Morgunblaðið - 28.04.1970, Blaðsíða 2
2
MQRGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 38. APRIL 1970
Menntamálaráöherra á blaðamannafundi:
Ríkisstjórninni bárust
óskir námsfólks 17. apríl
— Stjórn SÍNE gagnrýnd fyrir málsmeðferð
GYLFI Þ. Gíslason, mennta-
& málaráðherra, boðaði til
blaðamannafundar í mennta-
málaráðuneytinu í gær og
kvaðst telja nauðsynlegt að
skýra lánamál námsmanna
frá sjónarhóli ríkisstjórnar-
innar, þar sem upplýsingar
til fjölmiðla frá stjórn Sam-
bands íslenzkra námsmanna
erlendis (SINE) og hópum
námsmanna erlendis væru í
veigamiklum atriðum svo
villandi, að þörf væri að
skýra málin betur.
Ráðlherrann sagði, að sá aðili,
seim ætti að hafa samskipti við
9 menntamálaráðuneytið fyrir
hönd íslenZkra námsmanna er-
lendis vaeri stjóm SÍNE. Hún
væri að vissu leyti löglegur full-
trúi þeirra, því að lögum sam-
kvæmt ætti hún fulltrúa í stjórn
Lónasjóðs námsmanna.
Menntamálaráðherra sagði, að
þær óskir, sem fundimir við
sendiráðin erlendis ættu að und-
irstrika hefðu aldrei verið send-
ar menntamálaráðuneytinu af
stjórn SÍNE. Hins vegar hefði
hún skrifað Lánasjóði ísl. nárns-
manna bréf á sl. vetri eða 24.
nóvember sl., þar sem óskir
væru settar fram um 100%
námisaðstoð vegna svokallaðrar
umframfjárþarfar á 4 árum. Þar
eð þá var búið að taka ákvörð-
un um fjármál sjóðsins fyrir ár-
ið 1970 og ráðstöfunarfé hans
aukið úr 62 milljónum í 86 millj-
ónir, tjáði stjórn Lánasjóðsins
stjórn SÍNE. að þessar óskir
kæmu of seint fram og þær yrði
því ekki unnt að taka til með-
^ ferðar fyrr en við undirbúning
fjárlaga fyrir árið 1971. Mér var
aköm/mu síðar afhent afrit af
þessu bréfi til Lánasjóðsins, saigði
ráðherrann, og gerðu það formað
ur SÍNE og formaður Stúdenta-
ráðs og sagði ég þeim að málefni
sjóðsins hefðu þegar verið af-
greidd fyrir árið 1970, en þetta
mál skyldi að sjálfsögðu tekið
upp fyrir árið 1971.
Síðan mun mál þetta hafa ver-
ið til atbugunar hjá Lánasjóðn-
uim og 17. apríl sl. eða fyrir 10
dögum barst ráðuneytinu bréf
frá Lánasjóðnum um þetta mál
en í stjórn Lánasjóðsins eiga
sæti fulltrúar stúdenta heima og
erlendis. M. ö. o. áður en róðu-
neyti og ríkisstjórn gafst nokk-
urt tækifæri til að kynna sér og
athuga hugmyndir Lánasjóðsins
eru hafin fundahöld víða um
heim um málið og óakað eftir
tafarlausum svörum. Bréf Lána-
sjóðs íslenzkra námsmanna til
menntamálaráðuneytisins fer hér
á eftir en það er dagsett 11. aptr-
íl sl. en móttekið í ráðuneytinu
hinn 17. apríl sl. Bréfið er svo-
hljóðandi:
„Eftirfarandi samþykkt var í
dag gerð einróma:
„Stjórn Lánasjóðs ísl. náms-
manna samþykkir að beina
þeim tilmælum til menntamála-
ráðuneytisis, að á næstu árum
skuli námsaðstoð hækka í áföng-
um þannig að markmiði í 2. gr.
laga um námslán og námsatyrki
verði náð við úthlutun á árinu
1975.“
Undir umræðum um mál þetta
kom fram, að það er einróma
álit, sjóðsstjórnarinnar, að sam-
fara aukinni námsaðstoð beri að
gera enn meiri kröfur til fram-
vindu í námi en nú er gert. Sömu
leiðis, að fyllilega komi til
greina að setja sérstakar reglur
um endurgreiðslu Mna þeirra
námsmanna sem annað hvort
hætta námi eða ljúka því að
vísu, en hefja starf erlendis.
