Morgunblaðið - 12.08.1970, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 12.08.1970, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR, 12. ÁGÚST 1970 17 VETTVANGUR Framhald af bls. 15 ins Ijós fyrir forgöngu gróinna samvinnufélaga, eins eða fleiri, sem sjálf hafa yfir að ráða áhættufé til að hefjast handa. Mér kemur þetta þannig fyrir sjónir, að samvinnufélög, bæði hér og erlendis, séu vel á vegi að verða nokkurs konar sjálfs- eignarstofnanir, og skal ég út af fyrir sig ekki lasta þær, enda vann ég sjálfur að upp- byggingu félags, sem líklega verður að teljast sjálfseignar- stofnun, Almenna bókafélags- ins, og var fyrsti framkvæmda stjóri þess. Þessi öflugu samtök eiga vafalaust eftir, héðan í frá eins og hingað til, að leysa mörg og merkileg verkefni af hönd- um, enda er nú í mótun við- tækt samstarf þeirra, ekki ein- ungis innan einstakra landa, heldur líka alþjóðlegt samstarf, og ekki er ég í vafa um, að Islendingar geta notið góðs af samstarfi við hin öflugu sam- tök samvinnumanna í ná- grannalöndunum. En því bendi ég á þetta eðli samvinnusamtakanna, að þau eru í ýmsu tilliti lík almenn- ingshlutafélögum, en megin- munurinn er sá, að í hlutafé- lögum er eignaraðild þátttak- enda bein og áhrif hlutahaf- anna eiga að nægja til þess að félögin. verði ekki smám sam- an óháðar stofnanir, sem starf- ræktar séu, án þess að eigend- urnir ráði þar raunverulega einu eða neinu. Ég skal þó játa, að bæði hér og erlendis hefur það hent, að félög, sem upphaflega höfðu flest einkenni almenningshluta félaga, hafa smám saman slitn- að úr tengslum við eigendurna. Þannig hafði Eimskipafélag Is- lands til dæmis flest einkenni almenningshlutafélags, er það var stofnað af mikilli framsýni og frjálslyndi, en ýmis atvik ollu því, að það ágæta félag var að ýmsu leyti orðið líkast sjáfseignarstofnun, sem eig- endurnir sinntu litt um, þótt nú sé breyting að verða á í því efni, og stjórnendurnir vinni að þvi að endurskipu- leggja það merka félag, sam- hliða þvi sem hluthöfunum er nú greiddur sómasamlegur arð ur, gagnstætt því sem áður var. V Reynt hefur verið að skil- greina hugtakið almennings- hlutafélag þannig, að það væri fjölmennur, opinn félagsskap ur, stofnaður í atvinnuskyni með þátttöku sérhvers, sem í von um hagnað, vill leggja fram fé til að eignast hlut í fé- laginu, með takmarkaðri á- byrgð. Þessa skilgreiningu má auð- vitað teygja á marga vegu. Þannig má um það deila hvað sé „fjölmennt" félag. 1 litlu byggðarlagi gæti félag verið talið fjölmennt, ef hluthafarn- ir væru fimmtíu eða hundrað talsins, þótt þeir þyrftu að skipta hundruðum eða þúsund um, ef félagið næði til lands- manna allra. Þegar talað er urh, að félag- ið þurfi að vera opið, er fyrst og fremst við það átt, að ekki séu lagðar óeðlilegar hömlur á viðskipti með hlutabréfin, þannig að menn geti selt þau hverjum sem er og hvenær sem er. Öllum ætti að vera heimilt að gerast stofnendur að félag- inu, en þó gæti félag, sem upp haflega var ekki stofnsett með þeim hætti, síðar orðið almenn ingshlutafélag, ef það yki hluta fé sitt eða hlutir í því dreifð- ust mjög, og svo mætti lengi telja. En áherzlu verður að leggja á það, að arðsvon ráði hluta- fjárframlögum manna og félög in séu stofnuð í atvinnuskyni því að ella mundi hugtakið ekki geta öðlazt