Morgunblaðið - 04.10.1970, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓRBR 1970
17
Úrslit prófkjörs
Úrslit prófkjörs í Reykjavík
liggja nú fyrir. Það hlýtur að
vekja mikla athygli, hversu
margir Sjálfstæðismenn og aðrir
stuðningsmenn flokksins tóku
þátt i kjörinu. Er enginn vafi á
því, að þessi almenna þátttaka
styrkir flokkinn í þeirri
baráttu, sem framundan er. Auð
vitað eru ekki allir á eitt sáttir
um úrslit prófkjörsins, og mis-
jafnlega ánægðir eins og geng-
ur. En aðalatriðið er, að i nið-
urstöðum þess er fólginn dómur
fólksins: rödd þess ræðúr í
Sjálfstæðisflokknum. Nú hefur
hún talað og henni verður auð-
vitað að hlita.
Ekki eru allir sammála um
framkvæmd prófkjörsins, enda
má vafalaust sitthvað að henni
finna og þeim reglum sem þar
gilda. En prófkjör er lýðræðis-
legasta leiðin til að kanna hug
þeirra, sem síðar eiga að ganga
að kjörborðinu. Flestir virðast
sammála um, að prófkjör sé
nauðsynlegt til að eíla lýðræð-
islega vitund fólksins og koma
skoðunum þess á framfæri. Hitt
skiptir minna máli, þó að auð-
vitað sé nauðsynlegt að huga að
þvi, að ýmsir sjá vankanta á
framkvæmd prófkj'örsins, til
dæmis heyrðust þær raddir, að
fólk vildi fá að merkja við 12
væntanlega frambjóðendur í
stað 7. Sú regla reyndist illa og
nauðisynlegt að hafa það í huga
í framtíðinni.
Úrslit prófkjörsins i Reykja-
vík eru sigur fyrir núverandi
forystu Sj'áifstæðisflokksins.
Kjósendur í Reykjavík hafa
veitt henni stuðning sinn og
hlýtur flokkurinn að hafa af því
mið í þeirri baráttu, sem fram-
undan er. Bæði Jóhann
Hafstein, forsætisráðherra, og
Geir Hallgrímsson, borgarstjóri,
fengu á sjöunda þúsund atkvæði
og þar með traust mikils meiri
hluta þeirra stuðningsmanna
Sjálfstæðisflo.kksins, sem þátt
tóku í prófkjörinu. Er ástæða
fyrir Sjálfstæðismenn að fagna
því almenna trausti, sem for-
ystumenn flokksins njóta, þó að
andstæðingar þeirra geri sér nú
mjög far um að túlka kosninga-
úrslitin á annan veg, en spjóta-
lög þeirra beinast auðvitað að
forystu flokksins. Þá hafa Sjálf
stæðismenn ekki síður ástæðu
til að fagna þeirri miklu þátt-
töku, sem var í prófkjörinu í
Reykjavík og raunar yfirleitt í
þeim prófkjörum, sem flokkur-
inn hefur efnt til. 1 ljós hefur
komið, andstætt skoðunum sem
heyrzt höfðu, að fólk hefur mik-
inn áhuga á stjórnmálum og læt-
ur sig þau skipta. Það vill fá að
taka virkan þátt i störf-
um stjórnmálaflokkanna, móta
stefnu þeirra og ekki sízt að
velja sjálft frambjóðendur sina.
Þessi almenna þátttaka hlýtur
að gefa vonir um, að prófikjör
verði áfram tíðkuð og þá í því
formi, sem reynslan sýnir, að
bezt henti. Eitt er vist: að það
kaupir enginn íslenzka kjósend-
ur í stórum stíl, eins og í Þjóð-
viljanum segir. Leiðtogar flokka
og stjórnmálamenn, sem ekki
þora að koma fram fyrir fólkið,
og hlusta á rödd þess, eru þess
ekki verðugir að standa í
fremstu víglínu í lýðræðisþjóð-
félagi. Hitt er annað mál, að
engum dettur i hug, að fulltrú-
ar einræðisafla eins og komm-
únistaflokka, hafi áhuga á, að
raddir fólksins heyrist, hvað þá
að það fái nokkru ráðið um
stefnuna. Afstaða Þjóðviljans og
leiðtoga Alþýðubandalagsins
kemur því síður en svo á óvart.
