Morgunblaðið - 12.08.1970, Síða 28
nucLvsmcnR
^0-^22480
MIÐVIKUDAGUR 12. AGÚST 1970
Skrúfan datt
af flugvélinni
ísafirði, 11. ágúst.
FLUGVÉL af Cessna-gerð var
að koma frá Miðfirði í morgun.
Þegar hún var að hefja aðflug
að vellinum og var 700 fet
yfir Tungudalnum, skipti ekki
togum að skrúfan fauk af, og
fylgdi hreyfillinn sem skrúfan er
föst við. Slettist olía upp á fram
rúðu flugmannsins.
Flugmaðurinn, Hörður Guð-
mundsson, opnaði hliðarglugga
og tókst ágætlega að lenda vél-
inni. Þrír farþegar voru með hon
um í vélinni. Hörður er búinn að
vera hér með flugvél I tæpt ár
og gengur prýðilega hjá honum.
— Fréttaritari.
Sovétfarar láti
bólusetja sig
Fylgzt með ferðafólki þaðan
VEGNA frétta um kólerufarald
ur í Sovétríkjunum og að sjúk-
dómurinn sé að breiðast þar út,
elns og segir frá í annarri frétt
1 blaðinu, spurðist Mbl. fyrir um
það hjá landlækni hvort hér
hefðu verið gerðar einhverjar ráð
stafanir í því sambandi.
Sigurður Sigurðsson, landlækn
ir sagði að reynt hefði verið að
hafa samband við Alþjóðaheil-
brigðisstofnunina og heilbrigðis-
stofnanir á Norðurlöndum með
fyrirspumum um viðbrögð þar
og væri búizt við svari þaðan
mjög fljótlega.
Einnig hefðu verið ræddar hér
ráðstafanir, sem til greina gætu
komið, og hefði borgarlækni í
Reykjavík og héraðslækninum í
Keflavík verið falið að fylgjast
með þvi fólki, sem kæmi frá
þessum svæðum.
I dag eða næstu daga mun
svo verða send út hvatning til
fólks, sem fer til Sovétríkjanna,
um að það láti bólusetja sig gegn
kóleru.
En landlæknir sagði, að þvi
miður lægju enn fyrir of óljós-
ar fréttir um útbreiðslu veikinn
ar og gang hennar í heild.
Þá náði Mbl. tali af borgar-
lækni, sem sagði að ekki væri
von á skipi frá Rússlandi á næst
unni, enda væri vörn í þvi að
meðgöngutimi kóleru er 5 dag-
Þrír sækja um
sendiráðsprests-
embættið
UMSÓKNARFRESTUR uim emto-
ætti sendiráðsprests í Kaup-
mamnahöÆn er útrunninn. Þrír
sóttu um staifið: sr. Hreinn
Hj artarson á Ólafavík, sr. Lárus
Halldórsson og srr. Ynigvi Þ.
Ármason á Prestsbaikka.
Er búizt við að embættið verði
veitt inman skamms.
ar og því ætti veikin að vera kom
in fram á leiðinni. En varðandi
þá sem koma með flugvélum,
ætlaði útlendingaeftirlitið að
fylgjast með farþegum. Ef ein-
hverjir kæmu frá Suður-Rúss-
landi þyrfti að bólusetja þá og
fylgjast svo með þeim daglega
á eftir.
Þetta er starfshópur frá Vogue Magazine, sem er að útbúa hausthefti þessa mikla blaðs hér. —
(Sjá grein og myndir á bls. 10) Ljósmyndarinn Cowan sagði að fyrirsætan Cynthia Korman yrði
að hafa á myndinni fax eins og hesturinn og hárgreiðslumeistarinn Christoph Carita er að koma
því í kring. Hin horfa á, hesteigandinn, aðstoðarstúlka 1 jósmyndarans, Piaggi tízkusérfræðingur
frá Ítalíu í mikilli loðkápu og Magnús, bílstjóri og fylgdarmaður hópsins. Viðfangsefnið er: —
Stúlka í lopapeysu á hesti. (Ljósm. Mbl.: Kr. Ben.)
Fjölmennur Fulltrúaráðsf undur:
Prófkjör ákveðið
Umræður um haustkosningar, landsfund o. fl.
A FJÖLMENNUM fundi
Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag
anna í Reykjavík í fyrra-
kvöld var ákveðið, að efnt
skyldi til prófkjörs um skip-
an sjö efstu sæta á fram-
boðslista Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík við næstu
alþingiskosningar. Jafnframt
voru samþykktar reglur um
framkvæmd prófkjörsins. Á
næstunni mun kjörnefnd
INGÓLFUR Amarson kom í gær
morgun til Reykjavíkur með 300
lestir af karfa. Á mánudag kom
Sigurður með 400 iestir af karfa
til Reykjavíkur.
Hörður Einarsson.
