Morgunblaðið - 17.03.1970, Page 24

Morgunblaðið - 17.03.1970, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1970 GEORGES SIMENON: EINKENNILEGUR ARFUR Hann hafðist ekkert að. Þama sat hann, tímunum saman, dag hvem, reykti hvern vindilinn á fætur öðrum, og allir þessir vindlar höfðu að lokum litað á honum grátt skeggið, svo að hann var með eins konar rafgul- an geislabaug kringum munn- inn. Enginn gestur kom nokkru sinni inn í barinn, án þess að líta í áttina til hans. Sumir tóku ofan, aðrir snertu bara hattbarðið. Enn aðrir réttu fram hönd, sem Babin lét svo lít ið að snerta tveimur fingrum. í Timburhúsahverfinu, þar sem húsin náðu alveg fram að bryggjunum, var nafn Babins alkunnugt. Það var málað stór- um stöfum á sögunarmylluna og á alls konar verkstæði, allt frá netabætingum til bílasamsetn inga, og í kvínni, þar sem Gilles hafði skilið við FLINT voru ein ít tuttugu togarar með spaðaás á strompinum, en það var útgerð armerki Babins. Aldrei leið svo klukkustund, að ekki færi að minnsta kosti einn- vörubíllinn hans framhjá, hlaðinn salti, kolum, eða ís. Babin átti vöruskemmur við járn brautarstöðina og víðar þó. í Bar Lorrain hringdi síminn öðru hverju og rödd sagði: — Viljið þér skila til hr. Babins, að . . . Og Babin hreyfði sig ekki úr sætinu, heldur gaf bara ein hverja fyrirskipun og án þess að taka vindilinn út úr sér, en svo sneri hann sér við með stunu og fór að horfa út um gluggann. Allar tegundir I útvarpstækl, vasaljós föng alltaf fyrirliggjandl. Aðeins i heildsölu tii veralana. Fljðt afgreiðsla. HNITBERG HF. Öldugötu 15. Rvfk. — Sftni 2 28 12. og leik- Saumastúlkur óskast framtíðaratvinna. — Upplýsingar kl. 5—6,30 þessa viku. GUÐMUIMDUR B. SVEINBJARNARSON klæðskeri, Garðastræti 2. Nýjar gerðir of kvenskóm — svortir — rouðir — hvítir IVfHIHRlNN Hísme*vöm J *r GRENSÁSVEG II . SÍMI 83500 TEMPO-hálfmött húsgagnamálning — LÆKKAD VEKÐ — — NÝIR LITIR — Hann hafði hleypt brúnjum er hann sá Gilles í bátnum uppi við svartan skrokkinn á FLINT og þegar pilturinn fór framhjá bamum, með töskuna sína í hend inni, dró hann gluggatjaldið of urlítið til hliðar, til þess að sjá hann betur. Að hann hreyfði sig aldrei úr sætinu, stafaði af því, að þess þurfti hann ekki. Hann vissi af öllu, sem fram fór. ÖIlu. Öllum straumunum og undirstraumun- um í borginni og við höfnina. Tíu mínútum eftir að Gilles fór fram hjá, bom skipstjórinn á FLINT á eftir, og Babin benti honum að koma inn. — Solemdal! Norðmaðurinn kom inn og rétti höndina fram. — Varstu að fara til Plantel? Hann verður ekki við fyrr en klukkan átta. Hann fór til Roy- an til þess að athuga eitt skipið sitt, sem var eitthvað bilað. Hvað má bjóða þér? Hver var þessi piltur, sem fór hér fram- hjá rétt áðan? — Frakki, sem missti foreldra sína í Þrándheimi, og stendur uppi auralaus. . . Gilles Mauvois in heitir hann. — Gaston! kallaði Babin, sem umgekkst gestgjafann eins og hann væri ein af vinnukindum hans. — Gaston! Hringdu í hót- elin í bænum og spurðu, hvort þar hafi komið nokkur, sem heitir Gilles Mauvoisin. Skammt frá Klukkuturninum, kom Gilles inn í hlýja birtuna, sem lagði frá búðargluggunum, og honum fannst tal fólksins ein kennilegt og framandlegt. Vitan lega kunni hann vel frönsku, en tof SÖLEX BLÖNDUNGAR Útvegum Solex blöndunga í flestar tegundir bifreiða. HEKLA hf. Laugavegi 170—172. Sími 21240 Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Róttæk hugmynd pfn nær sennilega fram að ganga f dag. Og ef svo er, skaltu strax gera þér greln fyrlr, hvernig á að lelka næsta leik. I’að eru fleiri, sem iiafa svona fáránlegar hugmyndir. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Þér gengur allt betur, ef þú ert ekki fullur hlcypidóma . , . reyndu fyrir alvöru að bæta tekjur þínar. Frítími þinn (ef einhver verður) getur komið þér að alveg eins góðu gagni. Tvíburamir, 21. maí — 20. júní. Þú vinnur dálítið meira en þinn skerf i bili. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Það er allt i lagi með að taka skyndaákvarðanir í minni háttar málefnum, en það er þýðingarlaust í stórum atriðum. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Ummæli þín gefa nánar til kynna, hvern mann þú hefur að geyma. Þótt sú sé ekki venjan, reyndu að vera dálitið samvinnuþýður og það skaðar engan, þótt þú sért kátur og glaður. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Það ern gömul málefni að flækjast fyrir þér, sem þú ættir helzt að gleyma. Það er einungis eyðslusemi að festa fé í meiri viðgerðum á gömium tækjum. Vogin, 23. september — 22. október. Þú færð góðar hugmyndir, sem geta orðið þér tU fjár, ef þú hefur hraðan á. Þér græðist talsvert fé á næstunni, en þú verður að hafa talsvert fyilr því. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Sumir styðja vel við bakið á þér í viðleytni þinni i starfinu, og aðrir gera ekkert annað en að flækjast fyrir þér. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Þú verður fyrir einhverjum tálmunum á ferðum þinum. Reyndu að gera þau innkaup, sem gera þarf strax. Steingcitin, 22. desember — 19. janúar. í dag virðist vera góður dagur tll að selja hluti. Gerðu þér mikinn mat úr þvi, einkum ef þú getur eitthvað framlcitt sjálfur eða dreift. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Þú mátt vera mýkri á manninn, en þú hefur verið og kannske dá- lítið næmari fyrir þörfum annarra. Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz. Einhver nálægur þér gerir þér ónæði og tefur þig. Vinir þínir reynda að koma með kostnaðarsamar hugmyndir og reyna að flýta framkvæmd þeirra. það var alger nýlunda aðheyra hana talaða á götunni, svo að hann gat ekki stillt sig um að líta við og horfa á fólkið. Þarna voru menn að spila inni í Café Francais. . . Þarna var búðargluggi fullur af leðurtösk um og handtöskum. . . Og svo dálítið lengra burtu illa lýstbúð með vörur af öllu mögulegu tagi: kaðalrúllur, luktir, akkeri ognet tunnur með tjöru eða olíu, og matvörum, rétt eins og í matvöru búð. Svona búð ilmar skrítilega en viðkunnanlega. Gilles leit upp og las: „Ekkj- an Eloi — Útgerðarvörur". Hann stanzaði á stéttinni og glápti í gluggann. Til vinstri, inni í búðinni, var skrifstofa, skilin frá með glerþili. Þaðhlaut að vera heitt þarna inni, því að ofninn var rauðglóandi. Þarna var kona, stór miðaldra kona, með andlit eins og á hesti. Þetta var ekkjan Eloi, með öðrum orð- um hún frænka hans, Gerardine Eloi, móðursystir hans. Hún var í svörtum kjól með háum kraga og með útskorna gullbrjóistnælu. Hún var að tala. Ekki gat hann heyrt, hvað hún sagði enda þótt hann sæi vel hreyfinguna á vörunum. Fyrir framan hana sat skipstjóri, með knosslagða fætur og húfuna á hnjánum, og kinkaði kolli til samþykkis. Gilles snýtti sér, en hann var samt ekki að gráta. En engu að síður minnti kvefið, sem hann gat ekki losnað við, á sorgarat- burðinn í Þrándheimi. Faðir hans hafði líka verið kvefaður, þarna um kvöldið, þeg ar þau komu frá Lófót, þar sem hópurinn þeirra hafði tvístrast. Eins og venjulega höfðu þau svipazt um eftir ódýru gistihúsi. Þau voru þarna öll þrjú — foreldrar hans og hann — úti á götunni, með þunga farangurinn sinn. Fyrir framan þau sást ljós í tvennum dyrum. Tvö gistihús. Þau urðu að velja um. Og engin ástæða til að taka annað fram yfir hitt. Æ! Merkið á öðru gistihúsinu HEFI OPNAÐ tannlœkningastofu að Sœunnargötu 4, BORGARNESI — SlMi 7385. ATHUGIÐ BREYTT SlMANÚMER. BRAGI ASGEIRSSON, tannlæknir. TIL SOLU 4ra herbergja jarðhæð við Ásvallagötu. Ibúðin er í góðu lagi. Sérhitaveita. Nánari upplýsingar veitir: Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar, Guðmundar Péturssonar og Axels Einassonar, Sími: 2-6200.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.