Stjórn sjóðsirts mun við gerð
tillagna sinn,a til fjárlaga fyrir
næsta ár, byggja á þessari sam-
þykkt og leggja fyrir hið háa
ráðuneyti útreikninga sína þar
að lútandi.“
Menntamálaráðherra veitti síð
an blaðamönnum upplýsingar
um það hversu mikil námsað-
stoð hefur verið heima og er-
lendis sl. 3 ár sem hlutfall af
heildarfj árþörf og ennfremur
hvað hið svonefnda óbrú>aðabil
er stórt en það er sá mismun-
ur sem er milli náms^kostnað-
ar annars vegar og eigin afla-
S. Þ. veita
4.5 millj. kr.
— til málmleitar á SA-landi
— íslenzka ríkið veitir
2 milljón kr. styrk
Sameinuðu þjóðirnar hafa veitt
4,5 millj. króna styrk (50 þús.
dollara) til áframhaldandi málm
leitar á S-Austurlandi í sumar
og íslenzka rikið hefur veitt 2
millj. kr. til þessara rannsókna.
Er dr. Jankowic, sem hér var í
Stanzlaus
togara-
löndun
í Rvík
f DAG er togarinn Sigurður
væntanlegur til Reykjavíkur lík-
lega með um 400 tonn eftir 12-13
daga veiðiferð. í gær var unnið
við löndun úr Ingólfi Arnarsyni
sem kom með um 320 tonn á
sunnudag, eftir 12 daga ferð.
fyrrasumar, væntanlegur til lands
ins í júní og mun hann stjórna
málmleitinni í sumar.
í skýrslu sem dr. Janikowic
gerði um rammsóknim/air í fyrra-
sumar kemur fram að á því 200
feo'kílómetra svæði sem lokið var
við að ramnisaika þá, hafi ekki
fundizt það mikið magn af mákn
um að ástæða sé til að leggja
út í kostnaðarsamar borainir. Aft
ur á móti bendir Jankowic á að
ástæða sé til að láta fara fram
yfirbarðskömnun á öllu svæðinu,
um 1300 ferkíl ómetruim til við-
bótar þeim 200, sem ranmsakaðir
voru í fynra.
Steinigrímur Hermanimsson, for
stjóri Ranrusókniaráðs ríkisins
sagði Mbl. að nú væri verið að
semja við Orkustofniujn uim að sjá
um að annaist málmleit og ranm-
sóknir eystra. Líklegt er að 6—7
rrtamna lið sérfræðin'gia og aðstoð
armamin'a þurfi til málmleitarinm
air, en ætiumdm er að reyna að
ljúka leitinmi fyrir næsta vetur.
fjár og námsaðstoðar hins veg-
ar. Námsaðstoð við námsmenn
erlendis nam árið 1967 36% af
heildarfjárþörf, 1968 var hún
42% af heildarfjárþörf og 1969
45%. Óbrúaða bilið var 1967
31% af heildarfjáirþörf, 1968
var það 32% og 1969 26%.
Á árimu 1967 nam námsaðstoð
við stúdenta hér heima 21% af
heildarfjárþörf, 1968 26% og
1969 30%. Óbrúaða bilið hjá
stúdentum hér heima var 1967
27%, 1968 30% og 1969 28%.
Þá kvaðst men.ntamáilaráðiherra
vilja leiðrétta ummæli, sem höfð
hefðu verið eftir formanni stúd-
enta í Kaupmannahöfn í út-
varpinu sl. laugardaig, en hann
hafði saigt, að íslenzkum stúd-
entum við nám enlendis h.efði sl.
haust fækkað um fjórðung og
urðu ummæln ekki skilin á ann
an veg en þamn, að fjárskorti
væri um að kenna, sagði ráð-
herrann. Staðreyndirnar væ ru
hins vegar þessar: Þeir náms-
menn erlendis, sem fengið höfðu
námslán á 1. námsári voru 149
Framhald á bls 21
Á nótaveiðum.— (Ljósm. SigurgeirJ.
Hvítt af snjó
í Skagafirði
— en heyforði með betra móti
Bæ. Höfðaströnd, 27. apríl
VIÐ VORUM að vona hér í Skaga
firðinum, að það ætlaði að fara
að hlýna, en nú er kominn norð
austanstormur með frosti og
hvítt niður að sjó. Fram til dala
og upp til fjalla er algerlega jarð
laust enn sem komið er, því þar
er frost dag og nótt og í Aiustur-
Fljótuim og Siglufirði er rétt að
sést á hæstu steinia upp úr frer
anuim. Þetta tekur afslkaplega
hægt upp þó sólfar sé á dag-
inn, því undir fönninni eru svella
lög.
