Morgunblaðið - 04.06.1970, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.06.1970, Blaðsíða 24
 24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNl 1970 GEORGES SIMENON: EINKENNILEGUR ARFUR gæti orðið upphafið að nýjum kafla af lífi þeirra — ekkert yrði eins og áður. Colette kynni að fara, annað líf gæti hafizt — og hann gat ekki þolað að missa af þessari tvísýnu tilveru sinni, síðustu mánuðina. Hönd hans skalf svo mjög er hann snerti handfangið á skápn um að hann bað hana að gera það. — Gerðu það, sagði hann. Ég held það sé MARIE. Hann stóð að baki henni, og stríddi við löngunina til að vefja hana örmum, eins og á stigagat- inu forðum. IV. „Kæri Octave. Ég vona, að þú sért ekki reið- ur við mig fyrir að hafa þagað svona lengi. Það hlýtur að vera komið meira en ár síðan ég skrif aSi seinast. En þú veizt, hvern- ig þetta er. Á hverjum degi hef ég ætlað að fara að skrifa. Á hverjum degi höfum við Elise talað um þig. Og þó . . . " Svipurinn á Gilles var skuggalegur. Og það svo mjög, að Colette spurð.i — Hvað er það, Gilles? Er eitthvað að? f sama bili kom Alice inn raul andi fyrir munni sér. — Hvað eruð þið að gera hérna? Ég hef allsstaðar verið að leita að ykkur. Maturinn er til. Nú! svo að ykkur hefur tek- izt að opna skápinn? f hennar augum var járnskáp urinn svo sem ekkert merkileg- ur. En hjá hinum tveimur var þessu öðruvísi farið. Tveim mín útum áður hafði Colette verið að snúa handfanginu, en þá stanz- að snögglega til að spyrja: Marie? Var það nafnið hennar móður hans? Undir eins og hún fann hurð- inia hreyf ast, slepptd hún henmi og Gilles tók við. Þau voru bæði mjög alvarleg og spennt. Col- ette gekk út að glugganum og stóð þar, en sólargeislarnir léku um ljósa hárið hennar. En það var ekki einasta skápurinn, sem snerti þau svo mjög. Gilles gat ekki gleymt ljósmyndinni af henni ömmu sinni, og með þessu orði — Marie — var rétt eins og þau væru að kanna sál látna mannsins. — Fannstu ekki annað en þetta? sagði Alice yfir öxlina á Gilles. Og Colette, með allar taugar spenntar, togaði í fína vasaklút- inn sinn, þangað til hann næst- um rifnaði. — Ég lít á þetta betur rétt bráðum, sagði Gilles og lokaði síðan bréfaheftinu og stakk því aftur inn í skápinn. Þetta var stórt bréfahefti, eins og sjá má í hverri skrifstofu. f því var fjöldi pappírsumslaga, og á hvert þeirra var skrifað nafn með rauðum blýanti. Og fyrsta nafnið, sem hann rakst á, var Mauvoisin — án skírnarnafns. f því voru tvö eða þrjú bréf, skrifuð með óstyrkri hönd föður hans. — Komið þið. Við skulum fara að borða. Hann lokaði og læsti skápnum vandlega og stakk lyklinum í vasa sinn meðan á máltíðinni stóð, var hann svo hugsi, að Alice varð oftar en einu sinni að minna hann á að gleyma ekki matnum. — Heldurðu virkilega, að eitt- hvað mikilvægt sé í þessum skáp? spurði hún. Ég held nú, að frændi þinn hafi bara verið að plata, þegar hann útbjó þessa hlægilegu erfðaskrá. Þegar hann leit upp, sá hann, að hún fór í taugarnar á honum. — Afsakaðu . . . ég meinti ekkert með því. ^JJgflPI HARÐPLASTPLÖTUR I Á hurðir, veggi, skópci, borð og bekki. ILe^- ^að er sama hvernig birtan fellor á DUROPAL, það er ávallt eins, og sjást aldrei pollar í því, eins og lcemur fyrir í óvandaðri gerðum. p- DUROPAL er til í yfir 50 litum óg gerðum. 1 DUROPAL er til gljáandi, hólfmatt og matt í stærðunum 122x244 og 122x352. ¦ DUROPAL útsölustaðir í Reykjavík og nó- grenni: BÁS NO 49 BORGARÁS, Borgariúni 21 , . . . BYGGINGAVÖRUVERZLUN KÓPAVOGS a Syningunni INNRÉTTINGABÚÐIN, Grensásvegi 3 „VERÖLD KAUPFÉLAG SUÐURNESJA, Keflavílc INNAN GLER OG MALN«NG, Akranesi Hann hafði vonað, að þegar borðhaldinu væri lokið, mundi Colette koma aftur með honum til herbegis frænda hans, en þeg ar hann leit spyrjandi á hana, hristi hún höfuðið. Hann skildi þetta vel. Ef hún hafði verið eig inkona Octave Mauvoisin, þá var það hún, sem fyrir eigin tilverkn að, hafði gert það hjónaband að engu, og ekki annað en nafnið tómt. Það var ekki hennar að hnýsast í leyndarmál hans. Hún viðurkenndi, að sig hefði áður langað til þess, en einhvern veg- inn hafði þetta Marie-nafn gert hana hikandi. Gilles sneri sér að