Morgunblaðið - 23.01.1970, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 23.01.1970, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1'9?0 19 vel gefið, sem býr allt hér í Rvík. Sigurður fer frá Miðhúsum til Rvík 1912, og byrjair þá eigin búskap. Hann giftist næsta ár, 23. júní 1913 eftirlifandi konu sinni og jafnöldru Dagnýju Níelsdóttur frá Flatey á Breiða- firði, meðal systkina hennar er séra Árelus sem kvaddi mág sinn svo fallega í kirkjunni og jarðsöng hann. Þau hjón eignuðust 5 börn sem öll eru á lífi og búsett hér í borg. Þau heita: Haraldur Snæland, Bryndís, Sigurborg, Siguirður Ragnar og Kristinn Björgvin. Alla sínia löngu og farsælu samveru bjuggu þau hjón á ein- um og sama stað í litlu húsi sem Sigurður eignaðist vestast í vest urbænum, sem hét, að ég held „Liljustaðir“. Breytti Sigurður því og stækkaði eftir því sem börnin komust upp og gerði að fleirri íbúðum. Siguirður var mikill dugnaðar og starfsmaður og svo velvirk- ur að enginn vildi sleppa hendi af honum sem kynntist Sigurði og höfðu notið verka hans. Sig- urður var ágætlega lagtækur og hagur, og hafði glöggt auga, þó ekki væri hann lærður smiður. Hann til dæmis tók að sér að seta upp Skúðgarða hér í bænum fyr- ir ýmsa góðborgara, sem vildu láta fara vel og fallega girðing- ar og haglega niður settar trjá- plöntur og annan garðagróður. Ég hygg að Sigurður hafi verið að upplagi smiður, og ræktunar- maður. Ungur var hann farinn að rista ofan af þúfunum í Mið- húsatúninu hjá föður sínum, svo það átti ekki síður við hann rækt un jarðar en kaupstaðarvinna. Því oftast var svo, þegar maður átti tal við Sigurð Brynjólfsson, þá var sveitabóndinn framar öðru efzt í huga hans, og mesta gleði að ræða um. Sigurður vann lengi hjá Eim- skipafélagi fslands við allskonar vinnu og afgrieiðslustörf í fjölda ára. Einnig var hann um árabil hjá Ríkisskip, þar til hann varð fyrir miklu áfalli sem áður er á minnst, og varð að hætta allri vinnu, sem var mikið áfall fyrir hann. Hjá þessum stofnunum var Sigurður sem annars staðar vel metinn af yfirmönnum sínum, jafnt sem samstarfsmönnum hans og vinnufélögum. Á pósthúsinu vann Sigurður tíma við útburð og fleira. Var það eftir áfallið, en hann treysti sér ekki að genast þar fastur starfsmaður vegna heilsu sinnar, sem hann þó átti kost á, og oft boðið. En vann þar samt í afleys ingum og ígripum ef um meira var að gera, að koma út póst- inum. En þrátt fyrir þó að Sig- urður gæti ekki unnið út á við sem áður, og honum yrði það nokkur raun, jafn vinnufúsum manni og þrekgóðum sem hann enn var hálf sjötugur. Var hann samt öllum stundum sívinnandi á heimili sínu, því hann var svo verklaginn og lagtækur, að flest sem lagfsera þurfti og endurbæta gat hann gert, hvort sem var utanhúss eða innan. Sigurður Brynjólfsson var vel greindur maður og átti mjög góða skapgerð, alltaf glaður, hress og skemmtilegur í viðræðum, hvort helduir var á eigin heimili, vinnu stað, eða gestur annarra. Sigurð- ur var bókelskur og las mikið, einkum seinnihluta ævinnar, þá var meiri tími, eftir að vinnu- getan þvarr. Hann hafði góða sjón og trútt mynni og hafði mjög gaman af að lesa fræðibæk ur. Hann unni náttúrufegurð, enda alinn upp í einni fegurstu sveit lanidsins. Eins hafði hann verið mikið söngelskur og tekið þátt í söng þegar svo bar við, og sagt var að aldrei hefði hann komið svo í kirkju að hann tæki ekki þátt í söngnum. Sigurður var