Morgunblaðið - 25.10.1970, Síða 4

Morgunblaðið - 25.10.1970, Síða 4
4 MORG-lTNíMjAÐtÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1970 BILALEIGÁ HVERFISGÖTU 103 VW SendiferðabifreiiJ-VW 5 manna-VW svefnvap? VW 9 manna - Landrover 7 manna RAUÐARÁRSTÍG 31 V______________/ Til sölu Etrvhamar, sf., hefor trl söhj 2ja, 3ja og 4 ra herbergja «t>úðir íbúðum verður skiteið fuHgerðum og með fnágeog- inni lóð. Upplýsmgar í shrrf- stofu félagsins Vesturgötu 2 daglega kl. 14—18 nema laugardaga kl. 10—12. Kvöld- sími 32871. FÆST UM LAND ALLT Snyrti- vörur fyrir ungu stúlkumar Ó. JOHNSON &KAABER P £tJorjpmM8WS> margfaldar markad ydar €€11 0 Prófkjör á Vestfjörðum „Sjálfstæðismaður á Vest- fjörðum“ skrifar: „Prófkjör Sjálfstæðisflokks- ins hafa verið ofarlega á baugi síðustu daga. í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi eru þau nýafstaðin og er því eðlilegt, að mönnum sé tiðrætt um þau. Ég tel, að flestir geti verið sam mála um, að þrátt fyrir sýni- lega vankánta, sem komið hafa fram við framkvæmd á próf- kjörum, þá er meginstyrkur þeirrá sá, að þau færa veiga- miklar ákvarðanir úr höndum fárra manna til hins aimenna kjósanda. 1 Vestfjarðakjördæmi hefur verið ákveðið, að viðhaft skuli prófkjör við val frambjóðenda á lista Sjálfstæðisflokksins. Af þeim upplýsingum, sem birtar hafa verið um þetta fyrirhug- aða prófkjör, er ljóst, að það er í veigamiklum atriðum frá- brugðið nýafstöðnu prófkjöri í Reykjavík. Þar (þ.e. í Reykja- vík) gilti Sú regla, að atkvaeð- isrétt höfðu allir stuðnings- menn Sjálfstæðist'lokksins við komandi aljiingiskosningar, sem náð hafa 20 ára aldri 27 júní 1971, og eiga lögheimih í Reykjavik. Einnig höfðu at kvæðisrétt allir meðlimir Sjálf stæðisfélaganna í Reykjavík, sem ná 18 ára aldri 27. júní 1971 eða fyrr og eiga lögheim- ili I Reykjavík. Á Vestfjörðum hefur hins vegar verið tiikynnt að prófkjörið verði bundið við flokksbundna Sjálfstæðismenn í kjördæminu. Augljóst er af þessu.'að stór hópur Sjálfstæðismanna verð- ur útilokaður frá þátttöku í að velja frambjóðendur flokksins. Það yrði því mjög hæpið að fullyrða að loknu prófkjöri, að úrslit þess túlkuðu afdráttar- lausa viljayfirlýsingu vest- firzkra Sjálfstæðismanna um hvaða menn skuli fara með um boð þeirra á Alþingi." Q Flokksbundnir — óflokksbundnir „í Morgunblaðinu 17. septem VETRARFRAKKAR og REGNFRAKKAR ber sl. birtist viðtal við Svein Björnsson, varaformann Full- trúaráðs Sjálfstæðisfélaganna i Reykjavík. Segir þar m.a. orð- rétt: „Ég tel mikils um vert, að Fulltrúaráðið hefur markað þá stefnu að veita jafnt óflokks bundnum sem flokksbundnum stuðningsmönnum Sjálfstæðis- flokksins atkvæðisrétt í próf- kjöri. Þetta á að réttu lagi að örva áhuga almennra kjósenda á stjórnmálum og þátttöku í þeim, en þessi áhugi er ein- mitt hornsteinn lýðræðisins." Því verður vart trúað fyrr en á reynir, að Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörð um meini stuðningsmönnum flokksins þátttöku í væntan- legu prófkjöri á þeirri for- sendu, að þeir séu óflokks- bundnir. Það yrði næsta erfitt að telja kjósendum flokksins trú um, að slíkt prófkjör væri byggt á þeim lýðræðishugsjón- um, sem Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir. Að mínum dómi á það meginsjónarmið að ráða ákvörðun um að viðhafa próf- kjör; að gefa kjósendum tæki- færi til að láta í IjÓs álit sitt um, hvaða menn þeir telji hæf asta til að fara með umboð sitt á Alþingi. Skora ég hér m-eð á Kjör- dæmisráð Sjálfstæðisfélaganna á Vestfjörðum að setja reglur um atkvæðisrétt við prófkjör af sömu víðsýni og frjálslyndi og raun varð á í Reykjavík. Lýð- ræðisleg vinnubrögð við und- irbúning prófkjörs eru for- senda þess, að vestfirzkir Sjálf stæðismenn fylki sér um þann framboðslista, sem endaniega verður ákveðinn. Sjálfstæðismaður á Vestf jörðum.“ ^ Mismunandi leiðir I tilefni bréfs „Sjálfstæðis- manns á Vestfjörðum“ vill Vél vakandi vekja athygli bréfrit- ara á því, að Sjálfstæðismenn víðs vegar um landið hafa far- ið mjög mismunandi leiðir við val á framboðslistum sínum. 1 fjórum kjördæmum landsins hafa farið fram svonefnd „op- in“ prófkjör. í tveimur kjör- dæmum á Norðurlandi var ákveðið að viðhafa ekki próf- kjör og í Suðurlandskjördæmi fór fram svæðisbundin kosning á almennum fundum. Kjördæm isráð Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum ákvað að fara þá leið, að prófkjörið yrði ein- göngu fyrir flokksbundna Sjálfstæðismenn. Það er umdeilt atriði í sam- bandi við prófkjör, hvort þau skuli opin fyrir flokksbundna sem óflokksbundna eða tak- mörkuð við hina fyrrnefndu. Meðal Sjálfstæðismanna 1 Reykjavík, sem hafa haft for- göngu um opin prófkjör hefur þetta einnig verið ágreinings- efni. Aðrir stjómmálaflokkar t.d. Framsóknarflokkurinn tak marka sínar skoðanakannanir við flokksbundið fólk. 1 þess- um efnum er hæpið að telja eina leið annarri fremri, held- ur verður að fara eftir mati flokksmanna á hverjum stað og aðstæðum öllum, hvort próf kjör eru „opin“ eða takmörk- uð við flokksbundið fólk. íbúð óskast Hef verið beðinn að útvega 3ja til 4ra her- bergja íbúð í Vesturbænum til leigu hið allra fyrsta. Helzt með bílskúr. Ingi R. Helgason hrl. Laugavegi 31 — Sími 19185 1 .J 1 1 KAU PM AN N ASAMTÖK 1 ÍSLANDS Stofnlónasjóður skó- og vefnaðnrvörukaupmannn Frestur til að skila umsóknum um lán úr sjóðnum hefur verið framlengdur til 1. nóv. næstkomandi. TJmsóknareyðublöð fást afhent í skrifstofu Kaupmannasamtakanna, Marargötu 2. mikið og fallegt úrval. GEíSlPt Fatadeild. Stjórn Stofnlánasjóðs skó- og vefnaðarvörukaupmanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.