Morgunblaðið - 12.04.1970, Side 6
6
MORCrUNiBLAÐIÐ, SUNíNUDAGUR 12. APRÍL 1970
GOODYEAR
Htn heimsþekktu þak- og
þéttiefrvi. Eld- og reyk-eyð-
andi málningar og lökk. —
Simi 16253.
_________________________
HAFNARFJÖRÐUR, NÁGRENNI
2ja—4ra herb. fbúð óskast
fyrir 15. maí. Uppl. í síma
52894.
TAPAÐ
GuUhátsfesti tapaðist á
fknmtudag. Fkmandi virvsam-
lega hringið í síma 13900 eða
19444 gegn fundarlaunum.
UNG HJÓN MED 1 BARN
óska eftic 2ja hert>. íbúð. A1-
gjör regfusemi. Uppl. í síma
15581.
KAUPUM ISLENZK FRlMERKI
BÆKUR OG FRlMERKI,
T raðc^kotssundi.
STÚLKA ÓSKAST
á gott heimili í New York,
ek>ki yngri en 18 ára. Uppl.
í síma 17176 mrtlli kil. 2—4.
KEFLAVÍK — SUÐURNES
Nýkomin sumarkjólaefni,
röndótt og einfit, jersey,
prjónas-itki og bróderuð
kjólatolúnda. Verzlun Sigríðar
Skúladóttur, sim-i 2061.
MATREIÐSLA - SÝNIKENNSLA
Stutt námskeið; smáréttir og
desertar, eða smuirt brauð,
srwttur. Nýir flokkar í april-
maí.
Sími 34101, Sýa Þorláksson.
TRILLA ÓSKAST
i—1 tonns triHa óskast,
helzt með dísHvél. Tilboð
sendist Mbf. fyrir 17/4,
merkt „Tr»a 5002".
STÚLKA
vön fataviðgerðum óskast
strax. Upptýsin-gar á mámi-
dag í síma 17552.
STRÁKAR
Trl söfu mjög góður og
vendaður rafmagosgítar. —
Upplýsingair í síma 81801.
STÓR ÞVOTTAVÉL
Tiil söki sænsk sjálfvidc
þvottavél, Yaskator. Tekur
12 kg af þurrþvottl Vélin er
sem ný. Uppfýsingar 938118.
HESTAR
Vr1 keupa 10—15 stóra tött- ,
hesta, þurfa að vera re-istir. !
Upplýsingar í srma 12178.
ÞEIR, SEM GÆTU LEIGT
mér 2—3 herbergja íbúð 14.
msí, keggi táfboð inn bjá Mbi.
sem fyrst. Erum þrjú í heim-
ili. Merkt „294".
2ja—3ja HERBERGJA IBÚÐ
óskast. Upptýsingar í sima
31202 og 30872.
DAGBÓK
Því að eins og eidingin, er hún leiftrar úr einni átt undir himninum,
skln í einni átt undir himninnm, svo mun koma manns sonarins verða.
I dag er sunnudagur 12. april og er það 102. dagur ársins 1970. Eftir
lifa 263 dagar. 2. sunnudagur eftir páska. Árdegisháflæði kl. 10.28.
(Úr íslandsalmanakinu.)
AA- samtökin.
Viðtalstími er í Tjarnargötu 3c alla virka daga frá kl. 6—7 e.h. Sími
16373.
Almcnuar upptýsingar um læknisþjónustu ! borginni eru gefnar I
•trasva.a Læknafélags Reykj«víkur sími 1 88 88.
Næturiæknir 1 Keflavík
7.4. og 8.4. Guðjón Klemenzson.
9.4. Kjartan Ólafsson.
10., 11., og 12.4 , Arnbjörn Ólafsson.
13.4. Guðjón Klemenzson.
Fæðingarheimilið, Kópavogi
Hliðarvegi 40, simi 42644
Læknavakt í Hafnarfirði og Garða
areppL Upplýsingar í lögreglu-
varðstofunni sími 50131 og slökkvi
rtöðinni, simi 51100.
Ráðleggingastöð Þjóðkirkjumnar.
CMæðradeild) við Barónsstíg. Við
talstími prests er á þriðjudögum
og föstudögum eftir kl. 5. Viðtals-
tími læknis er á miðvikudögum eft
ir kl. 5 Svarað er í síma 22406
Geðverndarfélag íslands. Ráð-
gjafa- og upplýsingaþjónusta að
Veltusundi 3 uppi, alla þriðjuduga
kl. 4—6 síðdegis, ■— sími 12139
Þjónustan er ókeypis og öllum
heimil.
