Morgunblaðið - 19.03.1970, Side 10
10
MORG-UNELAÐIÐ, FLMMTUDAGUR 19. MARZ 1970
í dag á að fara fram sögu-
legur fundur í Erfurt í Aust-
ur-Þýzkalandi. Þeir Willy
Brandt, kanslari Vestur-
Þýzkalands og Willi Stoph,
forsætiaráðherra Austur-
Þýzkalands koma saman til
fundar í þessari gömlu borg
og er tilgangurinn að reyna
að leysa einhver af þeim á-
greiningsefnum, sem mynda
það mikla djúp, sem sundur-
skilur þýzku þjóðina. Það
eru Þjóðverjar, sem þarna
hittast en bræður og fjend-
ur í senn. Enginn getur sagt
fyrir um árangurinn af þess
um fundi. Hann kann að
verða upphaf að nýju tíma-
bili í sögu þýzku þjóðarinn-
ar eða endir tímabils, sem
aldrei byrjaði.
í síðustu viku leit svo út,
sem þessi fyrirhugaði fundur
þeirra Brandts og Stophs
myndi standa á formsatriðum,
sem undir niðri skiptu báða
aðila miklu pólitísku máli.
Samkomulag hafði orðið um
Austur-Berlín sem fundar-
stað. Brandt skyldi fara
ásamt sendinefnd sinni beint
til Austur-Berlínar, en hann
tók það fram, að á leiðinni
til baka til Bonn myndi
hann koma við í Vestur-
Berlín. Þetta gátu stjórnar-
völd í Austur-Þýzkalandi
ekki fallizt á. Að þeirra áliti
er V-Berlín sjálfstæð pólitísk
eind án tengsla við V-Þýzka-
land en vesturþýzk stjórnar-
völd halda því hins vegar
fram, að V-Berlín sé hluti af
Sambandslýðveldinu. Að vísu
gildi sérstakar reglur um
Berlín alla að formi til sam-
kvæmt samkomulagi stórveld
anna fjögurra, en rík stjórn-
málaleg, . efnahagsleg og
menningarleg tengsl séu milli
V—Þýzkalands og V—Berlin
ar. Brandt taldi sig því ekki
geta farið frá A-Berlín án
viðkomu í V—Berlín til þess
að undirstrika samstöðuna
með íbúunum þar, en í V
Berlín var Brandt borgar-
stjóri um árabil og hann á
að formi til enn sæti á fylkis
„Hotel Erfurter Hof“, þar sem fundur þeirra Brandts og Stophs á að fara fram.
Fulltrúar einnar þjóð-
ar - en tveggja heima
Fundur Brandts og Stophs fer fram í Erfurt í dag
Willy Brandt
þingi borgarinnar og lögheim
ili þar.
Því leit út sem þetta á-
greiningsefni myndi koma í
veg fyrir hinn fyrirhugaða
fund, en Brandt bar þá fram
tillögu um, að fundurinn yrði
haldinn einhvers staðar ann-
ars staðar og stakk austur-
þýzka stjórnin þá upp á
borginni Erfurt, sem liggur
nærri miðs vegar milli Berlín
ar og Bonn.
TÓK SOVÉTSTJÓRNIN í
TAUMANA?
Ekki er talið útilokað, að
það hafi verið Sovétstjórn-
in, sem gripið hafi í taum-
ana og fengið austurþýzku
stjórnina til þess að fallast
á annan fundarstað en Aust-
ur-Berlín. Telja sumir, að
hörðustu haukarnir í austur
þýzku stjórninni hafi frá
upphafi verið á móti fyrir-
huguðum fundi og séð tæki-
færi í deilunni um fundar-
staðinn til þess að koma í
veg fyrir fundinn. Þessa
deilu mætti síðan nota sem
ástæðu til þess að kenna
vesturþýzku stjórninni um,
að ekkert hefði orðið úr
fundinum.
Þá hafi haukarnir talið, að
unnt væri að notfæra sér
fyrirhugaðan fund miklu
meir til pólitísks ávinnings,
ef af honum ætti að verða.