Alice: — Þegar hann Rinquet kemur, viltu þá biðja hann að bíða. Ég skal svo láta hann vita, hvenær ég þarf hans með. Síðan læsti hainm sfig í heir- bergii Ocfcajve fraemda, settiisit viið lokaða sfkriíboriðið og tók að ialt- huga innihald bréfaheftisins. Bréfin frá föður hans voru skrifuð frá Vínarborg, fyrir eitt hvað tíu árum. Það einkennilega var, að um þær mundir voru for eldrar hans alveg hætt að kalla hann Octave frænda, og árum saman hafði hann brotið heilann um ástæðuna til þess. Áður hafði oft verið talað um frændann, sem átti heima í La Rochelle, og þegar Gilles var orð inn skrifandi, hafði hann, með mikilli fyrirhöfn og samkvæmt fyrirlestri móður sinnar, skrifað nýárskort til frændans, sem hann hafði aldrei augum litið. En þetta bréf hafði nú verið skrifað, þrátt fyrir allt, og eftir því sem Gilles las lengra, roðn- aði hann æ því meir. „Eins og þú veizt, hef ég góða atvinnu hérna. í næstum ár var ég fyrsti fiðlari og hljómsveitar stjóri í einhverju bezta veitinga húsinu hér í borg. Það var dá- samlegt að geta verið á sama látið Gilles ganga í skóla". Þetta var satt. Vínarborg hafði verið einna lengsta viðstaðan í höfðu góða íbúð í hverfi þar sem göturnar voru breiðar og róleg- VEGGJA". MAUL\Ó HEILDVERZLUN - HAFNARSTRÆTI 8 - SÍMI 17121 ar. Þau lifðu eins og almenni- legt fólk og gátu klætt sig vel. Stundum hafði mamma hans far- ið með hann í fínt veitingahús, með gylltum listum og máluðum englum, þar sem faðir hans stóð á palli, umkringdur hljómlistar- mönnum og lék á fiðlu. Gilles mundi eftir þessu sérstaka bragði af kaffinu, sem mamma hans pantaði handa honum, en á því flaut stór klessa af þeytt- um rjóma. „Því miður lenti ég í stælum við gest, sem hafði fengið of mik ið að drekka, og missti stöðuna. Nú hef ég í tvo mánuði verið að leita mér atvinnu. Enn einu sinni hef ég orðið að veðsetja allt sem við eigum. Og ekki bætti það úr skák, að Elise veiktist og varð að ganga undir uppskurð, og get ir þú ekki hjálpað okkur, veit ég ekki, hvernig fer fyrir okkur. Ef þú gætir sent okkur tvö eða þrjú þúsund franka . .." Tárin titruðu í augum Gilles. Þetta var ekki satt! Mamma hans hafði ekki orðið veik og því síður gengið undir uppskurð. Hann óskaði þess heitast, að hann hefði aldrei farið að lesa þetta bréf, en nú gat hann ekki slitið sig frá því, enda þótt hvert orð í því særði hann djúpt. Einu sinni þegar hann var níu eða tíu ára, hafði hann stol- ið nokkrum koparskildingum af búningsborðinu hjá leikkonu. Árum saman lá hann í rúminu, yfirkominn af blygðun, út af þessu, og enn var hann stund- um að dreyma þetta sama. Hann skammaðist sín eitthvað avipað nú, þegar hann las þetta bréf. „Elise er veik og verður að ganga undir uppskurð, og getir þú ekki hjálpað ..." Gerard Mauvoisin var þegar kominn upp á kant við bróður Stjömuspá Hrúturinn, 21. marz — 19. april. Alltt leikur í höndunum á þér í dag, en miklastu ekki af velgengni þinni. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Taktu þér fyrir hendur þau verkefni, sem ekki krefjast sam- starfs viS aðra, en með því tryggirðu góðan árangur. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Vertu við því búinn að ráðasrerðir þínar verði ckki samþykktar þegjandi og hljóðalaust. Taktu öllu scm að iiönduin ber með jafnaðar- geði. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Forðastu allar mikilvægar ákvarðanir, en notaðu tímann til þess skapa hentugan grundvöll, sem byggja má á síðar. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Dagurinn verður margbreytilegur. Margt skemmtilegt kemur fyrir en hins vegar verður eitthvað til þess að skyggja á ánægjuna. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Taktu daginn snemma og helgaðu þig störfum sinum af einlægni. Notaðu kvöldið til hvildar. Vogin, 23. september — 22. október. Taktu á þíg rögg og heimsæktu vin þinn, sem þú hefur vanrækt að undanförnu. Hann þarfnast vináttu þinnar. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Láttu það ekki koma niður á störfum þínum þó þú sért ekki sem bczt fyrirkallaður í dag. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Allt leikur í lyndi fyrir þér í dag. Láttu aðra njóta velgengni þinn- Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Komdu eins miklu í verk og aðstæður Ieyfa. Taktu daginn snemma. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Hyggðu að heimili þínu og eignum í dag, en gcrðu engar hreyt- ingar í því sambandi. Njóttu tilverunnar eins og hún er. Fiskarnir, 19. febrúar — 20 marz. Taktu ekki mark á fréttum eða sögusögnum, sem þér berast með kvöldinu. Á þær er ekki hægt að treysta. sinn, vafalaust vegna þess, að hann hafði áður beðið hann um peninga, en samt var hann nú að skrifa honum og ljúga hann fullan, til þess að vekja með- aumkun hans. „Ég lofa þér að endurgreiða þetta undir eins og eitthvað skánar hjá okkur." Hafði Elise séð bréfið? Eða hafði hann skrifað á laun við hana? í umslaginu voru líka tvö símskeyti, einnig frá Vínarborg: „Ástandið ægilegt. Reiði mig á, að þú sendir peninga." Tárin runnu niður kinnarnar á Gilles, en hann tók ekki eftir þeim. „Lokabeiðni sendu peninga til að forða voða." Gliles stakk umslaginu hægt inn í heftið. Þarna var enginn eldur inni, annars hefði hann brennt það. Langa stund stóð hann hreyfingarlaus og greip höndunum um höfuðið, meðan sól in skein á ljósu eikina í lokaða skrifborðinu. Þegar hann opnaði næst gráa bréfabindið, var hann rólegur, og hann var ekkert forvitinn lengur um það, sem hann kynni að finna þar. Honum fannst hann hafa elzt allverulega á þessari stuttu stundu og héðan af ekki geta dæmt neinn mann hart. Fyrst las hann nöfnin á öll- um umslögunum: Plantel, Babin, Rataud, Eloi og svo fleiri, sem hann kannaðist ekki við, en sennilega voru það kaupmenn og iðnrekendur í La Rochelle. Hann tók fyrst umslag Plant els. í því var eitt einasta bréf en tvær ljósmyndir nældar við það. Bréfið var skrifað með fjólubláu bleki á ómerkilegan pappír, eins og hægt er að kaupa í hverri þorpsbúð, og með penna, sem skyrpti. Helzt leit út fyrir, að bréfið hefði verið skrifað í einhverri krá, því að vínblettir voru á því. Önnur myndin var af manni um fimmtugt, klæddum eins og togaraskipstjóra. Þetta var kraftalegur maður, breiðleitur og með ljósblá augu. Sjálf var myndin eins og gerist á vega- bréfum. Hin, sem var í póstkortsstærð, var af fermingarklæddum dreng. Hann var með björt, glaðleg augu og virtist hissa á að vera svona fínn til fara. Aftan á myndina var skrifað með rauðum blýanti: „Jean Aguadil — drukknaði fimmtán ára gamall. Móðir hans er enn á lífi í Jómfrúargötu. Kannski var það vegna þess, að Gilles var að hugsa um föð- ur sinn, að hann botnaði ekkert í þessu bréfi. Hann las það þria- var. í fyrstunni var það vissu- lega samhengislaust, og honum datt í hug, að maðurinn, sem skrifaði það hefði ekki verið ró- legur í skapi þá. Kannski var hann drukkinn, eins og vínblett irnir gátu gef ið í skyn. Skriftin var skjálfandi, og strikaðar út nokkrar villur bg endingarnar á nokkrum orðum ólæsilegar. „Herra minn! Þér hljótið að hafa fengið skilaboðin frá mér í síðustu viku, en samt hef ég komið á pósthúsið og ekki fundið neitt til mín þar. Svona getur þetta ekki haldiS áfram." Síðasta línan var svo fast undirstrikuð, að penninn hafði gert gat á örkina. „Það væri ekki sanngjarnt ef þér hefðuð allan ábatann og ekk ert af fyrirhöfninni, en hjá mér var þetta þveröfugt. Enn hef ég ekkert fengið fyrir minn snúð, eða sama sem ekkert. Þessir fimm þúsund frankar á mánuði, sem ég hef fengið, er sama sem ekki neitt, ef athugað er fyrir hvað þeir eru. Enn einu sinni segi ég yður, að ef þér sendið mér ekki strax það, sem ég fer fram á, i eitt skipti fyrir öll — og þér verðið að játa, að tvö hundruð þúsund eru engin ósköp — þá skal ég ekki hika við að segja öllum, hvernig Espadan fórst á sker- inu. Gilles stóð upp. Hann var hik andi. Það var liSin stund frá því hann heyrði fótatak á tröppun- um og hann vissi, að Rinquet hlaut að sitja niðri í setustofunni með hattinn á hnjánum. Áður en hann fór fram til að kalla á hann, tók hann bréfin frá föður sínum úr Mauvoisinumslaginu og stakk þeim í vasa sinn. — Komið þér inn, Rinquet. Hér held ég þér getið hjálpað mér. Hafið þér nokkurn tíma heyrt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.