Morgunblaðið - 19.03.1970, Síða 26

Morgunblaðið - 19.03.1970, Síða 26
26 MOROXJWBLAÐIÐ, FEMMTUDAOUIR 19. MARZ 1970 Afmælismót KR í handbolta: er liraðmót 1. deildar liðanna nú Hetjurnar frá 1958 keppa nú Liu FH og KR mætast og auk þess HANDKNATTLEIKSDEILD KR minnist 70 ára afmælis félagsins með handboltamóti í Laugardals höll í kvöld kl. 8.15. Verður hér um tvenns konar keppi að ræða, annars vegar hraðkeppi með þátt töku G liða og verði jafntefli sker vítakastskeppni úr. Fyrst leika KR—Fram, síðan Valur — Víkingur og þá FH gegn Haukum. Áður en úrslitaleikur þessar- ar hraðkeppni fer fram, efna KR-ingar til leiks, sem þeir kalla „leik ársins" en þá leika lið KR og FH skipuð leikmönnum frá 1956—1958 en þá voru þessi lið oft í úrslitaleikjum um stóru titlana. Þessir leikmenn eiga sam tals 178 landsleiki að baki og voru þeir kjarni þess liðs er varð í 6. sæti í HM keppninni 1958. Lið KR.: Guðjón Ólafsson, Sveinn Kjartansson, Hörður Fel ixson, Reynir Ólafsson, Karl Jó hannsson, Þórir Þorsteinsson, Heins Steinmann, Pétur Stefáns son, Bergur Adolphsson, Sigurð- ur Óskarsson og Stefán Stephen sen. Lið FH.: Kristófer Magnússon, Hjalti Einarsson, Birgir Björns- son, Ragnar Jónsson, Bergþór Jónsson, Einar Sigurðsson, Pét- ur Antonsson, Ólafur Þórarins- son, Ólafur Thorlacíus, Hjörtur B.ergsteinsson, Sigurður Júlíus- son, Sverrir Jónsson, Hörður Jónsson og Jón Óskarsson. Rekinn frá störfum ALLT er nú komið á annan endann í knattspyrnumálum Brasilíu. Saldhana, fréttamað ur sem er 54 ára og tók við þjálfun landsliðsins fyrir u.þ. b. ári, hefur nú látið af störf um sem þjálfari og með hon- um var sett af öll tækninefnd brasilíska sambandsins, sem velur landsliðið. Ástæðan er sú að Saldhana ætlaði að setja Pele úr liði Brasilíu sem mæta á Chile (í gær). Segir Saldhana að Pele hafa átt lélega leiki síð- ustu 18 leiki liðsins, og hann vilji hvíla hann um sinn að minnsta kosti. Yfirvöld íþróttamála í Brasilíu urðu ókvæða við og vilja ekki leyfa svo áhrifamiklar ráðagerðir. Margir munu um boðið til að taka við þjálfuninni en liklegastur talinn, núverandi þjálfari Botafogo. Páskavika í Skálaf elli DVALIÐ verður í síkiðaskála KR um páskana. Dvalarkort fyrir páskavikuna verða seld í félags- heimilinu við KaplaSkjólsveg i kvöld fiimimtudag kl. 8 til 10. Inni falið í dvalarkorti ér morgun- matur, hádegismatur, (kaffi og kvöldmatur. Einnig verður slkíða kennsla og kvöldvöikur og margt leikja til Skemmtunar inmifalið í verðiniu. Seld verða sérstöfc iyftu kort fyrir dvalargesti sem dvelja í skálanum um páskana. Skíða- kennsla verður alla daga fyrir þá sem vilja, milli kl. 11,30 og 12,30 og 16,30 og 18,00. Brekkur verða upplýstar á kvöldin. Búið er að endurbæta sikíðalyftuna til muna. Fjölgað hefur verið sætum og ber hún mun fleiri á klukkutíma en áður. Einnig er fyrirhugað að taka nýja togbraut i notkiun um pásikana og er það togbraut sem gengur fyrir 10 hestafla raf- magnsmótor. Ferðir um páskana verða frá Umferðamiðstöðinni miðvikudag kl. 8 e.h., fimmtudag kl. 10 f.h. Framhald á bls. 20 íslandsmeistarar 2. fl. í körfuknattleik, KR. Aftari röð frá vinstri: Helgi Ágústsson, form. körfu- knattleiksdeildar, Sófus Guðjónsson, Bjarni Jóhannesson, Ilelgi Bjarnason, Ásgeir Hallgríms- son, Birgir Guðbjörnsson, Sigurður Vilhelmsson og Einar Bollason þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Carsten Christjansen, Sverrir Hafsteinsson, Hilmar Victorsson fyrirliði, Björn Björg- vinsson og Gunnar Ólsen. Liðið lék 11 leiki og skoraði 675 stig gegn 368 stigum. í úrslitaleikj- unum þremur var skorað 207:128 eða 69 gegn 43 að meðaltali. Úrslit í yngri flokkunum - Mikill og góður styrkleiki KR-inga UM síðustu helgi var leikið til úrslita í 4. fl., 2. fl. 1. fl. og 2. deild íslandsmótsins í körfu- knattleik. Það vakti talsverða athygli að KR var með lið í úr- slitum í 4., 2. og 1. fl. og þeir eru einnig með lið í úrslitum í 3. fl. en þar er keppni ekki lok- ið enn. 4. FL. KR, Ármann og Borgames léku til úrslita. Ármanin sigraði í báðuim sín.uim leikjum en KR varð í öðru sæti. Ármannisliðið er mjög gott og gaman var að sjá piltana útfæra leikaðferðir, sem