Morgunblaðið - 18.10.1970, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.10.1970, Blaðsíða 10
34 MORGUNHLAÐIÐ, SUMNUDAGUR 18. OKTÓBBR 1970 í svo til skóglausu landi eins og íslandi er ekkl óeðlilegt í sjálfu sér að viðarsöfnun sé sjaldgæf, til dæmis miðað við steinasöfnun, sem er fremur al geng hér á landi — ekki að undra. Þó er nú svo að eitt stærsta trjáviðareinkasafn á Norðurlöndum er í eigu ís- Iendings. Haraldur Ágústsson, teiknikennari og viðarfræðing- ur hefxu’ um sex ára skeið safnað viðartegundum víðsveg- ar að úr heiminum og á hann nú yfir 1360 viðarsýnishorn og er ekkert lát á söfniminni. Eins og fram kemur í spjalli við Harald hér á efttr etr trjá- viður geysilega fjölbreyttur að gerð og vaxtarskilyrðin geta verið ákaflega misjöfn eftir löndum og jarðvegi. Alls er áætlað að til munu vera um 20.000 trjákenndar plöntur í heiminum. Skipting þeirra fer mjög eftir loftslagi. Á Amasón svæðinu er talið að séu um 5000 teg., í Malasíu um 2500, í Bandaríkjunum 1027 og í Evrópu ekki nema um 60. Til almennra smíðanota er talið að notaðar séu um 300 tegundir. 1 Bandarikjunum eru notaðar 80 tegundir, sem skiptastþann ig að notuð eru 30 teg. barr- trjáa og 50 teg. lauftrjáa. Almennt er að nefna barrtré, mjúkvið og lauftré, harðvið. T.d. er balsaviður talinn til harðviðar. T>að er því mikilvægt að velja réttan við hverju sinni. Viðarrannsóknir fara vax- andi víða um heim, því með víðtækum rannsóknum hefur verið unnt að benda á ýmsar leiðir til þess að þetta lifandi byggingarefni endist lengur með réttri meðferð. Nú er það alkunna hér á landi að viður fer viða illa af völdum ís- Ienzks veðurfars og þvi vakn ar sú spurning hvort ekki þurfi víðtækari athugana og kynningar við í því erfni. Einnig vaknar sú spurning hvort með ferð og geymsla á trjáviði og trjáviðarefnum sé fullnægj- andi. Eins og mjólkurfræðing ar og aðrir fræðingar eru nauðsynlegir, væri ef til vill ekki úr vegi að leggja meiri áherzlu á viðarfræði í íslenzk- um byggingariðnaði. Vísinda- leg athugun og fræðsla á þessu sviði ættt að borga sig fljótt og vonandi er starf Har alds vísirinn að skipulegu starfi á þessu sviði. Haraldur hefur kennt viðar- fræði við Iðnskólann í Reykja vik, sl. 21 ár. Viðarsöfnun hóf hann árið 1964, en áhugi hans fyrir slíkri söfnun vaknaði er hann las grein í þýzku tíma riti um það hvernig á að Haraldur með maðkétna spýtu úr Trékyllisvík. 1000 af spýtum við Brávallagötuna byggja upp viðarsöfn og þar var jafnframt bent á hvar hægt væri að kaupa kassa með 50 viðarsýnishomum og það gerði Haraldur. Siðan hefur prjónast við safnið og nú á hann alls um 1360 sýnishorn (yfir 1000 teg.) Fyrir nokkr- um éirum komst Haraldur í samband við viðarsafnara á Nýja Sjálandi, sem sagði hon um að alþjóðafélagsskapur við- arsafnara væri til og i það fé lag gekk hann 1966. Félags- skapur þessi heitir The Inter- national Wood Collectors So- ciety og er aðsetur hans í Bandar ík j unum. í þessum alþjóðafélagsskap eru um 500 félagsmenn frá 21 landi utan Bandaríkjanna. Að- eins tveir Norðurlandabúar eru i þessum alþjóðafélags- skap viðarsafnara, en auk Har alds er þar Norðmaður, sem Haraldur kom í félagið. Haraldur hefur fengið mörg viðarsýni frá einstökum söfnur um í skiptum fyrir ísl. sýni, en einnig hefur hann fengið mikið frá ýmsum timburrann- sóknastofum víða um heim, í gegn um ráðuneyti ýmissa landa og einnig í gegn um sendiráð hér á landi. Af þess- um 1360 sýnishornum eru að- eins 30 íslenzk, en flestar teg undir á Haraldur frá Afriku og Ástralíu. Einnig eru í safn- inu rekaviðarsýnishorn frá Hornströndum og víðar að. Haraldur hefur skipulagt safn sitt mjög vel og er það allt niðuraðað eftir tegundum í safnröð og stafrófsröð eftir y latneskum heitum og ættum, en alls á Haraldur um 100 ætt ir. Til dæmis á hann 96 teg. af Myrtuættinni, og þar af er Eucalyptus ættkvíslin með 76 teg. en af þeirri ættkvíst er stærsta lauftré í heimi og er það í Ástralíu 110 metra hátt. Þá á hann t.d. 40 teg. af beyki ættinni og 16 teg. af bjarka ættinni. Safnið er flokkað bæði í ber frævinga og dulfrævinga, en af einfcímblöðungum á hann að eins eitt sýnishorn, Washing- Árni Johnsen: Rætt við Harald Ágústsson, sem á spýtur frá öllum heimshlutum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.