Morgunblaðið - 22.03.1970, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1970
21
POP
Auglýsing
Orðsending
Höfum á lager:
POPCORNS-VÉL
SÚKKULAÐÍDÝFARA
JUICE-VÉL
PYLSUPOTTA
Nýkomið salt og pokar.
H' Óskarsson hf.
Umboðs- og heildverzlun
Sími 33040 e. h.
^Vandlát
húsmóðir
velur
niðursoðið
grænmeti...
GÆÐA-
grænmetið,
sem fæst i
^KAUP-
FEI5AGINU
Blað allra landsmanna
um leyfi til síldveiða fyrir suður- og
vésturlandi til niðursuðu og beitu.
Eftir tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar, Fiskifélags Islands
og Beitunefndar og samkvæmt reglugerð nr. 13, 9. janúar 1970
um breytingu á reglugerð nr. 7, 22. febrúar 1966 um bann við
veiði smásíldar, hefur ráðuneytið ákveðið að leyfa fyrst um
sinn, þar til öðruvísi verður ákveðið, veiði síldar fyrir suður-
og vesturlandi til niðursuðu og beitu, þrátt fyrir veiðibann
samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar. Þó er óheimilt að veiða
meira en 5 þúsund smálestir síldar i þessu skyni meðan veiði-
bannið varir. Verður auglýst um stöðvun veiðanna, þegar leyfi-
legu síldarmagni hefur verið iandað. Ekki þarf að sækja um
sérstök leyfi til þessara veiða. Fiskmati ríkisins hefur verið
falið að fylgjast með því, að síld sú sem veiðist, verði öll nýtt
til niðursuðu og beitu.
Starfsmönnum Hafrannsóknastofnunarinnar skal heimilt að taka
sýnishorn úr aflanum.
Athygli skal vakin á því, að lágmarksstærð síldar, sem leyfi-
legt er að veiða, er sem fyrr 25 cm.
Sjávarútvegsmálaráðuneytið, 20. marz 1970.
EGGERT G. ÞORSTEINSSON.
Gunnl. E. Briem.
frá Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins
Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins barst
fyrir nokkru tilkynning frá Philip Morris
verksmiðjunum þess efnis, að þær sjái sér
ekki fært að selja tóbak til íslands. Þar eð
verksmiðjurnar hafa ekki breytt þessari af-
stöðu sinni þrátt fyrir tilmæli Áfengis- og tó-
baksverzlunar ríkisins um áframhaldandi við
skipti, vill Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins .
hér með tilkynna viðskiptavinum sínum, að
tóbakstegund.ir, sem Philip Morris verk-
smiðjurnar framleiða, munu ekki verða á
boðstólnum hjá Áfengis- og tóbaksverzlun
ríkisins, þegar núverandi birgðir þeirra eru
þrotnar.
Reykjavík, 9. marz 1970
Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins.
UMSÖCN
Ketilsstöðum 25. 10. '69.
Hér er umsögn mín á sláttu-
þyrlunni Fella. Hún hefur
reynzt mjög vel það hefur
enginn hnifur brotnað og
ekkert bilað. Ég hef slegið
með henni 30—40 ha. hjá
sjálfum mér og mikið fyrir
áðra alls konar land, sem
þeir höfðu gefist upp við
með venjulegum sláttuvél-
um. Hún sló bæði fljótt og
vel og skipti engu þótt
grasið væri lagst og troðið.
Virðingarfyllst.
Jón Sigurðsson
Ketilsstöðum
Mýrdal.
FELLA SLÁTTUÞYRLAN
Fella sláttuþyrlan er
ótrúlega einföld að
byggingu og slitfletir
fáir. Engir gírar, að-
eins ein læsing og
sterk reim, sem knýr
báðar tromlurnar
með 2500 snún/mín.
Dýptarstilling með
einu handfangi fyrir
báðar tromlurnar.
Fullkominn öryggis-
iitbúnaður ef vélin
rekst á fyrirstöðu.
Landhjól, sem skap-
ar vélinni meiri mögu
leika að fylgja eftir
ójöfnu landi. Sláttu-
breidd 1,60 m. Afl-
köst um 1,5 ha/klst.
Aflþörf aðeins um 25
hestöfl. í flutnings-
stöðu er vélin 2,20 m
á lengd. Þrautrevnd
hér á landi í tvö ár.
Áður en þér leggið
í þá fjárfestingu að
kaupa nýja sláttu-
þyrlu, þá berið
saman tæknilýsingu
Fella vélarinnar við
allar aðrar tegundir
á markaðnum. Ef
bændur gera þetta
á hlutlægan hátt,
verða menn sammála
um, að Fella verður
fyrir valinu enda
fæst þá mest fyrir
peningana.
Pantið tímanlega.
WMGIobusn
Sláttuþyrlan án öryggishlífar.
‘aDÖKKGRÆNTlaGULTOKKVR
LJÓMAGULT
®RÍMflvíf'j»
I./7-f i jf
?