Þessir aðilar hafa ekki haft við
að gera prófkjörin tortryggileg,
enda eru fyrirmyndir þeirra
aðrar en þær, sem lýðræðið
byggir á. Þeir hafa sótt og
sækja sínar fyrirmyndir til
kommúnistalandanna, starfsemi
þeirra öll dregur auðvitað dám
af því. Sjálfstæðisflokkurinn,
flokkur lýðræðis og opinnar
skoðanamyndunar, vinnur auð
vitað í öðrum anda. Aðrar kröf-
ur eru til hans gerðar, hann er
brjóstvörn lýðræðis á fslandi,
hann hefur ávallt verið í nán-
um tengslum við fólkið í land-
inu, hann hefur tekið íslenzka
hagsmuni fram yfir erlendar
kennisetningar. Hann hefur
aldrei þurft að sækja viðhorf
eða skoðanir til erlendra fyrir-
mynda. Það er engin tilviljun,
að Sjálfstæðisflokkurinn er kjöl-
festan í islenzku þjóðlífi. Hann
er ekki einungis rödd fótks úr
ÖUum stéttum, heldur brjóstvörn
þess og aldagamalla hugmynda
Islendinga um þingræði og lýð-
ræðislegt stjórnarfar.
Mengað hugarfar
Ótti Þjóðviljamanna við próf
kjör líkist engu fremur en ótta
frumstæðs fólks við náttúruham-
farir. 1 Þjóðviljann hefur verið
skrifuð hver greinin á fætur ann
arri til þess að gera prófkjörin tor
tryggileg og eru þessi skrif svo
hatrömm, að óskiljanlegt er
venjulegu fólki, hvað búi á bak
við. Þó er það augljóst mál, þeg-
ar nánar er að gætt. Leiðtogi
Alþýðubandalagsins er ritstjóri
Þjóðviljans. Ef dæma má af skrif
um blaðsins og hans sjálfs, ligg-
ur í augum uppi, að hann og
Haust í Reykjavík. Ljósm. Mbl. Ól. K. M.
Reykjavlkurbréf
----- Laugardagur 3. okt.-
samherjar hans óttast ekkert
meira en skoðanir þess fólks,
sem styður Alþýðubandalagið,
rödd þess má ekki heyrast i
prófkjöri. Aðrar skýringar eru
ekki á skrifum Þjóðviljans. All-
ir vita, að hann sækir fyrirmynd
ir sinar til kommúnistaríkjanna,
og engin hætta er á því, að þar
verði tekin upp prófkjör. Þjóð-
vilj'inn reynir nú í vikunni að
læða því inn hjá lesendum sín-
um, að forystumenn Sjálfstæðis-
flokksins njóti lítils stuðnings
þeirra, sem þátt tóku í prófkjör-
inu í Reykjavík. Rétt er það,
að þeir fengu ekki þann stuðn-
ing, sem er venjuleg niðurstaða
þeirra gervikosninga, sem fram
fara alltaf annað veifið í komm-
únistaríkjunum. En þeir njóta
stuðnings mikils meiri hluta
þeirra, sem kusu í prófkjörinu.
