Morgunblaðið - 19.03.1970, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.03.1970, Blaðsíða 8
8 MOROU’NBLAÐIÐ, FIMMTUDAOUR 10. MARZ 1970 Gestur Jóhannsson In memoriam Fæddur 12. janúar 1889. Dáínn 12. marz 1970. Í»AÐ VAR völlur á Seyðfirðing- ulm um síðustu aldamót, hvergi á landinu dafnaði blómlegra at- vinnulíf og menning en í hinum djúpa firði, milli þverhníptra fjallatindanna. íbúarnir tóku svip af umhverfi sínu og hugs- uðu hátt, og þegar Alþingi taldi landssjóði ofvaxið að taka á leigu skip til strandferða, gerðu Seyðfirðingar út sín eigin skip til þeirra ferða og millilanda- siglinga. Þeir höfðu þá lílka úr nógu að spila, fjörðurinn fullur af síld og öðrum góðfiski, og mamnfólkið ólatt að nýta aflann. Þarna fyrir austan var vett- vangur og athafnasvæði þeixra ungu manna, sem hugsuðu sér til umsvifa á sviði verzlunar og við- skipta, og þegar Gestur Jóhanns son hafði lokið Verzlunarskóla- prófi um tvítugt, fór hann aust- ur á Djúpavog til starfa í sínu fagi, og tveimur árum seinna, árið 1912, var hann svo kominn í háborg menningar og miðstöð athafnalífsins, Seyðisfjörð, og þá þegar falin þar mestu ábyrgð arstörf hjá Framtíðinni h.f., og síðan Sameinuðu íslenzku verzl ununum. Árið 1920 var Gestur feosinn bæjarfulltrúi á Seyðis- firði, og þá um vorið kvænist hann Hólmfríði, dóttur Jóns al- þingisimanns í Múla. Þau hófu búskap í Bifröst inni á Öldu, og varð heimili þeirra snemma stórt, — hjá þeim dvaldist Val- gerður, ekkjá Jóns í Múla, rúm- föst síðustu ár ævinnar, Karl, sonur Sólveigar systur húsfreyju og Jóns Filippseyjakappa, og elzta systirin Friðrikka, mikill skörungur í búi, enda veitti ekki af, því að börnin voru orðin sjö í upphafi næsta áratugs. Höfð- ingsskapur, greiðvikni og gest- risni settu svip á alla búskapar- hætti Gests og Hólmfríðar, ekki sízt eftir að hjónin festu kaup á húsinu á Búðareyri, sem í dag- legu tali var síðan alltaf nefnt Múli. Húsið stendur allhátt í brekkunni undir klettabeltunum, og þeir sem skoðað hafa aust- fir^ku fjallahlíðarnar vita að gróðursæld er ekki þeirra ein- kenni við fyrstu sýn. En þarna ræktaði Gestur stærðar tún um- hverfis húsið sitt, og þegar nýja skriðan kom úr fjallinu nokkr- um árum síðar og tók af túnið, sem og annan gróður, tré og blónri, tók bóndinn til við rækt- un sína á nýjan leik, eins og ekkert hefði í skorizt, þannig að kýrnar tvær og annar búfénað- ur hefði sitt, ekki síður en mann fólkið, en það var ævinlega pláss 1 Múla fyrir margmenni sem þreifst vel. Og þeim sem fengu að venjast mjólkinni á bænum þótti síðan lítið til annarrar mjólkur koma. Þessi drykkur var nefndur mjólk úr mömmu- kú. Um þetta leyti bjuggu foreldr ar mánir á Seyðisfirði, og þegar við hinir Múlakrakkarnir kom- um í heimsókn í Múla, sem oft- ast var daglega, voru þar saman komnar yngismeyjar og æsku- menn tólf