Morgunblaðið - 17.03.1970, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1070
fltwgMitWftfrifr
Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavik.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveirvsson.
Rrtstjórar Matthías Johannessen.
Eyjótfur Konráð Jónsson,
Ritstjómarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson.
Fréttasljóri Bjöm Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Ami Garðar Kristinsson.
Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6. Simi 10-100.
Auglýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
Askriftargjald 165,00 kr. á mánuði innaniands.
I lausasölu 10,00 kr. eintakið.
ÞJÓÐARHAGUR
j gær hófust í Washington
viðræður um loftferða-
samning íslands og Banda-
ríkjanna og fara þessar við-
ræður fram að ósk banda-
rískra stjórnvalda. Augljóst
er, að viðræður þessar eru
hinar þýðingarmestu, þar
sem margvíslegar breytingar
eru nú að verða á fluginu yf-
ir Norður-Atlantshafið og
Loftleiðir hyggjast taka þot-
ur í notkun á þessari flug-
leið um ísland.
Flug Loftleiða milli Islands
og Bandaríkjanna hefur jafn-
an byggzt á einföldu grund-
vallaratriði, að fljúga hægar
fyrir lægra verð. Vegna lægri
fargjalda hefur Loftleiðum
tekizt að afla farþega, sem
ella hefðu farið með skipi
yfir N-Atlantshafið eða alls
ekki farið þessa leið. Þessir
farþegar hafa hins vegar orð-
ið að sætta sig við, að ferð-
in tæki lengri tíma og að
ýmiss konar þægindi væru
minni en hjá öðrum flugfé-
lögum. Þótt Loftleiðir taki
nú þotur í notkun verður
félagið eftir sem áður að
millilenda á íslandi og tekur
ferðin því að sjálfsögðu
lengri tíma en hjá þeim flug-
félögum, sem fljúga beint án
viðkomu.
Loftferðasamningur íslands
við Bandaríkin er af svo-
nefndri Chicago-gerð, en
meginefni hans er, að engar
takmarkanir eru settar á
ferðafjölda og tíðni ferða og
ákvæði um fargjöld eru held-
ur engin. Aðeins örfá ríki
hafa gert loftferðasamning
við Bandaríkin af þessari
tegund en flest önnur ríki
hafa gert loftferðasamninga
á grundvelli hins svonefnda
Bermuda-samnings, en í hon-
um eru margvísleg ákvæði og
takmarkanir um ferðafjölda,
fargjöld o.fl. Ekki er vitað til
þess, að Bandaríkin hafi
nokkru sinni sagt upp loft-
ferðasamningi við annað ríki.
í samningaviðræðum þeim,
sem nú fara fram, er einnig
á það að líta, að Loftleiðir
hafa á löngum tíma og með
miklu starfi unnið þann
markað, sem þeir nú hafa.
Það má því með sanni segja,
að flug þeirra um N-Atlants-
hafið byggist á langri hefð.
Loftleiðir hafa á undanförn-
um árum haft ákveðið hlut-
fall af farþegafjöldanum yfir
N-Atlantshafið. Þetta eru far-
þegar, sem hafa ekki haft efni
á að fljúga með öðrum flug-
félögum. Hið íslenzka flug-
félag hefur alls ekki í hyggju
að auka þetta hlutfall, ein-
ungis að halda því óbreyttu.
Fyrir aðrar og stærri þjóðir
skiptir farþegaf jöldi Loftleiða
litlu, en fyrir íslendinga
skiptir hann miklu.
íslendingar munu fylgjast
af athygli með viðræðunum í
Washington. Hér er um hags-
munamál allrar þjóðarinnar
að ræða — ekki einvörðungu
eins flugfélags. Loftleiðir
eru svo mikilvægt atvinnu-
fyrirtæki í íslenzku efnahags-
lífi, að það yrði íslendingum
mikið áfall, ef samdráttur
yrði í starfi þess eða stoðun-
um kippt undan rekstri þess,
eins og raunverulega hefur
verið gert á Norðurlöndun-
um. Bandarísk stjómvöld
hafa jafnan sýnt mikinn
skilning á þýðingu Loftleiða
fyrir ísland og íslenzkt at-
vinnulíf. Þess vegna eru Is-
lendingar vongóðir um, að
viðræðumar í Washington
beri jákvæðan árangur.
Hopa á hæl
17'ramsóknarmenn og komm-
■* únistar hlaupa nú úr
einu víginu í annað í áróðri
sínum gegn Búrfellsvirkjun.
Þeir hafa nú gefizt upp við
fyrri staðhæfingar um, að
kostnaðarverð Búrfellsvirkj-
unar hafi farið fram úr áætl-
un eða að kostnaðarverð raf-
orku sé hærra en söluverð
til ísal. Fullyrðingar þeirra
um þetta hafa verið hraktar
og stendur ekki steinn yfir
steini í málflutningi þeirra
um það efni.