Auðvitað væri auðvelt fyrir rit-
stjóra Þjóðviljans að sýna hið
mikla fylgi sitt meðal Alþýðu-
bandalagsmanna með þeim ein-
falda og lýðræðislega hætti að
efna til prófkjörs um persónu
sína. En af öllum sólarmerkjum
að dæma, hefur hann allt annað
í huga. Hann segir síðast liðinn
miðvikudag um þá, sem kosnir
hafa verið til framboðs í próf-
kjöri: „Þeir menn, sem boðið var
upp á í prófkjörinu, reyndust
svo sem sjá má, njóta afar tak-
markaðs trausts. Og sá mikli
meirihluti, sem þannig lýsti í
verki óánægju með þá menn,
sem urðu efstir í prófkjörinu,
verður vafalaust ekki búinn að
gleyma þeirri þykkju í kosnfng-
unum næsta vor.“ Hvað skyldu
þeir Alþýðubandalagsmenn, sem
sýnkt og heilagt eru hafðir að
háði og spotti af leiðtogum sín-
um, segja um svona skrif? Og
hvað skyldu þeir segja við
næstu Ailþingiskosningar um
þann lista, sem væntanlega og
raunar örugglega verður þving-
aður upp á þá af lítilli kliku,
sem öllu ræður í Alþýðubanda-
laginu ? Að vísu er fyrrnefnd
tilvitnun í ritstjóra Þjóðviljans
um niðurstöður prófkjörsins í
Reykjaneskjördæmi en ekki
Reykjavík, en hún lýsir hugar-
fari Þjóðviljans og ritstjóra
hans almennt til þeirra lýðræð-
islegu og sjálfsögðu vinnu-
bragða, sem nú tíðkast í öllum
flokkum hér á landi nema auð-
vitað í röðum skoðanabræðra
Zhivlkovs.
Zhivkov — f ulltrúi
Þjóðviljans
Annars var harla merkilegt að
lesa skrif Þjóðviljans um heim-
sókn forsætisráðherra Búlgariu
til Islands, en hann er vopna-
bróðir Alþýðubandalagsmanna,
eins og kunnugt er. Zhivkov
er helzti málsvari kommúnism-
ans í heiminum í dag, öflugur
túlkandi þeirrar stefnu, sem er
ofan á í herbúðum þeirra, talar
fjálglega um friðsamlega sam-
búð, en hefur viðhorf Stalínist-
ans til allra mála, prédikar á
fundi með íslenzkum fréttamönn
um, að lönd með ólíkt stjórnar-
far geti lifað í sátt og samlyndi,
en lætur svo her lands síns gera
innrás í Tékkóslóvakíu ásamt
öðrum herjum Varsjárbandalags
ins, jafnvel þótt Tékkóslóvakía
hafi búið við kommúníska fá-
mennisstjórn al-lt frá valdaráninu.
Slíkur tviskinningur er ekkert
einsdæmi. Hann einkennir allt tal
og allan hugsunarhátt kommún-
ista, ekki sizt á Islandi. Þetta
mengaða hugarfar birtist í ýmsu
en þó ekki sízt í svo fyrirlitleg-
um málflutningi sem upphrópun
um um það, að Mbl. sé fulltrúi
þess andrúmslofts sem ríkir i
kommúnistalöndunum! Að það
túlki Stalínismann, en ekki
Þjóðviljinn; að Sjálfstæðisflokk
urinn að því er manni skilst sé
fultrúi búlgarska kommúnista-
flokksins hér á landi en e'kki
lærisveinar Brynjólfs Bjarna-
sonar. Svo langt eru þessir
menn leiddir. Svo gjörsamlega
hafa þeir gefizt upp á því að
verja skoðanir sínar og „félaga“
sinna, hvað þá trúa á þær, að þeir
eru farnir að iðka eins konar
pólitísk framúrstefnuskrif, þar
sem ágæti röksemdafærslunnar
er komið undir þvi, að hún sé
sem fjarstæðukenndust. 1 skrif-
um þessum er sízt af öllu skir-
skotað til heilbrigðrar dómgreind
ar, hvað þá skyhsemi, enda varla
til þess ætlazt.
Lítið dæmi um skyldleika ís-
lenzka og búlgarska kommúnista
flokksins er það, að báðir líta
flokkarnir sömu augum á lýð-
ræðislega könnun eins og próf-
kjör. Enginn þarf að óttast, að
fyrsta verk Zhivkovs hins búlg-
arska verði að efna til prófkjörs
um vinsæfldir sínar, þegar heim
kemur. Þeir Magnús Kjartansson
eru á sama báti að þvl leyti, þó
að Magnús hafi áreiðanlega
minni ástæðu til að óttast niður-
stöður prófkjörs heldur en Zhiv-
kov.