talsins, og höfðu ekki öll tamið sér jafnvægi hugarins og skapstillingu á borð við hús- bóndann, en meðal gesta einatt fullorðnir ættingjar og venzla- menn sem talsverður hávaði fylgdi. Bn aldrei man ég að Gest ur skipti skapi eða færi úr jafn- vægi, og aldrei heyrði ég styggð aryrði frá honum í garð okkar krakkanna, og gekk þó oft á ýmsu og friðarsamningar erfið- ir. Þannig var Gestur allt sitt lííf, eins og klettur úr hafinu, maður skapstillingar og friðar og laus við hugarvíl, enda leituðu Seyðfirðingar löngum til hans þegar alvarleg vandamál voru á döfinni, persónuleg og opinber. Gestur Jóhannsson sat ekki í bæjarstjórninni nema í átta ár, og ekki er vitað að hann hafi síðan haft sig í frammi til met- orða á stjórnmálasviðinu, enda þótt hann hafi þar haft sínar fastmótuðu skoðanir. Fundum okkar bar ekki oft saman á seinni árum, og aldrei ræddum við pólitík, enda viðbúið að þar hefði orðið stirt samkomulag, — Jónas bróðir minn mun hafa gert nokkrar áranguirslausar tilraun- ir ,en varð að láta sér nægja að verða kjörinn þingmaður Seyð- firðinga án hans tilstillis. En ó- hjákvæmilega hlóðust hvers kyns trúnaðarstörf kaupstaðarins á Gest, og utanbæjarmenn, eins og ríkisstjómin og fulltrúar stór- veldanna vissu líka hvert átti að leita þegar í harðbakkann sló. Bretar sem voru sjóveldi á fyrri hluta aldarinnar vissu að á Seyð isfirði var bezta höfn í heimi, og lögðu hann undir sig þegar í upp hafi hernámsins. Þúsundir her- manna settust að á Austfjörðum, og ríkisstjórnin þurfti ekki að leita fyrir sér um staðfastan, heiðarlegan og lipran mann til að leysa ágreiningsmál íslend- inga og hernámsliðsins, — þar var Gestur Jóhannsson í forsæti öll árin, og hefur efeki annað heyrzt en að honum hafi farizt það starf mætavel úr hendi. Þegar hér var komið uögu hafði um sflceið dregið úr um- svifum Seyðfirðinga, sem og ann arra eystra, sökum aflabrests og heimskreppu, og íbúum þar fækk aði er ófáir töldu lífvænlegra annars staðar á landinu. Gestur Jóhanrasson fór þó hvergi, en stundaði bú sitt og verzlun, og gerðist umboðsmaður fyrirtækja þeirra er hæst bar á þeim árum, H. Benediktsson & Co., Kveld- úifs, S.Í.F. og Brunabótafélags íslands. Og þegar síldin kom svo aftur með allt sitt havarí mörg- um árum seinna, komu menn ekki að tómum kofunum á Seyð- isfirði, þar stóð menningin enn með blóma, þrátt fyrir öll mögru árin, og kaupstaðurinn reiðubú- inn að gerast miðstöð athafna- lífsins á ný, fyrir tilstilli Gests Jóihannssonar og annarra stað- festumanna. Árið 1963 fluttust Gestur og Hólmfríður hingað til Reykja- víkur, — komin á áttræðisaldur og munu hafa viljað dveljast í ellinni nær börnum sínium, sem fyrir löngu voru komin suður og gift þar eða í útlönduim, öll á lífi, nema Jón, eldri sonurinn. Hann var rafveitustjóri á fsa- firði, og lézt þar af slysförum fyrir mörgum