöðvanma. Er Jobn Aggey, erkibiskup í Lagos, fairimm fluigleiðis tifl Port Har- court til að reyna að leysa vamda prestanma. Á þriðjudag var haldta brú’ð- kaupsveizia ein mikil í Port Karcourt, og hetfur veizla þessi vakið feikina gremju þeirra, er vtama líkmiarstörtf. Var það hér- aðsistjórd Port Harcourt-svæðis- ins, A. P. Diete-Spiff, sem var að ganga í hjónaband og bauð til veizluinmar. „Meðan 600 börn eru að svélta í hel hér utan við bo'rginia'1, sagði einm pmestanmia í Port Harcaurt, „er haldin 100 mammia fcvöldverðairveizla og kampavín.weizla fyrir a’ðra 250“. Bömin 600 eru í sjúkrahúsi í umnsjá brezkra oig aiuisitiurrískra lækma, og hatfa lætonamir etamig lýst vanlþóknum simni á veizlummi. „Þeir geta ekki lánað oktour einn einiasita Landrover til matarfliuitn taiga“, saigði einm læknanma, „og srvo kemur yfinmiaiður þriðja lamd gömguiliðaherfylikistais til veizl- unmar með einfcaiþotu". Benti hamn á, að ekki hatfi veiziugesti skont fíuitninigaitæki, því þar var eta Ro'Mis Royce-bifireið og fjöttdi Mercedes-Benz bitfredða. LIGGUR EKKERT Á Hjálparsta.rfið, sem Níigeríu- stjórn hefur reynt að koma á í Biafra eftir að hafa neitað kirkju samtökunum um að veita frek- ari aðstoð virðist ekki ráða við vandann. „Það er eins og þeim finnist ekkert liggja á“, sagði einm prestanna í Port Harcourt. „MikHil fjöldi þorpsbúa víða í Biatfra er nú það illa á sig kom- inn að tveggja sólarhrintga drátt ur á matarfluitmimguim getur ráð Ið úrsUtum um líf eða dauða.“ Amnar prestur sagði: „Engar matarbingðir hatfa borizt til um- sjón.arsvæðis míns í rúma viku. Á Sao Tome enu tíu vörugeymsl ur fullar af miatvæluim, em rík- isstjórnim vill efcki sjá þau.“ Á meðan yfirvöldin voru að kvarta yfir erfiðileitoum á að flytja matvæli til hernumdu svæðanna, lenti Fokker Friend- Ship flugvél í Port Harcourt. En hún flutti engin matvæli. Farm- ur hennar var sex mánaða göm- ul eintök af „Ootopuis“, timariti þriðja landgönguiiðaherfylkisins. Þessi frásögn Mulligans og frá sagnir anmarra fréttanmmina hafa sætt harðri gagnrýni í Lagos og London. í Lagos boðaði Yakubu Gowon hershöfðingi 200 blaða- m.enn til fuindar í dag til að skýra frá hve vel hjálþarstarf- ið gengi í Biafra, eða Austur- Nígeríiu, eins og héraðið heitir nú á ný. Sagði hamn að Nígeríu- stjórn gerði sér far um að hjálp arstarfið gengi sem bezt. Ljóst væri að sumir fréttamenm reyndu að gera lítið úr hjálparstarfinu og þeim, sem að því standa, og væri litill fengur að áframhald- andi dvöl þeirra í Nígeríu: „Þeir sem raunveruilega vilja aðistoða oktour eru velkomnir“, sagði Gowon, „Ég bið hina, sem efast, að hypja sig.“ í London flutti Harold Wilson forsætisráðherra ræðu í Neðri miálstofu þingsins. Ræddi han.n þar þanm mikla miuin, sem er á frásögnum fréttamannanina nú og fyrri fréttum frá Rauða kross inum og stjórninni í Lagos. Sagði Wilson að hvað sem öðru liði þá væri það staðreynd að ektoi hafi verið framin fjölda- morð á saklausum borgurum í Biafra. Hims vegar viðurkemndi ráðherramm að eimstaka ofbeldis- ver<k hefði verið framim þar, og væri það rétt hjá fréttamönmuim- um að skýra frá þeim og kvik- mynda þau. Þrátt fyrir þetta sagði Wilson að stjórn Nígeríu og Rauði kross landsims væru nú að ná tökum á hjálparstarf- inu. AÐSTOÐ FRÁ U.S.A. Ronald Ziegler blaðaful’ltrúi Nixons forseta skýrði frá ósk Nígeríustjórnar um aðstoð frá Bamdarfkjunum. Kom ósk þessi frarn í símtali Nixons við ónafn- greindan fulltrúa stjórnarinnar í Lagos í dag. Samþykkti for- setinn tafarlaust að verða við tilmælunum, og hetfur þegar gert eftirfarandi ráðstafamir: Fjórar fluitntagafluigvélar af gerðtami C-97 verða sendar frá Dahomey til Nígeríu tii að anm- ast flutnimga á matvæliuim. Verða áhafnir vélanma frá Alþjóða Rauða krosstaum. 2. Tvær vélair af gerðinni DC-6, sem nú eru á fslandi, verða sendar til Lagos til m.at- vælaflutninga. 3. Frá Bandaríkjunum verða sendar 50 raístöðvar, 10.000 teppi, 50 jeppax, 50 fíutnimga- bifreiðir og útbúnaður fyrir þrjú sjúkrahús. Auk þeæa sa.gði Ziegler að Bandaríkjastjórn hefði boðið Ní geríu frekari aðstoð, ef óskað væri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.