Morgunblaðið - 25.10.1970, Side 12

Morgunblaðið - 25.10.1970, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1970 Otgefandi h#. Arvakur, Reyk/avík. Framkvaemdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ami Garðar Kristinsson. RJtstjóm og afgreiðsla Aðalstraeti 6. Sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti €. Sími 22-4-80. Askriftargjald 165,00 kr. á mánuði innaniands. I lausasölu 10,00 kr. eintakíð. EFTIRMENNTUN A ð undanfömu hefur dvalið hér á landi Helge Sivert- sen, fyrrverandi menntamála- ráðherra Noregs, og nú fræðslustjóri í Osló og Akers- hus. Hefur hann flutt fyrir- lestra í Norræna húsinu ásamt eiginkonu sinni. Sl. fimmtudag flutti Helge Siv- ertisen erindi, sem hann nefndi „Frá dagheimili til full orðinskennslu“, en þar vék hann að atriðum, sem eru nú að komast í sviðsljósið hér á landi. „Við getum ekki lengur lit- ið á skólana, sem hina afger- andi menntamiðla. Eftirnám og nám á forskólaaldri eru nú þýðingarmikil atriði á heild- amámsferli einstaklingsins,“ sagði hinn fyrrverandi menntamálaráðherra Norð- manna. Hann sagði ennfrem- ur: „Öll störf krefjast nú eft- irmenntunar vegna þess hve framleiðsluaðferðir og starfs- skilyrði breytast ört. Enginn getur lengur byggt á undir- búningsmenntuninni einni saman.“ Hér er drepið á svo mikils- vert mál, að það getur haft meginþýðingu fyrir framþró- un og framfarir á næstu ár- um og áratugum. Reynslan hefur sýnt, að vegna örra tækniframfara og margvís- legra breytinga úreltist menntun á tiltölulega stutt- um tíma, en það er fyrst nú, sem menn em að vakna til vitundar um þessa staðreynd. Raunar hefur ein stétt manna, þ.é. læknar, lengi gert sér grein fyrir nauðsyn þess að stunda reglubundið fram- haldsnám meira og minna allan þeirra starfsaldur. Einstök stór fyrirtæki hafa tekið upp þann hátt að efna til námskeiða um tiltekin efni, sem gefisf hafa mjög vel. Ennfremur hafa félagssamtök tekið að sér námskeiðshald á ákveðnum sviðum, þar sem atbeini sjálfs fræðslukerfisins hefur ekki komið til. Þessi fræðslustarfsemi er góðra gjalda verð og gagnleg svo langt, sem hún nær, en hitt er ljóst, að ef vel á að vera, þurfa hin opinberu fræðslu- yfirvöld að eiga hér hlut að máli. Meðal þeirra verkefna, sem Háskóli íslands þarf nú að takast á við, er einmitt að koma upp skipulagðri eftir- menntun fyrir þá, sem út- skrifast hafa frá hinum ein- stöku deildum háskólans. 1 flestum ef ekki öllum þeim greinum, sem þar eru kennd- ar, hafa orðið margvíslegar breytingar, nýjar hugmyndir og kenningar hafa komið fram á sjónarsviðið o.s.frv. Það er lítið gagn af því, að háskólinn útskrifi stóran hóp kandidata á ári hverju, ef menntun þeirra er eftir nokk- ur ár orðin úrelt og þjóð- félaginu þar með gagnslaus. Raunar á þetta ekki við um Háskóla íslands einan heldur allar menntastofnanir í land- inu, sem útskrifa nemendur með lokapróf í ákveðnum, sér hæfðum greinum. Eftirmennt un er nýr þáttur í okkar fræðslumálum, sem á að skipa veglegan sess í skóla- kerfi okkar í framtíðinni. Nnauðsynlegt er að Alþingi fjalli um þetta mál og að undirbúningur verði hafinn að því að koma eftirmenntun á skipulegan grundvöll. Gjaldeyrisstaðan |?ins og áður hefur verið bent á hér í Morgunblað- inu, leiðir hömlulaus verð- bólguþróun smátt og smátt til þess, að rekstrargrundvöll- ur atvinnuveganna raskast og kaupmáttur almennings fer dvínandi. Þriðja afleiðing