Morgunblaðið - 24.01.1970, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.01.1970, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1970 7 „Þetta hefst með þorranum” „Halló, já, þetta er Jón B. Gunnlaugsson." „Okkur langaði til að vita, hvenær þú hófst handa við að skemmta fólki með eftirherm- um og söng?” „Það má segja, að það hafi verið hrein tilviljun, að ég byrjaði á þessu, og má að nokkru skrifa það á reikning þeirra Ævars Kvaran og Pét- urs Péturssonar. Það var í marz mánuði 1963, að Pétur kom til min og sagði, að sig vantaði 7—8 mínútna skemmtiefni i útvarpsþátt sinn, sem fluttur 1 var á sunnudagskvöldum, og vegna forfalla væri hann í herin um vandræðum, enda átti að taka þátit þennan upp eftir 2 klukkutíma. Sagði hann, að Ævar Kvaran hefði bent sér á mig, og Ævar hefði bætt við — „hann getur meira að segja hermt eftir mér!” Raunar hafði ég fiktað við þetta áður, þótt ekki væri fyrir borgun, og hafði Ævar heyrt til min þegar ég var nemandi hans í Þjóð- leikh ússkólanum og síðar. Það varð svo úr, að við Loftur Guð mundsson rithöfundur, sem þá var samstarfsmaður minn hjá Vikunni, settumst niður og suð um saman þátt, sem var stæl- ing á þætti Stefáns Jónssonar „Um fiskinn”. Stefán fór í veiði ferð og ræddi við áhöfnina, sem i samnleika sagt var nokkuð sundurleitur hópur og veiðin eftir þvl Ég man það (eins og gerzt hafi í gær!) að Guðmund- ur Jónsson var vélamaður og hann harðneitaði að syngja „Hrausta menn” yfir slíkri á- höfn. Þessi þáttur hefur senni- lega vakið nokkra athygli, því að næstu vikur og mánuði hafði ég nóg að gera í þessu, enda á þeim árum, þegar árshátíðir og þorrablót voru haldin í svo til fiestum samkomusölum og mötuneytum í bæjum. Um sum arið skemmti ég svo á héraðs- mótum úti á landi, Eitt af því, sem ég tel mér helzt til „tekna” við að hafa farið út í þetta, er hversu viða ég heí komið og má segja að ég hafi fyrst kynnzt landinu, eftir að ég fór að skemmta, enda kom- ið á flesta samkomustaði lands- ins og má til gamans geta þess, að einn er þó sá staðurinn sem ég hef ekki skemmt á, þessi ár, en það er Ólafsfjörður, þar sem ég er fæddur og uppalinn, Jón B. Gunnlaugsson. þeir hafa verið búnir að fá nóg af mér, þegar ég flutti þaðan!! — Ég hef eirunig skemmt á veg um íslendinga í Danmörku, Noregi og New York. Núna er ég m.a. með þátt sem ég hef gert um „Dansinm i kringum Brúðkaupið” og ger ist sá þáttur í Kristalssal Þjóð- leikhússins, em eins og kunn- ugt er hefur sá staður ný- lega fengið „vínveitingaleyfi". — Það væri synd að segja að það efni sem sá þáttur fjallar um, komi fólki ókunnuglega fyr ir eyru! Ef ég ætti að reyna að geta til um það hver þeirra „kumpána” sem ég hermi eftir séu „vinsælastir” þá er það í fyrsta lagi breytilegt eftir því, hvar á landinu maður er, einn- ig hvort maður skemmtir ungu eða eldra fólki, þess vegna reynir maður að vera með þetta úr sitthverri áttinui. Þó mundi ég halda að vinur minn Guðmundur Jónsson sé einna „jafn vinsælastur”, en hann hef ur fyrirgefið mér það þótt ég geri góðlátlegt grin að síðustu plötunni hans, sem mikið hef- ur verið leikin síðustu mánuði, en þar er m.a. lagið, „lax“ sem er eitt vinsælasta lag Guðmund- ar, en hamn syngur, sem kunn- ugt er, ekki einn einasta tón í því, — nú pósthólfið hans kan-n ast flestir við... — Já nú er „vertiðin” að byrja, það má segja að hún hefjist með þorr- anum (laugardaginm 24. janúar) ég hef það á tilfinmingunmi að meira verði af skemmtunum nú en í fyrra, enda gerði flens- an þá strik í reikninginn, ég hef verið ráðinn töluvert næstu vikur, bæði hér í bænum og úti á landi og bendir allt til þess, að léttara sé yfir fólki nú en i fyrra, en það segir sig sjálft að það fyrsta sem fólk dreg- ur við sig þegar „harðnar í ári'' eru skemmtanir." „Þakka þér símtalið, Jón, gangi þér allt í haginn, og vertu ævinlega blessaður