Þetta væri kleift með því að
láta heimsókn Brandts fá yf-
irbragð opinberrar heimsókn
ar, þar sem allt yrði fram-
kvæmt samkvæmt ströngust-
um siðareglum í samskiptum
tveggja sjálfstæðra fullvalda
ríkja. Slíkt væri algjörlega
andstætt þeirri stefnu vest-
urþýzku stjómarinnar nú,
sem er á þá leið, að á þýzkri
jörð fyrirfinnist nú tvö þýzk
ríki, sem aldrei geti orðið er-
lent land, hvort gagnvart
öðru.
Að undanförnu hafa hins
vegar farið fram viðræður
milli fulitrúa vesturþýzku
stjórnarinnar við stjórnar-
völd bæði í Moskvu og
Varsjá. Mjög mikilvægt mál-
efni hafa verið þar til um-
ræðu og telja má víst, að
stjórnarvöldum bæði í Sovét
ríkjunum og Póllandi sé tals
vert í mun um, að þessar við-
ræður fari ekki algjörlega
út um þúfur, en víst er, að
þær hefðu orðið fyrir miklum
hnekki, hefði ekkert orðið úr
fundi Brandts og Stophs.
Sovétstjórnin hafi því beitt
........' .................
HANHOVER \ BERLIM
• \
í AUSTUR ÞYZKALAND
t* *XEIP7I<3
,
f KERFURTj J
\ — —-
VESTUR S TEKKO-
ÞÝZKALAND {SLOVAKIA
* NÍÍRNBERÖ \
!
Kort þetta sýnir legu borgar-
innar Erfurt í Þýzkalandi.
áhrifum sínum gagnvart aust
urþýzkum stjórnarvöldum og
lagt að þeim, að hindra ekki
fyrirhugaðan fund.
ERFURT
Austur-Þýzkalandi er skipt
í 15 héruð, sem bera nafn
eftir höfuðborg sinni og er
borgin Erfurt, þar sem fund-
ur þeirra Brandts og Stophs
á að fara fram, ein þeirra.
íbúar borgarinnar eru nú
nær 200.000.
Erfurt blómgaðist mjög á
miðöldum og bera viðhafnar
miklar kirkjubyggingar, sem
lifðu heimsstyrjöldina síðari
af, þess glögg vitni. Síðar
féll borgin í skugga annarra
borga eins og Leipzig og
mikilvægi hennar hvarf. Jafn-
vel háskólanum — sem getið
hafði sér mikinn orðstír fyr-
ir húmanistísk fræði — var
lokað árið 1806.
Síðasti fundur kunnra
stjórnmálaamnna, sem hald-
inn var í Erfurt, hefur 162
ár að baki sér, en það var
þegar Napólon mikli og
Alexander I. Rússlandskeis-
ari réðu þar ráðum sínum.
Fyrir þýzka jafnaðarmenn
hefur borgin allsérstætt gildi.
Þar var árið 1891 haldinn
fundur, sem gjarnan er álit-
inn stofnfundur þýzka jafn-
aðarmannaflokksins.
WILLI STOPH
Willi Stoph hefur um langt
skeið verið í forystusveit
austurþýzka kommúnista-
flokksins. Þegar árið 1945, að
heimsstyrjöldinni nýlokinni
og þá aðeins 31 árs gamall
var hann kominn í röð áhrifa
manna innan flokksins og nú
skipar hann 55 ára gamall á-
samt flokksleiðtoganum Walt
er Ulbricht og Erich Honeck-
er forsætisnefndarmanni það
þremenningasamband, sem
öllu ræður í Austur-Þýzka-
landi og er talinn mjög lík-
legur eftirmaður Ulbrichts
sem leiðtogi kommúnista-
flokksins.
Stoph hefur á hendi æðsta
framkvæmdarvald og löggjaf
arvald í senn:
1. Hann á sæti í 15 manna
forsætisnefnd kommúnista-
flokks Austur-Þýzkalands,
en það er hún sem ákveður
stefnu flokksins.