Þó að Þjóðviljinn reyndi að
visu í lengstu lög að leyna að-
dáun sinni á Zhivkov og stefnu
hans, gat hann auðvitað ekki
orða bundizt. 1 forustugrein 25.
sept. sl. segir blaðið að . . .
„ástæða (sé) til að fagna komu
búlgarska forsætisráðherrans og
fylgdarliðs hans, og býður
Þjóðviljinn gestina velkomna til
lslands.“
Ulbricht hefur verið talinn
hvað fyrirlitlegastur þeirra Stal-
inista, sem enn eru við lýði. Þó
er vitað, að Zhivkov er honum
fremri í stalínistisku hugarfari.
Túlkur Gomulka, sem flýði vest-
ur á bóginn, hefur skýrt frá þvi,
að það hafi verið Zhivkov, sem
fyrstur hvatti til innrásar í
Tékkóslóvakíu. Malpipa hans er
fréttastofa sem nefnist Novosti,
eða A.P.N. Hér á landi hefur
hún aðsetur í rússneska sendi-
ráðinu. Og þaðan er skoðunum
Zhivkovs og sálufélaga hans
pumpað án afláts inn í Þjóðvilj-
ann. Hann er málgagn þessara
skoðana á íslandi. Þær raddir
heyrðust, meðan Zhivkov, þessi
ágæti fulltrúi heimskommúnism-
ans, dvaldist hér á landi, að hon-
um hefði ekki verið sýnd nægi-
leg virðing á fundi með íslenzk-
um blaðamönnum: Það hefði
ekki átt að spyrja hann neinna
óþægilegra spurninga! Þeir,
sem vilja tíðka þá blaðamennsku,
sem ríkir í kommúnistalöndun-
um, hljóta auðvitað að taka und-
ir þessar aðfinnslur. Barnaskap-
ur getur verið ólæknandi.
Heimsvaldastefna
1 athyglisverðu útvarpserindi
Páls Kolka, ræddi hann m.a. um
kommúnismann og er vert að
vekja athygli á erindi hans.
Hann sagði:
„Ég las á þessum árum bók
Kniekerbockers um fyrstu fimm
ára áætlunina rússnesku, en sú
bók var þá talin eina hlutlausa
lýsingin um það efni og þó
heldur hliðholl Rússum. Ég hef
alltaf verið frekar forvitinn á
nýjar stefnur samtiðarinnar,
vildi því kynnast betur þessari
stórfenglegu tilraun til nýrrar
þjóðfélagsskipunar, var með í
stofnun sovétvinafélags í Vest-
mannaeyjum, sem átti að veita
fræðslu um hana, las nokkuð
reglulega tímarit alþjóð-
legu kommúnistahreyfingarinn-
ar, Kominform, og kynntist við
það baráttuaðferðum hennar.
Þar var talað af heift og háði
um allar tilraunir ti'l endurbóta
á vestrænu stjórnarfari og um-
bótamaður talið hið versta
skammaryrði. Þetta tímarit
kenndi ýmisleg ráð til að brjóta
lýðræðisríkin á bak aftur, svo
sem Þýzkaland, og var eitt þess-
ara ráða að hella sandi í aflvél-
ar gufuskipa til þess að ónýta
þær. Kommúnistum í Þýzkalandi
tókst líka að auka glundroðann
i efnahagsmálum þess með alls
kyns skemmdarstarfsemi og sí-
felldum verkföllum og grafa
undan Weimarlýðveldinu, en
ruddu með því nasismanum leið
til valda.
Lýðræðisjafnaðarmenn á
Norðurlöndum fóru heldur ekki
varhluta af skammaryrðum í
þessari kennslubók kommúnism-
ans, svo sem Stauning og
Hjalmar Branting, hinn hátt-
prúði og drenglyndi yfirsmiður
velferðarríkisins sænska, enda
hafði sjálfur Lenin kallað þá
ánauðuga skósveina auðvaldsins.
