Morgunblaðið - 22.03.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.03.1970, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1(970 17 Birtir yfir borginni Þegar þetta er skrifað, eru ungu stúlkurnar í Kvennaskól- anum á j*angi í Austurstræti, uppábúnar í peysufötum og glað værðin skín úr hverju andliti. Þær virðast hafa gleymt deil- unum um Kvennaskólafrumvarp- ið og raunar öllu skammdegis- þvarginu. Svona er þetta sem betur fer alls staðar í borginni — og raunar líka úti um land. Áhyggj- urnar, sem hvílt hafa yfir, vegna þeirra erfiðleika, sem ís- lenzka þjóðin hefur orðið að ganga í gegnum, eru að hverfa, og menn horfa vonglaðir fram á veginn. Vetrinum er að ljúkaog vorið og sumarið blasir við. Kannski er páskahret eftir, en menn vita, að það er aðeins til að minna á þá batnandi tíð, sem á næsta leiti er. Nú verður ekki hlustað á neitt nöldur og svartsýnisdoða. Nú munu menn takast á við viðfangsefnin, sem hvarvetna blasa við og hrinda í fram- kvæmd stórverkefnum á öllum sviðum atvinnulífs, og leggja þannig grundvöll að því glæsta þjóðlífi mikilla mennta og al- mennrar hagsældar, sem ís- lenzku þjóðarinnar bíður. Rödd afturhaldsins Að vísu eru til menn, sem ekki skilja rödd nýs tíma, þver- skallast við nýjungum og berj- ast gegn framförum. Þetta eru afturhaldsmenn okkar daga, og þá er að finna bæði í röðum Fram- sóknarmanna og kommúnista. Má ganga út frá því sem nokkuð ör- uggum hlut, að talsverður hluti Framsóknarflokksins sverjist í fóstbræðralag við kommúnista, hvenær sem mikilvæg mál eru á döfinni, til þess að reyna að hindra framgang þeirra. Þessi öldungadeild Framsóknarflokks- iins ihetfuir dagað uippi í íslienziku þjóðlífi og skilur hvorki í þenn- an heim né annan. ' verðar þóknanir fyrir lánveit- ingar sínar, þannig að óhætt er að fullyrða, að almennt séu vextir sízt lægri í nálægum löndum en þeir eru hér. Þar að auki er þess að gæta, að þessar tölur eru nokkra mán aða gamlar, en vextir hafa enn hækkað á síðustu mánuðum og virðast fara stöðugt hækkandi, hve lengi sem sú þróun kann að halda áfram. Það er þess vegna tímabært að leiðrétta þann misskilning, sem útbreiddur er, að vextir hér séu mun hærri en almennast er í vestrænum löndum. Starfsmenn við uppskipun og borgarar á bryggju í Reykjavík í gærmorgun. (Ljósim. Ol. K. M.) ur hann sýnt tilburði í þá átt að skilja, hvað nauðsynlegt sé til að þoka hagsmunamálum þjóðarinnar áleiðis. En skýring- in á þessu fyrirbrigði er þó ein- föld, og um hana eru allir þeir sammála, sem til þekkja. Þannig er sem sagt mál með vexti, að Benedikt Gröndal er 2. flutningsmaður þessa frumvarps, og við hann keppir Halldór Sig- urðsson um fylgi á Vesturlandi. Halldór hefur gert sér grein fyrir því, að fólkið í hans hér- aði, eins og öðrum, skilur mikil- vægi þessa máls, og mun þó þakka framgang þess enn meir, er árangur af starfsemi þessa fé- lags fer að koma í ljós. Þess vegna stenzt hann ekki mátið og tekur upp harða baráttu gegn framgangi málsins. Lítil eru geð guma. Skjótrar úr- lausnar þörf Ljóst er, að nú þegar þarf að vinda að því bráðan bug að koma á laggirnar margs konar ir, að Fj árf estingarf élagið láni öðrum fyrirtækjum en þeim, sem það er beiiin þátttakandi í. Frumkvöðull og óbeinn þátttakandi