Morgunblaðið - 12.08.1970, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 12.08.1970, Qupperneq 14
14 MQRGIINBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR, 12. ÁGÚST 1971 Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavík, Framkvæmdastjóri Haraldur Sveirvsson. Ritstjórar Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson. Fréttastjórí Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ami Garðar Kristinsson. Rttstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Askriftargjald 165,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 10,00 kr. eintaklð. SAMSTARF TIL ÞESS AÐ HINDRA VERÐLAGSHÆKKANIR 4 undanförnum árum hefur reynslan sýnt, að sífelld- ar víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags draga mjög úr kaupmætti launanna. Um áraraðir hefur þetta atriði verið eitt helzta viðfangsefni stjórnvalda. Hér er vissulega um að ræða mjög erfitt úr- lausnarefni, enda. hefur ekki tekizt að stemma stigu við þessari þróun enn sem komið er. Um kaupgjald er að öllu jöfnu samið í frjálsum samn- ingum launþega og atvinnu- rekenda. Ríkisvaldið hefur ekki hönd í bagga með þeim samningum, nema í sérstök- um tilvikum, sem eru þá al- gjör undantekning. Semji að- ilar á vinnumarkaðinum um hærra kaupgjald en atvinnu- vegirnir geta staðið undir, leiðir það óhjákvæmilega til verðlagshækkana. Vísitölu- uppbót á laun örvar svo til muna víxlhækkanir kaup- gjalds og verðlags. Augljóst er, að ógerningur er að koma í veg fyrir þessa þróun, nema með samkomu- lagi ríkisvaldsins og aðila á vinnumarkaðinum. Af þess- um sökum óskaði ríkisstjóm- in á sl. vori eftir samstarfi Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasambandsins til þess að koma á betra skipu- lagi og varanlegum umbót- um í þessum efnum. Nú hef- ur það gerzt, að bæði Alþýðu- sambandið og Vinnuveitenda- sambandið hafa fallizt á að hefja viðræður við ríkis- stjqrnina u-m hugsanlegt sam- starf við rannsókn og úr- lausn þessara málefna. Hér er vissulega stigið spor í rétta átt, og allir hljóta að vona, að þessar viðræður leiði til nið- urstöðu, sem vel má við una. Það er launþegum mikið keppikefli að koma megi á stöðugu verðlagi, svo að kaup máttur launanna rýrni ekki. Eins styrkir það atvinnurekst urinn og alla efnahagsstarf- semi í landinu, ef unnt reyn- ist að koma á meira jafnvægi og stuðla að auknum vinnu- friði. Af þessum sökum eru miklar vonir bundnar við þær viðræður, sem nú munu hefjast milli ríkisstjórnarinn- ar og samningsaðila á vinnu- markaðinum. Það verður auðvitað ávallt noggurt deiluefni, hversu miklar kauphækkanir at- vinnuvegirnir geta borið á hverjum tíma. Á sl. vori voru flestir á einu máli um, að batnandi hagur atvinnuveg- anna, einkanlega sjávarút- vegsins, leyfði kauphækkan- ir. Hitt var augljóst, þegar niðurstöður samninganna voru kunnar, að umsamdar kauphækkanir myndu leiða til verðlagshækkana. Þó að hagur atvinnuveganna standi nú traustari fótum en áður, verður að gæta þess að íþyngja þeim ekki um of. Nú hafa hins vegar borizt af því fréttir, að verð á þorskblokk vestan hafs fari stöðugt hækk andi og söluaukning sé tals- verð. Fréttir af þessu tagi og þær viðræður, sem nú standa fyrir dyrum til þess að stemma stigu við víxlhækk- unum kaupgjalds og verð- lags, gefa ástæðu til nokkurr- ar bjartsýni. Ýmislegt bendir þannig til þess að komast megi hjá alvarlegum afleið- ingum hinna miklu kaup- hækkana. Rán á sendiráðsstarfsmönnum TTin tíðu rán á sendiráðs- starfsmönnum vekja nú orðið verulegan ugg víða um heim. Skæruliðar í Uruguay hafa nú fyrir fáum dögum myrt bandarískan sendiráðs- starfsmann og fleiri eru í haldi skæruliða. Það er öll- um ljóst, að hér er um ógn- vekjandi vandamál að ræða. Að vísu hefur einkum borið á þessurn ránum og morðum í Suður-Ameríku, en þar er stjómmálaástand víða ótryggt og víðast hvar mikil ólga undir niðri, sem leysist öðru hverju úr læðingi. Þetta óvissa stjórnmálaástand á auðvitað mesta sök á hvernig komið er. Á sama hátt og flug vélaránin getur þessi óaldar- starfsemi breiðzt út- til ann- arra heimshluta með ófyrir- isjáanlegum afleiðingum. Af íþeim sökum er það mjög brýnt að öllum tiltækum ráð- um verði beitt til þess að hindra mannrán og mann- dráp af þessu tagi. Það er að vísu örðugt, en engu að síð- ur mjög knýjandi. Yfirleitt em kröfur ræn- ingjanna á þá lund, að stjóm- völd láti lausa pólitíska fanga, að öðrum kosti verði fórnarlamb þeirra tekið af lífi. Oft á tíðum er hér um að ræða pólitískt þrátefli, sem erfitt er að meta. En hvað sem því líður er mikil- vægt, að þjóðirnar bindist samtökum um ákveðna af- stöðu gegn ódæðisverkum af þessu tagi. Samstaða margra þjóða er nauðsynleg til þess að árangur náist. Lausnin verður engu að síður háð stjómmálaþróun í þeim