Búið er að gera athugun á hey
forða og ásigkomulagi fénaðar og
virðist það betra heldur en oft
áður, þótt einstafca menn séu
tæpir með hey. Eittbvað hefur
verið selt burtu úr sýslunni af
heyi.
Aðaltfundur búnaðarfélaganna
í sýslunnd standa nú yfir og mæt
ir þar Jóhannes Eiríksson frá
Búnaðarfélagi íslands, sem er
mjög vel séð af bænda hálfu.
Mikill
fiskur
til Eskif jarðar
Eskifirði, 27. apríl.
JÓN Kjartansson, sem er byrj-
aður á togveiðum, kom til Eski
fjarðar í morgun með 140 tonn
(áætlað) af fiski. Fer hann til
vinnslu í frystihúsinu, en þar er
nú næg vinna.
Þótt loðnuveiði sé hætt á síldar
verksmiðjan ennþá loðnu til
tveggja vikna vinnslu.
Fréttaritari.
LEIÐRÉTTING
f FRÉTT í Mbl. sl. sunniudag er
fjallaði um lokapróf úr Mat-
sveina- og veitingaþjónaiskólan-
um, féll niður nafn einis mat-
reiðsl'umannsins, sem lauik prófi,
en það var Birgir Ottósson. Eru
hlutaðeigandi beðnir velvirðing-
ar á þessu.
Mjólkursamlagsfundur Skag-
firðiruga er nýbúinn. Náðist að
mestu fullnaðarverð mjóllkur og
kr. 4,20 var greitt á líter til
bænda í uppbót.
Þó að nú sé kalt og líti illa út
þá erum við ekki beint svart-
sýnir, enn sem komið er.
Til sjávar er óstillt og miöv
lítill fiiskuir einis og er og grá-
sleppuveiði er treg, enn sem kom
ið er, sérstaklega vegna óstill-
inga. — Bjöm.
Nótabátar
öfluðu vel
NETAVEIÐIBÁTAR réru ekki
um helgina, en nótabátar fengu
góðan afla. Fjórir komu með afla
til Þorlákshafnar á sunnudag og
var Reykjaborg hæst með 54
tonn. Af nótabátum, sem lönd-
uðu í Vestmannaieyjum v,ar Hug
inn hæstur með 75 tonn,
Fáir bátar voru komnir að í
gærkvöidi er Morgunblaðið hafði
sambamd við verstöðvar, en tals-
vert virðist vera að draga úr
afla frá því sem verið hefur.
Þrátt fyrir minnkandi a-fla
mun nokkuð hafa borið á því að
bátar ættu erfitt með að selj-a
afla sinn, og veldur þar mestu
um að skortur hefur verið á
salti.
Slysavarnakonur
gáfu 1. millj. kr.
á 40 ára afmaelinu
KVENNADEILD Slysavarnafé-
lagsins í Reykjavik hélt upp á
40 ára afmæli deildarinnar með
hófi sl. laugardag. 1 hófinu til-
kynntu konumar að þær hefðu
ákveðið að gefa SVFÍ eina millj-
ón króna, sem nota skal til þess
að bæta hósnæðisaðstöðu björg-
unarsveitarinnar í Reykjavík.
Einnig gáfu þær björgunarsveit-
inni burðartalstöð.
Slysavarnafélagið hefur sótt
um leyfi til yfirvalda borgar og
hafnar um að fá að byggja yfir
björgunarsvedtina á Grandagarði,
en engin alkvörðun hefur verið
tekin um það enniþá.
Þess má geta að slys-avarna-
konur gáfu nýlega gúmbjörgun-
arbát til þess að bafa við
Rieykj avíku rhöf n. All-ar þessar
gjafir til Slysavarnafélagsins eru
teknar af ráðstöfunarfé kvenna-
deildarinnar, en eins og aðrar
deildir þurfa þær að leggja %
af tekjum sínium til SVFÍ, en
ráðstöfunarfé nemur fj órðungi
teknanna.
Kosningaskrifstofa
S j álf stæðisf lokksins
U tank jörstaðaskrif stof a
KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálfstæðisflokksins, utankjör-
staðaskrifstofa, er í Sjálfstæðishúsinu, Laufásvegi 46. Skrif-
stofan er opin alla virka daga frá kl. 9—12 og 1—5. Upplýs-
ingar um kjörskrá eru veittar í síma 26740.
Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins er beðið að hafa sam-
band við skrifstofuna og veita henni upplysingar um kjós-
endur, sem verða fjarverandi á kjördag — innanlands, í síma
26740 og utanlands í síma 26741. Allar upplýsingar, sem
flokknum kunna að verða að gagni, eru að sjálfsögðu vel
þegnar.