2. Sem forsætisráðherra
austurþýzku stjórnarinnar
hefur hann vald yfir stjórn-
arframkvæmdinni og eftirlit,
allt frá ráðherrum til bæjar-
og sveitarstjóranna í minnstu
þorpum og sveitarfélögum.
3. Sem staðgengill Ulbrichts
í ríkisráðinu, sem er í reynd
æðsta framkvæmdarvalds- og
löggjafarvaldsstofnun lands-
ins, er hann einn æðsti full-
trúá ríkisvaldsins.
Stoph varð fljótlega eftir
stríð einn af nánustu sam-
starfsmönnum Ulbrichts.
Hann fékk fljótt á sig orð
sem góður skipuleggjandi, er
honum voru fengin ábyrgð-
arstörf við að koma á legg
á nýjan leik iðnaðinum í
Austur-Þýzkalandi, sem var
í rúst eftir stríðið. 1948 varð
hann yfirmaður efnahags-
málanefndar kommúnista-
flokksins og 1952 gerði
Ulbricht hann að innanríkis-
ráðherra.
f því embætti var hann
yfirmaður ríkislögreglunnar,
sem var vopnuð og varð
fyrsti vísirinn að endurher-
væðingu Austur-Þýzkalands.
Árið 1962 varð Stoph stað-
gengill Otto Grothewohls þá-
verandi forsætisróðherra
Austur-Þýzkalands og eftir
dauða þess síðarnefnda tveim
ur árum síðar tók Stoph við
forsætisráðherraembættinu.
Þrátt fyrir það að Stoph
hafi gegnt jafn mikilvægum
pólitískum embættum og hér
hefur verið greint frá, hef-
ur ekki borið mjög mikið á
honum á opinberum vett-
vangi í Austur-Þýzkalandi
eða svo sambærilegt sé við
Walter Ulbricht, leiðtoga
kommúnistaflokksins. Segja
má, að Stoph lifi alltaf
í skugga flokksleiðtogans.
Yfir einkalífi Stoph hvílir
talsverð hula. Það eitt er vit
að, að hann er tvíkvæntur
og að hann og síðari kona
hans, fyrrverandi einkaritari
hans, eiga fjögur börn. Stoph
er sagður mikill hófsmaður í
líferni, mikill starfsmaður en
eiga fáa persónulega vini.
WDLLY BRANDT
Willy Brandt er miklum
mun kunnugri stjórnmálamað
ur utan Þýzkalands en Willi
Stoph, enda þótt báðir eigi
langan stjórnmálaferil að
baki. Brandt varð heimsfræg
ur, þegar hann var borgar-
stjóri í Yestur-Berlín, er
deilurnar um borgarhlutann
voru sem mestar og leiddu til
byggingar Berlínarmúrsins
1961. Síðar varð Brandt leið-
togi jafnaðarmanna í Vestur-
Þýzkalandi fyrst í stjórnar-
andstöðu en síðan sem utan-
ríkisráðherra, er jafnaðar-
menn og kristilegri demókrat
ar hófu stjórnarsamstarf und
ir forsæti Kurt Georgs Kies-
ingers, leiðtoga síðarnefnda
flokksins, síðla árs 1966.
í þingkosningunum í V-
Þýzkalandi í fyrrahaust
unnu jafnaðarmenn mikinn
sigur og mynduðu samsteypu
stjórn með frjálsum demókröt
um, sem er borgaralegur
flokkur. Brandt varð kansl-
ari þessarar stjórnar, sem
tekið hefur upp mjög breytta
stefnu gagnvart Austur-
Evrópu og lagt allt kapp á
að draga úr spennunni í sam-
skiptunum við Austur-Evr-
ópulöndin. Fundur Brandts
og Stophs nú er vissulega
athyglisverðasti stjórnmálaat
burðurinn sem þessi nýja ut-
anríkisstefna gagnvart Aust-
ur-Evrópu hefur leitt af sér.
Willl Stopli.