traustur maður og trúr, lét lítið yfir sér. Tróð sér alsrei fram á kostnað annarra. Manna ábyggilegastur í orði og gerðum. Þetta veit ég, og með það í huga kveð ég frænda minn, jafn hlðia samúðarkveðja til konu hans og barna. Jónas Magnússon. Laufey Friðriksdóttir Oberman — Minning Fædd á Syðralóni, Langanesi, 31. desember 1884. Dáin í Hol- landi, 30. október 1969. ÁRIÐ 1912 giftóst Laufey Friðriksdóttir hr. Jóhannesi Ob- erman, starfsmanni hollenzku nýlend uþjónustunnar í Austur- löndum. Þau hjónin voru búsett á Sumötru Jövu, Celebes og Borneo. Herra Oberman var gerður að landstjóira yfir hol- lenzka hluta Borneo árið 1937. Starf sitt sem eiginkonu hátt- setts manns í nýlenduþjónust- unni og seinna sem landstjóra- frú, annaðist frú Laufey af hinni mestu prýði. Ef litið er yfir ævi hennar má segja að ævintýri sé líkust. Hún fæddist í íslenzkum torfbæ, en eyddi miklum hluta ævi sinnar í Indonesíu, bjó þar í stórhýsum, tók á móti sendi- fulltrúum og þjóðhöfðingjum og hafði fjölmennt þjónustulið. Eig inmaður frú Laufeyjar var stolt ur af henni, þótti mjög vænt um hana og virti hana mikils, enda voru þau hjón mjög hamingju- söm til æviloka. Henra Jóhannes Oberman var sæmdur tveimur hollenzkum tignarmerkjum. Hann var Offic- eri af Orange Nassgu og Ridd- ari Niðurlanda. Einniig var hann sæmdur brezku heiðursmerki af The Rajgh of Sarawak. Þau hjónin fluttu frá Indónesíu og settust að í Hollandi árið 1938. Eftir stríðið varð herra Ober- man íslenzkur ræðismaður þang að til hann lézt árið 1959 og var mörgum íslendingum að góðu kunnur. Hann var sæmdur ísl. Fálkaorðunni 1948. Börn þeirra hjóna voru fimm: Friðrik, elzti sonurinn, bú- settur í New Orleans, forstjóri hjá The Good-Year Rubbertyre fyrirtækinu. Poppe Pieter, liðsforingi i hollenzba flughernum, lézt í fluigslysi á Jövu aðeins 26 ára gamall. Weja, gift dr. Elgi Smith, for- stjóra hjá Unilever í London. Guðjón lézt úr hjartaslagi á síðastliðnu ári. Hann fékk hita- beltismalariu, þegar hann var barn að aldri, og náði sér aldrei að fullu. Lát hans var þungt á- fall fyrir frú Laufeyju. Kris'tín, gift Sigurði Egilssyni, Þau búa að Stokkalæk á Rang- árvöllum. Frú Laufey var mjög glæsileg kona, fluggáfuð og vel mennt- uð. Hún talaði og skrifaði hol- lenzku, ensku og dönsku af mik illi kunnáttu og leikni og mun einnig hafa haft þýzku á valdi sinu. íslenzkan hennar var hrein og tær, óg enginn hefði heyrt á mæli hennar vott af út- lendum hreim. Hafði hún þó dvalið erlendis í 57 ár, en að vísu heimsótt ísland alloft, eink um á seinni árum. Frú Laufey taldi sig alltaf fyrst og fremst íslenzka, þótt hún væri hollenzk uir ríkisborgari og þætti mjög vænt um Holland. Frú Laufey ferðaðist mikið um dagana. Vegna síns glögga fegurðarskyns, menntunar og tungumálakunnáttu naut hún þess, lærði margt og kynntist mörgu á sínum ferðalögum. Hún ferðaðist meðal annars til Kanada, áður en hún giftist, til fundar við föður sinn, og dvald ist hjá honum um skeið. Síðan fór hún til Danmerkur og loks til Englands, en þar kynntist hún hr. Jóhannesi Oberman, sem síðar varð eiginmaður hennar. Er frú Laufey lézt var hún einmitt að áætla ferðalag til New Orleans, til þess að heim- sækja Friðrik son sinn. Var svo ætlunin að vera komin til fs- lands um jól, að Stokkalæk til Kristínar og tengdasonar. Hjá þeim var gott að vera og þar leið henni vel, enda hafði hún heimsótt þau á hverju ári, eftir að Kristín settist að á fslandi. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM ÞÉR hafið sagt, að einungis kristnir menn séu í raun og veru hamingjusamir. En þeir kristnu menn, sem ég þekki, þurfa að berjast við erfiðleika, þjáningar og sorgir engu síð- ur en aðrir. Vinsamlegast útskýrið þetta. HAMINGJA er ekki lausn frá þjáningu. fátækt, mót- læti eða jafnvel sorg. Hún er fólgin í krafti til að rísa undir þessu öllu og hrósa sigri yfir því. Kristindómur- inn er ekki rökræn útskýring á vandamálum. Hann er kraftur, sem lyftir okkur upp fyrir þá. Enginn lifði jafn stórkostlegu lífi og Drottinn Jesús Kristur. Hann kynntist þó sannarlega þjáningum og þrautum. Hann var ranglega sakaður um guðlast. Hann 7var tekinn höndum á fölskum forsendum og þurfti að þola málaferli, sem byggðust á óheilindum. Hann var dæmdur til dauða, negldur á kross og hæddur af lýðn- um, sem hann hafði lagt sig fram um að hjálpa. Samt sagði hann, í öllu þessu, við lærisveina sína: „Verið hug- hraustir, þér hafið sigrað heiminn“. Hafi nokkur unnið til þess, að honum væri hlíft við erfiðleikum, þá var það hann. Samt þóknaðist Guði að leggja misgjörð okk- ar allra á hann, eins og Ritningin kemst að orði. En aldrei kvartaði hann. Biblían talar um hlutskipti hans með þessum orðum: „Hans, sem í stað gleði þeirrar, sem hann átti kost á, leið þolinmóðlega á krossi, mat smán einskis" (Hebr. 12,2). Hann kvartaði ekki yfir hlutskipti sínu. Öðru nær: Hann fann gleði í því. Þegar hann tekur sér bústað í hjörtum okkar fyrir trúna, gefur hann okkur þrótt til þess að horfast í augu i við erfiðleikana. Þeir, sem eiga hann að, geta séð tilgang t Guðs jafnvel í þjáning, og regnboga Guðs í hverju skýi. i Þar heyrði hún ekki annað en íslenzku. Myndarlegi bamahóp- uirinn, glaður og bjartuir, átti vel við hana. Á veturna voru það fannhvítar hjarnbreiðurnaæ og hin snævi þöktu fjöll, sem heill- uðu huga hennar. Á vorin hinn steirki gróðrarilmur, söngur vor fuglanna, hinir fallegu léttfættu íslenzku hestar og allt það líf og öll sú ferguð, sem vorinu fylgir, og aldrei bar neinn skugga á í huga hennar. Frú Laufey fæddist að Syðra- lóni á Langanesi. Móðir hennar lézt, áður en hún varð ársgöm- ul, og faðir hennar fluttist til Kanada, þegar hún var á barns aldri. Hún var alin upp á Húsa- vík og Norðfirði og átti bjartar minningar frá þeim stöðum. Síð- ustu árin voru minningarnar frá æskuárunum mjög ofarlega í huga hennar. Snæviþaktar fjalls hlíðarnar á Norðfirði á veturna í tunglsljósi, þegar norðurljósin sveifluðust um himininn. Sól- bjartur sumardagur á Seyðis- firði, þegar fjöllin spegluðust í sléttum sjávarpollinum. Kríu- mergðin og mávarnir á Húsavík, þegar fiskibátarnir komu úr róðri. Syðralón og Sauðanes á Langanesi og Bakka-Bakki á milli bæjanna, þar sem úthafs- aldan gnauðaði og buldi á háum bökkum og klettum með dmn- um og sogum. Hún minntist hóp ferða á hestum til kirkju að Sauðanesi. Það var alltaf sér- staklega bjart yfir henni, þegar hún var að rifja upp æskuj mirmingarnar. Hún kvaðst hafa verið kennari á íslandi um skeið og minntist nemenda sinna frá þeim tíma. Frú Laufey minntist oft heimd'lis sr. Jóns Guðmunds- sonar, föðurbróður hennar og fóstra og konu hans, Guðnýjar Þorsteinsdóttur, með innilegu þakklæti. Enmifremur frú Ólafar Guðmundsdóttur, ekkju Sigfúsar Sveinssonair, kaupmanns, og fjöl skyldu hennar. Taldi hún að á Norðfirði hefði verið heimili sitt á íslandi. Frú