sum 1. deildarlið ráða varla við. 2. FL. í 2. fl. léku ÍR, KR, Borgarnes, HSK og Þór til únslita. KR-ing- ar urðu sigurvegarar, og lék ékki nokkur vafi á því að þeir áttu langbezta liðið. Mikla at- hygli vakti leikur Birgis Guð- bjömssonar í liði KR og sýndi hann og sannaði að hamn á heima í unglingalandsliði okkar' þótt ekki hafi hamn fundið náð fyrir auguan unglingalandsliðisnefnd- ar, er hún valdi lið sitt. —■ Og ammar bakvörður Þórs, Þorleifur að nafni, á þar líka heima frek- ar en sumir aðrir, sem valdir voru í liðið. Annars virðiist umgl ingalandsliðsnefnd starfa á mjög frumlegan hátt og veit ég með vissu að einm nefndarmanna hef ur ekki séð einm leik í 2. 'fl. í vetur. Það er álit margra að nefndin þurfi að endurskoða val sitt að talsverðiu leyti. 1. FL. KR-imgar sigruðu með yfir- burðum, enda hafa þeir marga snjalla leikmenn í 1. fl., t.d. Brynjólf Markússon, Ágúst Svavarssom og Guðmund Péturs- son. ÍS varð í 2. sæti og ÍR í þriðja. G. K. Bréf til íþróttasíöunnar: Atvinnumennska ÍÞRÓTTAMENN hafa undanfar- ið rætt mikið opinberlega um nýafstaðna heimsmeistarakeppni | í handbolta og er það eðlilegt. Það sem mér finnst hins vegar | óeðlilegt í þeim umræðum, er sá áhugi þessara manna að gera keppendur í íþróttum að atvinnu mönnum. Ég viðurkenni að ég hefi ekki lesið mikið af þessum skrifum, en kannski heyrt því meira sagt frá þeim. En mig lang Stórveldin fjögur berjast til úrslita ar að benda á, að opinberar um- ræður í blöðum og útvarpi um greiðslu til iþróttamanna þarf að stöðva. Eyðileggið ekki áhuga- mennskuna, því án hennar verða íþróttir ekki til lengur á hinu fámenna landi okkar. Ykkur má vera ljóst, að ef atvinnumennska hefir komizt á meðal beztu „áhugamanna" heimsins, hefir það gerzt leynt en ekki ljóst. Slíkt er ekki skipulagt á for- síðum dagblaðanna. En er það þetta sem okkur vantar til að árangur náist. Ég er viss um hvað mig áhrærir, að ég mundi ekki varpa kúlu hænufeti lengra þó ég fengi t.d. kr. 500.— fyrir æfingar og keppni á dag. Hins vegarmundi árangur stórbatna bæði hjá mér og öðrum ef við hefðum vel launaða þjálfara, ef fé væri var ið í upplýsingastarfsemi, ef íþróttafélögin væru styrkt veru- lega og starfsmenn íþróttafélaga Framhald á hls. 20 í kvöld mætast KR—Ármann og síðan ÍR—KFR í KVÖLD kl. 20 hefst í íþrótta húsinu á Seltjamamesi úr- slitakeppnin í Islandsmótinu í körfuknattleik 1. deild. Það eru fjögur lið sem leika til úrslita og þau eru KR, ÍR, Ár mann og KFR. — í kvöld leika KR og Ármann og síðan ÍR gegn KFR. Þau lið sem sigra í kvöld munu síðan leika þrjá leiki um Islands- meistaratitilinn, og það lið sem sigrar í tveimur þeirra hlýtur titilinn. Þó margir telji öruggt að KR og ÍR muni sigra í kvöld, •þá er það skoðun fróðra manna að svo þurfi ekki að fara, því bæði KFR og Ár- mann hafa góðum liðum á að skipa. Og í kvöld verðúr áreið anlega hart barizt, þvi mikið er í húfi. — Síðast þegar KR og Ármann léku, sigruðu KR- ingar með 62:61 stigi í mjög jöfnum leik. Og ÍR-ingar mega örugglega táka á honum stóra sínum ef þeir ætla að sigra KFR, því þeir hafa átt stórgóða leiki að undanförnu og sigrað í 4 síðustu leikjum sinum, m.a. sigruðu þeir Ár mann nýlega. Það verða því tveir spenn andi leikir í kvöld þar sem mikið er í húfi fyrir félögin. Þess má að lokuim geta að Hjörtur Hansson er kominn heim frá Svíþjóð til að leika með KR í síðustu leikjum mótsins og mun hann vafa- laust styrkja liðið talsvert. Fyrirspurn til * A LS.I. um judo JUDOFÉLAG Reýkjavííkur ósk- ar eftir því að forseti ÍSÍ, Gísli Halldórsson gefi því nokkrar upp lýsingar varðandi judo íþróttina hér. Hvað hefur ÍSÍ, sem er sér- samband judomanna hér, skipu- lagt mörg mót og hvað mörg þeirra hafa verið haldiin? Hve margir judomenn hér hafa verið skráðir til þátttöku í móti á vegum ÍSÍ, og frá hvaða féiög- um? Er það efldki rétt, að íslandi sé boðið að taka þátt í meistara móti Norðurlanda í Gautaboírg 25.—26. apríl n.k., og hefiur sér- samband judomanna ÍSÍ hafið nokkurn undirbúning eða kann að mlöguleika á þátttöku í þvi? í apríl 1968 kepptu tveir menn Framhald á M». 20

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.