verðbólguþróunarinnar eru neikvæð áhrif hennar á stöðu landsins í viðskiptum við út- lönd. Alvarlegasta vandamál Dana í efnahagsmálum nú er einmitt það, að mikill halli er á utanríkisviðskiptum þeirra. Eftirspum eftir vörum og þjónustu í landinu er mikil og innflutningur þar af leið- andi mikill og vaxandi. Hef- ur þetta leitt til þess, að bú- izt er við, að halli á utanrík- isviðskiptum Dana verði 3—4 milljarðar danskra króna í ár. Svíar eiga einnig við svip- að vandamál að stríða. Við íslendingar þekkjum slíkan vanda af eigin raun, en nú er svo komið, að gjald- eyrisforði okkar nemur 3,4 milljörðum króna og hefur aðeins einu sinni verið meiri. Þetta eru mikil umskipti frá því sem var síðari hluta árs 1968 er gjaldeyrisforðinn var uppurinn. Þessum árangri megum við ekki stofna í hættu. Hann er enn ein ástæðan fyrir því, að gera verður ákveðnar ráðstafanir til þess að hafa hemil á verð- bólguþróuninni. Þá vinnst þrennt. Rekstrargrundvöllur undirstöðuatvinnuveganna er tryggður. Aukinn kaupmátt- ur eyðist ekki með öllu í verð bólguöldu og gjaldeyrisforð- inn varðveitist. Að þessu þarf að vinna og það er nú gert af hálfu rfkisstjórnarinnar. v • Jóhann Hjólmarsson skoðan, BLAÐ UM FJOLMIÐLA OG AÐRA MENNINGAR- SJÚKDÓMA, SJÓNVARPSTÍÐINDI nefnist blað, sem nýlega hóf göngu sína. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Þorgeir Þorgeirsson, Sjónvarpstíðlindi koma út hálfsmónaðar- lega og í þeim er fjallað um fjölmiðia og menningarmál. Greinar blaðsins eru hressilega skrifaðar, en ekki lausar við sjálfumgleði þess, sem einn veit og skil- ur. Að fá tækifæri til að kynnast hugs- unanhætti af þessu tagi ber auðvitað að þakfea, því að alþjóð veit að fátt er leið- inlegra tJil lengdar en hin værukæra borgaralega pressa, sem þorir ekki að dæma annað en það, sem er fyrirfram dæmt. Ánægjuleg er því sú tilbneyting að lesa dóma Sjónvarpstíðinda. Þetta nýja menninganmálablað er ekkí stórt, aðeins átta síður, en frá- gangur þes3 er snyrtilegur, uppsetning- in smekfeleg. Ljóðaþýðingar hafa birst í blaðinu, m.a. ballaða eftir Bertolt Brecht. í þriðja tölublaði er lofes prent- að frumsamið íslenskt ljóð, sem nefnist Reykvíisk þjóðvísa frá XX. öld Senni- lega er það eftir ritstjórann, sem áður hefur sannað, að sjúkdómar ráðamanna þjóðaninnar eru honum girnileg og ást- kær yrkisefni. Ég get ekki stillt mig um að birta ljóðið, því í því kemur fram svo fruimlegur skilningur á vandamál- um íslensks þjóðfélags. í Ráðuneytinu nefnist ljóðið: í axminsterþögninni opnast skrifstofuhurð andartaks ritvélaglamur á meðan hún lofeast fótatakslaiust líða málefndn hjá leiðina duldu fná hjartasjúklingi til drykkjusjúklings frá drykfejusjúklingi til magasjúklings frá magasjúklingí til geðsj úklings frá geðsjúklingi til hjartasjúklings aftur hring eftir hring að eilífu amen í axminsterþögn. Ég ætla ritstjórann feannskli meira skáld en hann er? Ef til vill er hér um teppaauglýsingu að ræða? Auglýsingar eru alltaf að taka framförum eins og dæmið um sjónvarpstækið, sem Jónas Hallgrímsson er látinn auglýsa, sanmar svo eftirminnilega: „Eg er feomiinn upp á það, / allra þakka verðast /“ o.s.frv. Á sömu síðu og þjóðvísan er hugleið- ing eftir Þ. um nýjan skilning á vísu Kristjáns Jónssoraar Fjallaskálds Yfir fealdan eyðisand. Ég sé ekfei be<tur en í hugleiðingunni sé einnig að finna dóm um þjóðvísuna eða þá stefnu £ ljóðagerð, sem hún er