Morgunblaðið - 18.10.1970, Blaðsíða 3
MÆKRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1970
27
Leila Khaled segir f rá
FLESTUM eru efalaust enn í fersku minni flug-
ránin miklu í byrjun september, þegar arabiskir
skæruliðar rændii fjórum farþegaþotum, sprengdu
eina í loft upp á Kaíró-flugvelli, hinar þrjár á flug-
velli í Jórdaníu. Enn eitt flugrán reyndu þeir. Var
það þegar tveir skæruliðar, karl og kona, reyndu að
yfirtaka ísraelska farþegaþotu á leið frá Amsterdam
til New York. Mistókst sú tilraun, og var maðurinn
skotinn til bana, en konan handtekin eftir lendingu
í London. Konan var síðar látinn laus í skiptum fyr-
ir gísla skæruliða, og er nú væntanlega heima í Tyr-
us í Líbanon, því kona þessi var Leila Khaled.
Leila Klialed hefur áður komið við sögu flugrána.
í ágúst í fyrra rændu hún og félagi hennar farþega-
þotu frá bandaríska flugfélaginu Trans World Air-
lines og neyddu hana til að fljúga til Damaskus í
Sýrlandi. Hefur Leila Khaled sagt frá þessu fyrra
flugvélarráni sínu í viðtali við vikurit eitt á Indlandi,
og fer hér á eftir útdráttur úr þeirri frásögn:
LEILA KHALED
Er það ekki hálf rauna-
legt, að það var ekki fyrr en
ég rændi flugvél í fyrsta skipti
að ég fékk að sjá aftur fæð-
ingarbæ minn? En þarna var
hann — Haifa — framundan,
vinstra megin við höfuð flug-
stjórans, séð þaðan sem ég stóð
aftan við hann og gat litið út
um glugga stjómklefans. Þeg-
ar við lækkuðum flugið niður
í 12 þúsund fet i aðfluginu að
Lyddaflugvellinum, birtist öll
þessi heillandi strandlengja
lands míns — hersetinnar
Palestínu, sem sumir nefna
„lsrael“, í gluggum stjómklef-
ans.
Það var heiðskír dagur, en
ég hafði reyndar ekki mikinn
tíma aflögu til að njóta útsýn-
isins, því nú nálgaðist hættu-
legasta stundin í þessu ævin-
týri okkar. Raunar hafði flug-
stjórinn til þessa gert allt, sem
ég bað hann að gera, en skyldi
hann nú samt reyna að lenda
þotunni á Lydda-flugvellinum?
Eða var hugsanlegt að fsrael-
um tækist að neyða okkur til
að lenda?
Þetta ævintýri hafði hafizt
tveimur dögum áður í Róm. Var
það í fyrsta skipti, sem ég heim
sótti Evrópu, og naut ég heim-
sóknarinnar til þessarar fögru
borgar. Ég var hins vegar mjög
þreytt við komuna þangað, og
svaf í tíu klukkustundir sam-
fleytt. En kvöldið fyrir flug-
ferðina gekk ég um borgina frá
Borghese-garðinum að Trevi
gosbrunninum. Að sjálfsögðu
kastaði ég smámynt í brunninn,
sem átti að tryggja að ég kæmi
aftur til Rómar. En skyldu
ítalir hleypa mér inn í landið
á ný ? Það heyrðist til söng-
konu í veitingahúsi skammt frá
brunninum, og ég fékk mér sæti
og hlustaði á hana í nærri tvær
klukkustundir. Allt og sumt
sem ég gerði þar fyrir utan í
Róm var að kaupa mér flösku
af frönsku ilmvatni og staðfesta
farmiðapöntun mína hjá banda
ríska flugfélaginu TWA með
þotunni til Aþenu daginn eftir.
Ég hafði enga matarlyst,
snæddi ekki kvöldverð þetta
kvöld og klukkan var að verða
þrjú þegar ég loks sofnaði.
Þegar ég vaknaði hafði égheld
ur ekki lyst á morgunverðinum.
Þó var ég svöng, en ég er vön
sultartilfinningunni — sumpart
frá skæruliðaþjálfuninni, en
einnig frá æskuárunum þegar
það gerðist oft að ekki var
mikið til af matvælum á heimili
mínu.
DÝRT HÖFUÐFAT
Um morguninn — það var 29.
ágúst — fór ég að verzla i
dýrri tízkuverzlun við Via
Veneto. Keypti ég mér stór sól-
gleraugu, hliðartösku úr leðri
og hatt með breiðum börðum,
en hatturinn einn kostaði 15
þúsund lírur (rúmlega 2.100
krónur). Það var óheyrilega
mikið verð, það veit ég, en
hatturinn var hluti gervisins —
ég varð að líta út fyrir að vera
vön þvi að ferðast á fyrsta far-
rými.
Við heimkomuna til hótelsins
skipti ég um föt. 1 rauninni
hef ég ekki mikinn áhuga á
fötum, en mér fannst það
óþarfa peningaeyðsla að far-
angur minn yrði eldinum að
bráð þegar við sprengdum þot-
una í loft upp eftir lendingu,
Lelila í skæruliðaþjálfiui.
svo ég setti sem minnst ofan i
ferðatöskuna. Ég stakk tveim-
ur kjólum í handtöskuna og
klæddist tvennum buxnadrögt-
um. Sú innri var prýdd blóma-
mynstri, og hana hafði ég feng-
ið að láni, svo ég vildi gjarn-
an geta skilað henni. Sú ytri
var mjög fín úr hvítu baðm-
ullarefni og ermalaus.
Flugi númer 840 frá TWA
hafði seinkað, svo við urðum
að biða aukahálftíma í biðsaln
um. Kom ég þar auga á unga
manninn, sem einnig var félagi
í „Che Guevara" árásarsvéit-
inni. Ég þekkti hann ekki,
hafði aðeins séð ljósmynd af
honum. Við forðuðumst hvort
annað, nema hvað við gáfum
leynilegt merki um að við hefð
um orðið hvort annars vör.
Þessi lengdi biðtími tók á taug-
arnar, og tvennt annað var
það, sem olli mér óróa áður en
við gengum um borð í þotuna.
Ég tók eftir bandarískri konu
með fjögur smábörn, sem voru
kát og hlökkuðu til vaantanfflegr
ar flugferðar. Skyndilega varð
mér það ljóst að eitthvað hræði
legt gat komið fyrir þessi böm
ef fyrirætlanir okkar mistækj-
ust. Mér þykir afar vænt um
böm, og ég hefði helzt viljað
ráða konunni frá því að fara
með þessari flugvél. En þegar
mér varð svo hugsað til palest-
ínsku barnanna okkar, sem
Nei! Annaðer 3S0 afrit!
AFRIT EÐA FRUMRIT ? FRUMRIT EÐA AFRIT ?
- og þess vegna breyta svo margir yfir i 3M þurrafritun.
Hrein svart/hvit afrit, sem verða til nastum sjálfkrafa,
i nýtýzkulegum vélum, sem anna svo að segja allri afritun.
Myndritun af lausum blöðum eða úr bókum - ndkvcem,
skýr afnt, sem ekki fölna-ennfremur glcerur fyrirallar myndvörpur.
Biðjið um sýningarheimsókn, sem er ókeypis og án skuldbindingar.
Siminn er 2-0233 eða 2-4230
Einkaumboð
G. ÞORSTEINSSON & JOHNSON H
Grjótagötu 7
Sími 2-4250
Söluumboð
FILMUR OG VÉLAR S. F.
Skólavörðustíg 41
Sími 2-0235
3M myndritun nær öllu og gleymir
ekki að láta það kosta litið