Morgunblaðið - 18.10.1970, Side 5

Morgunblaðið - 18.10.1970, Side 5
MORGUNB'LAÐIÐ, SUNNGDAGUR 18. OKTÓBER 1970 29 í>að er nýi flugstjórinn ykk- ar, sem talar. Che Guevara árásarsveitin frá Þjóðfrelsisfylkingu Palest- ínu hefur yfirtekið stjóm þess- arar flugvélar, og krefst þess að allir farþegar hennar fylgi nákvæmlega eftirfarandi regl- um: 1. Sitjið kyrr i sætum ykkar og verið róleg. 2. Með tilliti til öryggis ykk- ar eruð þið beðin að spenna greipar fyrir aftan hnakkann. 3. Gerið ekkert það, sem gæti stefnt lífi annarra far þega í hættu. 4. Við viljum eftir þvi sem áform okkar leyfa verða við öllum ykkar óskum. Góðir farþegar. Meðal ykkar er farþegi, sem ber ábyrgð á dauða og þjáningum fjölda palestínskra karla, kvenna og barna, og það er í þeirra nafni, sem við höfum gripið til þess- ara aðgerða i þeim tilgangi að koma þessum morðingja fyrir palestinskan byltingardóm. Aðrir farþegar geta litið á sig sem gesti dáðríkra Palestínu- araba í gestrisnu og vinsam- legu landi. Sérhver ykkar, án tillits til trúarbragða eða þjóð- ernis, er frjáls ferða sinna strax og þotan er lent. Kæru farþegar, áfangastað- ur okkar er vinsamlegt land þar sem vingjarnleg þjóð tek ur við ykkur. Við þökkum ykk ur samstarfsviljann, og við óek um ykkur góðrar ferðar. HVAR BR HERSHÖFÐINGINN ? .Sá, sem við höfðum ætlað okkur að handsama, var Rabin hershöfðingi (fyrrum forseti ís- raelska herráðsins), og vissum við að hann hafði pantað far með þessari flugvél. Hins veg- ar kom í ljós að hann hafði breytt ferðaáætlun sinni á sið- asta augnabliki. Býst ég við að háttsettir Israelar telji meira öryggi i að ferðast með erlend- um flugfélögum en með E1 Al. Þegar hér var komið sendum við út ávarp um talstöð þot- unnar til umheimsins: Þjóðf relis isfylking Palestínu tilkynnir hér með að Che Gue- vara árásarsveit hefur yfirtek- ið stjórn Boeing-þotu í eigu TWA. Er hér um að ræða flug 840 á leið frá Róm með stefnu á Lydda-flugvöll á hernumda svæðinu í arabisku Paiestínu. Shadia Abu-Ghazali flugstjóri, sem tekið hefur við stjórn flug- vélarinnar, og félagar hennar biðja alla að nota eftirfarandi kallmerki í öllum fjarskiptum við þotuna: Þjóðfrelsisfylking in — frjáls arabisk Palestina. Við vekjum athygli á því að verði þetta kallmerki ekki not- að, munum við ekki svara. Takk fyrir. Shadia Abu-Ghazali var tökunafn mitt. Sú rétta Shadia var áður félagi í Þjóðfrelsis- fylkingunni, og var drepin í október 1968, þá 21 árs að aldri. Eftir að hafa sent orðsend- ingu okkar út um talstöðina, rétti ég flugstjóranum nýja flugkortið hans. Við fylgdum ekki venjulegri flugleið yfir Aþenu og Nicosíu, heldur flug- um niður með Grikklands- strönd og síðan suð-austur á bóginn, yfir Heraklion á Krit, og áfram austur eftir, áleiðis til Lydda. Ekki sérlega skemmtileg flugferð, þvi lengst af vorum við í 33 þúsund feta hæð. Þegar flugstjórinn breytti um stefnu til að komast inn á nýju flugleiðina, varð ég þess vör að hann hélt áfram að beygja i stjór eins og hann ætl- aði inn á suð-vestlæga stefnu. Ef til vill var hann að reyna að nálgast Wheelus flugstöðina bandarísku í