Morgunblaðið - 04.04.1970, Side 7
MOBGUÍNBLAÐIÐ, L.AUG ARDAGU R 4. APRiL 19-70
Hvar er súpan okkar?
'WWW9
Spitzen
HÆSTIRÉTTUR ÍSLANDS
1920-1970
ISLAND 650kr
UL
....na, wo bleibt
denn heute unser
Suppchen?“
1 þýzku frímerkjatímariti rákumst við á þessa mynd af nýja fri-
merkinu með Hæstarétti, og þýzkir virðast lítið hrifnir. Þeir halda víst
helzt að dómaramir séu með smekki, enda stendur undir myndinni:
„Og hvar er svo súpan okkar í dag?“
ÚR ÍSLENZKUM ÞJOÐSÖGUM
FÓSTURDÓTTIR ÁLFKONUNNAR
Einu sinni var barn á öðru
ári, nýfarið að tala. Sýndist því
móðir sín ganga fyrir hól í tún-
iniu, elti það hana, þangað til
hóllinn varð milli bæjarins og
barnsins. Elti það þá konu þá,
er fyrir því fór, inn í hólinn.
Þetta var stúlkubarn, og ólst
það upp hjá hinni öldruðu
konu, þangað til það var
þrettán ára. Mjög var álfkonan
góð við stúlkuna, kenndi hún
henni mjög margt gott til
munns og handa. Lærði hún þar
sálma og söngva, er tíðkuðust í
landinu, en marga fleiri, og
voru þeir að vísu andríkir, en
frábrugðnir og undarlegir. Aldrei
varð stúlkan vör við fleiri en
konu þessa, og undi hún sér vel
hjá henni, en minntist þess þó
eins og í þoku, að hún hafði ver
ið annarstaðar. Að þessum tíina
liðnum tók álfkonan sótt, er
hana leiddi til bana. Þakkaði
hún þá stúlkunni dygga þjón-
ustu og kvað henni nú vera holl
ast að fara til foreldra sinna,
sagði hún, að þeir mundu kann-
ast við hana og hún mundi gift-
ast, bjargast vel og verða vel
látin. Ýmsa menjagripi gaf álf
konan henni að skilnaði og þar
á meðal fald einn með líni.
Sagði álfkonan, að hvenær sem
að faldinum yrði, mundi hún
eiga skammt eftir ólifað. Síðan
kvöddust þær með virktum.
Stúlka þessi varð hinn mesti
lánsmaður. Giftist hún vænum
og auðugum manni, bjó lengi
með honum og átti margt
barna. Voru þau öll nómsmenn
miklir. Á gamalsaldri var hún
einn góðan haustdag til altaris
með manni sínum, og faldaði
hún þá álfkonunaut. Um kvöld
ið, þegar frá kirkju var komið,
tók hún faldinn af sér til að
læsa hann niður. Sá hún þá, að
faldlínið var rifið. Hún kallaði
þá mann sinn og börn til sín
og sagði þeim þessa sögu og gaf
þeim góð ráð og áminningar,
gekk síðan til sængur og sofn-
aði, en vaknaði aldrei aftur.
(Þessa sögu heyrði ég ungur í
Vatnsdalnum.)
(Sagnakver Skúla Gíslasonar).
VISUKORN
Amma raular við rokkinn sinn.
Einn er lítill flokkur frjáls
flæktur þó í vanda.
Málefnin hjá meiðum stáls
mjög til beggja handa.
Hægri og vinstri hagfræðin
hrella mjög að vonum.
Áhrifalaus auminginn .
Eymdin fylgir honum.
Erfitt reynist anginn minn
eftir fjarvist langa.
Að koma þér í ylinn inn,
eintóm píslarganga.
TumL
Lá andvaka óveðursnótt á Norð
urlandi i nágrenni Húnavalla.
Skellast hurðir, skjálfa gluggar,
skrambans ári er mikill garrinn,
ein ég kúri, ekkert huggar,
út af keyrir margur marrinn.
Sigriður Jónsdóttir
frá Stöpum við Reykjanesbraut.
Blöð og tímarit
Marz-hefti Úrvals er komið út fyr
id nokkru. Efni er m.a.: Expo 70 —
heimssýningin í Japan, grein um
William P. Rogers utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, kafli úr bók
Bayards Taylors um þjóðhátíðina
1874, grein um Turgenj og Tolstoy,
eftir Sergei Tolstoy, Kvennabær-
inn Bousbirs í Casablanca, grein
um Andrés J. Johnson í Ásbúð, eft
Guðmund Þorsteinsson frá
Lundi, Blindbylur í landi indiána,
eftir Thomas Gallagher, grein um
Gregor Orloff, elskhuga Katrínar
miklu, Eitthvað, sem unga fólk-
ið getur trúað á, eftir Billy Gra-
ham, grein um laumufarþega frá
úbu, greijj um hlauparann Bill Em-
erton, ellr Don Levin og grein um
tónskáldið Bach. — Úrvalsbókin
er að þessu sinni Poppo, drengur-
inn úr fátækrahverfinu, eftir Josef
Berger.
