Morgunblaðið - 22.03.1970, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.03.1970, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1070 MAGNÚSAR SK1PH3LT121 SIMAR21190 eftír loírun *Íml 40381 wuim BILALEIGA HVERJPTSGÖTU 103 VW Sendlferðabifreið-VW 5 manna-VW svefnvagn VW 9mam»-landrover 7manna Schannongs minnisvarðar BiOjið um ókeypis verðskrá. Ö Farimagsgade 42 Köbenhavn ö 0 Hvenær hverfa hymurnar? „Guðrún" skrifar: „Kæri Velvakandi! Hvernig er það, kæri Velvak- andi? Hafa allir gefizt upp við að berjast gegn þessum ólukkans mjólkurhyrnum? Mér finnst langt síðan bréf hafi birzt í dálk um þínum, þar sem skorað er á Mjólkursamsöluna að fara nú að hugsa eitthvað um okkur, kaup- endur framleiðslu hennar og taka upp mjólkurfernur eða önn- ur ílát, sem við getum sætt okk- ur við. Eru allir orðnir vonlaus- ir um að fá að hafa áhrif á ein- okunarsöluna? Góði, reyndu nú að svara þessu, ef þú veizt þá eitthvað meira en við húsmæðurnar í Reykjavík. Mjólkursamsalan skal líka fá að vita, að við eigum ætt- ingja, vini og kunningja á mjólk urframleiðslusvæði hennar, sem við látum óspart vita, hvernig hún dregur úr mjólkursölunni í Reykjavík með sérvizku (?) í umbúðarmálum og útsölustöðum. Það er skrattans ári hart að þurfa að kaupa gosdrykki ofan i börnin sín, bara af því að Mjólkursamsölunni þóknast ekki að selja okkur mjólk á sunnu- dögum. Guðrún“ — Velvakandi veit ekki annað en það, að ekkert lát er á bréf- um til hans um þessi mál, og gæti hann líklega fyllt dálka sína fram undir næstu aldamót með slíkum bréfum, ef ekki þyrfti stundum að skipta um um ræðuefni. Þetta bréf birtir hann aðeins sem sýnishorn. 0 Svartbakurinn Skrifað er: „Heiðraði Velvakandi! Vegna greinar Árna Waag í Lesbók Mbl. sunnudaginn 15. marz, um eyðingu svartbaks fann ég löngun til að skrifa þér. Ég get ómögulega verið sammála greinarhöfundi í skoðunum hans. Hann er sannfærður um að ekki sé hægt að eyða svartbak með skotvopnum né eitri, og að hætta skuli verðlaunum fyrir hvern unninn fugl, en verja fé því til vísindalegra rannsókna á lifnað- arháttmn fuglsins með eyðingu í huga. Hann leggur kannski til að hinn rauði blettur á nefi svartbaksins verði strokaður út og ungar hans þar sem sveltir í hel, og að öllum úrgangi og sorpi verði steypt í klumpa og sökkt í sæ eða skotið á braut umhverfis jörðu til að varna svartbaknum aðgang að því. Nei, ég er hræddur um að það fé TIL LEIGU 4 herbergja íbúð á góðum stað I Hafnarfirði frá og með 15. júní. Tilboð merkt „Hafnar- fjörður 51504“ 2534 sendist Morgunblaðinu fyrir 10. apríl. WELLAFLEX inniheld ur SILICON, fer vel með hár yðar og hár- greiðslan endist lengur. Merkið tryggir gæðin Ilalldór Jónsson hf. Hafnarstræti 18 — Sími 22170. hafi ekki leyfi að bera kristiö nafn, á meðan þeir vinni á móti lögum Guðs og kenningu Jesú. Lífið er neisti af Guði, enginn eigi rétt á að fara illa með það, eða taka það af sér eða öðrum. Það sé það pund sem Guð hefur falið oss til varðveizlu, og er hann kallar það af oss, verðum vér að standa reikningsskil ráðs mennsku vorrar, hvemig vér höf um varið því. Svo fljótt sem auð- ið er verður að uppræta og eyði leggja hvert einasta vopn. í öll- um heimsálfunum. Hér eftir fram leiða jarðvin.nsluvélar í vopna- verksmiðjunum og breyta stórum hemaðarflugvélum í tankflugvél- ar. Á þurrkatímtim eiga þær að flytja vatn til þeirra þjóða sem vatns þurfa með. Það eigi að græða upp eyðimerkurnar, og gera þær að blómlegum byggð- um. Allir jarðarbúar fái fullt frelsi og menntun, og verði kristnaðir meira en að nafninu til. Allir búi við mannsæmandi lífskjör. Fjármunir eru Guðs eign en ekki manna. Það er ekki hans vilji að sumir hafi offjár undir höndum, en aðrir