Morgunblaðið - 12.04.1970, Page 23
MOBGUNIBÍLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1970
23
Lilja Sigurðardóttir
Víðivöllum
(Þann 20. marz, þ.e. á annan í
páskum, andaðist á Sjúkrahúsi
Sauðárkróks Lilja Sigurðardótt-
ir frá Víðivöllum í Skagafirði.
Hún fæddist þann 26. febrúar
árið 1884 og var því orðin 86 ára
gömul er hún fór í ferðina miklu.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að fá að eyða 7 sumrum í
Ásgarði, þar sem Lilja frænka
bjó ásamt Friðjóni Hjörleifssyni
fóstursyni sínum, og eru það á-
reiðanlega beztu sumur ævi minn
ar. Ég man hvað gott var að leita
ráða og vizku, trausts og halds
hjá Lilju frænku. Hún var allt-
af boðin og búin til hjálpar.
Þrátt fyrir lítil efni, oft á tíðum,
var hún alltaf fyrst til að bjóða
aðstoð, þótt aðstoðin væri oft
minni en hún vildi. Enga mann-
eskju fyrr eða síðar hefi ég
kynnst sem hefur verið hollari
eða bara yfirleitt betri mann-
eskja. Lilja var barngóð með af-
brigðum. Ég man að á hverju
ári meðan sundnámskeiðin voru
haldin í Víðivallalauginni þá var
það siður Lilju að bjóða krökk-
unum heim í Ásgarð í kakó og
kökur. Og óhætt mun að segja
að þeir krakkar sem kynntust
henni urðu ákaflega fljótt elskir
að henni.
Það má kannski segja það, að
bera í bakkafullan lækinn að
ætla að fara að reyna að lýsa
ævi Lilju, en þó ætla ég að
reyna að drepa á það helzta, þótt
ekki þyrfti minna en heila bók
t
Útför móður otk'kar, tenigdia-
móður, önnmu ag lamigöonmu,
Ólafíu Hallgrímsdóttur,
Reykjavíkurvegi 3,
Hafnarfirði,
fer fram frá Hafiniarfjarðar-
feirkju miðvilkuidagihn 1S. þ.m.
kl. 14.
Böm, tengdaböm, bamaböm
og barnabamaböm.
til þess. Lilja fæddist á Víðivöll
um og ólst upp í foreldrahúsum
hjá foreldrum sínum. Þeim Sig-
urði Sigurðssyni og Guðrúnu
Pétursdóttur konu hans.
Lilja missti föður sinn frekar
ung. Systkin Lilju voru þau Guð
rún, Amalía, Gísli og Siigurlaug,
öll látin. Ung sigldi Lilja til Dan
merkur og var þar nokkur ár.
Þegar hún kom aftur tók hún
svo að segja að sér alla stjórn
innanhúss á Víðivöllum, og var
þar svo óslitið þangað til Gísli
gifti sig árið 1935. Lilju voru fal
in ýmis trúnaðarstörf innan sveit
ar og utan, meðal annars við fé-
lagsmál, skórækt o.fl. Þá átti
hún stóru hlutverki að gegna A1
þingishátíðina 1930. Þar var hún
húsmóðir í Skagfirðingabúð, sá
um allar skreytingar og hélt
uppi mikilli risnu. Mun það seint
gleymast, þeim er sáu. Alltaf
gerði Lilja litið úr hluta sínum í
opinberum verkum þar sem hún
var hæversk og lítillát með af-
brigðum. Fyrir nokkrum árum
var hún sæmd Fálkaorðunni, en
aldrei varð ég var við að hún
héldi því á lofti.
Fyrir u.þ.b. aldarfjórðungi réð
ist Lilja í byggingarframkvæmd
ir fyrir ofan Víðivelli þar sem
nú heitir Ásgarður. Mjög var
hún stórhuga er hún réðisit i þetta
verk, meðal annars teiknaði hún
allar skissur fyrir arkitektana til
að vinna úr.
Margt fann hún upp sjálf, til
dæmis í sambandi við flórinn í
fjósinu o.fl.
Lilja var skarpgreind og hug-
myndarík, og má fullyrða að með
henni er fallin í valinn ein af
merkisfeonum þessa lands. Og
veit ég að á lokastundinni hefur
óbiilandi traust á Guði verið
styrkur sem hún ætíð bjó að.
Vertu sæl, Lilja frænika, ég
mun sakna þess að geta ekki kom
ið norður og numið af þér vizku
og ráð.
Friðjóni Hjörleifssyni svo og
öðrum aðstandendum votta ég
miíma inmiilieglulsitu saimiúð vi® jiairlð-
arför þessarar dánumanneskj u
sem nú hlýtur laun sín hjá Hon
um sem öllu ræður.
