Morgunblaðið - 19.03.1970, Síða 20

Morgunblaðið - 19.03.1970, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1970 Bikarkeppnin í gær SÍÐARI leikir I átta-liða úrslit- um í Evrópu voru leiknir i gær. Urðu úrslit sem hér greinir: MEISTARALIÐ Leeds, Englandi — Standard Liége, Belgíu 1:0 Fyrri leikinn vann Leeds 1:0. Feijenoord, Hollandi — Vorwa- erts, A-Þýzkalandi 2:0. Vorwaerts vann fyrri leikinn 1:0. Legia, Póllandi — Galatsaray, Tyrklandi 2:0 Fyrri leikurinn varð jafntefli, 1:1. Fiorentina, Ítalíu — Celtic, Skot- landi 1:0 Celtic vann fyrri leikinn 3:0. BIK ARMEIST ARAR: Cornik Zbrze, Póllandi — Levski Spartak, Búlgaríu 2:1 Levski vann fyrri leikinn 3:2. Comik sigrar á markafjölda á útivellL Manchester City, Englandi — Academik de Coimbra Portú- gal 1:0. Fyrri leikurinn varð jafntefli 0:0. Schalke 04, V-Þýzkalandi — Dinamo Zagreb, Júgóslavíu 1:0. Schalke varni fyrri leikinn 3:1. Goztepe-Izmir, Tyrklandi — Roma, Ítalíu 0:0. Roma vann fyrri leikinn 2:0. í borgarkeppni Evrópu sigraði Arsenal Dinamo Bacan, Rúmen- íu 7:1. Kemst Arsenal því í und- anúrslit á samanlagðri marka- tölu 9:1. — Páskavika Framhald af bls. 26 og 2 e.h., laugardag kl. 2 og 6 e.h. Sunnudag kl. 10 f.h. og mánudag kL 10 f.h. KR-ingar munu vanda mjög til páskahátíðarinnar í Skálafelli, og benda fólki á að þar er gott skíðafæri og skíðabrekkur fyrir alla fjölskylduna. Vegurinn mun verða opinn fyrir smábíla alla daganina. Kettlingur svartur með hvítar lappir og hvítt rýni, týndist í gær frá Laufásvegi 2A. Skilisit þang- að. Fundarlaun. Suðurlandsbraut 10. mm Kllreimar og reimskífur óvalli fyrirliggjandi. Vald Poulsen hf. Suðurlandsbraut 10. Skni 38520 — 31142. Langtum minni rafmagns- eyðsla og betri upphitun meS n n n x RAFMAGNSÞILOFNUM Hinir nýju ADAX rafmagns- þilofnar gera yður möguiegt að hita hús yðar upp með rafmagni á ódýran og þægi- legan hátt. Jafnari upphitun fáið þér vegna þess að ADAX ofnarnir eru með tvöföldum hitastilli (termostat) er virkar á öll stillingarþrepin. Auk þessa eru ADAX ofnarnir með sér- stökum hitastilli er lætur ofn- inn ganga á lágum, jöfnum hita, sem fyrirbyggir trekk frá gluggum. Leitið nánari uppiýsinga um þessa úrvals norsku ofna. 3 ÁRA ÁBYRGÐ EINAR FARESTVEIT & CO HF Bergstaðastræti 10 Símar: 16995 — 21565 — Judo Framhald al bls. 26 gestir á meistaramóti Norður- landa, og sat annar þeirra jafn framt þing Norðuriandasambands judomanna. Þá var ákveðið að bjóða íslandi þátttöku í næsta mótg sem háð skyldi 1970. Frá þessu var sagt hér opinberlega og ÍSÍ tilkynnt urn það. Forseti ÍSÍ skipaði þrjá menn haustið 1968 til þess að annast mál judoíþróttarinnar fyrir hönd ÍSÍ. Tveir þessara manna eru Ár mermingar, og var annar þeirra sðcipaður formaður, hvorugur þessara manna leggur stund á judo. Þriðji nefndarmaður var frá Judofélagi Reykjavíkur, er svartbeltishafi í judo, sem þýð ir að hann hefur áraianga æfingu að baki og þekkingu á fþrótt- úr Judofélagi Reykjavíkur, sem inni. Þessi maður var fljótlega sniðgenginn í nefndinni og af formanni hennar. Þetta er hægt að staðfesta með því að fara í gegnum bréf og bóikanir. Judofélag Reykjavíkur hefur margsinnis kvartað yfir þessari mismunun við stjórn ÍSÍ og beð ið í marga mánuði eftir viðtali við forseta til þess að skýra og rökstyðja mál sitt. Nú hefur Gísli Halldórsson loks fundíð tíma til þess að ræða við fuliltrúa Judofélagsins, en því miður hafði hann ekki tíma til þess að leyfa að vitnað væri í bréf og aðrar bókanir, seim hefðu e.t.v. skýrt bessi mál fyrir háttvirtri stjóm ÍSÍ sem var við stödd. Því miður tilkvnnti hann aðeins að skipan sín væri ó- breytt, og sömu menn störfuðu áfram. Þetta er því eina leiðin til þess að gera öllum ljóst. að Judofélag Reýkjavíkur á ekki fulltrúa í neinni nefnd á vegum ÍSÍ. Hann var einfaldlega gerður óvirkur þar. Hins vegar á Judofélag Reykjavfkur marga judomenn, sem