svelti. Þeir sem auðinn hafa leggi fram féð til þessara framkvæmda. Segið hermönnunum að leggja niður vopnin, og segja yfirboð- urum sínum að betra sé að hlýða Guði en mönnum, og það sé kristileg skylda að breyta sem hinn miskunnsami Samverji. Tak ið höndum saman um heim aU- an, sem vilja fylgja Jesú, verið sannar hetjur og komið vilja hans í framkvæmd. Gjörið allar þjóðir að hans lærisveinum, og munið að það er Jesús Kristur sem er vegurinn, sannleikurinn og lifið. Vér verðum að taka hann inn. í vort líf og hlýðnast hans boðum. Þá göngum vér veg lifsins, friðarins og gleðinnar. „Það sem ungur nemur, gam- all temur“. Vér ættum daglega að biðja Guð að gefa oss hreint kærleiksríkt hjarta, fagra sál og að Jesús Kristur verði allsráð- andi í lífi voru. Þá skapast Guðs ríki innra með oss, sem er frið- ur og fögnuður I heilögum anda. Svo hið sœluríka líf skapist sem fyrst bið ég sjónvarp, útvarp, skóla og heimili, að syngja dag- lega inn í sálir vorar sálm núm- er 370 í Kirkjusöngssálmabókinni „Við freistingum gæt þín“. Ef börnunum væri strax kennt að elska Jesúm og hafa hann daglega í verki með sér. Við þurfum öll að hafa hann daglega í verki með oss, og innra með oss. Þá væru öll vandamál úr sögunni. Þá réði andinn yfir efninu, sálin yfir líkamanum. Þá verður það illa upprætt og enginn þyrfti að óttast neitt. Verið öll blessuð. M. J.“. EINBÝUSHÚS við Mávahraun í Hafnarfirði Til sölu er nýtt einbýlishús í Hafnarfirði. Húsið er um 162 fm og 38 fm vlðbyggður bíl- skúr, allt á einni hæð. í húsinu eru 5 svefn- herbergi, sjónvarpsherb., stofa og borðstofa. Húsið er ekki alveg fullgert að innan, en vel íbúðarhæft, múrhúðað en ómálað að utan, steypt verönd og stéttar. Mjög hagstæð lán áhvílandi. Verð 2,3 millj. Fasteignaþjónustan Austurstræti 17 (Silli & Valdi). Sími 26600. — Heimasími 30587. dygði skammt við þær rann- sóknir og framkvær.idir sem til þyrfti að koma ef gagn ætti að vera að því. Mér er spurn, veit höfundurinn um hve margar þús undir svartbaks falla í valinn á hverju ári fyrir skotglöðum veiði mönnum, því þeir eru ekki svo fáir byssumennirnir okkar sem fana um fjörur og sœ með svart- baksdráp í huga, og ekki ætti að spilla ánægjunni að vita af verð- launum fyrir hvern fugl, þó ekki séu þau innheimt fyrir nema sáralítinn hluta af skotnum svart baki. Að svartbakur sé skaðvald ur bæði fyrir annað fuglalíf og fiska í ám og vötnum þarf eng- inn að efast um, og gerir grein- arhöfundur það ekki heldur, en hann efast hins vegar um að hann sé sá skaðvaldur sem hing- að til hefur verið haldið fram. Ég býst við að hann skipti um skoðun ef hann sæi allan þann fagra æðarungahóp, og laxa- og silungstorfurnar sem bætast eiga við dýralíf okkar á hverju ári, en í þess stað hverfa ofan í gráð ugan kjaft svartbaksins. Að gjör eyða svartbak er nánast ógjör- legt, en að allar þær kúlur sem á stofni svartbaksins dynja hafi enga fækkun í för með sér á ég bágt með að trúa. Magnium short“. 0 Sannar hetjur „Velvakandi góður! Vilt þú gera svo vel að birta þetta bréf. „Kæra æskufólk! Fyrir löngu bauð Jesús Krist- ur mér að kalla yður til starfs, en ég sinnti því ekki, og nú er samvizkan farin að áklaga mig. Hjá Matteusi 16. kap. 24. versi mælti Jesús við lærisveina sína. „Vilji einhver fylgja mér, þá af- neiti hann sjálfum sér, taki upp kross sinn og fylgi mér“. Ég vona að það verði margir sem vilja taka upp krossinn, og gerast jxist ular frelsara vors Jesú Krists. Hans vilji er, að þér farið til þeirra þjóðci, sem bera kristið nafn, en framleiða vopn og hafa herskyldu. Gangið fram fyrir valdhafana. Segið þeim að þeir Stærsta og útbreiddasta dagblaðið Bezta augiýsingablaðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.