Morgunblaðið - 05.02.1970, Blaðsíða 4
4
MORG-UNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1070
RAUDARARSTIG 31
mnim
BILALEIGÁ
IIVERFISGÖTU103
VW SendiferÖabifreiÖ-VW 5 manna-VW svefnvagn
VW 9manna-Landrover 7manna
Kristján Jóhannesson
heildverzlun
Laugarnesveg 114.S. 32399
spray
net
krystal-
tært
hárlakk
m\ - GOTT VERÐ
0 Hvernig skal kenna
sig?
Gestur Guðfinnsson skrifar:
„Kæri Velva.k»ndi!
íslendingar hafa gaman af að
velta fyrir sér ýmsum atriðum
móðurmálsins, leita skýringa á
þeim, rökræða um niðurstöður
og er það vel. Þetta sannast á
Halli Jónassyni, Reykjalundi,
hann víkur enn að Skáld-Rósu
og Húnvetningsheitínu í Morg-
unblaðiniu í dag, sem hann gerði
að umtalsefni hér á dögunum.
Ég skýrði sjónaaTxiið mitt hér
í þættinum þann 20. jan. s.l. og
taldi, að um tvenns konar skil-
greiningu á slíkum nafngiftum
væri að ræða. í fyrsta lagi köH-
uðust þeir Reykvíkingar, sem
lögheimili ættu í Reykjavík, og
samsvarandi regla gilti þá um
Húnvetninga. Á þessa skilgrein-
ingu skilst mér, að Hallur hafi
fallizt, enda naumast umdeilan-
leg. í öðru lagi taidi ég réttmaett
að kenna fólk við uppruna sinn
og kalla t.d. Skáld-Rósu „hvort
heldur væri Hörgdæling eða Ey-
firðíng samkvæmt góðri og
gildri íslenzkri málvenju”.
Þessu gengur Hallur hins veg-
ar alveg framhjá og lætur að
því liggja að ég vilji láta lönd
og leið hefðbundnar íslenzkar
málvenjur. Þetta er auðvitað al
gerlega rangt, eins og orð min
bera með sér, og skil ég ekki,
hvað fyrir honum vakir með því
að gera mér þannig upp skoð-
anir. Hitt er annað mál, að ýmis-
legt er á reiki um þessa mál-
venju, eiins og margar aðrar.
Átthagafélögin, sem Hallur
nefnir, sanna t.d. ekki neitt í
þessum efmum, eins og hann vill
vera láta. Ég veit t.d. um mann,
sem er fullgildur meðlimur í
am. k. fímm átthagafélögum. og
gaeti þó verið í enn fleirum.
Fæðingarstaður tekur heldur
ekki af öll tvímæli, a.m.k. ekki
frá tilfúiningalegu sjónarmiði,
sem Halli er auðsjáanlega ofar-
lega í huga. Við skulum taka
sem dæmi konu. sem búsett er á
Seifossi, en fæðir bam sitt á
Landsspítalanum í Reykjavík,
bamið etst síðan upp fyrir aust-
an. Ég býst víð, að þessi ein-
staklingur hafi ekki mikla tál-
hneigingu til að kalia sig Reyk-
víking, þótt hann sé fæddur í
höfuðborginni, a.m.k. eru Utlar
líkur fyrir, að hann tæki sér í
munn um fæðingarstaðinn vísu-
orðin. sem Hallur tilfærir máli
sínu til sönnunar:
„Ég hef, finnst mér, aldrei átt
annars staðar heima".
Með kveðju til Hails og þökk
fyrir birtinguna.
Reykjavík. 1. febr. 1970.
Gestur Guðfiimsson”.
0 Féiagsleg aðstoð
Útvarpshlustandi skrifar:
„Síðastliðið laugardagskvöld
hlustaði ég á útvarpsþátt, þar
sem fréttamaður útvarpsins
hafði viðtal við ýmsa áhrifa-
menn í félagsmálum. Það sem
var einkennandi fyrír þennan
þátt var, að vandliega var þess
gætt að minnast ekki á þá fé-
lagslegu aðstoð, sem þegar er
fyrir hendi, og látin í té af á-
hugafólki. Það var engu líkara
BreiMirðíngar — Rangæingar Reykjavík
annað spilakvöldið verður fimmtudaginn 5. febrúar í Tjarnar-
búð kl. 21.00. — Góð verðiaun.