Fjárfestingarfélagið mun hafa frumkvæðið að því, að rannsök- uð verði ýms þau tækifæri og hugmyndir, sem uppi eru um nýjan atvinnurekstur og beita sér fyrir félagastofnunum, þar sem það er talið æskilegt. Mun félagið þá ýmist eiga einhvern hluta af því eigin fjármagni, sem til fyrirtækisins er varð eða selja hlutabréfn, þegar sýnt er að fyrirtækið, sem stofnað var, gengur vel og ber hæfilegan arð. Á hinn bóginn mun félagið svo verða það, sem nefnt hefur ver- ið óbeinn þátttakandi í félögum, þ.e.a.s. að það mun taka að sér að selja hlutabréf í atvinnufyr- irtækjum og ábyrgjast, að sala þeiirina taikiislt, en eúga þaiu ellilia Laugardagur 21. marz Það er engin nýjung, að harð- svíruðustu kommúnistar, Þjóð- viljaklíkan, sem svo er nefnd af þeim Alþýðubandalagsmönnum, sem ekki eru staurblindir af of- stæki, sé á móti öllum framfara- málum. Þeir njóta sín aldrei nema þegar illa gengur og reyna þar af leiðandi að spoma við því, að þannig sé haldið á málum, að til velfarnaðar horfi. Er mjög eðli- legt, að þessi klíka og hið stein- runna afturhald í Framsóknar- flokknum sé í einlægu bræðra- lagi í andstöðu við öll mikilvæg framfaramál, enda hefur sú orð- ið raunin á, hvað eftir annað. Lítilla sanda Við umræðurnar um Fjárfest- ingarfélag fslands h.f. fyrir skömmu í Alþingi, snérist öld- uinigadieilld Fríaimisófaniarflloklksmis ekudinegiið igagn miáffiiniu, diinis og viaanta imlátiti. Það er *að isfj'álf- sögðu langt fyrir ofan skilning þessa forneskjulega liðs, hvern- ig hrinda á í framgang mikil- vægustu málefnum á sviði at- vinnulífs íslendinga. En Fjár- festingarfélaginu er ætlað að bæta úr þeim skorti, sem verið hefur á eigin fjármagni, er hrinda hefur átt úr vör nýjum atvinnufyrirtækjum og hefur miklu hlutverki að gegna, eins og nánar mun verða rökstutt hér á eftir. En nokkra athygli vakti það, aið Hailldór Silgoiriasiaoin, þinigmiaið- ur Framsóknarflokksins á Vest- urlandi, skyldi snúast gegn þessu máli, því að stundum hef- fyrirtækjum til að bæta atvinnu ástand og efla þjóðarhag. Þetta þykjast raunar allir vera sam- mála um. En til þess að koma heilbrigðum fyrirtækjum á fót, þarf að vera fyrir hendi áhættu fjármagn, sem unnt er að byggja á heilbrigðar lántökur. Marg- víslegar ráðstafanir hafa verið gerðar til að bæta aðstöðu fyr- irtækja til lánsfjáröflunar með eflingu lánasjóða og nú síðast með Norræna iðnþróunarsjóðn- um. Á hinn bóginn skortir tilfinn- anlega eigið fjármagn, vegna þess að fyrirtæki hafa ekki hagnazt að neinu ráði á undan gengnum árum og ekki hefur reynzt unnt fram til þessa að fá fé taltenianwiimgs í meiiiniuim miæli till áfcviininiuineikstmariiinis mieð ihluifca- bnéfalkaiuipuim. Úir þessu verðiuir að bælba, elf uinmt á að neyniaisit aið efla atvinnulífið verulega með skjótum hætti. Að þeirri lausn miðar undirbúningurinn að stofnun Fjárfestingarfélags fs- lands h.f., en meginverkefni þess er að kaupa hlutabréf í at- vinnufyrirtækjum og greiða fyr- ir sölu hlutabréfa, bæði á al- mennum markaði og eins til ein- staklinga og annarra fyrirtækja. Sumir í afturhaldsliðinu, sem berzt gegn framgangi þessa fram faramáls, hafa hins vegar reynt að villa mönnum sýn, og sagt að hér væri einungis um nýja bankastofnun að ræða, sem mundi hafa það meginverkefni að stunda