þornbé
t
Hjantams þaklklæitd fyrir aiuð-
sýnda samúð við andlát ag
útför
Baldvins Bjarnarsonar.
Sérstaíkiar pakfeir færuim við
útgiarðarféliaginiu Sjöistjöm-
unmii h.f. og Dóimkómuim.
F.ih. vaiidaimiairunia,
Steinunn Anna Bjarnarson,
Bjöm Bjarnarson.
Fjölskyldur
I sumar er tilvalið tækifæri til að kynna land og þjóð, með
því að taka bandarískan ungling inn á heimili ykkar í 2 mánuði.
Upplýsingar og umsóknir veittar til 22. 4. á skrifstofu
American Field Service, Ránargötu 12, milli kl. 5—7.
Atvinna
Stúlkur óskast til starfa.
Helzt vanar saumaskap (herraföt).
Upplýsingar i 'verksmiðju Sportver, Skúiagötu 51.
Leifur Sveinsson, lögfræöingur:
Af vettvangi
hnseigenda
I. FASTEIGNASKATTAR
Undanfarið hafa heyrzt radd-
ir frá forsvarsmönnum sveitar-
félaga, að nauðsyn beri til þess
að hækka fasteignaskatta, og
þar færð frarn þau rök helst, að
kostnaður sveitarfélaga vegna
fasteigna sé svo mikill, að
hækkana sé þörf.
Nú er það skoðun húseigenda,
að fasteignaskattar séu þegar
allt of háir, og beri að lækka.
Kemur þar fyrst til, að ríkis-
sjóður og sveitarfélög hafa
aldrei getað komið sér sam-
an um, hver þeirra ætti að fá
þann tekjustofn, sem skattar af
fasteignum eru, og því fram-
kvæmdin orðið sú, að bæði rík-
issjóður og sveitarfélög hafa tek
ið sín gjöld af fasteignum, þann-
ig að nú eru margir húseigend-
ur að sligast undan þeim dráps-
klifjum, sem gjöld ríkis og bæj-
arfélaga eru á fasteignum
þeirra.
Kostnað vegna fasteigna á að
innheimta, þegar hús er byggt,
taka þá gatnagerðargjöld að
fullu, gangstéttargjöld o.s.frv.
Lóðaleiga er skv. flestum lóða-
samningum bundin við 5% affast
eignamati lóðar og mun leigan
hækka stórlega þann 1. janúar
1971, þegar nýja fasteignamatið
gengur í gildi. Verður þá mikil
tekjuaukning hjá sveitarfélög-
unum, þannig að engin hækk-
un fasteignaskatta ætti að vera
nauðsynleg.
Við síðustu hækkun fasteigna
skatta, þegar fasteignamat var
nífaldað sem viðmiðun til eigna-
skatts og eignaútsvars, hét fjár-
málaráðherra því, að fyming
fasteigna hækkaði einnig nokk-
uð, en þegar til kastanna kom,
þá var hætt við það og því bor-
ið við, að Ríkisskattanefnd hót-
aði þá að hækka eigin húsaleigu
í staðinn. Svona skollaleik eru
menn orðnir þreyttir á og vona
húseigendur nú, að þessu verði
fcippt í 'lag viið iniæabu ánaimiót, eni
þá á að verða lokið endurskoð-
un 47 laga, sem fasteignamatið
nýja mun hafa áhrif á.
II. HÚSNÆÐISMÁLA-
STOFNUN RÍKISINS
Fyrir nokkrum árum var feng
inn hingað til lands banka-
stjóri Norges Husibank í Oslo og
átti hann að leiðbeina um það,
með hverjum hætti húsnæðis-
lánum væri bezt fyrir komið á
íslandi.
Skýrði hann svo frá, að í
Noregi fengju menn lánsloforð
frá Norges Husbank, þegar
teikningar allar hefðu verið at-
hugaðar og gengið hefði verið
úr skugga um, að íbúðin væri
af hóflegri stærð miðað við fjöl-
skyldu lánsumsækjanda og
hvergi fyndist íburður eða sýnd
armennska í efnisvali.
Gæti þá lántakandi farið með
lánsloforðið í hvaða viðskipta-
banka sem væri í Noregi og feng-
ið þar greitt út á það eftir því
sem framkvæmdin miðaði áfram
Væri í einhverju atriði brugðið
út af teikningu og efnislýsingu,
þá væri lánsloforðið úr gildi
fallið. í Noregi gildir því sú
regla, að ekki er lánað út á lúx-
usíbúðir af almannafé.
Stjórn Noregs Husbank er
auðvitað algerlega ópólitísk og
er þar fjallað um lánsumsókn-
ir af þaulvönum bankamönnum
á hlutlægan hátt.
