Morgunblaðið - 20.05.1970, Page 17

Morgunblaðið - 20.05.1970, Page 17
MOBGUÍNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1970 17 Skógrækt hafin í sumar við Árbæjar- og Breiðholtshverfi Skógræktarstöðin í Fossvogi heimsótt EKKI er vist, að öllum Reyk- víkingum sé kunnugt um það, að suður í Fossvogi, rétt á mörk um Kópavogs og Reykjavíkur, er rekin stærsta garðplöntusala landsins í trjám, og þar eru nú í jörðu kringum 2 og lA milljón trjáplantna á ýmsum aldri. Þegar ekin er heimreiðin frá Fossvogsvegi inn í Skógræktar- stöðina standa við hana á þeim tíma, sem við heimsóttum stöð- ina í fyrri viku, ber og brún birkitré í röðum, en framundan eru sígræn sitkagrenitré, lund- urinn, sem var plantaður 1944, og er nú staðarprýði. Myndarlegt skrifstofu- og geymsluhús er vestan við þann lund, og þar hittum við Vil- hjálm Sigtryggsson, stöðvar- stjóra Skógræktarstöðvarinnar í Fossvogi. Hann var svo vinsamlegur að ganga með okkur um stöðina, sýna okkur ýmsar trjáplöntur, bæði þær, sem selja á nú í vor og hinar, sem verið var að flytja til í græðireítunum, og ekki sízt þau tré, sem þarna eiga að standa öllum til augnayndis í framtíðinni. „Hvað er land stöðvarinnar stórt, Vilhjálmur?" „Eins og er, mun það vera um 10 hektarar, en nýlega misstum við tæpa tvo hektara undir Kringlumýrarbrautina, en vonir standa til, að við fáum það bætt. Um þessar mundir erum við að hefja sölu á trjáplöntum, og er þetta stærsita trjáplöntusala landsins. Auk þess sjáum við um trjáplöntur í Heiðmörk, og Vilhjálmur Sigtryggsson, forstöðumaður skógræktarstöðvarinn- ar í Fossvogi við eina röðina af sitkagreni. fleiri greinar og væri ekki eins beinvaxnari, yrði ekki eins há. Þá var þarna broddfura, amerísk tegund, frá brezku Kólombiu, hægvaxta en ótrúlega seig. Stór skógur af birkitrjám varð nœst á vegi okkar og voru unglingar að stinga trén upp, pakka rót- inni inn í plast, en allt þetta birki er ætlað til sölu í sumar. í einúm hópnum með Sigríði, Hilmari og Sigurði Lárusi, var Reynir á Elliðavatni, sem gætir Heiðmerkur á sumrin. Hann er búinn að starfa við skógrækt- ina hér um 20 ár, og þeir kalla hann í gamni „Gráreyni", lík- lega vegna þess, áð hann er ei- lítið farinn að grána í vögn- um. í öðrum hópnum voru Egill. Jón og Ástríður Sif, allt ungt og áhugasamt fólk, og birkið, sem það var að stinga upp og pakka, var beinvaxið og fallegt, og innan tíð'ar mun það prýða garða Reykvíkinga. Og íslenzka reyninum er ekki gleymt í skógræktarstöðinni. Þarna stóðu þau í röðum, stolt og beinvaxin, tilbúin til sölu í garða. Einnig sólberjarunnar og ribs. Sem sagt eitthvað fyrir alla, og garðar Reykvíkinga ættu þess Sigríður pakkar birkirótunum inn í plast. „Við höfum gert víðtækar til- raunir með sitkagrenið, ogflokk- um það eftir upprunastöðum, köll um það „kvæmi“, kennum það við heimkynni þess, og tvö „kvæmi" skera sig örugglega úr, hvað vaxtarhraða og þol snertir. Annars vegar eru það tré Cord- ova í Alaska, en þaðan eru ein- mitt grenitrén við suðurhorn gamla kirkjugarðsins við Suð- urgötu, sem hafa dafnað einstak lega vel og hafa vakið óskipta athygli borgarbúa. Hitt „kvæm- ið“ er frá Homer í Alaska, og (heÆuir líka tnejyinzit inljög vel“. Skógræktarstöðin í Fossvogi er sannikölluð borgarprýði, og hef- ur þegar gegnt geysiþýðingar- þar er að vaxa upp skemmtileg- ur skógur. Þá eru tvö nýmæli, sem líklega verður byrjað á í suimiair, en íþa® ar áklólgnæikt midð- an við Árbæj arhverfið, með- fram Elliðaánum, og eins ofan við Breiðholtshverfið nýja, í ás- unum og holtunum þar fyrir of- andi útivinna, þar sem ungling- arnir komast í snertingu við nátt úruna, og getur líka stuðlað að auknum kynnum þeirra að skóg- rækt á íslandi, öðrum störfum fremur.