viðhlítandi merkingu. Að vísu er mér ljóst, að i einstökum byggðarlögum hef- ur af atvinnuástæðum verið efnt til hlutafélagsstofnunar með þátttöku fjölmargra íbúa og sums staðar nærri því hverr ar einustu fjölskyldu. Þessi fé lög hafa sums staðar verið nefnd almenningshlutafélög, án þess að hluthafarnir gerðu sér von um mikinn eða skjót- an arð, en nauðsynlegt er þó að leitast við að búa þannig um hnútana, að heilbrigð end- urgreiðsla fyrir afnot af fjár- munum manna komi til, hve- nær sem það er unnt, og eru þá sett um það ákvæði í sam- þykktir eða lög félaganna sjálfra. Þannig var t.d. í fyrra safnað á Hofsósi og í nágranna sveitum 2% milljón króna til útgerðar og frystihúsareksturs og á Siglufirði var nýlega stofn að félag með 6 milljón króna hlutafé til kaupa á togara. 1 því félagi eru allmargir stærri hluthafar, og t.d. lagði rosk- inn verkamaður fram 200 þús. krónur, auðvitað vegna þess, að hann og aðrir ætla sér að hagnast á rekstrinum. Á það verður með öðrum orð um að leggja rika áherzlu, að sá hugsunarháttur fái ekki að ráða, að hlutafjárframlag sé einhvers konar góðgerðarstarf- semi eða gjöf til félagsins, held ur leggi menn f jármagnið fram í von og trú á, að þannig ávaxti þeir fé sitt ekki verr en með öðrum hætti. Áður en til stofnunar almenningshluta- félags er gengið er þess vegna nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því, hvort viðkomandi rekstur getur skilað arði eða ekki, og engan mundi ég hvetja til að leggja út í félagsstofn- un, þar sem ekki væru miklar líkur til þess að félagið gæti að minnsta kosti borgað arð, sem svaraði ríflega bankavöxtum, þegar er það hefði hafið starf- rækslu að ráði. Þá er það einkenni á almenn ingshlutafélögum, eins og raun ar á að vera á öllum hlutafé- lögum, þótt misbrestur sé þar á, að menn hætta ekki meiru fé en því, sem þeir leggja fram sem hlutafé eða lofa að leggja fram. Menn eru með öðrum orð- um ekki persónulega ábyrgir fyrir skuldbindingum félagsins; heldur einungis því fjármagni, sem þeir hafa hætt með hluta- bréfakaupum eða hlutafjárlof- orðum. Ekki yrði félag nefnt al- menningshlutafélag, ef einn eða fleiri hluthafar væru mjög stórir og réðu lögum og lofum, jafnvel þótt hluthafarnir væru að öðru leyti margir. Dreifing hlutafjárins þarf því að vera veruleg. Slíkt er unnt að tryggja með ákvæðum stofn- samnings og samþykkta félags- ins sjálfs. Til dæmis er unnt að ákveða, að enginn einn hlut- hafi megi eiga nema ákveðinn hundraðshluta alls hlutafjárins. Nægilegt ætti þó að vera í flestum tilfellum að ákveða einungis, að enginn hluthafi megi fara með meira atkvæða- magn en nemur ákveðnum hundraðshluta, þótt hann eigi meira hlutafé. Það sem fram yf- ir er, fellur þá dautt á fund- um, en hins vegar mundi hlut- hafinn njóta arðs af öllu sínu hlutafjármagni til jafns við aðra, en arðgreiðslur í hlutafé- lögum eru miðaðar við hluta- fjármagnið til dæmis 10% eða 15% af því fé, sem hver og einn hefur lagt fram. Atkvæðisréttur i hlutafélög- um fer einnig eftir hlutafjár- magni, gagnstætt því, sem er í samvinnufélögum, þð með þeim takmörkunum, sem áður var að vikið, að setja mætti í sam- þykktir félaganna sjálfra, og samkvæmt landslögum má eng- inn hluthafi fara með meira at- kvæðamagn en % samanlagðra atkvæða í félaginu. I almenn- ingshlutafélögum