GAMALT
OG
GOTT
Gymbill mælti
og grét við stekkinn:
„Nú er hún móðir mín
mjólkuð heima,
því ber ég svangan
um sumar langan
munn minn og maga
í mosaþúfu.“
Gymbill eftir göturann,
hvergi slna móður fann,
þá jarmaði hann.
LEIÐRÉTTING
Upplag Æskunnar er ekki 1700
eintök eins og misritaðist í frétt
í gær, heldur 17000 eintök — sautj
frf »y
ist hér með.
ARNAÐ IIEILLA
I dag verða gefin saman í hjóna-
band af sr. Jóni Thorarensen ung-
frú Sigrún Valbergsdóttir, og Gísli
Már Gíslason. Heimili ungu hjón-
anna er að Fellsmúla 6.
í dag verða gefin saman í hjóna
band í Rissakirkju í Noregi ung-
frú Sigurbjörg Ingvadóttir frá
Prestsbakka og Tore Gamo, stud
ingeniör. Heimili þedrra verður að
Leirarissa, pr. Trondheim, Noregi.
STUÐLUM AÐ NATTURUVERND
SENDIBlLL — VINNUSKÚR óskai&t til kaops. Uppl. í síma 41976 eftiir kil. 6 e.h. BAKARASVEINN óskar eftir v innu strax. — Upplýsingair í síona 83385.
VANTAR góða 4ra—6 herbergja ib'úð sem fynst, teiguturri 5—6 máouði. Regliuisemi og góð umgengnti. Uppl. í síroa 25773 oæstu dagai. 18 ARA STÚLKA óskor eftir atvino'u hálfao daginn, margt kemur til gr. Uppl. í síma 37667 miWi kil. 4 og 5 næstu daga.
ÓSKA EFTIR VW-fótksbifreið tíl kaups, ©k'ki eldni eo árg. 1966. Há úttborgun. Upptýsingar í síma 18361 eftiir kil. 7 e.h. KEFLAVlK 3ja—4ra herbergija íbúð ósk- ast til leigu strax. Futtorðið í heimilii. Upptýsingair í síma 1835 eða 1420.
MÓTATIMBUR — VINNUSKÚR óskast til kaiups. Upplýsiog- ar í síma 30703. KEFLAVÍK Ung hjón með tvö born óska eftir 2ja—3ja herbergja íbúð strax. Upplýsingar i sima 7117.
BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu HÚSNÆÐI I HLlÐARHVERFI Ti'l leigu mú þegar 4ra herb. íbúð, sem er á 1. hæð í tví- býtishúsi. Sérinng., teppi á gótfum og bílsk. Tilib. merkt „Htíðarhverfi 2841 tif Mbl. strax.
Úr Morsárdal.
„Landvernd" Landgræðslu- og náttúruvemdarsamtök íslands hafa boð-
að til fulltrúaráðsfundar 1 Norræna húsinu kl. 14.00 í dag laugardaginn
4. apríl. Þar verða teknar til afgreiðslu tillögur, sem fram komu á
aðalfundi samtakanna, en eigi vannst tími til að afgreiða þá. Á undan-
förnum árum hafa nokkur þeirra félaga, sem að samtökunum standa
unnið mikið að landgræðslu víða um land. Verður það starf stóraukið
og jafnframt verður unnið að ýmsum öðrum þáttum náttúruverndar,
og fræðslu og kynningu á þeim málum.
Skrifstofa Landverndar er að Klapparstíg 16, R.
Breiifirðingar - Rangæingar - Reykjavík
Munið spilakvöld félaganna í Breiðfirðingabúð laugardaginn
4. apríl kl. 21.00.
Fjölmennið og takið með ykkur gesti.
SKEMMTINEFNDIN.
Framtíðarstarf
Maður vanur bílamálun óskast til starfa strax hjá
kaupfélagi sunnanlands.
Upplýsingar gefur Gunnar Grimsson, starfsmannastjóri
Sambandsins.
Til ferminganna
REYKELSI
SERVIETTUR
STYTTUR
KÖKUBLÓM
KERTI í miklu úrvali
BLÓMASKREYTINGAR
BLÓMAÚRVAL
Sendum heim á sunnudag. — Sendum heim alla daga.
BLÓM & GRÆNMETI
Skólavörðustíg 3 — Sími 16711.
Fyrir fermingardaginn
— SNITTUR AÐEINS 18.00 KR. SNEIÐIN —
— KÖLD VEIZLUBORÐ —
B3ÖRNINN
Njálsgötu 49 - Sími: 15105
Sendum ybur að kostnaðarlausu,
et óskað er — Sími 15105
r