“ Við gengum nú þar að, sem tvær ungar stúlkur voru að Líney og Olga búnta tveggja ára stafafurur. an. Er ekki vafi á, að þetta verð- vinna við að búnta tveggja ára gamlar stafafuruplöntur. Þær beita Líney Þórðardóttir og Olga Jóhannsdóttir, og sá ekki á þeim leiðindi, þær gerðu að gamni sínu við verkið. Plöntum þess- um er síðan plantað dreifðara í aðra reiti. Rétt þar hjá eru nokkur lítil gróðurhús úr plasti, ódýr í bygg ingu, en inni í þeim voru falleg- ar silfurreynisplöntur, blómstr- andi syringarunni, dvergmispill, sembrafura og margt annað skemmtilegt. í reitum þar austar af er evr- ópiskt lerki, fjallaþinur og bals- amþinur. Stórar breiður voru þarna af bergfuru frá Pyrenea- fjöllum og stafafuru frá Alaska. Vilhjálmur sagði báðar tegund- irnar harðgerðar, en stafafuran yxi beinna upp. Bergfuran bæri Egill, Jón og Astríður Sif pakka birkitrjám inn í plast. vegna að geta orðið borgarprýði. Nú vantar bara áhugasamar hendur til að planta þessum trjám út. Til dæmis er áætlað, að unglingarnir í vinnuskólan- um planti m.a. 150.000 trjáplönt- um út í sumar. „Hvaða tegund af sitkagreni bentar bezt hér á Reyikjavífcur- svæðinu, Vilhjálmur?“ miklu hlutverki í sambandi við garða borgarbúa og mun svo sjálfsagt verða um langa fram- tíð. Og við kvöddum Vilhjálm, héldum frá 1944-lundinum norð- ur heimreiðina. Innan tíðar verð ur birkið allt laufgað, og þá verður sannarlega komandi í þessa fallegu stöð. — Fr. S. fer gróðursetning senn að byrja þar. Börn og unglingar úr Vinnu skóla borgarinnar vinna við þá gróðursetningu, eins og fleiri verk á vegum stöðvarinnar.“ „Hvar víðar en hér og í Heið- mörk vinnið þið að skógrækt?“ „Við sjáum um trjágróðurinn sunnanvert í Öskjuhlíðinni, en ur til mikils yndisauka fyrir íbúa þessara hverfa.“ „Hvað vinna hér margir núna, Vilhjálmur?" „Liklega um 20 manns, en eft- ir mánaðamót verða þeir milli 30 og 40. Ég álít þessa vinnu sérlega góða fyrir unglingana í Vinnuskólanum, þetta er þrosk- Tala búfjár sl. 3 ár f HAGTÍÐINDUM frá í apríl 1970 er tafla yfir tölu búfjár, uppskeru garðávaxta og heyfeng fyrir árin 1967 til ’69. Samkvæmt þeirri töflu voru 52.289 nautgrip- ir á landinu 1967. 52.274 árið 1968 og 53.406 árið 1969. Þar af voru kýr 36.001. Saufé var árið 1967 829.067, 1968 820.166 og 1969 780.834. Tala hrossa var 1967 34.885, 1968 voru þau 34.671 og 1968 34.204. Heyfeinigur talinn í rúimimetruim — þunrlhey var 1967 2.638.280. Árið 1968 voru þurihey 2.763.330 og úthey 62.261 rúmimetrar. 1969 ■vtatt1 þunr tiaiða 2.'2i6'5.1l5ö iriúim- mietrar og úthey 38.839. Vothey var 1967 97.562 rúmmetrar, 1968 114.158 og 1969 152.113. KairtöfluiuppsJkieran 1968 nam 65.214 tuinnum, 1968 56.040 tiunn- um og 1969 44.647 tuinnuim. Rófu uppsfcer'ain nam 1967 5.582 turun- um, 1968 4.974 tuinnuim Oig 1969 4.530 tunmum. Tekið skal fraffn að tölurnair eriu miðaðar við tölu búfjiár að haiusiti að lokinni slát- urtíð. Ein tunna garðiávaxta er 100 kg. ri Hér er verið að stinga upp birkihríslur til sölu. Rótin er sett í plast. Á myndinni eru Reynir á Elliðavatni, Sigríður, Hilmar og Sigurður Lárus. — (Ljósmyndirnar tók Sveinn Þoi-móðsson).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.