Morgunblaðið - 04.04.1970, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1970
Slökkviliðsmenn i enskutíma — kennari er Anna Jónasdóttir.
Ljósm. Mbl. Sveinn Þorm.
Slökkviliðið á skólabekk
SLÖKKVILIÐSMENN í Slökkvi
liðinu í Reykjavík hafa í vetur
setið á skólabekk og numið ensku
og mun þetta vera fyrsta sinni,
sem kennarar í Námsflokkum
Reykjavíkur fara á vinnustað til
þess að kenna námfúsum. Sum-
ir slökkviliðsmannanna eru al-
gjörir byrjendur í enskunáminu,
en aðrir hafa tekið þátt í nám-
skeiðinu til þess að skerpa kunn-
áttuna.
Rúmar Bjarnason, slökkviliðs-
stjóri tjáði blaðinu, að ensku-
kunnátta slökkviliðsmannenna
væri mjög gagnleg. A ensku er
gefið út mikið af sértímarit-
um um eldvamir og slökkvi-
störf. Hefur aðsðkn að náminu
verið allgóð — fjórðungur
slökkviliðsins hefur tekið þátt í
því. Finnur Richter slökkviliðs-
maður, sem annazt hefur und-
irbúning námskeiðanna sagði og
Mbl., að hann vonaðist til þess
að áframlhaid yrði á kennslunni
næsta vetur. Mikið er unnið að
því að mennta slökkviliðsmeinn
næste vetur. Mikið er unnið að
í störfum þeirra. í hinni nýju
slökkvistöð hefur skapazt allt
önnur aðstaða til æfinga og að-
búnaður til a'llrar fræðslusitarf-
semi er þar mjög góður. Rúm-
lega 30 slökkviliðsmenn hafa nú
lokið námi úr brétfaskóla norskra
slökkviliðsimanna og 5 af varð-
stjórum slökkviliðsins hafa sótt
yfirmannanámskeið erlendis.
— Aukið fé
Framhald af bls. 12
þjónustugreina. Frá þessum
sjónarhóli virðist ekki óliklegt,
að árið 1969 verði í framtíðinni
talið marka tímamót að því er
varðar atvinnuþróun og iðnvæð
ingu. Á því ári hófst útflutning-
ur nýrrar framleiðsluvöru, álSj
sem væntanlega á eftir að verða
drjúgur þáttur í útflutningi ís-
lendinga í framtíðinni. Jafnframt
var í lok ánsins á'kveðin aðild ís
lands að BFTA, sem nú er orðin
veruleiki.
Enginn vafi leifcur á því, að
aðild íslands að EFTA kallar á
einihverja rækilegustu endurskoð
un, sem hingað til hefur farið
fram á íslenzkum efnahagsmál-
um. f stað hagkerfisins, sem
treyst hefur á eina sterka útflutn
ingsgrein, sjávarútveginn, sem
aðrar framleiðslugreinar hafa
notið góðs af bak við háa vernd-
armúra, er nú stefnt að opnu hag
kerfi, þar sem reyna mun á sam-
keppnisþrótt íslenzks iðnaðar
bæði á innlendum og erlendum
mörkuðum.
Þegar litazt er um í dag, er
ljóst, að bæði hagstjórnaraðferð
ir og iskipulag þeirra stofnana, er
fjalla um stjórn efnahagsmála,
hafa mótazt af þeirri atvinnu?
uppbyggingu, sem rtkt hefur um
árabil. Margs konar misræmi hef
ur skapazt af þessum sökum, —
svo sem í skattlagningu, tolla-
meðferð, lánskjörum, aðgangi að
fjármagni og hvers konar opin-
berri fyrirgreiðslu, — sem ekki
mun eiga lengur rétt á sér, þeg-
ár áhrifin af EFTA-aðild fara að
koma fram að ráði. Er því nauð-
synlegt, að hafðar séu hraðar
hendur að fraimkvæma þær
breytingar, sem hér er þörf, svo
að aðiögun atvinnuvegaima verði
sem greiðuist og ávextir þátttölku
í hinni stóru markaðsheild komi
sem fyrst fram.
Eitt þeirra sviða, þar sem end
urskoðunar er þörf af þessum
sökum, eru peninga- og lánsfjár-
mál, og mun ég í því, sem eftir
er af máli mínu, fjalla um nokk-
ur þeirra verkefna, sem þar eru
framundan og varða Seðlabank-
ann beint eða óbeint.
