Morgunblaðið - 05.03.1970, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1070
3
„HVER var Vincent ván
Gogh?“ heitir sýning, sem opn
uð er í dag í Listasafni Is-
lands. Á sýningu þessari eru
eftirprentanir nokkurra verka
hollenzka málarans van Gogh
sýnishorn af rithönd lista-
mannsins, og auk þess eru
nokkrir pensildrættir sýndir -
í stækkaðri mynd, til þess að
gefa gleggri hugmynd um
vinnubrögð hans. Sýning
Sýnishom af verkum van Goghs
Hver var Vincent van Gogh?
99
99
Yfirlitssýning á verkum hans
í Listasafni íslands
þessi er saman tekin og feng-
in að láni frá menntamála-
ráðuneyti Hollands, en hérer
hún á vegum íslenzka mennta
málaráðuneytisins og Lista-
safns Islands.
Vincent van Gogh fæddist
árið 1853 í Zundert í Hollandi
og andaðist 37 ára gamall í
Frakklandi. Ungur lagði hann
stund á margvíslegustu störf,
var aðstoðarmaður og síðar
deildarstjóri í London og Par
ís hjá listaverzlun Goupils í
Haag. Siðar gerðist hann kenn
ari og leikprédikari og um hálí
þrítugt sneri hann sér alger-
lega að prédikunarstarfi og
trúboð^ Um skeið starfaði
hann meðal fátæklinga í Belg
íu og má þangað rekja upp-
hafið að listastarfi hans, þeg-
ar hann tók að teikna atriði
úr lífi þessa snauða fólks.
Elztu málverk hans eru frá
lokum þess fimm ára tíma-
bils 1881—1885, en síðar virð
ist sem myndlistin hafi smám
saman náð tökum á honum,
svo ekki varð aftur snúið.
Eftir það lifði hann einungis
í fimm ár, oft sársjúkur og
jafnan bláfátækur.
Vincent var sinnisveikur síð
ustu niisserin, sem hann lifði
og varð í heilt ár að dvelja
á geðveikrahæli. En þótt hann
væri þá löngum sljór og sinnu
laus, málaði hann samt á hæl
inu mörg sinna verka. Hann
Hver er Vincent van Gogh?
framdi sjálfsmorð í geðveikis
kasti 1890, skaut sig með
skammbyssu 27. júlí og andað
ist tveim dögum síðar.
Fyrir áttatíu árum kann-
aðist enginn við van Gogh,
en í dag bjóða söfn og safn-
arar af kappi í þær fáu teikn
ingar hans og málverk sem
á markaðinn koma og fyrir
átta árum komst verk eftir
hann upp í tæpar 18 millj-
ónir króna.
Sýningin í Listasafninu verð
ur opin á venjulegum sýning-
artímum safnsins, þ.e.a.s. á
sunnudögum, þriðjudögum,
fimmtudögum og laugardög-
um fra kl. 1.30 til 4, en auk
þess geta skólar pantað tíma
hvenær sem er á deginumtil
þess að skoða sýninguna, en
aðgangur er ókeypis.
Sýningin verður opin næsta
hálfa mánuðinn, en þá fer hún
til Akureyrar, þar sem hún
verður sett upp í Menntaskól
anum á Akureyri.
— Samkomulag
Framhald af bls. 1
greint frá þvi að í öryggismefnd
unuim eigi að vera fulltrúar lög-
reglu, fll'U gvallaeftirli tsana nna,
útlendingaeftirlits, tolls og póst-
þjómustu.
Spánslki hershöfðinginn Luis
de Azcarrage, sem var í forsæti
á ráðstefmunmi hefur lýst ánægju
sinmi með hana og sagt að nið-
urstöður heminar hafi verið mjög
jákvæðar. Hann sagði að sam-
komulag hefði náðzt um öryggis
eftirlit, en því yrði haldið
leyndu á hvem hátt það færi
fram.
Fulltrúarnir á ráðstefnunni
lýstu stuðningi sínum við tillög-
ur frá svissneSkum og austurrisk
Um yfirvöldum um að haldin
verði sérstök alþjóðaráðstefna
um öryggi í flugmálum.
Eftirtalin lönd tóku þátt í
fumdinum í París: Noregur, Aust
urríki, Belgía, Bretland, Kýpur,
Danmörk, Frakkland, Finnland,
V-Þýzkaland, Griktoland, írlamd,
ftaiía, Luxembourg, Holland,
Portúgal, Spánn, Svíþjóð, Sviss
og Tyrkland.
