Morgunblaðið - 12.08.1970, Qupperneq 11
MORiGUNÐLAÐIÐ, MIÐVIKITDiAGUŒl, 12. ÁGÚST 1970
11
VIKU eftir að Willy Brandt
tók við kanslaraembætti í V-
Þýzkalanði og myndaði fyrstu
ríkisstjóm landsins unðir for
sæti sósialdemókrata frá því
fyrir heimsstyrjöldina síðari,
birti bann stefnuyfirlýsingu
nýju stjórnarinnar. Stefnuyfir
lýsinguna flutti hann í Sam-
bandsþinginu í Bonn, og sagði
þar m.a.: „Þýzka þjóðin þarfn
ast friðar í fullum skilningi
þess orðs einnig við þjóðir Sov
étríkjanna og ríkja Austur-
Evrópu. Við erum reiðubúnir
til að gera heiðarlega tilraun
til að bæta sambúðina . . .
Strax í upphafi hóf Brandt
kanslari að vinna að bættri
sambúð Vestur-Þýzkalands
við ríkin í Austur-Evrópu, og
■ : : ■
Walter Scheel og Andrei Gromyko undirrita með fyrirvara nýja griðasáttmálann.
Griðasamningur
V-Þjóðverja og Rússa
Sp.: Mön afstaða yðar hugs
anlega leiða til ágreinings við
Atlantshafsbandalagið?
Sv.: Þvert á móti, við fet-
um einmitt í fótspor tilrauna
NATO til að skapa jafnvægi
. . . Ef til vill getur Þýzka-
land hætt að vera það vand-
ræðabarn, sem það hefur ver-
ið. Til þessa, þegar viðræður
hafa farið fram um sambúð
Austurs og Vesturs, hafa þær
alltaf strandað á „þýzka
vandamálinu“. Nú vonumst
við til að geta létt því oki af
bandalaginu . . . “.
EFNI SÁTTMÁLANS BIRT
Mikil leynd átti að hvíla
yfir efni og orðalagi nýja
griðasáttmálans þar til hann
hefði verið undirritaður og
staðfestur. Þó hafði kvisazt
út ýmislegt um efni hans, og
voru ekki allir á eitt sáttir um
hve hagstæður sáttmálinn
væri Vestur-Þjóðverjum.
Þýzki blaðakóngurinn Axel
fóru fulltrúar kanslarans víða
í þeim tilgangi. Viðræður hóf
ust í Varsjá skömmu eftir síð
ustu áramót, og nokkru fyrr
í Moskvu. í marz og maí sl.
ræddi svo Brandt sjálfur við
Ulbricht leiðtoga Austur-
Þýzkalands í borgunum Erfurt
og Kassel.
Merkur áfangi í þessum til-
raunum Brandts til að fá bætta
sambúðina við Sovétríkin náð
ist fyrir helgina síðustu þegar
Walter Scheel utanríkisráð-
herra hélt heimleiðis til Bonn
frá Moskvu með drög að griða
samningi ríkjanna, sém hann
og Andrei Gromyko utanríkis
ráðherra höfðu undirritað
með fyrirvara um staðfestingu
ríkisstjórnanna. Og nú eru
þeir Brandt og Scheel báðir
komnir til Moskvu þar sem
ætlunin er að undirrita endan
lega þennan griðasáttmála í
dag.
Griðasáttmálinn, sem undir-
ritaður verður í dag, á sér all
langan aðdraganda, því um-
ræður um hann hófust í
Moakvu í desember í fyrra.
Lengst af var það Egon Bahr,
sérstakur fulltrúi Brandts.
sem stjórnaði viðræðunum af
hálfu Vestur-Þjóðverja. í
fyrra mánuði kom Bahr heim
frá Moskvu með drög að griða
sáttmála, en sá sáttmáli hlaut
mikla gagnrýni stjórnarand-
stöðunnar, sem ekki þótti
nógu vel frá hnútunum geng
ið að því er varðaði hugsan-
lega endursameiningu Þýzka-
lands.
Þegar hér var komið ákvað
Scheel utanríkisráðhierra að
fara sjálfur til Moskvu til að
reyna að fá breytt orðalagi
griðasáttmálans þannig að all
ir mættu vel við una. Dvaldist
Scheel í Moskvu í 12 daga, og
átti daglega fundi með Qromy
ko, utanríkisráðherra. Þaðan
hélt hann svo á föstudag með
nýja sáttmálann upp á vasann.
VIÐTAL VIÐ BRANDT
Meðan á viðræðunum stóð i
Moskvu náðu fréttamenn tali
af Brandt í Bonn um málið.
