Morgunblaðið - 25.06.1970, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.06.1970, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1970 Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavík, Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúí Þorbjörn Guðmundsson. Fréttasljóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Rltstjóm og afgreiðsla Aðalstraeti 6. Sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Áskriftargjald 165,00 kr. á mánuði innanfands. I lausasölu 10,00 kr. eintakið. I Á HVERJU STENDUR? egar samningum við al- mennu verbalýðsfélögin var lokið og verkfalli þeirra aflétt, töldu menn, að þar með væri stefnan mörkuð í kjarasamningum yfirleitt og önnur samtök launþega mundu skjótlega ljúka samn ingum á sama grundvelli. Á því hefur þó orðið nokkur bið. Menn eru að vonum undr- andi á því, að hvert verkfallið á fætur öðru skuli skella á, þótt búið sé að marka hina al mennu stefnu um kjarabæt- ur á þessu ári, 15% kaup- hækkun og fulla verðlags- uppbót. Á þeim grundvelli hefur fjármálaráðherra sam- ið við ríkisstarfsmenn, og á þeim grundvelli verður að ætlast til, að aðrir semji. Það kemur auðvitað ekki til nokkurra mála, að einstakir litlir hópar í þjóðfélaginu, sem eru í aðstöðu til að stöðva þýðingarmiklar grein- ar atvinnulífsins, fái að kom- ast upp með að knýja fram meiri kjarabætur sér til handa í skjóli þess valds. Þetta er einföld staðreynd, sem þessir hópar verða að horfast í augu við. Ef þeir þverskallast við að semja á grundvelli þeirrar almennu stefnu, sem mörkuð hefur verið í samningum verka- lýðsfélaganna, verður ekki hjá því komizt að grípa til aðgerða til varnar því, að miklum hagsmunum sé fórn- að vegna þrákelkni lítilla hópa í þjóðfélaginu. í ein- stökum tilfellum kann auð- vitað að vera um sanngjarn- ar sérkröfur að ræða, en slíkt á að vera auðvelt að leysa. Það er krafa almennings í þessu landi, að friður komizt nú á í kjaramálum og að þeir aðilar, sem enn eiga eftir ósamið, semji þegar í stað á grundvelli þeirra kjarasamn- inga, sem gerðir hafa verið. Ef um einstakar sérkröfur er að ræða, sem sanngjarnt er að verði athugaðar er engu að síður eðlilegt, að verkföll- um verði aflýst og að vinna hefjist á ný, þótt ósamið sé um slík smáatriði. Sú kjara- bót, sem samið hefur verið um, er mjög veruleg, 15% bauphækkun og full verðlags uppbót. Emginn þarf að vera óánægður með að fá slíka kauphækkun í ein-u lagi, og þess vegna verður ekki séð hvað þeim er að vanbúnaði, sem nú eiga eftir að semja. Þeir eiga væntanlega kost á sömu samningum og aðrir hafa gert, en á hverju stend- ur? Ráðagerð, sem fór út um þúfur að liggur ljóst fyrir, að töluverð andstaða var gegn því í hópi kommúnista, að Verkamannafélagið Dags- brún, sem þeir ráða, gengi að miðlunartillögu sáttasemjara í síðustu viku. M.a. er vitað, að Magnús Kjartansson, rit- stjóri, gerði allt, sem í hans valdi stóð, til þess að koma í veg fyrir, að Dagsbrún gengi að miðlunartiHögunni og að hann lagði hart að for- ráðamönnum Dagsbrúnar að halda verkfallinu áfram. Óhætt er að fullyrða, að Magnús Kjartansson var ekki að hugsa um hagsmuni verka fólks, þegar hann lagði svo fast að forystumönnum verka lýðsfélaganna að halda verk- fallinu áfram. Hann hafði annað í huga. Von hans var sú, að verkfallið stæði það lengi, að boðað verkfall í ál- bræðslunni í Straumsvík, sem hafizt hefði í þessari viku, mundi skella á með því gíf- urlega tjóni, sem af því hefði hlotizt. Eftir að hafa eytt nær einu ári í að ófrægja Búrfellsvirkj un, mesta mann- virki