- Verkföll
Framhald af bls. 1
falli frá því um helgina
mættu ekki heldur táQ. vinnu
í dag og reiddust þvi mjög
er tuttugu ófélagsbundnir
slökkviliðsmenn tóku við
störfum þeirra.
Síðari hluta miðvikudags
skall á dimrn hríð við völlinn
og var skyggmi um tíma að-
eins þrjú hundmð metrar og
ekki bætti það úr skák, að
verkamenn neituðu að ryðja
flugbrautir til að mótmæla
því að ófélagsbundnir álökkvi
liðsmenn hefðu verið fengnir
til starfa.
YÐUR MUNAR UM
SÓFASETT
ÞEGAR ÞÉR KAUPIÐ
RORÐSTOFUSETT EÐA RÚM
ALLAR okkor vörur verðo ó
óbreyttu verði fyrst um sinn
þrútt fyrir hækkuðun söluskott
Geri aðrir betur
\>T9
i
Sími-22900
i
'I 11 L
Laugaveg 26
STAKSTEIiyiAR
Enn
„samfylking“
Ekki verður annað séð en
kommúnistar stefni nú að enn
einni „samfylkingu“ í kosning-
unum, sem fram eiga að fara í
vor. í janúarmánuði sl. skrifaði
stjóm Sósíalistafélags Reykjavík
ur bréf til ýmissa aðila, m.a.
kommúnistafélagsins í Reykja-
vik. I bréfi þessu em kommún-
istar hvattir til samstarfs við
Sósíalistafélagið í borgarstjómar
kosningunum í vor. Þessu bréfi
var svarað snemma í febrúar, og
tekur stjóm kommúnistafélags-
ins í Reykjavík fram í svari sínu
að hún mundi fagna slíkri sam-
stöðu og vilji beita áhrifum sín
um til þess, að af henni megi
verða. Sósíalistaféiag Reykjavík
ur hefur nú svarað þessu bréfi
og tekið kommúnista á orðinu.
Em þeir hvattir til þess að skipa
viðræðunefnd við Sósíalistaíé-
lagið um sameiginlegt framboð í
borgarstjómarkosningunum i
Reykjavik í vor. Þessi þróun
mála er afar athyglisverð. Hún
er enn ein vísbending um, að
kommúnistar eigi ákaflega erfitt
með að hugsa sér að ganga til
kosninga, án þess að einhvers
konar samfylking komi til. Hins
vegar er þessi blekkingaleiknr
mjög hlægilegur. Hin gömlu sam
fylkingarsamtök kommúnista og
Hannibals hafa sem kunnugt er
klofnað i fjórar einingar, banni
balista, kommúnista, Sósíalistafé
Iagið og Æskulýðsfylkinguna.
Einhvers konar samvinna er þeg
ar komin á milli tveggja hinna
siðastnefndu, og nú ári eftir að
klofningur varð milli kommún-
ista og Sósíalistafélagsins era
þessir tveir aðilar byrjaðir að
ræða um ný samfylkingarsam-
tök!
Hótunin
En jafnhliða því, sem viðræð-
ur milli kommúnista og Sósíal-
istafélagsins um myndun nýrrar
samfylkingar í kosningunum I
vor em í uppsiglingu birtir Sósí
alistafélagið sérstaka aðvörun til
kommúnista um það, sem gerast
muni, ef samfylkingin verði ekki
að vemleika. í viðtali, sem blað
Sósíalistafélagsins birtir nýlega
við unga stúlku segir svo: „Auð
vitað tel ég einnig brýnt, að
samtökin búi sig vel undir siag-
inn í kosningunum í vor. Æski-
legast væri, að sem víðtækust
málefnaleg samstaða næðist með
al vinstri manna, bvi aðeins
þannig geta þeir hnekkt ihalds-
meirihlutanum í Reykjavík. Ég
tel, að ef ekki verður af sameig
inlegu framboði verkalýðsfélag-
anna, en líkumar fyrir því
minnka nú óðum, ættu t.d. Sósíal
istafélagið og AB að geta náð
málefnalegri samstöðu fyrir þess
ar kosningar. GETI ÞAÐ HINS
VEGAR EKKI ORDIÐ, VERÐ-
UR SÓ SÍALISTAFÉLAGIÐ AUÐ
VITAÐ AÐ BJÓÐA FRAM. —
KOSNINGAR ER EKKI HÆGT
AÐ LEIÐA HJÁ SÉR“. Þá vita
kommúnistar það. Annað hvort
samfylkingu eða við bjóðum
fram, segir Sósíalistafélagið.