Á íslandi hefur sá furðulegi
háttur tíðkazt allt of lengi, að
pólitískar nefndir hafa úthlutað
húsnæðislánum. Hinum norska
bankastjóra tókst aldrei að
skilja, hvers vegna stjómmála-
menn hefðu meira vit á úthlut-
un húsnæðislána en þrautreynd
ir bankamenn. Fór svo, að hann
fór af landi brott og var engin
af tillögum hans tekin til greina,
þar sem maðurinn var svo ósvíf-
inn að neita að skilja.
Fyrirkomulag þetta á úthlut-
un húsnæðislána hefur lengi
verið þjóðarskömm og beir að af
nema það hið allra fyrsta og
bezta leiðin til þess er að leggja
niður Húsnæðismálastofnun Rík
isins og fela Veðdeild Lands-
banka íslands einni að annast
alla úthlutun og afgreiðslu hús-
næðislána, eins og hún hefur
ávallt gert með sóma, þegar
henni hefur verið lagt fé og vald
tiL
Mikið fé myndi einnig spar-
ast með því, að Húsnæðismála-
stofnunin yrði lögð niður og
gæti hópur sá, sem þar hefur
starfað, þá tekið til við nýt
störf fyrir þjóðfélagið.
in. ÁRÁSIN A
LÍFEYRISSJÓÐINA
Með sameiginlegu átaki laun-
þega og atvinnurekenda hafa á
undanförnum árum verið stofn-
aðir fjölda margir lífeyrissjóð-
ir, og hafa þeir leyst þörf hús-
byggjenda með myndarlegum
lánum, þar sem ríkið brást hlut-
verki sínu í Húsnæðismálastofn-
uninni.
Nú bregður svo við, að fram
er lagt á Alþingi stjórnarfrum-
varp, þar sem lagt er til, að líf-
eyrissjóðir verði skyldaðir til að
kaupa veðskuldabréf af Húsnæð
ismálastofnuninni fyrir a.m.k.
25% af ráðstöfunarfé sínu.
Hér er um að ræða eina þá
óbilgjörnustu tillögu sem kom-
ið hefur fram í langa tíð og mtm
hún runnin undan rifjum hinna
pólitísku úthlutunarmanna hús-
næðislána og verður að treysta
því, að allir þeir þingmenn, sem
styðja frjálst framtak og frið-
helgi eignarréttarins, sameinist
nú um að fella þetta ákvæði
frumvarpsins, enda er hér tví-
mælalaust um stjórnarskrárbrot
að ræða og yrði um það illvíg
og langvinn málaferli, ef svo
ólíklega vildi til, að þjóðnýting-
arflokkarnir á Alþingi sam-
þykktu það.
Almenningur í landinu er orð-
inn svo þreyttur á ágengni
stjórnmálamannanna, sem vilja
teygja klær sínar inn á æ fleiri
svið þjóðfélagsins, að nú virðist
mælirinn loks fullur.
Menn sætta sig eigi lengur við
það að knékrjúpa fyrir meðlim-
um Húsnæðismálastjórnar og fá
síðan símhringingar oft frá öll-
um fuUtrúunum með uimmælum
sem þessum: „Jæja, þá kom ég
umsókn þinni loks í gegn, en
erfitt var það, hinir ætluðu aldrei
að láta sig.“
Stundum hefur það einnig
komið fyrir, að menn hafa feng-
ið upphringingu, sem enga um-
sókn áttu, — nefndarmenn misfar
ið sig á nöfnum.
Smánartíð bílaleyfanna og
lóðabardaganna er liðin, en eft-
ir standa þessi óþrif á lánamál-
um húsnæðisins, sem vonandi
eiga eftir að fara sömu leiðina
og sú gráa.
Bent hefur verið á þá leið að
efla lífeyrissjóðina svo, að þeir
geti einir fullnægt eftirspurn
inni eftir húsnæðislánum.
Takist þingmönnum að hrinda
því máli í framkvæmd á Alþingi,
ættu þeir vísa þökk og virðingu
þjóðarinnar allrar.
Reykjavík, 9. apríl 1970,
Leifur Sveinsson.
Kjörseðill 1970
Ekki vegna þess að hann hefur nú unnið Safari-keppnir í Afríku 4 skipti í röð.
Ekki vegna þess að erlend fagtímarit hafa dæmt hann beztan í sínum verðflokki!
Heldur vegna þess hvernighann hefur reynzt við íslenzkar aðstæður og vegna
hins háa endursöluverðs. Leitaðu álits hvaða Peugeot eiganda sem er.
KOSNING PEUGEOT ER ÞVÍ TRYGGÐ !
HAFRAFELL HF. GRETTISGÖTU 21 — REYKJAVlK — SÍMI 23511.