lánsfjárviðskipti. Það er á hreinum misskilningi byggt, því að alls ekki er gert ráð fyr- sjálft. Með þessum hætti er unnt að hleypa af stokkunum at- vinnufyrirtækjum, sem annars yrðu ekki stofnsett, vegna þess að aðaleigendurnir hafa ekki nægilega mikið fjármagn undir höndum, en ef vel á að vera, þarf eigið fjármagn að vera mun meira í fyrirtækjum en tíðkast hefur verið hér, t.d. um þriðj- ungur af heildarf j ármagninu, sem þarf til þess að koma at- viininiuirieksitriiniuim á sitofin. Þá er hugmyndin sú, að fé- lagið beiti sér fyrir sameiningu atvinnufyrirtækja, þar sem það kann að henta, en fjárhagsleg fyrirgreiðsla félagsins og ýmis konar tæknileg aðstoð getur leitt til þess, að um samruna eða ein- hvers konar samvinnu fyrirtækja geti orðið að ræða, sem ella mundu ekki leita slíks samstarfs. Og raunar er ætlunin, að félag- ið geti á ýmsan hátt annan orðið atvinnurekstrinum til margvíslegs gagns. Auðstjórn almennings En kannski er þó mest um það vert, að Fjárfestingarfélaginu er ætlað að stuðla að því, að sem allra flestir landsmenn geti orðið beinir þátttakendur í at- vinnulífinu. Bæði mun félagið verða opið til beinnar þátttöku alþýðu manna í því, en þó mun almenningsþátttaka í þeim félög- um, sem Fjárfestingarfélagið á aðild að, skipta meiru máli. Stöð- ugt fieiri gera sér grein fyrir nauðsyn þeirrar stefnu að auka þátttöku alþýðu í atvinnu- rekstri, vegna þess að auðjöfn- un er mjög mikil hér á landi, og við íslendingar viljum ekki að fáir menn ráði yfir öllum atvinnurekstri. Almenningsþátttaka í atvinnu- lífinu er einn mikilvægasti þátt- ur þess efnahagskerfis, sem nefna mætti auðstjórn almenn- ings, þ.e.a.s. að fjármagni þjóð- félagsins sé dreift sem allra mest á meðal fjölda borgaranna, svo að sem allra flestir njóti fjárhagslegs öryggis og þeirrar ánægju að vera þátttakendur í uppbyggingu þjóðfélagsins. Um langt skeið hafa menn gert sér grein fyrir því, hve mikil- vægt það er, að sem allra flest- ir ættu eigið íbúðarhúsnæði, og margháttaður minni rekstur hef ur sem betur fer verið í höndum einstaklinga, en þegar kemur að rekstri stærri fyrirtækja, er aðeins þriggja kosta völ, annað hvort yrðu þau þjóðnýtt, í eigu fjölda manna eða að útlending- ar yrðu þar ráðandi afl. Þótt sjálfsagt sé að hafa sam- starf við erlenda menn þurfum við að hafa í landi okkar stofn- anir, sem séu nægilega öflugar til þess að vera meirihlutaeig- endur í fyrirtækjum, sem hugs- anlega yrðu starfrækt í sam- vinnu við útlenda menn, og einnig í því efni getur Fjárfest- ingarfélagið verið mikilvægur aðili. En auðvitað er ekki við því að búast, að þröngsýnustu öfl- in í Framsóknarflokknum skilji þetta. Kommúnistar skilja hins vegar, að þessi stefna muni leiða til velfarnaðar, og þess vegna eru þeir henni andvígir, því að hún mun gera áhrif þeirra enn minni en þau nú eru. Hverjir eru vextirnir? Oft er því haldið fram, að vextir á íslandi séu miklu hærri en annars staðar. Þetta er þó á misskilningi byggt, því að í ná- grannalöndunum eru útláns- vextir yfirleitt mjög svipaðir og hér og sums staðar hærri. Morg- unblaðið hefur reynt að afla sér sem gleggstra upplýsinga í þessu efni og komizt að þeirri niðurstöðu, að lægstu vextir á lánum til skamms tíma séu nærri því sem hér segir: Bandaríkin 