mundi þetta vera miklu meira takmarkað, t.d. við 1, 2, 3, 4 eða 5% heild- arhlutafjárins. Ýmissa annarra atriða þarf að gæta í almenningshlutafélög um til að tryggja rétt hluthafa til eðlilegra áhrifa á stjórn fé- laganna. Þannig er t.d. nauð- synlegt áð heimila hluthöfum aðgang að hluthafaskrá félags- ins, svo að þeir geti kynnt sér hverjir séu hluthafar, haft áhrif á þá og myndað samtök sín á milli, ef þeir eru óánægð- ir með stjórnendur félagsins. Eðlilegt er einnig að viðhafa hlutfallskosningu í almennings hlutafélögum, en þó er ekki heppilegt að hafa hana með þeim hætti, sem hér er tíðkað, heldur að hafa á annan hátt, sem nefndur er margfeldiskosn ing, en þá er kosið á milli ein- staklinga og kosningu þannig hagað, að gildi hvers hlutar í félaginu er margfaldað með tölu þeirra manna, sem kjósa skal og fer atkvæðagildi hvers hlutar þannig eftir því, hve marga menn á að kjósa. Síðan er heimilt að verja öllu atkvæðamagninu, hvort heldur er á jafnmarga menn eða færri en kjósa skal. Ef kjósa á fimm stjórnendur, hefur hver hlutur fimmfalt atkvæðamagn og hlut- hafinn getur þá varið öllu at- kvæðamagninu á einn mann eða skipt því á þann hátt, sem hann óskar. Ef hann kýs t.d. tvo menn, fær hvor um sig 2% atkvæði. Á þennan hátt geta hluthafar, sem ráða yfir 16% atkvæðamagnsins fengið einn mann kosinn í fimm manna stjórn, hvernig svo sem at- kvæði annarra hluthafa falla, ef þessi minnihluti ver öllu sínu atkvæðamagni á þennan eina mann. Við hlutfallskosningu er hins vegar raðað upp lista, eins og menn vita, og líklegt er, að stjórnendur, sem vissu um, að tilraunir yrðu gerðar til að fella einhvern stjórnarmann, mundu setja hann í efsta sæti og þannig koma í veg fyrir að hann félli, en við margfeldis- kosningu er þetta ekki unnt. Æðsta vald í hlutafélögum er í hendi hluthafafundar og þar eiga hluthafar að beita þvi, m.a. við stjórnarkjör. □ Áðan var að því vikið, að hagnaðarsjónarmið ættu að ráða hlutafjárframlögum. Auð- vitað er ekki unnt að stemma stigu við því, að menn verji fé sínu í fyrirsjáanlegan tap- rekstur, en helzt vildi ég að slík félög yrðu ekki nefnd al- menningshlutafélög. En hvaða skilyrði eru þá til þess að menn geti hagnazt á því að ráðstafa fé sinu til hlutabréfakaupa? Það er von að menn spyrji, því að reynsl- an hefur orðið sú, því miður, í íslenzku hlutafélögunum, þar til á allra síðustu árum, að lít- ill eða enginn árður hefur ver- ið greiddur af hlutafé. Á þessu er nú hins vegar að verða breyting eins og kunnugt er og hugsunarhátturinn er nú orð- inn sá, að eðlilegt sé, að hlut- hafar fái heilbrigt endurgjald fyrir framlög sín. Með skattalagabreytingum 1962 var ákveðið að 10% arð- ur, sem greiddur væri hlut- höfum, skyldi skattfrjáls hjá fé lögunum, og leiddi það til þess, að mörg félög hófu arðgreiðsl- ur og hafa haldið þeim áfram. En annað ákvæði, ekki síður mikilvægt, var i þessum sömu lögum, þ.e.a.s., að heimilað var að gefa út svokölluð jöfnun- arhlutabréf og mátti verð- gildi þeirra svara til almennra verðhækkana, sem í þjóðfélag- inu hefðu orðið frá stofnun hlutafélagsins eða útgáfu hluta bréfanna og til þess dags er jöfnunarhlutabréf voru útgef- in. Síðan mátti greiða skatt- frjálst 10% arð, ekki einungis af upphaflega hlutafénu, held- ur af þvl og jöfnunarbréfunum — eða með