árum, er hann var að gegna skyldustörfum við bil- aða háspennulínu í fárviðri. Fyr ir nokkrum árum mun Gestur fyrst hafa orðið var kransæða- stíflunnar, er varð hans bana- mein ,en hann var samt sprækur og hress fram undir það síðasta, myndarlegur á velli og höfðingi í fasi, einn þeirra gæfumanna sem komast á níræðisaldur með ósikert andlegt þrek, og líkama sem ekki eldist í samræmi við árafjöldann, og enu á bezta aldri fram í andlátið. Og nú þegar Gestur Jóhannsson er til grafar borinn hér í Reykjavík, leyfi ég mér fyrir hönd gamalla Seyðfirð inga að flytja Hólmfríði konu hans og bömum þeirra innilegar samúðarkveðjur með þafcklæti fyrir allt gamalt og gott, ekki sízt frá krökkunum, sem endur fyrir löngu fengu að drekka mjólk úr mömmukú. Jón M. Árnason. Eigi verður það um marga sagt að þeir auðgi umhverfi sitt, færi með sér andblæ þess hreina, fág aða og trausta, en slíkt gerði vin ur minn, Gestur Jóhannsson frá Seyðisfirði, í ríkum mæli. Hjá Hefi til sölu m.a. 4ra herb. íb. við Kleppsveg, 100 fm, laus 1. maí, útib. 650 þúsund. 3ja herb. íb. við Njálsgötu harðviðarinnréttinig, gott eldhús, 90 fm, útb. 6—700 þúsund. Einbýlishús i smíðum við Vorsabæ er að verða tilbúið undir tréverk. Full- klárað að utan. Útb. 950 þúsund. Baldvin Jónsson brl. Kirkjutorgt 6, Sími 15545 og 14965, utan skrifstofutíma 20023. Saumakonur óskast Konur vanar kápusaumi óskast strax. SKIKKJA, Bolholti 6 III. hæð — Sími 84944. Atvinna Óskum að ráða konu vana handavinnu Einnig vana saumakonu Prjónostofan Iðunn hf. honum fór saman einstök prúð- mennska, drenglyndi og höfðing skapur, greind og ytri gjörvi- leiki. Með Bretum hefði Gestur hlotið sæmdarheitið heiðursmað- ur (gentleman) og borið það á- reynslulaust. Slíkir eiginleikar verða nú æ fátíðari og virðast óðum vera að hverfa með þeim mönnum, sem með störfum sínum á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins á fyrri hluta aldarinnar, færðu landsmenn úr örbirgð til allsnægta, úr ánauð til frelsis. Kynni mín af Gesti hófust fyr- ir nær tveim tugum ára, er ég tók við núverandi starfi mínu, en Gestur var þá, og alla tíð síð- an, umboðsmaður Sölufélags garð yrkjumanna á Austfjörðum. Því starfi, svo og öllu, sem honum var trúað fyrir á lífsleiðinni, gegndi Gestur af stakri alúð og kostgæfni, og sparaði hvorki tíma né fyrirhöfn svo vel mætti takast. Gætti hann þess jafnan að ganga ekki á hlut neins og naut því fyllsta trausts, jafnt um bjóðenda sinna sem viðskipta- vina. Aldrei vissi ég Gest skipta skapi, en gramur gat hann orðið ef gefin loforð voru svikin. Slíkt þoldi hann illa, enda sjálfur með afbrigðum orðheldinn og vand- aður til orðs og æðis. Gleðimaður var Gestur, fróður vel og kunni frá mörgu að segja í góðra vina hópi. Slíkum manni er gott að kynn ast og ávinningur að vináttu hans og traustu samstarfi til fjölda ára. Eftirlifandi eiginkonu, frú Hólmfríði og fjölmennu skyldu- liði votta ég samúð mína. Þorv. Þorsteinsson. FASTEICNA- OC SKiPASALA CUÐMUNDAR ~ ■crgþórugötu 3^. ^ttI SÍMI 25333 Til sölu 2ja herb. íbúð við Raiuðalæk. 