/
Fjöfmennið og takið með ykkur gesti.
SKEMMTIIMEFIMDIN.
Iðnoðorhúsnæði ósknsl
Höfum verið beðnir að útvega 150—250 ferm. og 600—1200
ferm. iðnaðarhúsnæði, má vera í byggingu.
MIIÉMG
FASTEIGNASALA — SKIPASALA
TÚNGATA 5, SÍMI 19977.
---- HEIMASÍMAR---
KRISTINN RAGNARSSON 31074
SIGURÐUR Á. JENSS0N 35123
Verkfrœðingar
— tœknifrœðingar
Ríkisstofnun vill ráða verkfræðing eða
tæknifræðing til starfa á teiknistofu og við
eftirlit og stjórn verka.
Skriflegum umsóknum þar sem gerð er grein
fyrir menntun og starfsreynslu sé skilað til
afgreiðslu blaðsins merkt: „3891“.
en um feimnismál væri að ræða.
Að visu spurði fréttamaður ein-
hvers í því sambandi, en fékk
það svar, að tími væri kominn
til að skipuleggja það starf, sem
þanndg væri unnið, mér skildist
helzt af því opinbera. Það væri
betur, ef svo væri, — en þó með
varúð, eins og dr. Bjðrn Björns-
son prófessor rétfilega tók fram,
af sinni alkunnu hógværð.
Mér hefði þótt betur við eiga
að segja samræma. Ég er ekki
viss um, að þeir aðilar, sem þeg
ar starfa að „líknarmálum”, hafi
svo sterk bein að þola skipu-
lagsákvæði, sem búast má við,
að samin yrði af aðilum sem
þeim. sem komu fram í umrædd
um þætti, en virðast ekki hafa
yfirsýn, hvorki yfir vandann,
hér á íslandi, né ráð til úrbóta,
er hentar tslendingum.
0 Samræmi — ekki
skipuleggja
Þeir eru œrðnir æði margir
hóparnir í okkar litla þjóðfé-
lagi, sem taka að sér að leysa
hin margvíslegu félagslegu
vandamál, hver á sínu sviði. Það
er ekki talið umtalsvert, jafn-
vel gagnrýnt, að starfað sé af
eínlægni og ósérhlífni. Það er
ekki víst að öllum sé ljóst hvað
þarf til að ná þeim árangri sem
ætlast var til og vonir voru
bundnar við í upphafi. Þar kem-
ur fleira til en kunnáttuleysi.
Mitt álit er þó það, að opin-
berir aðilar hafi beinlínis ekki
ráð á að hafna þessari aðstoð.
Gagnrýni er því aðeins tímabær,
að eitthvað jákvætt komi í stað-
inn. En það er tvímælalaust kom
inn tími til að samræma starf
þessara hópa, sem margir hverj
ir vinna að svipuðu verkefni, og
allir stefna að sama marki.
0 Áhugamenn og
fagmenn“
Sí og æ er verið að stagast á
vönitun á hælum, sjúkrahúsum
o.s.frv„ vöntun á félagsráðunaut
um til að „starfa faglega” að
málefnum þeirra, sem þurfa á
féiagslegri aðstoð að halda. Því
ekki að hagnýta sér fyrst það
sem fyrir er? Samræma og veita
aðstoð þeim hópum, sem þegar
hafa tekið að sér hin margvís-
legu verkefni, oft með ágætum
árangri. Það sýnir áberandi
minnimáttarkennd, þegar verið
er að stagast á vöntun á sér-
menntuðu fóiki, helzt og ein-
göngu menntuðu í útlöndum, þar
sem aðstæður eru svo gjörólík-
ar, að ekki er hægt að bera sam-
an, Menn.tun félagsráðgjafa ut-
anlands miðast að sjálfsögðu
eingön.gu við þá aðstöðu sem
þar er fyrir hendi. Það fer svo
eðlilega eftir manninum, en
ekki „félagsráðgjafanum”, hvem
ig hægt er að hagnýta þessa
men.ntun hér heima.