TENGLAR
Skrifstofan opin á miðvikudög-
um 2-5, mánudögum 8.30-10, sími
23285.
Orð lífsins svara I slma 10000.
Tannlæknavaktin
er í Heilsuverndarstöðinni, laug-
ardaga og sunnudaga frá kl. 5-6.
Gangið úti í góða veðrinu
Eins og fingur Guðs úr djúpinu
Það var um helgina næsta und
an Fálmasunnudegi, að útþráin
grcip okkur, þessi ómótstæði-
lega löngun til að skoða nátt-
úruna, ganga með sjónum, at-
huga jarðlög, steina og dýrallf,
anda að okkur fersku sjávar-
loftinu, römmu og sterku, finna
þanglyktina, heyra niðinn í öld-
unum, sjá þær brotna á hlein-
um, steinum og skerjum ,
Veður var hið bezta, sól á
lofti og frekar heiðskirt, og þó
var ennþá 22. vika vetrar. En
vorið var á næsta leiti. — Og
enn erum við stödd á kærum
veifa til okkar hendi. Sá sjötti
syndir á sjónurn, djúpsyndur,
það vatnar nærri yfir hann.
Skínandi „zcólítar" eru í
berginu á víð og dreií, bæði
„skólesít" og „desmín“. Það er
einkenniilegt þetta „skólesit",
hvernig það brotnar út frá einni
sól í örmjóa kristalla, sem að
lokum verða svo fingerðir að
hægt er með fingri að strjúka
þá af. Þá köllum við það „mesó
lít“. Áður fyrri kölluðu menn
þetta Holta-Þóri, og trúðu því,
að hann yxi með ári hverju,
máski einmitt á mörkum þess
Litli fossinn í klakaböndunum, i miðri Drangavik.
slóðum við Hvalfjörð austan-
verðan. Gengum sniðhallt niður
Fossárdal, niður tröppueinstig-
ið, þar sem heiðursmaðurinn
hann fsdal geymdi bátinn sinn
í „davfðum", stálvirum strengd
um milli kletta.
Fossáin litla var öll í klaka-
hröngli, þar sem hún steyptist
fram af sjávarhömrunum, og
þegar sóiin lék um hana, líkt-
ist hún engu fremur en fallegri
ljósakrónu úr óteljandi glerjum.
Fjaran er frekar grýtt þarna,
þegar haldið er til nmfiurs, en
í berginu bláa er lika urmull
af einkennilegium jaspíssteinum,
holufyllingum, lagskiptum jasp
ís, sem hvergi finnst á þessu
svæði nema þarna.
Framundan blasir við Skarfa
klettur, einstakt sker, örskammt
frá landi. Fimm dílaskarfar
teygja þar úr svörtum vængj-
um sínum, líkt og þeir væru að
að tilheyra bæði hinni lífandi
og dauðu náttúru.
★
En áfram höldum við inn fjör
una, inn með firðinum. Alltaf
opnast ný og ný svið. Fjaran
og hamraveggurinn taka á sig
nýjar myndir við hvert fótmál.
Á sumrin gista máfar berg þetta
einna helzt fýlar, og svo má
ekki gleyma teistUnni í Teistu-
bjargi, en frá henni höfum við
áður sagt.
Litbrigðin í berginu eru.marg
vísleg, gegnum það skerastharð
ir blágrýtisgangar, í sumum er
„ágítið" svo mikið, að það syng
ur eins og kristall, þegar á það
er slegið. En hvítt er bergið
ekki. Við verðum víst að gefa
Englendilngum eftir hvítu klett-
ana við Dover, þar sem máfam
ir fljúga yfir.
Eitt sinn fyrir löngu gistum
við i Dover, alveg niður í flæð-
armáli beint niður undan hvít-
um krítarklettunium. Bílgeymsl
an, sem tilheyrði hótelinu okk-
ar var þaklaus, en lokuð með
hurð um nætur. Þegar við að
morgni vitjuðum farkosts ofck-
ar, var hann allur þakinn fugla-
driti máfanna við Doverkletta,
og sú sjón var ekki llfct því
eins „rómantísk og lagið víð-
kunna, sem maður sönglaði á
yngri árum svohljóðandi: „The
Birds are flying over — the
white cliffs of Dover. . . “
★
En þetta var nú útúrdúr.