um árabil hafa verið tilbún ir að keppa i íþrótt sinni ef að tækifæri gæfist. Hefur Ármann kannski ekki verið tilbúinn að taka þátt í keppni hiingað til? Er það skýr- insgiin á mótsáhuiga formannfi judomefndiar ÍSÍ? Við verðum að spyrja Gísla Halldórsson sjálfan, hann ber ábyrgð á störfum hans. — Atvinnu- mennska Framhald af bls. 26 og móta væru launaðir að ein- hverju leyti. Með íþróttakveðju Guðmundur Hermannss. Athugasemd: Það er hárrétt hjá Guðmundi Hermannssyni, að um atvinnumennsku íþrótta- manna stórþjóðanna er lítið rætt opinberlega í þeirra heimalönd- um, enda mundi það geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyr- ir þá, meðan menn verða að vera „áhugamenn" til þess að fá þátttökurétt í ýmsum mót- um og keppnum, Eigi að síður þykir það svo sjálfsagt í mörg- um þessara landa, að bæði hið opinbera og einkaaðilár styrki íþróttamenn fjárhagslega, að það er ekki lengur umtalsvert. Það er líka rétt hjá Guð- mundi, að frumskiljrrðin eru þau, að fá vel launaða og færa íþrótta þjálfara til starfa, sem fái að- stöðu til þess að fylgjast með þeim nýjungum sem alltaf eru að skjóta upp kollinum í íþrótta heiminum og geti lifað sóma- samlegu lífi af starfi sínu. Með þessu einu mundi árangur íþrótta mannanna vafalaust batna til mikilla muna. En að dómi und- irritaðs, þarf einnig að hugsa um íþróttamennina sjálfa, ef við ætlum þá að gera kröfu til þeirra að þeir standi jafnfætis íþróttamönnum annarra þjóða, og þegar frumkvæðið kemur ekki á bak við tjöldin frá þeim sem það á koma frá, verður að vekja athygli á því opinberlega, þ.e.a.s. — ég álít að nú sé komið að því að svara verði þeirri spurningu, hvort við eigum að hjakka áfram í sama farinu og færast heldur niður á við, eða að reyna að standa okkur í sam- keppninni. stjl. — Kambódía Framhald af bls. 15 ast að einhvers konar sam- komulagi, er kæmi í veg fyrir að kommnónistar hefðu herstöðv ar til frambúðar í Kambódíu. Eitt af háspilunum, sem hann hafði á hendi, var að heimila Bandaríkjamönnum að gera loft árásir á stöðvar kommúnista I Kambódíu. „Kambódía með Bandaríkin sér við hlið yrði Norður-Víetnömum óþægur Ijár í þúfu,“ sagði hann í Paria á dögunum. Skrifstofuhúsnœði Nokkur skrifstofuherbergi til leigu nú þegar í Austurstræti 10 A. Upplýsingar hjá Verk h.f., Laugavegi 120, símar 10385 og 11380. Y firmafsveinn Yfirmatsveinn óskast í sumar á Hótel Esju. Upplýsíngar gefur Hlín Baldvinsdóttir að Suðurlandsbraut 2 (Kr. Kristjánsson) frá kl. 3—5 e.h. Btafvirki Innfhjtníngsfyrirtæki óskar eftir að ráða rafvtrkja til starfa, aðallega til viðgerða á raftækjum í heimahúsum. Viðkomandi þarf aS starfa mikið sjálfstætt. Nauðsyntegt að viðkomandi hafi bíl trl umráða. Upplýsingar um aldur, fyrri störf og annað er máli skiptir sendist afgr. Mbl. merkt „Raftæki 2740". Lítil vefnaðorvöruverzlun til sölu Vefnaðarvöruverzlun í úthverfi til sölu. Lítill lager og innrétt- ingar sem fást keypt með greiðslusfresti. Húsaleigusamningur fyrir hendi. Upplýsingar á skrifstofu undírritaðs kl. 1—5. Lögmannsskrifstofa KNÚTUR BRUUN, Grettisgötu 8 — Sími 24940. Iftboð Tilboð óskast í 560 stk. af götuljósastólpum fyrir Rafmagns- veitu Reykjavikur. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri. Tilboðin verða opnuð á sama stað föstudaginn 10. apríl n.k., kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Símí 25800 UTAVER 7 tegundir af nylon- gólfteppum. Óbreytt verð, verð frá kr. 298. pr. ferm. SOLEX BLONDIMGM Útvegum Solex blöndunga í flestar tegundir bifreiða. Laugavegi 170—172. Sími 21240 Nú heíur Sihanouk verið steypt af stóli, og vaíaiitið munu eftirmenn hans taka ákveðnari afstöðu en hann til átakanna í Suðaustur-Asíu. (Observer og Washington Post). HEFI FLUTT tannlækningastofu mína að DRÁPUHLÍÐ 36, REYKJAVlK. HAUKUR CLAUSEN tannlæknir, simi 19699.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.