Morgunblaðið - 18.10.1970, Side 9

Morgunblaðið - 18.10.1970, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. OKTÓBHR 1970 33 Jón H. Þorbergsson: Kristnin er aðal námsgrein allra „Guð talaði og það varð." 1 fyrstu setningum sköpunarsðg- unnar eru þessi orð: „Þá sagði Guð: Verði ljós og það varð ljós." 1 fyrstu orðum Jóhannes- ar Guðspjalls, standa þessar setningar: „1 upphafi var orð- ið og orðið var hjá Guði: „All- ir hlutir eru gerðir fyrir það og án þess varð ekkert til sem til er orðið." Orð Guðs er upphaf kraftar ins og tilverunnar, sem við að nokkru leyti daglega verðum vör og horfum á. Án þeirra orða Guðs mundi enn hvíla myrkur yfir djúpinu. Orð Guðs er máttur og vald sem aldrei haggast. Þau eru líka allra manna andlegt fóður. Lífsfyll- ing fyrir okkur öll. Það liggur í augum uppi að tilveran öll, hlýtur að lúta miklum stjórn- ara, miklum skapara, sem er al- máttugur Guð. Við sjálf erum engin undantekning frá þvi, sem Guð hefir skapað. Allt, sem maðurinn hugsar, talar og f ramkvæmir verður að hafa Guðs orð að undirstöðu, ef vel og rétt skal miða. Guð hefir látið mennina heyra sitt orð, frá úpphafi. 1 Guðs orði eru mann anna stöðulög, sem aldrei hagg- ast. Ef menn setja lög sem brjóta í bága við orð Guðs, verka þau lög neikvaett og til tjóns fyrir mannlífið. Maðurinn er æðsta lifandi vera jarðarinnár, Guð skapaði hann eftir sinni mynd, gaf hon- um mikla hæfileika og frjáls- ræði tii að velja og hafna, af öllu þvi, sem lífið býður. Svo að við gætum öll þroskað okk- ur sjálf til þegnréttar í riki Guðs. 1 Hans orði er mikið af leiðbeiningum um það, hvað við skulum velja og hverju hafna. 1 þessu felst mikill lærdómur. Kristur segir: „Þess vegna er hver sá fræðimaður, sem orðinn er lærisveinn himnarikis" (Matt. 13.52). Þar sem fólk ástundar Guðs orð, leggur sig fram til að lifa og breyta samkvæmt þvi, þar myndast andlegur lífs- kjarni, sem er friður, réttlæti, samleikur og kærleikur. Þessi lífskjarni er menningin sjálf. Án þessar eiginda er ekki hægt að lifa menningarlífi. Ef þessi Mfskjami væri ríkjandi meðal ailra þjóða, þá hefðu þær enga erfiðleika að striða við og Guðs ríki væri mitt á meðal fólks- ins. Eins og Kristur bendir á, fræðimennskan, sem felst i því að vera lærisveinn himnarikis, gripur inn i hvert augnablik í lífi okkar allra. Þess vegna er hún framar öllum öðrum fræði- greinum. Námsaðferðin er undir gefni undir vilja Guðs eins og Kristur hefir frætt okkur um hann og tilbeiðsla um hjálp Guðs, okkur til handa, ti‘l réttr ar framkomu. Verði þessar eig- indir að rótgrónum kjama í okkar innra skilningarviti, sem er samvizkan, verður útkoman trú á Guð og þann, sem Hann sendi Jesúm Krist. Kristin kenning er ekki kúg- un. Hún er leiðsla. Margt fóik er svo ánægt með trúfrelsi, en hvað hefir það upp úr þvi? „Ekkert" Bókstaflega ekki neitt, nema síður sé. Enginn getur frelsað mennina nema Kristur. Enginn hefir gengið á vatninu nema Hann. Allir aðrir trúar- leiðtogar hverfa í skuggann fyr ir Honum. Hann er vinur og bróðir okkur til hjálpar. Hann dó á krossinum til þess að frélsa okkur úr viðjum syndar innar og opna náðarhús Guðs fyrir okkur synduga menn. Hann flutti okkur fagnaðarer- indi Guðs um umhyggju Hans fyrir okkur og sæLu himnanna, sem okkur er búin í framhalds- lífinu. Hann er okkar kennari Jón H. Þorbergsson. til