Leyfðar síldveiðar
við Suðausturland
ÁKVEÐIÐ hefur verið aið leyfa
veiði síldar fyrir Suðiur- og Vest
urlandi allt að 5000 smálestir til
ináðursuðu og beitu, þrátt fyrir
veiðibann. Og gildir hámarkið
5000 smálestir síldar al’ls, meðan
veiði'baninið varir að meðtöldu
aiflamagni, sem þegar er veitt.
Leyfið miðast við 1(3. ágúst.
efna til skoðanakönnunar
um frambjóðendur í prófkjör
inu, en sennilegt er, að það
fari fram í september.
í upphafi Fulltrúaráðs-
fundarins flutti Hörður Ein-
arsson, formaður Fulltrúa-
ráðsins ræðu, þar sem hann
fjallaði m.a. um hugsanlegar
þingkosningar í haust og lét
jafnframt í ljós þá skoðun
sína, að eðlilegt væri að boða
til Landsfundar Sjálfstæðis-
flokksins nú í haust. Enn-
fremur ræddi Hörður Ein-
arsson í ræðu sinni um þann
vanda, sem Sjálfstæðismönn-
um er nú á höndum er velja
þarf flokknum nýja forystu.
Sá kafli í ræðu Harðar Ein-
arssonar, sem fjallaði um
þessi efni er birtur hér á eft-
ir. í upphafi fundarins minnt
ist Hörður forsætisráðherra-
hjónanna og dóttursonar
þeirra og risu fundarmenn úr
sætum í virðingarskyni við
hin látnu.
KOSNING KJÖRNEFNDAR
Á fumidi Fulltrúaráðsins voru
birt úrsilit kosmimigiar irunan Fuil-
trúaráðsins um 9 miemin í k.jör-
nefnd flokfcsinB vegtnia næstiu
þinlgfcosniniga, en sitjómir Sjálf-
stæðilsfélaiganiraa í Reykjavík og
Fulltrúaráðsins tiiniefna 6 miemm
til viðtoótar. Verðiur það vænt-
antegia gert í diajg og er þá fcjör-
miefndin fulliskipuð. Þaiu, sem
tolutu fcoismimigiu í fcjörniefnd eru:
Birgir ísl. Giummiarsisom, sem
Waiut 324 atkivæði, Kriistján J.
Guininarason, 270 atfcvæði, Ólöf
Bieniedifctsdóttir, 239 atfcvæði,
Sigiurður Hafstein, 219 atfcvæði,
Sveimm BenieditotBson, 204 at-
kvæði, Páll S. Fá'lisson, 109 attov.,
Hilmiar Guðlaugsson, 196 attov.,
Silgfimmiur Sigur’ðsson, 182 attov.,
og Gísli Guðnaison, sem hlaiut
174 atkvæði. Gísli Guðniason og
Friðrik Sophuisision voru jafinir
að atkvæðaimiagmi og hlutu báð-
ir 174 aittovæði en Gfeli var vel-
inn mieð hlutfcesti. Attovæða-
magm ammarra framtojóðem'dja til
fcjörnefndar var siem hér segir:
Bjami Bjömisison 169 atfcvæði,
Val'garð Briem, 158 atkvæði,
Hafsteiiran Baldvimisson, Ii54 at-
fcvæði, Páll Bragi Kristjánsson,
153 atkvæ'ðl, Hjörtur Jónisison,
Framhald á hls. 20
Seldi hvert
kíló f yrir
30 krónur
í GÆRMORGUN seldi Gullfaxi
56 lestir af ýsu, lúðu og fcoia í
Grimstoy fyrir 8.200 sterlings-
pund. Eru það rúmar 30 br. á fcg.
Alltaf f jölgar á miðunum:
8 stórir portúgalskir
skuttogarar út af Homi
STÓRUM skuttogurum «r sífellt
að fjölga á miðunum kringum
Ísland, og fleiri þjóðir sækja á
miðin. Sl. sunnudag, þegar land-
helgisgæzluflugvélin var á eftir-
litsferð, sá Sigurður Ámason
skipherra 8 stóra portúgalska
togara að veiðum norðaustur af
Horni. Gizkaði hann á að þeir
væru um 2000 tonn að stærð.
Ekki kvaðst Sigurður muna eftir
að hafa séð slíka togara hér síð-
an hann byrjaði að fara um mið-
in 1947.
Sagði Sigurður greinilegt að
stórum skuttogurum væri að
f jölga á þessum slóðum. Á mánu-
dag voru 7—8 austurþýzkir
skuttogarar við Kolbeinsey. Og
á sunnudag voru 7 vesturþýzkir
togarar á Halaimiðum, sem ekki
er þó neitt óvenjulegt. Þeir eru
þar allan ársins hring. Einnig
var mi'kið af brezbum togurum
undan Horni og virtust þeir
fleiri en venjulega.
Ekki sáu landhelgisgæzlumenn
rússnesku skipin á grálúðuveið-
um, sem bátarnir kvörtuðu und-
Framhald á bls. 27