Er þá fyrst að nefna ýmsar
ráðstafanir, sem þegar hafa ver-
ið * gerðar eða eru í undirbún-
ingi til þess að leysa sérstök
vandamál, er fylgja aðild að
EFTA. Mikilvægust þeirra er að
sjálfsögðu hinn norræni iðnþró-
unarsjóður, sem settur hefur ver
ið á laggirnar beinlínis í sam-
bandi við inngöngu íslands í
EFTA, en hann mun veita mjög
aukn-u fjármagni til eflingar og
aðlögunar íslenzks iðnaðar á
næstu árum. í öðru lagi er í und-
irbúningi stofnun útflutnings-
lánakerfis, er tryggi samkeppn-
isaðstöðu framleiðenda fjárfest-
ingarvara á fslandi að því er
varðar útflutningslán og lán
vegna samkeppni við innflutning
á sams konar vörum til landsins.
Er gert ráð fyrir því, að Seðla-
bankinn verði einn af þremur
stofnaðilum sjóðsins. í þriðja
lagi er rétt að nefna það hér,
þótt það standi ekki í beinu sam
bandi við EFTA, að Landsbank-
inn hefur nýlega gerzt aðili að
norrænum viðskiptabanka i
London, en slík samvinna milli
íslenzkra og erlendra viðskipta-
banka getur orðið mjög mikil-
væg til að greiða fyrir þjónustu
bankakerfisins við íslenzk fyrir
tæki, sérstaklega þau, sem vinna
á erlendum mörkuðum.
Auk þátttöku í útflutnings-
lánasjóðnum, mun bankastjórn
Seðlabankans stefna að endur-
SVAR MITT ri
EFTIR BILLY GRAHAM
ÉG er roskinn maður og hef lifað lífi mínu fjarri Guði.
Er hægt að vænta árangurs, ef ég leita miskunnar Guðs
svo seint á ævinni?
ÞAÐ er fremur óvenjulegt, að menn hugsi svo alvar-
lega um sál sína á yðar aldri. Venjulega lokast menn
gagnvart andlegum málum, þegar árin fserast yfir þá,
og mjög sjaldan leita þeir hins rétta samfélags við Guð.
Þér eruð undantekningin, og þér eruð gæfusamur.
Vissulega vill Guð taka á móti yður. Þér spyrjið,
hvort vænta megi árangurs, hvort það sé sanngjamt
af yður að leita Guðs svo aldraður. Guð er, góðu heilli,
ætíð sanngjarn, þótt við kunnum að vera ósanngjarn-
ir. Við köllum þetta „miskunn“ Guðs. Sinnti hann okk-
ur einungis, ef við værum sanngjamir, er ég hræddur
um, að flestir okkar yrðu út undan.
Ég sé engin aldurstakmörk í Biblíunni. Boðið beinist
til allra, til aldinna jafnt sem annarra. „Þann, sem til
mín kemur, mun ég alls ekki burtu reka“. Auðvitað
er betra að gefa Guði líf sitt á unga aldri. Þá frelsast
ekki aðeins sál okkar, heldur fáum við einnig að lifa
öðrum til frelsunar. Ég veit ekki, hve gamall hann var,
ræninginn, sem bað til Krists á dauðastundinni. En ég
veit, að bæn hans var heyrð og að Drottinn sagði:
„í dag skaltu vera með mér í paradís“.
skoðun á reglum um endurkaup
og önnur útlán bankans með það
fyrir augum að greiða fyrir fjár-
streymi til þeirra framleiðslu
greina, sem mesta vaxtarmögu-
leika hafa og bezt geta nýtt
tækifæri til aukinnar gjaldeyris-
öflunar. Við hlið sjálfkrafa út-
lána út á birgðir er æskilegt að
komi í vaxandi mæli lán byggð
á áætlunum um framleiðsluaukn-
ingu og arðbæran rekstur, en
með því móti á að vera hægt að
tryggja mun betri nýtingu fjár-
magnsins en ella. Reynsla sú,
sem fengizt hefur af rekstrar-
lánum Seðlabankans til iðnaðar-
ins, hefur sýnt, að nauðsynlegt
sé að hvetja viðskiptabank-
ana til að veiita fyrirtækjum
meira aðhald um gerð rekstrar-
og greiðsluáætlana og byggja út
lánaákvarðanir í vaxandi mæli
á slíkum áætlunum.