íslendinga, og samning- ana við álverið, gerði Magnús Kjartansson sér vonir um að hægt væri að stöðva rekstur álbræðslunnar. Hann gerði sér fulJa grein fyrir því, að slík stöðvun mundi ekki að- eins verða áfall fyrir ál- bræðsluna í Straumsvík og eigendur henmar, heldur mundi verkfall í álverinu tor- velda íslendingum enn frek- ari stóriðju í landinu í sam- vinnu við erlenda aðila. Að því var sem sagt stefnt, að sýna erlendum aðilum fram á það, að við íslemdinga væri ekki hægt að semja. Þessi ráðagerð fór út um þúfur eins og oft vill verða, þegar öfgamenn stefna að að- gerðum. sem engu heilbrigöu fólki mundi til hugar koma að standa að. Forystumenn verkalýðsfélaganna, þ.á.m. flokksbræður hans í Dags- brún, létu frýjunarorð Magn- úsar Kjartanssonar sig engu skipta og féllust á miðlunar- tillögu sáttasemjara. En helzti leiðtogi kommúnista á Íslandi hefur enn einu simni ljóstrað upp um það með hvaða hugarfari hann vinnur að málum og hvem hug hann ber til hagsmuna sinnar eigín þjóðar. Karuselli stóliinn hannaður at Yrjö Kukkapuro. Mörg skemmtilegustu nútíma húsgögn eru finnsk eins og þessi stóll. SKRIFAÐ í framhaldi af sýningunni Heimilið — ver- öld innan veggja. Þegar við tölum um hús- gögn er ekki úr vegi að hug- leiða hvers vegna í ósköp- unum við fyllum íbúðir okk ar af húsgögnum, — eða færamlegum hlutum, á 20. öldinni, — á svipaðan hátt, og í svipuðu formi, og forn- ar menningarþjóðir gerðu, fyrir mörgum áraþúsund- um. Því hefur verið haldið fram að ung hjón og íbúar sólar- landsdns þurfi ekki nema eina smekklega gólfmottu til þess að vera hamingju- söm. Flestir íslendingar láta sig samt ekki muna um að eyða allt að 50% af verði þeirrar íbúðar sem þeir búa í — í innbú til að gera íbúðina íbúðarhæfa. Sú spurning hlýtur því að vakna — á hvaða stigi máls hættum við að fá meiri hamimgju fyrir peningana okkar — eða eru öll þessi húsgagnakaup nauðsynleg? Gera stólar með drekafótum og útflúri okkur hamingju- samari eða plussmublur og glerborð sem varla þola að það sé andað á þau. Þurfum við stássstofur með fílabeinsskápum og persn- eskum teppum sem ein- göngu er lokið upp á tylli- dögum til þess að gera okk- ur hamingjusöm eða þurf- um við yfirleitt nokkur hús- gögn? Sá möguleiki er auðvitað fyrir hendi að breyta veggj- Gestur Ólafsson ai Húsg á nút heimi um og gólfi í íbúðum okkar lítillega, þanmig að fá fáum öll þau sæti og borð og rúm, sem við höfum not fyrir, úr sarna efniviði og húsið sjálft. Eftir að við erum búin að steypa hjónarúmið og borð- stofustólama er samt hægara sagt en gert að færa þau til, eða losa okkur við þau ef okkur langar til. — Við erum sjálf stöðugt að breyt- ast, á sama hátt og smekk- ur okkar og lífsvenjur og það er nauðsynlegt að geta aðlagað beimilin þessum breytingum að nokkru leyti. Á sama hátt og böm þurfa húsgögn við sitt hæfi, þurfa einnig fullorðnir og gamal- menni sórstaka aðstöðu inn- an veggja heimilisims, sem tiltölulega auðvelt er að mynda með húsgögnum. Okkur hættir oft til að líta einungis á húsgögn frá sjónarhóli okkar sjálfra, en það er t.d. ákaflega óæski- legt séð frá sjónarhóli barns, þegar allt sem fer fram á heimilinu gerist fyrir ofam koilinn á því, án þess að það geti fylgzt með því sem ger- ist að nokkru marki. Eirnnig er æskilegt við val hús- gagna að tlllit sé tekið til allra þeirra sem þurfa að Stóll, sem Tutankhamim Egyptakóngur átti fyrir meira en 3000 árum. Form þessa stóls er mjög „módern“ þrátt fyrir háan ald- ur. (Hönnuður óþekktur).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.