Menn hafa vist heyrt svipað
orðalag hér á landi.
Andstaðan gegn allri friðsam-
legri umbótastefnu var sprottin
af því, að hún var talin slæva
vopn verkalýðsins í stéttabarátt
unni og tefja með því fyrir bylt-
ingu og heimsyfirráðum komm-
únismans. Leiðin að þvi marki
átti að vera efnahagslegur
skæruhernaður, verkföll, sem
næðu hámarki sinu í allsherjar-
verkfalli, er lamaði allar varn-
arráðstafanir rikisvaldsins og
gerði mögulega valdatöku
verkalýðsins, þ.e.a.s. hinnar
kommúnisku foringjasveitar.
Verkföll áttu ekki að vera háð
í þvi skyni að bæta kjör verka-
lýðsins og gera hann ánægðan
með þau, heldur heræfing þar
sem óbreyttir liðsmenn yrðu
þjálfaðir í hlýðni við þessa for-
ustusveit. 1 einu stórverkfalli
hér á Islandi komst svo langt
fyrir allmörgum árum, að
Reykjavik var sett í umsáturs-
ástand með vegartálmunum og
varðstöðvum á öllum aðgöngu-
leiðum, upptöku matarsendinga,
niðurhellingar mjólkur og öðru
ofbeldi, enda vofir sú hætta allt-
af yfir í harðnandi deilum, að
öfgamenn nái yfirhönd. Þetta
var ein meiri háttar heræfing,
sem að öllum likindum hefði
endað með valdaráni, ef foringj-
ar hennar og liðþjálfar hefðu
ekki haft beig af setuliðinu á
Keflavíkui'velli. Slík byltingar-
stjóm hefði auðvitað fengið taf-
arlausa viðurkennir.gu Rússa,
sem vitanlega þætti ekki ónýtt
að fá hér hafnir fyrir fiskiskip
sin og ört vaxandi herskipaflota
á öllum höfum heimskringlunn-
ar.
Griðasáttmálar og hlutleysis-
yfirlýsingar hafa svo oft verið
margbrotin á þessari öld, að það
þarf mikla fáfræði eða meira en
meðal heimsku til að eiga líf sitt
undir þeim, ef annars er kostur.
Ég undantek ekki loforð Banda-
ríkjanna, þessa lands lýðskrums
og atkvæðaveiða. En Bandarík-
in geta ekki látið það viðgang-
ast án þess að til ófriðar komi,
að nokkur önnur þjóð leggi und
ir sig herstöð þeirra hér og
drepi eða flæmi burtu með for-
smán þá hermenn þeirra, sem
dvelja hér undir fána lands síns
og í einkennisbúningum þess.
Uppsögn herstöðvasamningsins
af okkar hálfu gæfi einangrun-
arsinnum og undanhaldsmönn-
um í Bandarikjunum átyllu til
að fara héðan og láta Islend-
inga sigla sinn sjó og verða vog-
rek á fjörum erlends herveldis,
ef svo vill verkast. Af tvennu
illu ber að kjósa það skárra og
eina von okkar er sú að friður
haldist með tveimur ægilegustu
herveldum heimsins, þangað til
þar koma til valda menn, sem
hyggja meir á allsherjarfrið en
heimsvaldastefnu."
Margt er athyglisvert í þess-
um orðum læknisins, og hollt að
huga að þeim. En fráleitt er að
blanda saman vörnum landsins
og innanlandsátökum. Banda-
rískt herlið er hér . í
nafni NATO, til að tryggja
varnir landsins, en ekki til að
hafa afskipti af innanlandsmál-
um. Um áhuga Rússa á landinu
þarf aftur á móti ekki að efast.
Nýstofnuð fréttastofa þeirra hér
á landi talar sínu máli, svo og
flotaheimsóknir þeirra og önnur
starfsemi. Viðvörunarorð hins
lífsreynda læknis eiga þvi fyllsta
rétt á sér. — Og hver skýldi
hafa verið hin raunverulega
ástæða fyrir „opinberri heim-
sókn“ Zhivkovs?