til vitniis um. Þarna stendur: „Enda viljum við gjarna, að skáldskapur sé ögn dularfullur. Og gleymum þá því, að bestur er kveð- sfeapurinn þegar hann lyftir áþreifan- legum, konkret, ellegar hverisdagsleg- um hlutum eða orðtöbum í veldi með einföldum aðferðum." Hver treystir sér t'il að mæla gegn því að hér er talað af viti? SVEITABOKASOFN OG NÚTÍMASKÁLDSKAPUR í Þjóðviljanum var nýlega birt viðtal við Ása í Bæ, sem í sumar fór í könn- unarleiðangur á vegum Rithöfunda- sjóðs íslands um lestrarfélög og sveita- bókasöfn á Suður- og Vesturlandi. Það kemur á daginn, eins og reyndar var vitað, að gæslumenn 3afnanna hafa á sínu valdi hvaða bækur eru keyptar. Þetta veldur því að bækur ungra höf- unda sjást ekki á söfnunum nema að mjög tafemörkuðu leyti, en verst bitraar kyrrstaðan, sem virðist vera rí'kj- andi í söfnunum, á ljóðskáldum. Ási í Bæ segir: „Að vísu var Davíð svo t!il á hverju safnii, Jóhannes úr Kötlum á nokkrum svo og Stefán frá Hvítadal. En Tómas sást varla og hending að rek- ast á ljóðabók eftir Stein Steiniarr og þá, sem á eftir honum hafa komið. Þetta kom mér mjög á óvart. Því hefur að vísu verið haldið fram, að hið nýja ljóðform ætti ekki upp á hábórðið hjá íslendingum, en ekki er það skýringin á því, að góð og gegn sveitaskáld edna og Guðmundur Böðvarsson til dæmis eiga varla nokkrar bækur á þessum sveitabókasöfnum." Ási í Bæ setur fram þá skýrdngu, að ljóðelskt fól'k kaupi fremur ljóðabækur en fái þær að láni í söfnum. Þrátt fyrir það verður að gera þær kröfur til bóka- safna, að verk helstu ljóðskálda, eldri og yngri, séu þar jafnan tiltæk. Rithöfundar haf'a stungið upp á því að rífeið kaupi 500 eintök af bófeum ís- lenskra höfunda. Þegar bókaeign margra safna er jafn fátækleg og raun ber vitni, er ástæða til að ætla að flest- um verði það í hag, að komið sé til móts við rithöfunda í þessu efni. Eins og Ási í Bæ bendir á er fjárhagur sveitabóka- safnanna yfirleitt bágborinn, og þeir, sem annast þau, eru ólaunaðir og vinna verk sín í tómstundum. Ljóst er að skiln- ingur ráðamanna á þeim mifeilvægu menningarmiðstöðvum, sem bókasöfnin eru, þarf að gjörbreytast. Sveitirnar eiga alls ekki að vera afskiptar bófemennta- lega séð. Það er að vísu hollt að lesa gömlu skáldin sín vel, og láta, sem ekk- ert hafi gerst síðan séra Matthías var allur. En eins og dæmin sararaa er svo- feallaður nútímasfeáldsfcapur ekki ein- göngu ætlaður borgar- og bæjarbúum. Tengslin við sveitalífið eru sterkari í íslenákum bókmenntum en margan grunar. Héraðslæknirinn á Fáskrúðsfirði heiðraður Fáskrúðsfirði, 24. október — Haraldur Sigurðsson, héraðslækn ir á Fáskrúðsfirði var heiðraður á s.jötugsafmæli sínu í gær. Héldu íbúar læknishéraðsins, sem sam- anstendur af þremur hreppum, honum samsæti í Félagsheimil- inu Skrúð. En Haraldur hefur einmitt á þessu hausti verið læknir í þessu héraði i 30 ár. Voru honum og konu hans, Lidu Sigurðsson, sem einnig er læknir, færðar gjafir í þakklætisskyni. Haraldur Sigurðsson er fæddur á Kotströnd í Ölfusi og varð stúdent í Reykjavík 1925. Lækn- isprófi lauk hann 1933 við H.l. og tók síðan danskt embættispróf 1940. Áður en hann kom til Is- lands var hann m.a. læknir við kryolitnámurnar í Ivigtut á Grænlandi frá 1937 til 1938 og gerðist héraðslæknir á Fáskrúðs firði 30. október 1940. — Fréttaritari. Haraldur Sigurðsson, læknir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.