Áfram höldum við inn fjöruna,
öldurnar eru í engum óveðurs-
ham, rétt mynnast við fjöru-
steina, ein og ein en þó alltaf
þrjár, hver á fætur annarri.
Manni lærðisit það hér í gamla
daga, þegar kamast þurfti fram-
an við forvaða í fjörum, að sæta
lagi eftir þeirri þriðju. Þá
komst maður á þurru yfir.
Fram úr þröngri gróf, grasi
gróinni, fellur lítill lækur. Núna
líkist hann Skógafossi. Hann er
bundinn klakaböndum, það
gyllir á hann í sólskininu.
Og þá erum við komin í
Dragavík. Hún heitir svo vegna
þess, að hún er drögum girð,
bæði að sunnan og norðan.
Þegar Drangavík opnast, blas
ir Eindrangur við.
Þarna situr hann úti I sjón-
um, eins og fingur Guðs sé rétt-
ur úr djúpinu mönnunum til að-
vörunar, eins og letrið á veggn-
um forðum: „Mene, mene tebel
ufarsin," sem gat táknað: „Mað-
ur, gættu þín!“
Hann er ekki ýkjahár, hann
Eindrangur, en ógnþrunginn.
Neðantil er ljós rönd, sem gef-
ur til kynraa, hversu hátt sjór-
inn nær í háflæði, hvit saltrönd,
eins konar tímamark og rúms,
hingað og ekki lengra, og nú
er komið aðfall. „Maður, gættu
þín!“
★
Drangavík er einstök í sinni
röð, hömrum girt á einn veg,
Hvalfirði á annan, en í suðrirís
Eindrangur, og i norðri er hún
girt Fjórdröngum, úr ljósu
bergi, grænleitu, og fossinn,
sem nú er í klakaböndum fyrir
miðri víkinni. Fjanan er hér
sendin og greiðfær, hér opnast
nýr heimur, og ekki væri að
undra, að hér byggi huldufólk í
hömrum, álfar í klettum og
Eins og fingur Guðs úr djúpinu
rís Eindrangur sunnan við
Drangavik.
dröngum. í Drangavík má fá
margvíslegt skjól á heitum
sumardegi til sjó- og sólbaða,
en helzt til er brattgengt upp
hamrana, og menn skyldu gæta
vel að aðfallinu, að flæða ekki
inni milli annesja.
Hér myndu vera á sumri þús
undir marflóa undir hverjum
steini, jafnvel einstaka sprett-
fiskur í bland og skerinn með
óteljandi lappirnar. En á þess-
um árstima er allt drepið í
dróma. Einstaka æðarfugl lónar
þó fyrir landi, en ástarljóð hams
heyrist ekki enn. Úið, þetta
tregablandna og þó gleðiríka
hljóð, heyrist ekki enn. Það er
geymt til betri tíma, tíma vors
og varps, tíma ástar og elsku.
Og þá „tekur hýrna um hólma
og sker, hreiðrar sig blikinn og
æðurinn fer,“ sagði skáldið, og
sumum finnst það hálfgiert öfug
mæli.
Og svo er þá Drangavík að
baki, og brátt kom.um víð að
forvaða, sem jafnvel ekki öld-
urnar þrjár gátu hjálpað okkur
fyrir. Handan hans er Máfa-
standur. Um hann höfum við
skrjfað áður, enda verður nú
ekki lengra komizt að sinni.
Það er aðfall. Við höldum til
baka, og komumst fljótlega
upp úr fjörunni, og þar rétt
við uppgönguna finnum við
þennan fallega, græna og lag-
skipta jaspís, rétt eins og kis-
illinn hafi lekið ofan í holuna,
lagst þar fyrir, eitt la.g ofan á
annað, misjafnt á litinn, og ára-
þúsundir milli laga.
Og upp er haídið og heim á
leið. Fjöruferðin hafði hresst
okkur öll, komið lofti í lungun,
og hnarrreist og keik stikuð-
um við freðinn svörðinn, endur
nærð af ósnortinni náttúrunni.
— Fr. S.
Drangavík. Eindrangur hið næst a. Máfastandur fjærst. Brekkuk ambur i baksýn.
(Ljósm. Mbl. Fr. S.
Uti
á
yíðavangi
ttllgl t