Væri ekki betra að byrja á
byrjuninni? Nei, stökkið verður
að vera stóct, eins og allt á ís-
landi. Annaðhvort aTlt, eða ekk-
ert.
Bretar fara sér hægt í þessurn
efnum sem öðrum. En þeim
vin.nst, Þeir gera sér far um að
hagnýta þessa áhugahópa. Það
sýna klausturskólarnir, sem
margir hverjir eru nú upptöku-
heimili fyrir vandræðastúlkur,
drykkjusjúklinga o.s.frv. Hjálp-
ræðisherinn í London vin.nur
mest allra að líknarmálum, og
hafa fjölmörg upptökuheimili
fyrir fólk á öllum aldri af báð-
um kynjum. Þaa- er ekki spurt,
hvað marga sérfræðinga hafið
þið, — aðeins —, hver er árang-
urinn.
Látum ekki fagmennskuna
verða ofan á. Við höfum ekki
ráð á að bíða, tökum held-ur
höndum saman og hjálpum
þeim, sem þurfa á aðstoð að
halda, strax. Ekki endilega með
byggingu nýs hælis fyrir milljón
ir, heldur með því að samræma
þá hjálp, sem tiltækileg er, og
nýta þá starfskrafta, sem þegar
eru fyrir.
Flest af veigamestu verkefn-
um í félagsmálum innan sam-
félagsmálum inn.an samfélags-
ins eru einmitt unnin af áhuga-
hópum, byggð á fórnfýsi og
mannlkærleika. Menn.t.un er sjálf
sögð og nauðsynleg, en reynsla
samúð og skilningur I íslenzk-
um aðstæðum þarf að vera fyrir
hendi, svp árangur náist.
Útvarpshlusta<ndi".
0 Skákmótið og útvarpið
H.P.J. skrifar:
„Saelinú Velvakandi góður!
Aðeins örfáar linur í sam-
bandi við alþjóðaskákmótið í
Hagaskólanum. — Þessum ann-
ars ágætu þulum okkar í Ríkis-
útvarpinu (enginn undanekilinn)
verður stundum á í messunni
gagnvart okkur hlustendum, sem
sagt, að hið talaða orð þeirra
kemur okkur ekki að nægjan-
legum notum. — Þeiir eru sífeHt
á þessum þeysingi með lestur til
kynninga og frétta, eins og þeir
séu alttaf að endurbætia sin fyrri
met.
Kem ég þá að því, sem lýt-
ur að skákmótiinu.
Það eru vafalítið þúsundir, ef
ekki tugir þúsunda hlustenda,
sem fylgjast vilja með mótinu
og úrslitum £ hvert simni. — Þeir
hafa fyrir frarnan sig töflu með
niðurröðun keppenda og þar að
auiki lista yfir þá sem tefla sam-
aa i hverri umferð í þeim til-
gangi að færa fyrst inn á list-
ann vinming og tap hverju sinni
og þaðan á töfluna. Nú er þetta
nær ógerliegt vegna þessa bunu-
gamgs þulanna. Gætu nú þessir
góðu menn (og kanjir aðvitað
meðtaldar) ekki t.d. tvitekið
nöfn keppenda þegar tíl'kynn-t
eru urslit í hverri umferð og
þa um leið urslit biðskáka og
um leið aðeins að draga and-
ann á milli, þá er flestum vor-
kunmarlaust að skrifa þetta nið-
ur. Þetta er aðeins lítil þjón,-
usta við hlustendur. — Nún, svo
vifi hinm ungi ágæti kanadiski
skákjöfur Amos, láta kalla sig
Eimos, en ekki með löngu a-
hljóði a-a-mos! Og hana nú!
5 herbergja íbúð — Hiíðar
Til sölu 5 herb. íbúð á 3. hæð í þríbýlishúsi
á einum bezta stað í Hlíðunum. íbúðin er
2 stofur, 3 svefnherbergi, eldhús og bað.
Sérhiti, suðursvalir, fallegt útsýni.
ÍBÚDA-
SALAN
GÍSLI OLAFSS.
ARNAR SIGURÐSS.
INGÓLFSSTRÆTI
GEGNT
GAMLA BÍÓI
SÍMI 12180.
HEIMASÍMAR
83974.
36349.
c