Nú hafa þeir hins vegar
gripið til þess ráðs að halda
því fram að lánakjör Búrfells
virkjunar hafi verið óhag-
stæð. Alþjóðabankinn lánaði
18 milljónir dala til fram-
kvæmdanna til 25 ára með
6% vöxtum. Þetta er mjög
hagstætt láii og meira en
helmingi hærra en öll lán Is-
lands hjá Alþjóðabankanum
áður samanlögð. Sýnir það
bezt traust bankans til ís-
lendinga. Önnur lán eru með
nokkuð hærri vöxtum en
engu að síður mjög hag-
kvæm. Hins vegar geta menn
velt því fyrir sér hvernig
okkur hefði gengið að afla
lána og með hvers konar
kjörum, ef farið hefði verið
að ráði Framsóknarmanna og
framkvæmdum frestað. Á
Hvers stríð?
EFXIR
ÓLA TYNES
ÞAÐ er eimfeemndleg árátta hjá sumnu
fólki að eigna Bandaríkjumiuim flest þau
stríð, sem brjótast út í heimimum. í sam-
rærni við hernaðarba.ndalóg, sem gierð
hafa veri’ö við stjórnir ýmissa landa
veita þau oft aðstoð, en sú aðstoð er
veitt vegna þess, að árás er gierð á við-
feomandi land. Tvö nærtætoustu dæmin
eru Vietmam og Laos.
Stríðið í Vietniam hófst mieð innrás
Norður-Vietraam í Suður-Vieitnam, og
stríðið í Laoa hófsit eiraraig me'ð innrás
Norður-Vietnam. Aðstoð Bandaríikjanna
hefur orðið til þess að kommúnistum
hefur ekki tekizt að leggja þessi lönd
algerlega undir ság og því væla þeir há-
stöfum úim hemaðaríhlutun Bandiaríkj-
aniraa.
Vietnam hefur horfið í stouiggann af
Laos undanfarraa daga og margir ótt-
asit ,að þar brjótist út sityrjöld, sem verði
jafn mitoil að umfaragi og sú, sem geisar
austan megin landamæranna.
Þessa ótta gætir ekiki sízt í Banda-
ríkjuraum, sem væru löngu búin áð
bindia enda á stríðið í Viietniam, ef ektoi
toærni til óbilgimi kommúnisita, siem etoki
vilja láta af þeim fasta áisetninigi að
brjóta allt landið uradir sdg. Þeir hafa
ektoi viljað viðurkenraa neinn samnings-
grundvöll, sem hindraðd þennan ásietn-
irag eiras og glöggt kom í ljós, þegar þeir
höfnuðu algerlega þeirri tillögu að allir
utaraaðkomandi aðilar draegju hersveitir
síraar frá landirau. Þeir heimtuðu þá og
heimta eran, að allir þeir aðilar, sem
stýöj a Suður-Vietraam dragi skilyrðis-
laust hersveitir sánar burt og létu her-
sveitir kommúnista um að ákvarða ör-
lög landsiras.
í sambandi við flest átök, sem eiga
sér stað í heimiraum nú, er vert að minn-
ast þess, að þar er okki eingöngu um að
ræða tvo „lotoal“-aðila, siem em að jafna
deilur síraar. Bandaríkin og Sovétríkin
eru í þeirri aðsitöðu, að vegna vopna-
búnaðar þeirra er útiloka'ð fyrir þau að
heyja beina styrjöld hvort við annað.
Slík átök gætu vel byrjað með venju-
legum vopiraum, en það er svo til ör-
uggt að þegar halla færi á anraan hvom
aðilan, myndi hann grípa til kjam-
orkiuvopraa fremiur en tapa.
Hiras vagar geita þau háð óbeinar
styrjaldir eins og t.d. í Vietiraam og Laos
eða anniars staðar þar siem þau telja sig
eiga hagsmuraa að gseta, og það er ein-
mitt það, siem svo oft hefur gerzt. I
stórum dráttum em þa'ð því tvær huig-
sjónir, sem eigast við: lýðræði og
kommúniismi.
Menn geta sjálfsaigt etoki orðið alveg
sammála um hivor aðilinn það svo er,
sem kemur þessum óbednu styrjöldum
af stað, en nýjustu og gleggstu daemin
eru Vietraam og Laos, þar sem átökin
hófuist í báðum tilvikum mieð innrás frá
Norður-Viietnam. Og Norður-Viietnam
fær mestöll sín vopn frá Sovétríkjun-
um.
Það má taka anraað dæmi til sönnun-
ar því áð kommúnistar eru árásaraðil-
inn. Miklar breytimgar hafa orðið í heim
inium frá lokum síðari heimsstyrjaldar-
iraraar. Lönd, sem Bamdaríkin hernámu
eða voru á áhrifasvæði þeirra, hafa aft-
ur endurheimt sjálfstæði og sjálfsitjóm,
oftast með ríflagri aðstoð frá hernáms-
laradirau. Eitt nýjasta dæmið er eyjan
Okinawa, sem Japanir hafa að nýju
feragið yfirrá'ð yfir.
