Morgunblaðið - 17.03.1970, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1070
® 22*0-22-
RAUÐARÁRSTIG 31
MAGIMÚSAR
4K1PHOLT)21 S1MAR2119Ö
eWrlokurnlmi 40381
-;=^—25555
ÆA A A
\mm
BILALEIGÁ
HVERFISGÖTU 103
YW SenÆferðaNfreið-VW 5 manna-VW svefnvagn
YW 9 manna - Landfover 7manna
bilaleigan
AKBRA UT
Lækkuð leigugjöld.
r
v 8-23-41
sendwm
Fjaðrír, fjaðrablöð. hljóðkútar,
púströr og fleiri varahlutir
í margar gerðir bifreiða.
Bilavörubúðin FJÖÐRIN
Laugavegi 168. — Sími 24180.
Loðhaus skriíar:
0 Lætur ekki klippa sig
„Heiðraður Velvakandi!
Ég heí alltaí mikla ánægju af
því að fá áskorun frá hinum
gömlu. Gömlu I raun, gömlu í
útliti og hinum gömlu í anda.
En enn meiri ánægju hef ég af
því að hafna hinum fáránlegu
áskorunum þeirra, eins og þess-
ari i bréfinu um það, að bréf-
ritari vildi, að við „loðhausarn-
ir”, eins og það er nefnt, létum
skera hár okkar og gengum með
húfur.
0 Eyrun falin
í aldir hefur fólk, bæði karl-
menn og kvenfólk, gengið með
sítt hár. Þó aðallega kvenfólkið,
og enginn hefur sett út á það.
En svo þegar við hinir ungu
viljum breyta til, svo að við verð-
um ekki jafn-ljótir ogvenjulegir
og þeir gömlu og látum hár okkar
vaxa aðeins niður fyrir eyru
„til þess að ljótu útstæðu eyrun,
sem öllum finnst svo ljót, sjáist
ekki”, þá hvín í því garrila, eins
og heimsendir sé í nánd. En það
er bara ekki heimsendir, heldur
bylting okkar ungu, sem erum
að verða leið á þessu sama venju
lega, sem skeður á hverjum degi.
0 Engar mútur þegnar
Og við gerum það, sem okkur
sýnist og þið megið hlæja og þið
megið hneykslast og þið megið
bjóðast til að klippa okkur og
gefa okkur peninga fyrir, múta
okkur, en það þýðir bara ekk-
ert því að peningarnir eru bara
ekki lífið.
H afnarfjörður
Aðalfundur Fríkirkjusafnaðarins verður haldinn í kirkjunni að
lokinni guðsþjónustu sunnudaginn 22. þ.m.
Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf.
STJÓRNIN.
MIÐSTÖÐVAR
i bíla og báta
Þessar miðstöðvar eru léttar og fyrirferða-
litlar. Þær geta brennt dieselolíu, steinolíu,
.
gasolíu eða benzíni, eftir þörfum og eru
fyrir 6 volta, 12 volta og 24 volta spennu.
/nr ínns\
mi r r * \
W
Leitið upplýsinga.
— Stuttur afgreiðslufrestur —
Simi
21240
Laugavegi
170-172
bílavörudeild — Laugavegi 170—172 — Sími 21240.
0 Lús <og sápa
Nei vinur minn, ég læt ekki
klippa mig, og áreiðanlega ekki
nokkur sála, þó að þú hafir rit-
að áskorun til okkar. Heldur
gengi ég með lús, en það er
bara ekki svona einfalt, þetta
með lúsina, því að það er til
nokkuð, sem nefnist sápa og mað
ur notar hana til að þvo sér hár
ið, og það er líka til nokkuð sem
nefnist greiða, og það fellur
ekki ryk á það hérna megin
djúpsins á milli kynslóðanna.
Hár mitt verður óskert, því
að ég vil ekki verða ljótur, ber-
hausaður með nokkur strá á
hausnum og útstæð eyru.
Loðinhaus.”
0 Hvað er að gerast
í Biafra?
Þannig spyr piltur nokkur og
skrifar síðan (bréfið örlitið
stytt):
Velvakandi!
