Morgunblaðið - 18.10.1970, Blaðsíða 14
38
^TORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. OKTÓB®R 1970
l<C ve nnadalk
Dr. Matthías Jónasson:
Tengslarof
við náttúruna
Eftirfarandl grein er úr for-
eldrablaðinu, og er birt hér
með leyfi höfundar.:
Allt frá landnámstíð og fram
á þessa öld lifðu Islenfiingar í
nánum tengslum við náttúr-
una og áttu afkomu sína undir
gjafmildi hennar. Það kreppti
tíðum að hið ytra, en hin upp-
runalegu tengsl einstaklingsins
við náttúruna rofnuðu ekki og
ekki veiklaðist heldur trú hans
á það, að mannleg tilvera í heild
og einnig tilvera hans sjálfs ætti
sér ákveðinn tilgang. Af þessum
skilningi nærðist persónuleiki
einsta,klingsins, í þeim jarðvegi
stóð hann sterkum rótum, gædd-
ur öryggi blómsins, sem „kvíða-
laust við kalt og hlýtt er kyrrt
á sinni rót“.
Á okkar tið er fjöldi fólks slit
inn úr þessum tengslum. Fjöl-
breytni atvinnuveganna og með
henni aukin sérhæfing hafa ger-
breytt byggðaskipan landsins.
FRÁ LANDBÚNAÐI TIL
Þ.IÓNUSTUSTARFA
Frá landbúnaði og fiskveið-
um, hinum svonefndu undir-
stöðuatvinnuvegum, hefur fólk
streymt til þjónustustarfa, sem
eru fæst í náinni snertingu við
náttúruöflin. Því neytum við nú
fæðu, sem við áttum sjálf eng-
an hlut í að afla, og vinnum
starf, sem er svo sérhæft, að það
kemur því aðeins að gagni, að
það fléttist sem þáttur inn í sér-
hæfð störf margra annarra.
Þessi firring frá mótandi áhrif
um náttúrunnar er sýnilegust á
þeirri kynslóð, sem hefur vaxið
upp í skjóli almennrar velmeg
unar eftir strið og sér þröngan
bás sérhæfingarinnar blasa við
sér. Hver og einn verður að sér-
hæfa sig, sumir á langri mennta-
braut, aðrir í fábrotnu starfi.
En hvað sem breytileguim aðstæð
um kann að líða, losar sérhæf-
ingin og þau störf, sem hún mið-
ar að, um tengsl ungrar kyn-
slóðar við náttúruna. Þeir, sem
bera ugg vegna þessara tengsla-
Dr. Mutt.hías Jónasson.
rofa, grípa stundum til þeirrar
huggunar, að þetta sé aðeins
tímabundin rangþróun; maður-
inn muni aftur hverfa auðmjúk-
ur til móður náttúru. En sú
huggun er svikul. Sú skipan, er
við köllum tækriisamfélag, mun
ryðja sér til rúms hér á landi
eins og hjá öðrum þjóðum og
valda róttækum breytingum í
allri gerð samfélagsins, sem létta
að vísu áhyggjur einstaklingsins
vegna næringar og heilsugæzlu,
en ræna hann um leið frum-
kvæði hans í lífsbaráttunni og
marka honum í staðinn þröngt
og einhæft skyldubundið at-
hafnasvið.
BORGIN MEÐ ALLSNÆGTIR
Á BOÐSTÓLUM OG
ÖRBIRGÐ 1 FELUM
Gleggsta auðkenni tæknisam-
félagsins er borgin, hin ljósa
skreytta steinsteypuauðn með
allsnægtir á boðstólum og ör-
birgðina i felum. Þegnar sið-
menntaðrar þjóðar Iifa að mikl-
um meiri hluta í borgum. Og þar
alast börnin upp. Sú venja er
gömul hér á landi, að bænda-
fólk taki bömin af mölinni í
sumarfóstur, rétt eins og menn
slægju þvi föstu, að borgarum-
hverfið væri þeim ekki einhlítt
til þroska. En borgin hefur sína
töfra. Hún veitir börnum og
unglingum tækifæri til dýrmætr-
ar reynslu. Einkum býður hún
unglingum betri skilyrði til tóm-
stundaiðkana en dreifbýlissveit.
Kvikmyndir og dans, málfundir,
íþróttir, tónleikar og leiklist, allt
þetta og margt annað bvður
borgin ungu fólki til hollrar og
æskilegrar tilbreytni, hvort sem
það stundar nám eða atvinnu.
Sú kynslóð, sem er nokkurn veg
inn jafngömul öldinni, má muna
þrúgandi tilbreytingarleysi
langra vetrarkvölda á einangr-
uðu sveitabýli. Henni mætti sýn-
ast sem æska eftirstríðsáranna
ætti margra kosta völ að verja
tómstundum sínum.
Tómstundir á ekki að skipu-
leggja til þroskaauka eingöngu.
Þær eiga að veita tilbreytni og
hvíld og framar öllu að vekja
með einstaklingnum þá tilfinn-
ing, að nú sé hann frjáls og
sjálfs sin ráðandi, enda er það
sterkur þáttur í mannlegu eðli
að vilja vera frjáls og finna til
og njóta frelsis síns.
Jafnvel hinn ástundunarsam
asti eljumaður" á hvaða starfs-
sviði sem er, nýtur bess að tinna
oki starfsins létt af herðum sér
og svalandi andblæ frjálsræðis-
ins leika um sig.
ÁBATASÖM TDNGREIN
Skemmtanaþörf æskunnar hef
ur ekki alltaf notið réttmætrar
viðurkenningar. Sú var öld'n að
allar slíkar tilhnei vingar töld-
ust vera sprottnar af vélahrögð-
um freistarans og fullnæging
þeirra stóð undir ströngu banni.
En á okkar tíð er barátta fvrir
rétti feskunnar til skemmtunar
orðin óþörf. Hvers kyns skemmt-
anir og nautnir, sem menn sækj-
ast eftir, eru orðnar söluvara,
stríðauglýst og allsstaðar á boð-
stólum. Þær flæða vfír allt. líkt
og stífla hefði brostið í stórfljóti.
Gróðahyggjusnrengjan grandaði
henni. Upp er risin ábatasöm
iðngrein, sem framleiðir skemmt-
anir, atvinnuvegur, sem fjöl-
mennar stéttir eiga efnahag sinn
undir.
Þessi iðngrein hlitir vitanlega
sama lögmáli og allur nútimaiðn-
aður að vilja treysta sem bezt
aðstöðu sína. Hún getur ekki lát
ið sér nægja að fullnægja börf-
um, sem vakna sjálfkvæmt með
heilbrigðri æsku; aðaláherzlan
hvilir á því að vekja nýjar barf
ir og gera menn háða þeim. Það
er undirstöðuatriði i nútímaiðn-
aði að skapa aukna eftir-
®S® EfiWÍF íl ŒESSIMIKa&M
Hespu-þyngd
-verð
Grettísgarn
lOOgr.
kr.42
grllon mertno
5o ^
~ 38
grilon meríno sport
100 ~
grtlongarn
~ 76
HBS
beztu mmm