2ja herb. íbúð á góðum stað við Sogaveig. 2ja herb. íbúð við Sogaveg, jarðhæð. 3ja herb. íbúð í Skerjafirði, verð 600 þ. kr., út)b. 200 þ. fcr. 3ja herb. íbúð við- Sörlaskjól með vægri útborgun. 3ja herb. íbúð við Hnaiuntoæ, mjög góð íbúð. 4ra herb. glæsrleg íbúð við Stónagerði ásamt hemb. í kjail- aira. Teppi á allri ibúð ásamt stigagönguim. 4ra herb. íbúð ásamt 2 herto. í risi á 2. hæð við Kapla- skjólöveg. Mjög góð ítoúð. 5 herto. glæsileg íbúð á 3. hæð í þníbýlistoúsi á Nesinu. Teppi á allri ibúð og mjöig góðar h a rðviða ri nn rétt ing ar. Einbýlishús við Óðinsgötu, verð 800 þ. kr., væg útb. sem mætti skiptast. Einbýlishús við Faxatún, mjög giæsileg ei@n. Einbýlishús víða í Kópavogi. Raðhús viða af ýmsum gexðum í Kópavogi. I SMÍÐUM Raðhús í Breiðholti. Tvíbýlishús á góðum stað t bæn um. Einnig 2ja, 3ja og 4ra herb. rbúðiir í Bneiðholti, sem selj- ast tilb. undiir tréverk. Okkur vantar 4ra—5 herb. góða íbúð f Hafnairfirði. Höfum góða kaupendur að 2ja og 3ja herb. íbúðum viðsveg- ar um bæinn, vinsaim'leigast látið skrá sem fyrst. Okkur vantar gott land við Þing vallavatn undir auimairbústað. Góð útiborgiun og staðgreiðs’la. Knútur Bruun hdl. Sölum. Sigurður Guðmundsson KVÖLDSÍMI 82683 Páskaegg Verzlið meðan úrvalið er mest •mimniiiii jtmMimmi] (•mmmiimf mmmmmii] tMmiimmmf MMmmiiMml mmMmmiM •MiimMMimj itiiiiiimiiiiimiiiMiMmimmiimiirimmimiiwmiii ...““fMHHiiMHMlMmntimununimniimmt. 111111«M411111»• ■ M 1111M,,,, t,, |, ||9 immitMim. iiiiiiimiiiiMi 'MIMMMIMMIM MMimiHMIMM imilMMllMlM MmMIIMMMM lllllimiMIM* nmmiMiM* Mtmiiii** Höfum kaupendur að góðum 2ja henb. íbúðuim, útb. 7—800 þúsund. Höfum kaupendur að góðum 3ja herto. íbúðum, útb. 8—900 þúsu-nd. Höfum kaupendur að 4ra—5 herb. íbúðum, útb. 900 þ. til 1 mifljón. Höfum kaupendur að sérhæðum, raðhúsum og eintoýlishúsum með miklar útborga-nir. J'__ JT IBUÐA- SALAN Gegnt Gamla Bíói sími mso HEIMASÍMAK GÍSLI ÓLAFSSON 83971. ARNAR SIGURÐSSON 36349. 2ja, 3ja, 4ra og 5 herb. íbúðir í Breiðholti, tilb. undir tré- verk, sameign fullfrágengin. Til afhendingar nú eða seinna á árinu. Sumar íbúðimar hafa sér þvottaherbergi á hæðinni, aðrar sér föndur- herbergi í kjallara. Þurfið þér að SELJA ? Við höfum kaupendur að íbúðum af ýmsum stærðum og gerðum víðsvegar í borg- inni, Fossvogi, Breiðholti, Árbæjaihverfi, Kópavogi og Hafnarfirði. Ef þér þurfið að selja hafið samband við okkur STRAX FASTEIGNA- PJÓNUSTAN Austuritrmtl 17 (filll 6 Valdl) 3. hml Simi 2 tt 00 (2 línur) Ragnar Tómanon hdl. Hnimasimar: Statdn /. Oithtsr - 30S07 Jina Sigurjtnsdóltir - I03U

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.