8V2%, Austurríki 7%%—8%%, Belgía 7 %, Danmörk 9%— 11%%, Finnland 7—8%, Frakk- land 9%, Þýzkaland 7—9 % %, Holland 8%, Noregur 6'á%, Sví- þjóð 9,75%, Bretland 8%—19%, Japan 8%, ísrael 11%. Hér eru nokkur dæmi um lægstu útlánsvexti til skamms tíma, en hins vegar er vitað, að vaxtamunur er miklu meiri í iþeasiuim .llömidiuim en hér igiar'iat, þannig að vextir eru miklu hærri en þetta, ef um áhættu- söm lán er að ræða, og þar að auki taka bankar yfirleitt tals- Skólaæskan við störf Eins og getið hefur verið hér í blaðinu, þurfti að grípa til skólafólks til uppskipunarvinnu úr togara í Hafnarfirði, vegna þess að ekki var unnt að fá al- mennt vinnuafl. Þessar fréttir eru athyglisverðar, þegar stöð- ugt er verið að" ræða um at- vininiuteysi — og sénstialklieiga «nu þær þó ánægjulegar. Þær sýna og sanna, að raunverulegt at- vinnuleysi er ekki jafn útbreitt og tölur um skráða atvinnuleys- ingja benda til. En þessar fregnir leiða einn- ig hugann að því, hvernig haga beri störfum skólaæskunnar. Fram til þessa hefur skólafólk yfitrlleliltlt Sbartfaið iað suimiarllaigi og skólar hér staðið skemur en í mlönguim lönidiuim öðinuim. Haifa mieinin yf iirílieiiitit veni® gaimimiála uim það, aið ajá'lfsaigt væirli, að sfeðlar- Æófllk kymintiisit miikdilivæiguisitiu sfcörtf- uttn í þjöðféliaginlu, saimlhiliilðia 'því sem það yininii sér iinin fé tiil námis- ins. Einkum var það mikill f jöldi manna, sem atvinnu hafði af síld- veiðunum hér áður, meðan þær voru miklar um hásumarið, mik- inn mannafla þurfti á skipin og fjölmennt lið við síldarvinnslu í landi. Nú hafa atvinnuhættir nokk- uð breytzt og þess vegna verið þrengra um vinnu fyrir allan fjölda skólafólksins, þegar það hefur allt komið í einu á vinnu- markað að vori, enda er það nú miklu fleira hlutfallslega en áð- ur var. Hefur þetta vissulega valdið mörgum námsmanninum erfiðleikum, og þess vegna þarf að hugleiða, hvort hægt sé að hafa að einhverju leyti annan hátt á en fram að þessu hefur tíðkaat. Að vinna þegar þörfin er mest Þegar að er gáð, virðist það liggja í hlutarins eðli, að æski- legast sé að grípa til skóla- fólksins, þegar þörfin er mest til að bjarga afla undan skemmd- um. Þess vegna virðist sjálfsagt að gefa skólafólki frí í nokkra daga og jafnvel þótt skipti vik- um, ef öruggt mætti telja, að svo til allir skólanemendurnir stunduðu þá arðbæra atvinnu. Þess í stað yrðu svo skólarnir lengdir fram á vorið, eða byrj- uðu fyrr á haustin. Jafnvel mætti hugsa sér, að framlengingin að vorlagi yrði nákvæmlega hin sama og næmi fríum þeim, sem gefin hefðu ver- ið skólafólkinu til að stunda at- vinnu, hvort heldur það væru nokkrir dagar eða skipti nokkr- um vikum yfir allt skólatíma- bilið. Vera má, að því sé haldið fram, að óheppilegt sé að slíta námið í sundur, en líklega er það þó hinn mesti misskilningur, því að ætla má, að skólafólkið komi frískara og glaðara til náms aft- ur, eftir að það hefur í senn aukið eigin fjárráð og notið þess að vinna að þjóðnýtum og holl- 1 um störfum. | Og ekkert sakaði það, þótt kennararnir brygðu sér líka í ! fiskinn með nemendum sínum. Þeir mundu sjálfsagt ekki njóta ; þess síður en þeir piltar og stúlkur, sem ganga glaðvær til starfa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.