heimshlutum, þar sem þessir atburðir em hvað tíðastir. OBSERVER >f OBSERVER Frá óeirðunum í Norðu r-írlandi. — Mynd þessi er af grötubardögum í Belfast. Belfast — borg hatursins Eftir Rex Mac Gall Dublin, 5. ágúst — ,,VERTU reiðubúinn því að standa frammi fyrir augliti drottins. Stundin er runnin upp“. Þessi orð voru rituð á stór skilti þegar ég kom til Belfast frá Dublin. Belfast er orðin borg hat- ursins. Fáeinum klukkustund um eftir að ég kom til borgar innar skulfu veggir skráning arstöðvar brezka hersins vegna tveggja sprengjutilræða en stöðin er örstutt frá húsinu þar sem ég var í heimsókn. Er ég var að fara aftur til Dubl in kom lögregluþjónn til járn brautarstöðvarinnar og skip- aði okkur að fara út úr vögn unum vegna sprengjuhættu, en fáeinum dögum áður höfðu járnbrautarteinar Belfast- Dublin-lestarinnar verið sprengdir upp og því vildi Royal-Ulster-lögreglusveitin ekki hætta á neitt. Þegar brezka stjórnin sendi fyrst hersveitir til Norður- írlands fyrir ári síðan að und angengum miklum óspektum og bardögum milli lögreglunn ar og kaþólska minnihlutans var hermönnunum tekið með miklum fögnuði. Kaþólskir fögnuðu þeim sem verndurum gegn mótmælendum og B-lög reglusveitinni sem eingöngu var skipuð mótmælendum. B-lögreglusveitin hefur nú verið leyst upp, en hatrið sem eitt sinn beindist að þeim, beinist nú að brezku hersveit unum. — Óeirðirnar í Belfast í siðustu viku jukust og héldu áfram yfir helgina og hinn vafasami friður sem fylgdi í kjölfar hersveitanna var rof- inn. Sprengjum er varpað, skothvellir heyrast og uggur- inn fer vaxandi meðan her- sveitirnar marséra um göturn ar og útvarpstöð þeirra sendir út fréttir af nýjum atburðum. Belfast líkist mest hertek- inni borg með brynvarða bíla, hersveitir, gaddavírsgirðingar, varnarveggi úr sandpokum og eyddum svæðum. Samlíkingin er alltof eðlileg fyrir kaþól- ikka og þeir líta á brezku her- sveiti’tiar sem óvini sína. Þegar hersveitirnar komu fyrst virtust deilurnar ein- göngu vera milli kaþólikka og mótmælenda í verkamanna hverfunum í Belfast. Barátta kaþólskra manna fyrir full- um borgaralegum réttindum og jafnrétti í húsnæðis- og at vinnumálum mætti harðri and stöðu mótmælenda, sem voru hræddir við að hinir kaþólsku yrðu þeim yfirsterkari og þeir neyddir til þess að innlimast í írsk-kaþólska lýðveldið. Síðustu dagana í stjórnartíð verkamannaflokksins sem tap aði í kosningunum í júní voru nokkur svæði í Belfast og Londonderry enn lokuð fyrir Royal Ulster lögreglusveit- inni. Kaþólskir menn neituðu að viðurkenna lögregluna og komu upp sinni eigin götulög- reglu. Spennan jókst og sömu sögu er að segja um reiði mót mælenda í garð stjórnarinnar vegna eftirlátssemi hennar í sambandi við þessi lokuðu svæði. Þá féll Verkamannaflokkur inn og íhaldsstjórn tók við stjórninni. Samdægurs voru lokuðii svæðin í Belfast opnuð fyrir lögreglunni en í kjölfar hennar kom til óeirða þar sem skotvopn og táragas var notað óspart. Kaþólskir menn héldu að að gerðirnar væru vandlega skipulagður þáttur í stjórnar stefnu íhaldsflokksins. Her- sveitirnar voru ásakaðar fyrir rán og óþarft ofbeldi, og það barst út að hermenn hefðu skotið þrjá menn sem ekki höfðu komið nálægt óeirðun- um. Reiði kaþólikka magnaðist þegar upp komst að margir í hersveituntim sem þarna komu við sögu voru Skotar frá svæðum sem talin eru standa með mótmælendum. Þegar hersveitirnar komu fyrst til Norður-írlands fyrir ári síðan börðust þær til að byrja með við uppreisnar- gjarna mótmælendur, en þeg ar skozku hersveitirnar tóku við af þeim virtist mörgum, bæði kaþólskum og mótmæl- endum, að það væri gert til þess að tryggja það, að kaþól ikkar yrðu aftur hinn undirok aði minnihluti. Að minnsta kosti fjórar vopnaðar hersveitir taka þátt í átökunum í Belfast. Það eru: brezki herinn; ólöglegur flokk ur sjálfboðaliða mótmælenda frá Ulster, UVF; tvær sveitir írskra kaþólikka, IRA, sem John Lynch einnig eru ólöglegar; og sveit kaþólskra manna sem talin er standa í sambandi við Fianna Fail. Allar neðanjarðarhreyf- ingarnar virðast vera í varnar stöðu eins og stendur, og gera aðeins smáuppþot af og til, nema þegar þeir telja að á þá sé ráðizt. En ef frásagnir frá Belfast eru sannar þá er það sveit kaþðlikkanna sem er ein lægust í baráttu sinni. Sam- kvæmt því sem meðlimir IRA segja þá er óform stjórnar ka þólsku sveitarinnar það, að halda áfram að kynda undir til þess að koma af stað trúar deilum og borgarastyrjöld, sem síðan hefði þær afleiðing ar að forsætisráðlherrann í Dublin, Jack Lynch félli en við af honum tæki klíkan, sem er í sambandi við ráð'herrana tvo sem nýlega voru sakaðir um að stuðla að sendingu skot vopna til Norður-írlands. 0BSERVER >f OBSERVER

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.