Morgunblaðið - 30.09.1970, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.09.1970, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPT. 1970 Aö leika túrista dagstund; ísland með erlendum augum A nverjum degi frá því í byrjun júní og til september- loka eru farnar ferðir austur fyrir fjall með erlenda ferða- menn. Viðkomustaðir Hvera- gerði, Skálholt, Flúðir, Gull- foss, Geysir, Laugarvatn og Þingvelilir. Það eru Kynnis- ferðir, sem fyrir þeim standa en langflestir, sem taka þátt í þeim, eru viðdvalarfarþeg- ar Loftleiða. Ég leyfi mér að ætla, að þeir séu fleiri en ég, sem ekki gera sér grein fyrir því, um hversu stóran hóp ár lega er að ræða og stækkar jafnt og þétt. Síðan þessi starf semi Loftleiða var tekin upp, árið 1963, hefur hún orðið æ umsvifameiri, enda er mikið kapp lagt á að auglýsa hana. Árið 1969 voru þessir farþeg- ar 11.481 og hafði fjölgað um rösk sautján prósent frá ár- inu áður. Þegar þess er gætt, að allir erlendir ferðamenn á íslandi- á því ári losuðu 44 þúsund, sést hve drjúgur er hlutur viðdvalarfarþega. Fyrstu átta mánuði þessa árs komu 8.930 og er það um 22,6 prósent aukning, miðað við sama timabil í fyrra. Veðrið lék við hvern sinn fingur, þegar blaðamaður Mbl. fór í eina siíka ferð fyrra sunnudag. Bjart sólskin og hiýtt, hár bærðist ekki á höfði. Forvitnilegt er að sjá, Eckmanhjónin. hvernig erlendir gestir upp- lifa landið og fróðlegt að heyra, hvað íslenzkir leið- sögumenn segja þeim. Hverasvæðið og banana- gróðurinn í Hveragerði var á- gæt byrjun. — Ég er að velta því fyrir mér, hvort það séu blóm á bananatrjánum hérna, eins og í Tanzaníu, sagði Peggy Todd frá London við mig. Hún fann að vísu engin blóm, en vinkona hennar myndaði hana við bananatré, svo að hún gæti stillt henni upp hjá Tanzaníumyndinni. Þetta var marglitur hópur, sem var i ferðinni þennan dag. Þarna voru hárprúðir belgískir skólapiltar, banda- riskir kaupsýslumenn með sinar frúr, fáeinir Hollend- ingar, slangur af Þjóðverjum. Okkur taldist til, að með okkur íslenzku fuglunum, væru í bílnum farþegar af tíu þjóðernum. Fararstjóri Þessar stúlkur á Flúðum eru sennilega mest mynduffustu stúlkur á landinu Bandaríkjunum, en fæddur í Svíþjóð. Hann og kona hans hafa undanfarið verið á ferðalagi um Norðurlönd. Hclen og Sterling Hubbard. var Kristján Arngrímsson, hann hafði glens og gaman- sögur á hraðbergi, auk þess sem hann fræddi farþegana vel og saglega um það sem fyr ir augu bar og rakti sögu merkisstaða á aðgengilegan hátt. Við Kerið í Grímsnesi tók- um við George Eckman tal saman. Hann er búsettur í Þau komu hér fyrir þremur vikum og höfðu þá ekkert sérstaklega látið sér detta i hug að eyða hér dögum. En leizt vel á sig og afréðu að láta nema hér nótt í baka- leiðinni. — Við höfðum lesið heil- mikið um ísland, áðr.r en við komum, sagði hann. — Ég hef ekki trú á ferðalögum, þar sem ætt er hugsunarlaust land úr landi til þess eins að geta sagt kunningjunum að maður hafi komið á svo eða svo marga staði. Því reyndum við að afla okkur sem gleggstra upplýsinga. Auk þess eru mér að sjálf- sögðu nokkuð kunnar forn- sögur ykkar. Það kemur ýmislegt upp úr dúrnum, þegar i svona ferð er farið. Til dæmis hafði ég ekki fyrr komið í Skál- holtskirkju — og aldrei að Gullfossi í sólskini. Ferða- mennirnir virtust afar hrifn- ir af kirkjunni og Peggy Todd segir mér að hún hafi aldrei séð jafn fallega „móderne" kirkju. Og altaris- taflan vakti mikla og ein- læga hrifningu. Peggy Todd starfar hjá BEA í London. Hún sagði, að starfsfélagar hennar, sem voru hérlendis fyrir nokkru, hefðu kvatt sig til að fara ekki nema hafa með sér slatta af peysum, regn höttum og regnkápum. En svo hafði verið sól og blíð- viðri allan tímann. Þegar að Gullfossi kom lagðist hún á klappirnar og horfði sem heilluð á fossinn. — Aldrei hafði mér dottið í hug að hægt væri að bjóða upp á svona mikla fegurð, sagði hún. — Ég kemst næst- um því í uppnám við þá til- hugsun, að maður skuli í öll þessi ár hafa farið á mis við að sjá þetta. Á stígnum við Gullfoss hitti ég þau Helen og Sterl- ing Hubbard frá Ohio. — Ég kom hingað á skemmtiferðar- skipi fyrir fjörutíu árum, seg ir Helen. — Með foreldrum mínum. Við höfðum ekki langa viðdvöl. Ég man við Þmgvöllum. Peggy Todd við bananatréff. borðuðum eina máltíð á splunkunýju hóteli — það var Hótel Borg. Siðan hef ég aldrei getað hætt að hugsa um, hvort ekki gæfist ein- hvern tíma tækifæri til að koma hingað aftur. Þá fór ég þessa sömu ferð og í dag. Og ég sé að ég hef ekki lifað í neinum ímynduðum endur- minningum þennan tíma. — Ég var árum saman flug maður, segir Steriing Hubb- ard — hjá Pan American. Hafði flogið oftsinnis hér yf- ir. Nú er ég kominn á eftir- laun. Og Helen hafði oft tal- að um þessa löngun sina að koma aftur til íslands. Eftir að hafa kynnt okkur þá kosti sem boðnir eru, ákváðum við að dvelja hér í þrjá daga. Annars verður þetta langt ferðalag — við ætlum lengst til Grikklands. Ferðin i dag hefur verið sérstaklega ánægjuleg. Ég get ekki imyndað mér að ég eigi ann- ars staðar eftir að sjá önnur eins litbrigði og í kjarrinu á leiðinni hingað. Ég held við höfum verið heppin að koma hingað að haustlagi, ekkert getur jafnazt á við þennan dýrlega litaleik haustsins ykkar. Þau hjón sögðu að yfirleitt væru Bandaríkjamenn ákaf- lega lítið fróðir um Island og raunar um önnur lönd al- mennt. Og sem við vorum að tala um þetta, bar að Ful- bright prófessor frá Banda- ríkjunum, sem hér ætlar að starfa við Háskólann næsta árið. Hann tók undir orð Hubbards og sagði, að kunn- ingjar sínir hefðu spurt sig, þegar þeir vissu, að hann færi til Islands, hvort hann ætlaði að keyra þangað. Á Flúðum er snæddur há- degisverður í hreinlegum og vistlegum veitingasal. Þar er skóli á vetrum. Ingólfur Pét- ursson er húsráðandi þar og Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.