Rússar halda hins vegar enn í heljar-
greipum þrælkuiraar og ófrelsis því, sem
þeir náðu, og bæta frekar við sig en
hitt. Reyrasla undianfarinna ára hefur
líka sýnt að þeir taka óblíðleiga á þeim,
sem sýraa þess einhver rnerki að vilja
öðlast meira frelsi og sjálfstæði.
Ef við snúum okkur aftur að Laos
hiefur það vaikið athygli að Bandaríkja-
stjórn er treg til að láta í té upplýsiragar
um þátt henmar í strföinu þar. Þarna
þykjaist kommúnistar hafa femigið mikið
vopn í hendurnar og veifa því óspart.
Það mætti jafnvel haldia af öllu offors-
irau, að þeirra fólk berðist fyrir opnum
tjöldum. Þeir ættu að hafa í huga, að
Norður-Vietraam hefur enn ekki viður-
kerarat að það tatoi þátt í Vietnam-stríð-
irau, þvert á móti harðraeitar Hanoi að
hermenn þa'ðian eigi nokkurn hluit þar
að.
Komimúraistar hafa einnig gert mikið
úr óánæigjuröddium í Bamdiaríkjumum
sjálfum og vitnia óspart í þær, máli sínu
til stuðrainigs. Þeir æt-tu að hafa í huga
að þetta er eiramitt edmt af þeirn atrið'um,
sem veikja málstað þeirra. í Bandaríkj-
uoum er fólki frjálst að mótmæla opim-
berri stefnu stjómarinnar. En það er
ebki aðeins í Bandaríkjunum, sem stríð-
um er mótmælt. í Rússlandi mótmælti
hóþur fólks iranrásinni í Tékkóslóvakíu.
Muraurinn var aðeiras sá, að það var
þegar sett í fangelsi.
Þjó'ðviljinn skrifar um stríðið í Laos
þriðjudaginn 10. þessa mánaðar. Sá, sem
ritar þá grein, kiennst að eftirfarandi
niðurstöðu:
„Og það á við um Laos eins og Viet-
nam að landið hefði fyrir löngu verið
sameinað undir eina stjórn þjóðfrelsis-
vina, ef Bandaríkin hefðu ekki með
íhlutun sinni komið í veg fyrir það“.
Þetta eru orð að sönrau, landið væri
áreiðanlega komið uradir eina stjórn. Við
getum tekið tvö dæmi. Baradiaríkin komu
EKKI í veg fyrir með íhlutun simmi að
ein stjórn „þjóðfrelsiisvina“ tæki völdin
í Ungverjalandi. Baradaríikin komu EKKI
í veg fyrir rnieð ílhlutun sinni áö ein
stjórn „þjóðfrelsiiisviraa“ tæki völdin í
Tékkóslóvakíu.
Og mikið er það raú frjálst og ham-
inigjuisamit fólk, sem býr í þessum lönd-
um í dag — eða hvað?
Lundúnatríóið í heim-
sókn til Akureyrar
þeim tíma, sem síðan er lið-
inn hafa lánskjör versnað
mjög og vextir stórhækkað.
Þá hefði vissulega verið hægt
að tala um óhagstæð lán. En
ráðum Framsókmarmanna
var ekki hlýtt.
Lántökur til Búrfellsvirkj-
unar sýna það traust, sem Is-
lendingar njóta á erlendri
grund. Það traust var ekki
fyrir hendi, þegar Framsókn-
armenn voru við stjórn. Þá
var hvergi hægt að fá lán
nema ganga með betlistaf
fyrir erlenda stjómmálafor-
ingja og biðja þá ásjár. Og
það gerðu Framsókniarmenn.
Akureyri 14. marz.
LUNOÚNATRÍÓIÐ (Trio of Lond
on) er væntanlegt til íslands í
næstu viku á vegum Tónlistar-
félags Akureyrar og mun halda
tónleika á þremur stöðum hér á
landi, Akureyri, ísafirði og
Reykjavík.
Tríóið skipa Carmel Kaine,
fiðluleikari, Peter Willison, selló
leikari og Philip Jenkins, píanó-
leikari, kennari við Tónlistar-
skóla Akureyrar. Tríóið
hefur farið margar hljóm-
leikaferðir um Bretlands-
eyjar og meginland. Evrópu frá
því það var stofnað árið 1964 og
auk þess leikið oft í brezka út-
varpið og á hljómplötur, og hvar
vetna hlotið hina beztu dóma.
Á miðvikudag leikur tríóið í
Borgarbíói fyrir skóla á Akur-
eyri, fyrir Gagnfræðaskólann kl.
5, og Menntaskólann kl. 9. Opin-
berir tónleikar verða á sama
stað á fimmtudagskvöld kl. 9. Að
göngumiðar að þeim tónleikum
verða seldir í bókabúðinni Huld.
Á föstudag 20. marz leikur tríó
ið á ísafirði og í Norræna hús-
inu í Reykjavík þriðjudaginn 24.
marz kl. 9 síðdegis. — Sv, P.