Libýu. En ég Frímerki þetta var gefið út til heiðurs flugvélarræningj unum. fylgdist vel með áttavitanum og fyrirskipaði honum að taka rétta stefnu. Eftir það gaf ég honum bein fyrirmæli i hvert skipti hve margar gráður hann átti að beygja. FÁIÐ YKKUR KAMPAVÍN! Eftir stundarfjórðungs ferð minnti vinur minn mig á að far- þegamir væru enn með spennt ar greipar fyrir aftan hnakka. Ég leit inn í farþegarýmið — og þetta var rétt. Bað ég þá að afsaka þau óþægindi, sem við höfðum valdið þeim, og bað jafnframt flugfreyjuna að bera farþegunum það sem þeir vildu af mat og drykk — þeir gætu fengið kampavín ef þeir kærðu sig um. Að öðru leyti höfðum við ekki frekara sam- band við farþegana eða flug freyjumar það sem eftir var ferðarinnar. Við reyndum af fremsta megni að komast í betra sam- band við áhafnarmeðlimina þrjá í stjórnklefanum, en það tókst ekki. Við spurðum þá hvort þeir óskuðu einhvers að snæða eða drekka, en þeir af- þökkuðu. Við buðum þeim af vindlingum okkar, en þeir af- þökkuðu þá einnig. Þeir spurðu okkur einskis varðandi okkur sjálf. Einstaka sinnum sneri flugstjórinn sér við í sæti sínu og leit á mig, en hrissti síðan höfuðið eins og hann ætti erfitt með að trúa sinum eigin augum. Einustu samskipti okk- ar voru þegar aðstoðarflug- stjórinn spurði eins og skóla- piltur hvort hann mætti fara á salernið. Flugstjórinn gaut stundum augunum að handsprengjunni, sem ég hélt á, og til að róa hann lagði ég handlegginn á öxl hans, klappaði honum á vinstri öxl með sprengjunni og sagði: „Svona nú, ég er vön því að handleika svona hluti. Verið þér bara rólegur." Stuttu siðar klóraði ég mér i hnakkanum með sprengjunni til að sýna honum hve vön ég væri að handleika hana — en ég efast um að það hafi verkað mjög róandi á hann. SAMBAND VIÐ KAIRÓ Klukkan 15,55 — stefna 140 gráður. Það kamu viðburðalaus timabil í þessari annars svo við burðaríiku ffl-ugferð, og þau voru aðeins rofin með þeim orð sendingum, sem ég sendi um talstöðina til landanna, er við flugum yfir eða nálægt — Italía Grikkiand, Arabiska sambandslýðveldið, Líbanon og Sýrland. í þessum orðsending- um skýrði ég frá gjörðum okk- ar og bað um stuðning við „réttláta baráttu palestínsku þjóðarinnar," og lauk máli mínu með orðunum: „Niður með bandarísku heimsvaldastefn- una og zionismann. Við munum sigra.“ Aðstoðarflugstjórinn leit reiðilega til mín í hvert skipti sem ég minntist á Bandarikin. Ég ræddi einnig við farþeg- ana um kallkerfið og skýrði þeim frá baráttu okkar: „Við höfum rænt þessari þotu, því við viijum skera á þær rætur, er halda lífinu í israel. Þið sikuluð ekki fara til Israel — þar á andstaðan í baráttu ekki síður en á leiðiinná þangað. Seg- ið vinum ykkar og kunningjum það. Við viljum snúa heim til lands okkar, og við vitum að við getum búið í friðsamlegri sambúð með Gyðingum, þvl það höfum við áður gert. Klukkan 16,10 — stefna 112 gráður. Fjarskiptin við fkigtuminm I Kaíró fóru fram á arabisku, og voru nánast sagt ökemmtileg. Ég hef sannfærst um, að svo er ekki. Er nokkur sígaretta betri en TENNYSON? >

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.