Þessar og aðrar ráðstafanir til
þess að auka framboð á lánsfé
til atvinnUveganna eru þó eng-
ann veginn einhlítar. Það er
löngu orðið ljóst, að einn meg-
inveikleikinn í fjárhagslegri
byggingu íslenzkra fyrirtækj a
er skortur á eigin fé í formi
hlutafjár og eigin sjóða, en ekki
skortur á lánsfé. Hér er um að
ræða vandamál, sem athygli
Seðlabankans hefur lengi beinzt
að bæði vegna afskipta hans af
lánsfjármálum almennt'og vegna
þess, að honum er með lögum
ætlað að vinna að því, að kaup-
þingsviðskipti komist á hér á
landi. Enginn vafi er á því, að
þetta verkefni er enn
brýnna nú en nokkru sinni fyrr,
ef íslenzk fyrirtæki eiga að vera
samkeppnishæf og nýta þau
tækifæri, er aðild að EFTA veit
ir þeim. Mun Seðlabankinn
leggja megináherzlu á það, að
undirbúningi að stofnun kaup-
þings verði lokið þegar á þessu
ári, en ýmsar athuganir hafa ver
ið framkvæmdar á bankans veg-
um því máli til undirbúnings.
Jafnframt er rétt að taka það
skýrt fram, að allar athuganir
bankans hafa eindregið bent til
þess, að lítil von sé til, að við-
skipti með hlutafé og sparnaður
í formi hlutabréfakaupa aukist
að mun hér á landi, nema gerð-
ar verði veigamiklar breytingar
á skattalögum, er örvi til hluta-
bréfaeignar og jafni metin á
milli hennar og annarra sparn-
aðarforma, sem almenningur á
völ á. Endurskoðun skattalaga,
er væntanlega stefnir í þessa átt
er í undirbúningi, og er æski-
legt, að reglur Seðlabankans um
starfsemi kaupþings geti orðið
tilbúnar sem fyrst, eftir að sú
endurskoðun hefur náð fram að
ganga.
Ég kem svo að lokum að
þeirri spurningu, hvaða frekari
breytinga sé þörf, ekki aðeins á
starfsháttum, heldur einnig á
stofnunum íslenzka bankakerfis
ins, svo að það geti stuðlað sem
bezt að þróun arðbærs atvinnu-
rekstrar í landinu. Skipulag
bankakerfisinis hefur ekki síður
en aðrir þættir hagkerfisins mót
azt af uppbyggingu og innbyrð-
is afstöðu atvinnuveganna. Hef-
ur verið rík tilhneiging til þess,
að hver banki fyrir sig sérhæfi
sig í viðskiptum við ákveðinn
atvinnuveg, sjávarútveg, land-
búnað, iðnað, verzlun, í stað þess
að reyna að dreifa lánsfé sínu
á milli atvinnuvega, eins og yf-
irleitt tíðkast í öðrum löndum.
Tveir ríkisbankanna, Landsbank
inn og Útvegsbankinn, hafa al-
gerlega staðið undir útlánum til
sjávarútvegs með stuðningi
Seðlabankans í formi endur-
kaupa afurðavíxla, en á móti
hafa þessir bankar notið þeirrar
sérstöðu að hafa einir rétt til
gj aldeyr isviðskipta. Af þessu
hefur leitt, að auk tvískipting-
ar í ríkisbanka og einkabanka
hefur bankakerfið skipzt í gjald
eyrisbanka annars vegar en hins
vegar banka, sem ekki hafa haft
rétt til erlendra viðskipta. Allir
hafa svo þessir bankar, nema
Landsbankinn, fyrst og fremst
þjónað einum eða tveimur at-
vinnuvegum.