Ég hef verið að velta fyrir mér
einni spurningu, sem sé hvers
vegna vildi Nigeríustjórn ekki
samþykkja að kirkjusamtökin
flyttu matvæli til Biafra eftir
uppgjöfina? Ég hef heyrt þá
skýringu, að Nigeríustjórn hafi
viljað sanna almenningi, að hún
bæri hag Biaframanna og væri
fullfær um að forða þeim frá
hungursneyð. Þessi tilgáta er al-
gjörlega út í bláinn (svo að ekki
sé meira sagt), því að nú er
orðið augljóst, að hverju Nigeríu
stjórn stefnir. Hún gerði allt sem
í hennar valdi stóð til að draga
hjálpina á langinn. Ef hún hefði
alls ekkert hjálpað, hefði hún
hlotið aiþjóðafordæmingu. Nei,
það vildi hún ekki, heldur notaði
hún gamla, góða, kommabragð-
ið: hún sá svo um, að aðeins vil-
hallir menn yrðu vitni að at-
burðunum þar. Þegar hún leyfði
blaðamönnunum að skoða sig
um í Biafra, ætlaðist hún til, að
þeir sæju aðeins björtu hliðam-
ar (eru þær annars nokkrar?) á
þessu máli, og til verst stöddu
svæðanna fengu blaðamenn ekki
að koma, nógu var þó ástandið
slæmt á þeim skárst stöddu. Þeg-
ar svo blaðamennirnir sáu á-
standið 1 réttu Ijósi, stóð ekki
á NigeríustjórH að reka þá úr
landL Þetta bragð fór alit öðru
vísi en Nigeríustjórn ætlaðist til.
Allir þeir, sem bezt þekkja
Biafra, hafa lýst yfir því, að
ekki sé allt með felldu austur
þar (sbr. von Rosen, trúboðana
og hertogaynjuna). Nú, þegar
sjónarvottar voru engir, var til-
valið tækifæri til að ná sér niðri
á fornum erkifjendum. Með
íbóa í fullu fjöri var yfirdrottn
un norðanmanna í hættu, íbóarn-
ir standa norðanmönnum nefni-
lega miklu framar. Og nú þegar
íbóar gátu enga björg sér veitt,
hvers vegna ekki að nota beztu,
ódýrustu, og kvalafyllstu aðferð
ina — hungrið? Nigeriumenn
vissu, að það, að hafast ekki að,
var bezta aðferðin. Þeir skipu-
lögðu hjálparstarfið lítið sem
ekkert, svo að ástandið varð
verra en nokkru sinni fyrr. Og
árangurinn lét ekki á sér standa:
a.m.k. ein og hálf milljón íbóa
dauðar í viðbót við þær rúm-
ar tvær milljónir, sem þegar
höfðu verið drepnar. Og án
vopna — bara að sitja í höllinni
sinni og eyða hjálparpeningun-
um í svallveizlur. Og íbó-þjóð-
flokkurinn, sem fyrir stríð var
sá efnilegasti í Afríku og taldi
rúmar níu milljónir, stendur nú
eftir með rúmlega 5 og hálfa
milljón — og þar af tæp milljón
manns, sem aldrei verða annað
en aumingiar vegna langvarandi
hungurs og uppþornunar. Helm-
ingur íbó-þjóðarinnar er orðin
hungrinu að bráð. Nigeríumenn
eru nú örugglega búnir að
Uyggja, að íbóarnir ógna þeim
ekki í bráð. En er þetta búið?
Láta Nigeríumenn hér staðar
numið, eða útrýma þeir allri
þjóðinni? Það er nú berlega
komið í ljós, að Sameinuðu þjóð
irnar láta þetta viðgangast. U
Thant... hefur jafnvel sagt, ber
um orðum, að hann sé sammála
Nigeríumörmum um lausn deil-
unnar. Auðvitað fær hann fréttir
af ástandinu en hefst ekki að.
Það er eins og allir kæri sig
kollótta um örlög fremstu þjóð-
ar Afríku, meðan þeir æsa sig
upp yfir venjulegum — og jafn-
vel eðlilegum — smá — stríðs-
glæpum í Víetnam.”
Söluumboð:
K. JÓHANNSSON HF.
(Reynir Lárusson - Karl Jóhannsson)
P.O. Box 1331 - Sími 2-51-80 - Hverfisgötu 82
Reykjavík.