og guði befalaður.” „Og allt í sama máta, Frið- rik.” — Fr. S. Tveggja mínútna símtal ÁRNAÐ HEILLA 27. des. s.l. voru gefin samao í hjónaband í Langholtskirkju af séra Siguvði Hauki Guðjónssyni, ungfrú María Jóna Gunnarsdóttir og Egill Hjartar. Heimili þeirra er að Lynghaga 28. Loftur h.f. Ijósmyndastofa, Ingólfsstræti 6. Nýlega voru gefin saman í hjóna band af séra Jóhanni Hlíðar, Pálína Úraniusdóttir og Kristinn Ævar Anderason. Heimili þeirra er að Víðisvegi 9, Vestmannaeyjum. Ljósmyndastofa Óska,rs, Vestmairanaeyjum. Þan.n 30. des. voru gefin samam í hjónaband af borga.rdómara, ung- fni Ingibjörg Ólafsdóttir og örn Ólafsson. Heimili þeirra er að Tún götu 47. Ljósm.sf. Sigurðar Guðmundssonar Skól'avörðustíg 30. Um áramótin voru gefin saman í hjónaband af sr .Amgrími Jóns- syni, un.gfrú Katrín Helgadóttir og Jón Óskarsson, Stórholti 20. Stjömuljósmyndir, Fálkagötu 45. Nýlega vom gefin saman í hjóna band í Kópavogskirkju aí séra Ólafi Skúlasyni, ungfrú Halldóra Ólafsdóttir og Eyjólfur Geirsson, Vallargerði 36. Loflur h.f. Ijósmyndastofa, Ingólfsstræti 6. VÍSUKORN Storð á gljáir stórvaxinn, stormum þráu mæddur, heiðar blái hnjúkurinn, hökli snjáa ldæddur. Sigvaldi Jónsson, Skagf. FRETTIR Æskulýðsstarf Neskirkju Fundui fyrir stúlkur og pilta, 13—17 ára verður í félagsheim- ilinu mánudaginn 26. jan. kl. 8.30. Opið hús frá kl. 8.. Frank M. Halldórsson. KFUM og K, Hafnarfirði Almenn samkoma sunnudags kvöld kl. 8.30. Ræðumaður: séra Frank M. Halldórsson. Allir vel komnir. Kvenfélag Hallgrimskirkju Fundur miðvikudaginn 28. jan. kl. 8.30 í félagsheimili kirkjunn ar. Spiluð verður félagsvist. Konur bjóði með sér gestum. Kaffi Kvenfélag Ilafnarfjarðarkirkju Aðalfundur í Alþýðuhúsinu þriðjudaginin 27. jan. kl. 8.30. SVEFNHERBERGISSETT til sötu að Sæviðarsundi 70. Sími 35172. STÚLKA EÐA ROSKIN KONA óskast til þess að sjá um lítið heimrli í Kópavogj vegna verkinda húsmóður. Hert>. gaeti fylgt. Kaup eftir semkomul. Uppt. 1 s. 41046. FORD '55 2ja dyra, tii sýnis og söhi i dag. Góður bíM, 45 þ. kr. lón. Aðalbílasalan Skútegötu 40. SKODA STATION 1202 í mjög góðu standi tll söhi. Skipti koma trl gre'ma á 4ra—5 manna fófksbil. — Simi 50884. SÚRMATUR. Súrsuð sviðasulta, svlna- sulta, hrútspungar, lunda- baggi, brirvgukolter, slátur, síld, hákarl, harðfiskur. Kjötbúðin Laugaveg 32 Kjötmiðstöðin Laugalæk. IBÚÐ ÓSKAST Góð 3—4 herto. íbúð óskast til teigu, helzt í Vesturbæ (sem næst Háskótenum). Reglusemi hertið og skiívisri mánaðargreiðshJ. Fernt í he'rm ili. Upplýsingar í síma 84353. NÝTT FOLALDAKJÖT Fotelda-snítchel, buff og guttach, saltað og reykt. Kjötbúðin Laugaveg 32 Kjötmiðstöðin Laugalæk. SALTKJÖT Úrvals saftkjöt. Bjóðum eftt bezta saltkjöt borgarinner. Söltum einnig niður í tunnur fyrir viðskiptavini fyrir 25 kr. skrokkinn. Kjötmiðst. Laugalæk, s. 35020 Kjötb. Laugav. 32. s. 12222. Beglnsöm dugleg stúlkn ekki ynpri en 25 ára, óskast á tannlækningastofu 1. febrúar nk. Stúdentspróf eða hliðstæð menntun æskileg. Einnig æskilegt að viðkomandi hefði áhuga fyrir hjúkrun. Tilboð ásamt meðmælum, ef fyrir hendi eru, sendist Mbl, fyrir 1. febrúar nk. merkt: „8855". Frá umferðarskólanum „llngir vegfarendur“ Starfsemi umferðarskólans „UNGIR VEGFARENDUR" er að hefjast að nýju. Eftirtalin sveitarfélög hafa gerst aðilar að skólanum: Reykja- vík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Keflavík, Akranes, Sauðár- krókur, Akureyri, Húsavik, Vestmannaeyjar, Grindavíkur- hreppur, Njarðvikurhreppur, Seltjamarneshreppur, Mosfells- hreppur, Borgarneshreppur, Ólafsvíkurhreppur, Hafnarhreppur (Hornafirði), Hveragerðishreppur. Öll 3, 4, 5 og 6 ára börn í þessum sveitarfélögum innrituð og verða fyrstu verkefnin send innan 3ja vikna. Umferðarmálaráð VÖRUBÍLSTJÓRAR URVALS DEKK - HACSTÆTT VERD SIMI20-000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.