Reynslan hefur sýnt, að
þessu kerfi fylgja ýmsir ann-
markar. Sveiflur í afkomu ein-
stakra framleiðslugreina, ekki
sízt sjávarútvegsins, hafa vald-
ið tilsvarandi breytingum á
kröfurn um útlán frá einstökum
bönkum. Oft hafa slíkar kröfur
reynzt umfram útlánagetu við-
komandi banka, svo að þeir hafa
lent í greiðsluerfiðleikum, á með
an aðrir bankar hafa haft rúmt
um útlánsfé, sem þeir hafa beint
til þarfa, sem minni forgang
hefðu átt að hafa. Sérhæfing
bankanna hefur með öðrum orð-
um leitt til þess, að hreyfan-
leiki fjármagnsins á milli fram-
leiðslugreina hefur verið miklu
minni en æskilegt væri og nýting
þess lakari. Getur þessi veik-
leiki haft alvarlegar afleiðingar
í framtíðinni, þar sem streymi
fjármagns til nýrrar og vaxandi
efnahagsstarfsemi mun verða
ein meginforsenda þess, að hægt
verði að nýta þau framleiðslu-
tækifæri, er iðnaðarþróun og að
ild að EFTA ættu að veita.
Bankastjórn Seðlabankans er
þeirrar skoðunar, að tímabært
sé, að þessi mál verði tekin til
gagngerðrar endurskoðunar, er
stefni að því, að allir bankarnir
geti með timanum veitt alhliða
þjónustu, en dreifi jafnframt
fjármagni sínu jafnar á atvinnu-
greinar. Ef þessu markmiði á að
ná, er óhjákvæmilegt, að smám
saman sé breytt því skipulagi,
er nú ríkir, að aðeins tveir við
skiptabankanna hafi rétt til
gjaldeyrisverzlunar. Á hinn
bóginn er ljóst, að ekki er hægt
að veita nýjum bönkum slík rétt
indi, nema tryggilega sé frá því
gengið, að þeir taki um leið á
sig útlánaskuldbindingar, sem
slíkum réttindum hafa fylgt til
þessa. Hér er óneitanlega um við
kvæmt og vandasamt mál að
ræða, og er Ijóst, að skipulags-
breyting af þessu tagi verður að
gerast í áföngum á alllöngum
tíma. Mun Seðlabankinn á næst-
unni taka upp viðræður við við-
skiptabankana um það, hvernig
koma megi slíkri kerfisbreyt-
ingu í framkvæmd án óeðlilegra
truflana eða erfiðleika fyrir ein
staka banka og á sem hagkvæm-
astan og ódýrastan hátt.
Ekki verður svo skilizt við
þetta mál, að ekki verði ítrek-
uð sú skoðun, er látin var í ljós
af hálfu bankastjórnar Seðla-
bankans á ársfundi fyrir tveim-
ur árum, að rétt sé að athuga
og vinna að samruna bankastofn-
ana hér á landi í stærri og
sterkari heildir. Er lítill vafi á
því, að unnt væri að bæta þjón-
ustu bankanna við atvinnuveg-
ina og tryggja meiri hreyfan-
leika fjármagns, ef hér væru
þrír eða fjórir viðskiptabankar í
stað þeirra sex, sem nú eru starf
andi. Er rétt að minna á, að í
öllum nágranpalöndum íslend-
inga er tilhneiging til þess, að
bankar sameinist í stærri eining-
ar, en þó þannig, að tryggð sé
eðlileg samkeppni og aðhald.
Hefur bankakerfið orðið að
fylgja í þessu efni hinni al-
mennu viðskipta- og tækniþró-
un. Samruni og stækkun at-
vinnufyrirtækja í sífellt stærri
einingar hefur valdið því, að
litlir bankar hafa ekki megnað að
veita þeim örugga og alhliða
þjónustu, jafnframt því sem
tækniframfarir í bókhaldi og
skýrslugerð krefjast stærri
rekstrareininga í bankastarf-
semi, eins og annars staðar. Að
svo miklu leyti sem ekki er hægt
að ná þessum markmiðum með
sameiningu banka hér á landi, er
æskilegt, að reynt verði að ná
þeim með því, að viðskiptabank
arnir komi á miklu nánara sam-
starfi sín á milli, sérstaklega um
útlán til stærri verkefna og
fyrirtækja, en einnig um rekst-
ur og þjónustu.
íslenzka bankakerfið er ungt.
Helmingur viðskiptabankanna
er stofnaður á síðustu tveimur
áratugum. Þess er því að vænta,
að menn séu ekki um of bundn-
ir fortíðinni, heldur reiðubúnir
til endurskoðunar á skipulagi og
starfgháttum bankanna svo að
þeir geti leyst sem bezt af hendi
það mikilvæga hlutverk, sem þeir
hafa að gegna í þágu aukinnar
framleiðslu og velmegunar í
landinu.