öðrum orðum af raunverulegu verðgildi fjárins, er það var lagt fram til hluta- bréfakaupa. Þannig er I raun réttri um að ræða nokkurs konar verðtryggingu á hluta- bréfum i þeim félögum, sem vel ganga og geta greitt riflegan arð. Þessi skattalagabreyting hef- ur þó ekki nægt til þess að örva nægilega þátttöku í hluta- félögum eða hvetja menn til stofnunar almenningshlutafé- laga, og þess vegna hefur nú verið boðað, að þegar á næsta þingi verði enn gerðar umbæt- ur í þessu efni og þá væntan- lega á þann veg, að arður, sem menn fá af hlutabréfum, verði að einhverju marki skattfrjáls og hlutabréfaeign verði eignar skattfrjáls að einhverju marki auk frekari lagfæringa á skatt lagningu fyrirtækjanna sjálfra, sem á að auðvelda þeim að byggja upp sjóði sína, þar á meðal arðgreiðslusjóð, sém not- aður er til að jafna milli ára, þannig að unnt sé að greiða riflegan og stöðugan arð, þótt illa gangi einstök ár. Hef- ur verið um það rætt, að fyrstu 20—25 þús. krónur, sem hver einstaklingur fengi greiddar í arð, yrðu skattfrjáls ar og hlutabréfaeign, sem næmi 200 þús. kr. væri eignarskatts- frjáls. Virðist skilningur á nauð syn þess að beina fjármagni manna til atvinnulifsins hafa aukizt svo, að fyllsta ástæða sé til að ætla, að breytingar í þessa átt verði gerðar og mik- ill meirihluti Alþingis muni styðja þær. En auk þessara skattalaga- breytinga, sem vænta má á næstunni, er nú kappsamlega unnið að undirbúningi að stofn un kaupþings á vegum Seðla- bankans, en hann hefur laga- heimild til að koma slíkri stofn un á fót. Á kaupþingi yrði verzlað með skuldabréf og hlutabréf. Þar yrði verð bréf- anna skráð, er fram i sækti, og þar gætu menn losnað við bréf sín, ef þeir þyrftu á reiðufé að halda. En auk þess mundi verð bréfamarkaður að sjálfsögðu vera mikið aðhald fyrir stjórn endur hlutafélaganna, því að verðbréfamarkaðurinn eða kaupþingið, hvort orðið, sem menn nú vilja nota, mundi fylgjast með rekstri fyrirtækj- anna og setja reglur um það, hvaða félög fengju bréf sín skráð þar og hver ekki. 0 Þvi er stundum haldið fram, að hlutafélagalöggjöfin, sem gömul er að vísu, frá 1921, hamli því að sett séu á stofn heilbrigð almenningshlutafélög. Þetta er ekki rétt, löggjöfin er það rúm, að unnt er að koma við í lögum félaganna sjálfra öllum þeim ákvæðum, sem nauðsynleg eru til að tryggja hag hluthafanna. Hins vegar er það rétt, að lögin veita ekki nægilegt aðhald að mönnum, sem vilja hagnast á þekkingarskorti annarra eða ana af hugsunarleysi út i fé- lagsstofnun, og því ríður á miklu að búa vel um hnútana frá upphafi og gæta þeirra at- riða, sem ég hef drepið á og raunar margra fleiri, sem ekki er tími til og heldur ekki ástæða til að ræða hér á þessu stigi. En eins og ég drap á áð- an, mundi kaupþing setja strangar reglur í þessu efni, og ættu þær að vera allgóð trygging fyrir því, að allt væri með felldu, á meðan ekki hefur verið sett ný hlutafélaga- löggjöf, en að henni er unnið, þótt seint gangl, meðal annars vegna alþjóðlegs samstarfs og tilrauna, sem gerðar eru til að samræma löggjöf Evrópulanda um hlutafélög. Ég hef nú rætt almennt um rekstur opinberra hlutafélaga í eigu alþýðu. 