Fer hér á eftir útdráttur úr
viðtalinu við kanslarann:
Sp.: Tilgangur Sovétríkj-
anna með samningaviðræðun
um virðist ljós — að tryggja
status quo í Austur-Evrópu.
En hvaða ávinning getur V-
Þýzkaland gert sér vonir um?
Sv.: Ég lít þannig á að það
sé hvorki stefna Bandaríkja-
manna, Breta né Frakka að
breyta þessu status quo, svo
ég sé ekki í rauninni hvernig
sú samþykkt okkar að beita
ekki valdi til að breyta landa
mærum getur verið túlkuð
sem uppgjöf gagnvart kröfum
Sovétríkjanna . . . Að sjálf-
sögðu vonumst við eftir breyt
ingum á friðsamlegan hátt, en
við lærðum í Ungverjalandi
1956, og v.ið lærðum á ný í
Tékkóslóvakíu 1968, þótt við
verðum að játa að þar hafi á-
standið verið öðruvísi, að hag
stæðar breytingar, góðar
breytingar að okkar dómi, fást
ekki framkvæmdar gegn vilja
og veldi Sovétríkjanna. Sum
um þykir þetta leitt — og það
þykir mér — en það er stað-
reynd, sem ég verð að reikna
með við mat á stefnumyndun.
Status quo er við lýði, og ekki
okkar sköpunarverk, en við
verðum að viðurkenna það.
Og það sem við getum áunnið
okkur með samningum við
Sovétríkin er að taka upp á
Willy Brandt „slappar
Frá viðræðum Walter Scheel og Gromykos í Moskvu
ný eðlileg samskipti milli
ríkjasamsteypanna tveggja, að
gera okkar eigið „áhlaup“ til
að treysta fjórveldasamkomu-
lagið um Berlín.
Sp.: En hve skýrar eru lín
urnar milli lausnar Berlínar
málsins og vestur-þýzkrar
staðfestingar á sáttmálanum
við Sovétríkin?
Sv.: Skyldleikinn er jafn
ljós og hann er rökréttur. Það
sem við erum að sækjast eft
ir undir mafninu „afneitun
valdbeitingar", er að stuðla að
jafnvægi í Evrópu, að nánara
sambandi og samvinnu ekki
aðeins milli lýðveldis okkar
og áhrifasvæðis Sovétríkj-
anna, heldur á mi'lli Austurs
og Vestur í þessum heims-
hluta í heild.
Allt þetta varðar einnig
Berlín, því það væri til lítils
að sækjast eftir jafnvægi í
Evrópu ef Berlín á áfram að
vera eyja í kalda stríðinu. —
Þess vegna getum við því að
eins staðfest sáttmálann við
Sovétrikin — látið hann taka
gildi — að miðað hafi veru
lega að því að staða Vestur-
Berlínar verði tryggð ...
Springer hefur verið meðal
þeirra, sem harðast hafa gagn
rýnt Willy Brandt fyrir til-
raunir hans til samninga við
Sovétríkin. Var hann ekki á
því að virða óskir stjómarinn
ar um að halda efni griðasátt-
málans leyndu þar til eftir
undirskrift í dag, og í gær
birtu tvö af blöðum Springers,
Bild Zeitung og Die Welt, sátt
málann og fylgiskjöl hans,
þótt yfirvöld væru lítt hrifin
af því tiltæki, neituðu þau
ekki að Springer hefði á ein
hvern hátt tekizt að komast
yfir réttan texta sáttmálans.
Að sögn blaðamna tveggja
afneita bæði ríkin valdbeit-
ingu og viðurkenna ríkjandi
landamæri í Evrópu eins og
þau eru í dag. Ekki er þó geng
ið framhjá yfirlýstri ósk V-
Þjóðverja um að einhvem-
tíma í framtíðinni verði báðir
hlutar Þýzkalands sameinaðir
á ný, því í fylgiskjali með
samningnum segir að hann
mæli ekki gegn sameiningu,
sé það einlægur vilji íbúa
beggja landshluta. Nánar er
sagt frá sáttmálanum í firétt á
öðrum stað hér í blaðinu.
IESIÐ
íilorxsjuiIiTaiií,
i takmarkanir á vljumíí
DRCIECn
Til ráðstöfunar Sýningarsalurinn Sveinn Egilsson hf.
Af sérstökum ástæðum er til ráðstöfunar einbýlishús með Höfum til sýnis og sölu nýinnfluttan Opeí Record, 2ja dyra.
bílskúr, 153 fm. Fallegur bill.
Upplýsingar í síma 51814. Sýninga rsalurínn
Sigurlinni Pétursson. Sveinn Egilsson hf.