þess að frelsa okkur frá villu vegarins og kenna okkur að ganga hina réttu leið. 1 þvi sambandi stofnaði Hann kirkju sina og kirkju Guðs. Hann sann aði okkur tilveru og almættd Guðs í kraftaverkunum, sem Hann gerði og framhaldslifið í upprisunni. Kristur er okkar læknir, okkar fyrirmynd til eft irbreytni. Hann er okkar kon- ungur. Hans boðum er nauðsyn legt og Ijúft að hlíta og hlýða. Hann einn kom í krafti Guðs og er með okkur alla daga allt til enda veraldarinnar, okkur sem trúum á Hann. Þetta eru fræði, sem nema þarf og sem verða okkur léttari og kærari sem lengur er unnið. Námsbók- in er heilög ritning. Kirkjan er okkar félagsheimili til sam- bands við Guð. Hún er skóla- hús i kristnum fræðum. Kirkj- an með kenningu Krists, er höí uð menningarstofnun þjóðarinn- ar. Háskólinn i landinu, verður að sætta sig við að vera skör neðar, til undirstöðu sannrar menningar. Þótt örfáir nemi þar i Guðfræðiðeild. Kristur er höfuðkennari allr- ar kennslu. Allir þurfa alla daga á Hans kennslu að halda, nú og ævinlega. Þess vegna eru Kristinfræði hið fyrsta, sem nema þarf og svo verður það um alla framtíð. Engin fræði eru svo bundin og nauðsynleg við hvert augnablik í lífi okk- ar allra, neitt til jafns við hana. Það er hægt að stunda þessi. fræði i dagsins önn með því að tala við Drottin. Sjálfsagt erað hafa bibliuna á náttborðinu og lesa í henni, á hverju kvöldi á undan bæn til Guðs. Það gefur góðan svefn. Fólk, sem ástund- ar Guðs orð og eflir með því sina trú er heilsubetra óg verð ur langlífara heldur en vantrú að fólk og trúlaust á Drottin allsherjar. Það hefir einkum ver ið athugað i Bandarikjunum. Skólarnir, hér í landi vanrækja þessa fræðigrein stórkostlega til tjóns sannri menningu. Enda úir og grúir af kennurum, sem fást ekki um þessi fræði. Þessi van- ræksla í kristnu þjóðfélagi er hreint út sagt alveg ógerleg, enda færast nú í vöxt raddir um það að slákt megi ekki svo fram fara. Aðalmál á siðustu prestastefnu var um aukna kennslu í kristnum fræðum í skólum landsins. Að aflokinni þessari stefnu kom presfur og kennari fram í sjónvarpinu og ræddu um þetta mál. Kennarinn var alveg út á þekju í þessu mikilvægasta fræðsiumáli og taldi nóg borið á borð fyrir fólkið af Guðs orði og upplýs- ingum í kristnum fræðum. Þrátt fyrir mikið kristilegt starf í landinu, er fjöldinn af fólkinu ókristinn. Eiga skólamir sinn þátt í því, ásamt mörgu ffleiru. Ef svo er ástatt, að um 1% af fólkinu í þéttbýlinu sæki mess- ur í kirkjurnar stöðuglega, sára fáir hlýði á messur og morg- Framhald á bls. 41 KerfamarkaBurinn IGNIS FRY STIKISTUR IGINS-djúpfrystirinn gerir yður kleif hagkvæmari matar- innkaup og sparar yður snúninga vegna matarkaupa. Tvöfaldur þéttilisti f loki — hlífðarkantar í hornum — Ijós i loki — færanlegur á hjólum — Ijósaborð með rofa fyrir djúpfrystingu, kuldastilli og 3 leiðbeiningar- Ijósum. „gult djúpfrysting" — „grænt venjuleg frysting" — „rautt of lág frysting". — L. Stærðir^ Staðgr.verð Afborg.verð 145 Itr. kr. 16.138— kr. 17.555,— i út + 5 mán. 190 Itr. kr. 19.938,— kr. 21.530,— i út + 5 mán. 285 Itr. kr. 24.900,— kr. 26.934,— l út + 6 mán. 385 Itr. kr. 29.427.— kr. 31800— } út + 6 mán. RAFTORG VIÐ AUSTURVÖLL SÍMI 26660 AÐEINS ÓDÝR ÚRVALS- KERTI DOMUS MEDICA. Op/ð í allan dag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.