Ólöf lézt fyrir allmörgum árum og tók frú Laufey mjög nænri sér lát henn ar. Frú Laufey talaði oft um þá umhyggju og hlýju, sem hún hefði notið á æskuárunum og hvílíkt öryggi og kraft þessi ástúð hefði gefið sér í veganesti. Frú Laufey varð að reyna þung- ar sorgir, en sólskinsdagamir í lífi hennar vom einnig bjartir og mairgir. Þannig er lífið, þar skiptast á skin og djúpir skugg ar. Hún átti indælt heimili og var virt og dáð af öllum sem kynntust henni. Síðast þegar ég hitti frú Lauf- eyju las hún fyrir mig aldamóta kvæði Matthíasar Joehumsson- air. Það var eins og hin hljóm- fagra rödd hennair gæfi kvæð- inu sérstakan blæ tignar og feg- urðar. Frú Laufey var hraust bæði andlega og líkamlega. Þrátt fyr- ir aldurinn 85 ár virtist ellin raunvemlega vera henni mjög fjarlæg. Svo fékk hún skyndi- lega heilablóðfall og dó viku síðar. Weja, dóttir hennar, var hjá henni frá því að hún veikt- ist og þangað til hún skildi við. Hún kvaddi lífið eins og hún lifði því, æðrulaus, virðuleg og róleg. Blessuð sé minning hennar. London í desember 1969 Valgerður Gestsdóttir Yates. Thule-auglýsinga- mynd á Evrópusýningu SJ ÓNVARPSÁHORFENDUR miuna efllausit eftir augilýsingu frá SANA á Akureyri, seim sýnlir miamfli í snlöru Og biðluir uim fllöákiu af Thfuflie-ölli, sem síðustu ósfeina. Auglýsinig þesisi mæl't- ist móög misjiafnlega fyrir hér og miargir urðu til þesg að lýsa vanidlætinigu sinini á miynidlininiL SANA hefur niú hætt að auig- lýsa mieið þessari myinid, og í þess stað hiefur hún verið senid til Svíþjóðiar þar sem hún verð- uir á Evrópusýninigu auiglýsiniga- mynida, sem haldla á þair. Listiðniaðlarhiásfeólimn í Gaiuta- borg haflði upphaflegia spuimir aif þessari mynd, og ósfcaði eiftir því við Sama, að (hiún yrði send tifl skólanis að sýniniguim lofenum, Fundir í Náttúru- fræðifélaginu HI© íslenzka náttúrufræðifélag heldur þriðju fræðslusamJkomu vetrarins í 1. keninslustofu Há- skólans mánudaginn 26. janúar kl. 20.30. Þá flytur Guðmundur Egg'ertsson, prófessor erindi um erfðir. Laugardaginn 14. febrúar kl. 16 verður aðal'fundur félagsins í 1. kennslustofu Háskólana þar sem hún verður motuð Við feennsiu á þessu sviði. Full- trúi Sfeólans skioðaði þessa mynd hár á lanid'i og þótti ’hún sérstæð og áhrilfamikil aMglýsáng. Hefur mynidm því verið senid úr lamdi. Tunglsýning á Akureyri Afeureyri, 22, jam. SÝNING um tunigMð verður opniuð í búsa&ynmium Náttúnu- gripasafns'ins á Akureyiri á morg un. Hún verður opin laugardiaga og sunmiudlaga 'kl. 2—10 siðdiegiis fram tifl 1. mairz. Þar verða m. a. sýndiar lit- myndiir frá tunigltendliniguim Baindaríkjiamainnia á síðasta ári, hmiattlífean og nýjustu kort atf tumiglinu, m. a. af balfehiliið þesa. Þá verða eininiig staefekaiS^r rnyndir af tungflgrjóti og tungl- riyikd og Mt.iill lafbsteinn til sýnis. Stjiörnuifr'æðiinigur spjialliar uim buinigflið síðdogis á suniniudlögum ag tavifemyndasýniijnigar erú fyr- irlhuigaðar. Þegar vel stenduæ á tumlgM og veðurúkilyrði lleyifla verður sýndngargestum gefkwi kostur á að skoða tunigilið með eigin augum í stjörniusóómaiufea. Sv. P. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 50., 52, og 54. tbl. Lögbirtingablaðs 1969 á hluta í Langholtsvegi 89, þingl. eign Matvælageymslunnar h.f„ fer fram eftir kröfu Jóns Ólafssonar hdl., á eigninni sjálfri, miðvikudaginn 28. janúar n.k. kl. 11.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.