1 mínum huga leik ur enginn vafi á því, að við íslendingar munum I ríkum mæli fara inn á þessa braut á allra næstu árum. Við viljum ekki að fjármagn og fjármála- vald safnist á hendur fárra manna og þorri Islendinga vill ekki heldur að megin hluti at- vinnurekstrar verði á höndum ríkisins. Að svo miklu leyti, sem það einkaframtak, sem við nú þekkjum, og samvinnurekst ur ekki getur leyst þau við- fangsefni á atvinnusviðinu, sem á næsta leiti eru, hljótum við að hverfa að stofnun al- menningshlutafélaga. Eins og menn vita, er nú I undirbúningi stofnun öflugs fjárfestingarfélags, sem vænt- anlega mun innan fárra ára hafa yfir að ráða nokkur hundruð milljónum króna, sem varið verður til þátttöku I margvíslegum atvinnurekstri. Þetta félag mun beita sér fyr- ir stofnun nýrra atvinnufyrir- tækja samhliða þvi, sem það mun gerast þátttakandi í fyrir- tækjum, sem þegar eru starf- rækt og leitast við að efla þau og styrkja. En það mun einnig taka að sér sölu hluta- bréfa í fyrirtækjum, sem ýmist er verið að stofna eða þar sem auka á hlutafé til að efla rekst urinn og það mun ábyrgjast sölu hlutafjár í fyrirtækjum, sem það hefur trú á. Þannig gætu t.d. upphafsmenn að atvinnufyrirtæki, sem yfir hefðu að ráða einhverju ákveðnu hlutafjármagni, en ekki nægilega miklu, leitað til félagsins um að það ábyrgðist sölu á því hlutafé, sem þá skort ir. Við gætum hugsað okkur að stofna ætti hlutafélag um verk smiðjubyggingu og h^ildarfjár- magnsþörfin væri 50 milljón kr. Lánsf járöflun gæti e.t.v. numið 70% eða 35 milljónum, 15 milljónir þyrftu þá að koma sem hlutaf járframlög, en stofn- endurnir réðu e.t.v. ekki við nema 5 milljónir, þá gætu þeir leitað til félagsins um að það keypti eða ábyrgðist sölu á 10 • milljónum króna og þannig væri unnt að hleypa félags- stofnun af stokkunum, sem ella hefði verið ókleyft. Sannleikurinn er sá, að for- ustu I atvinnumálum hefur mjög skort hér á landi, en er- lendis eru fyrirtæki, sem sinna því hlutverki, sem þessu nýja félagi er ætlað að gera hér á landi. Vonandi tekst vel til um rekstur þess, því að á því leik- ur enginn vafi, að það getur haft gífurlega þýðingu, ef allt fer sem horfir. Nú er mér ljóst, að tilefni þess að boðað er til þessa fund ar hér eru hugmyndir um upp- byggingu atvinnulífs hér á staðnum. Mönnum finnst þess vegna e.t.v. óþarfi að vera méð skýjaborgir og umtal um stór- rekstur og almenna þróun at- vinnulífs í þjóðfélaginu. En sannleikurinn er sá, að eiginleg almenningshlutafélög þurfa helzt að vera nokkuð stór í sniðum, ef kostir þeirra eiga að njóta sín til fulls. Sízt situr þó á mér, sem í áratug hef bar- izt fyrir þeirri stefnu I upp- byggingu atvinnufyrirtækja, sem hér er verið að ræða um, að draga úr mönnum að leggja út á þessa braut, þótt í smærra mæli sé, enda er vissulega ánægjulegur sá áhugi, sena bæði hér og i öðrum byggðar- lögum hefur vaknað á því, að fólkið bindist samtökum um það að hrinda I framkvæmd fyr irtækjastofnunum og efla þann ig atvinnulífið og sínar heima- byggðir. Á þvi leikur enginn vafi, að með samstilltu átaki er bæði hér og annars staðar hægt að lyfta Grettistaki í atvinnu- málum, ef nægilega hraustlega er að þeim staðið. Hitt er rétt að muna, að kapp er bezt með forsjá. Það hygg ég líka, að mönnum hér sé ljóst, og þess vegna óska ég þess af heilum huga, að áform um öfluga atvinnuuppbygg- ingu hér á Selfossi megi takae*- Ey. Kon. Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.