Morgunblaðið - 22.11.1970, Síða 1

Morgunblaðið - 22.11.1970, Síða 1
22. nóvember 1970 íWnííttlfegsfefaír „HVÍTT HÚS OG ÚFINN SJÓR“ List Gunnlaugs Schevings EFTIRFARANDI grein var rituð að tilhlutan rit- stjóra Atlantica & Ice- landic Review fyrir tveimur árum, og birtist í fyrsta hefti tímaritsins 1969. En þar sem hún hefur hvergi birzt á ís- lenzku þótti greinarhöf- undi rétt að gefa Morg- unblaðinu kost á að birta hana í tilefni hinnar viða- miklu sýningar á list Schevings, sem nú stend- ur yfir í Listasafni Is- lands. Birtist hún hér lít- ið breytt. List Gunnlaugs Schevings er rammgerður ómissandi hlekk- ur í þróun islenzkrar myndlist ar. Hann jók við svið braut- ryðjendainina, sem alliir voru frekar iihaldssamir, — þrengdi manninum og baráttu hans inn í íslenzka myndlist um stund og gerðist þar með brautryðjandi sjálfur að vissu marki. Mann- eskjan sjálf var ekki ríkur þátt ur x íslenzkri myndlist í heild — landslagsmálverkið yfir- gnæfði allt og þar á eftir frá- hvarfið frá iiandslaigi tii nú- tímalistar. Manninum hefðu þaninig ekki verið gerö verðug skil, ef Scheving hefði ekki komið fram með myndir sínar. Þetta er undarlegt í landi, þar sem einstaklingurinn er svo mikið atriði. Til glöggvun- ar er ekki úr vegi að geta þess strax, að islenzk myndlist tók ekki að þróast að ráði í núver- andi mynd fyrr en í byrjun þessarar aldar. Þegar Gunnlaugur Scheving málar myndir úr náttúrunni, glímu sjómanna við hafið, eða smiðinn við steðja sinn, þá er það ekki frásögnin eða mótív- ið, sem mestu máli skiptir held ur samruni myndrænna eiginda — myndlist í eiginlegri merk- ingu orðsins. Hann gæðir frá- sögnina innra lífi, sem er að- eins til í lögmálum listarinnar sjálfrar, og í raun og veru er þetta alltaf þannig í höndum mikilla myndlistarmanna, að frásögnin er einungis meðal til tjáningar en verður jafnan að þoka fyrir lögmálum myndfiat- arins og listarinnar, ef lista- manninum býður svo við að horfa. Listamaðurinn velur sér frá- sögn eða mótiv, í samræmi við skapgerð sina, til að mynda, hið slétta og áferðarfallega eða hið úfna og hrjúfa — hinn mett- aða yndisþokka eða hina jarð- rænu fyllingu — fegurð logns- ins og hinnar unaðslegu kyrrð- ar eða leik höfuðskepnanna við náttúruna og manninn. List Schevings heyrir í meginatrið- um undir hið siðara í öllum þessum andstæðu dæmum. Þess verða menn fljótt varir, er þeir virða fyrir sér myndir hans á þessum síðum. Myndir Schev- ings búa yfir sálrænum þrótti, sem er sjaldgæfur í íslenzkri myndlist að þvi leyti, að þær draga athygli áhorfandans til sín, hvort sem hann vill eða ekki, vegna stærðar sinnar þróttmiikiilar túl'kumar, andlegs stöðugleika og mannlegra eig- inda. Þær höfða til áhorfand- ans á sama hátt og sjálft lífið. Einnig sumar hinna minni mynda hans eru gæddar þess- um „mónumentala“ krafti, þær sprengja í rauninni öll stærðar iögmál, og er þeim þó haldið óbifanlega innan sins fer- strenda sviðs. Gunnlaugur Scheving er nú tí malegur í myndum sínum, jafn nútímalegur og margur, er telur sig ekki þurfa aðra frá- sögn í myndir sínar en formið og litina í sjálfu sér og afneitar þar með öllum öðrum lögmál- um. Ef myndir hans hafa virzt gamaldags fyrir réttum áratug, þá hafa hin nýju viðhorf inn- an myndlistarinnar, sem rutt hafa sér til rúms á allra síðustu árum, einmitt gert slíkar vanga veltur úreltar. Og hver svo sem viðhorfin eru, tel ég að list þessa málara, þar sem hún rís hæst, verði aldrei gamaldags frekar en önnur sígild list. Hann er I öflugustu myndum sínum ótvírætt meðal hinna fremstu i norrænni málaralist á þessari öld. Scheving hefur i list sinni tekið til meðferðar línur lands, himins og hafs á líkan hátt og Piet Mondrian í Hollandi. Munurinn liggur í ólíkum lönd um og því, að Mondrian var óhlutlægur en Scheving er hlutlægur. Mismunurinn skipt- ir ekki lengur svo miklu máli, á timum, er tjáningin er orðin aðalatriði í hvaða myndrænni mynd, sem hún svo birtist. Margur er löngu hættur að finna mikinn mun á hlutlægu og óhlutlægu formi — lögmál tjáningarinnar, sem að baki býr er fyrir öllu — meðalið einungis annað. Þetta nýja við horf hefur orðið listinni til góðs, eytt fordómum og breikk að svið hennar. Engin skoðun er leiðinlegri í dag en, að mynd sé vond vegna þess að hún er óhlutlæg eða hins vegar af því að hún sé hlutlæg. Islenzkir haust- og vetrardag- ar geta verið töfrandi bjartir og svalir — útlínur og foim iands og f jalla koma svo skýrt fram, að þau hafa áihrií á fólk líkt og dýrasta plastík, og í öll um þessum skýrleika og heið- ríkju virðast ailiar fjartægðir litlar vegna hins mikla plast- íska skýrleika og dýptar lands- lagsins. Þetta skynjar maður áþreifanlega í myndum Schev- ings. Útlendingar, sem upplifað hafa slika dýrðardaga, undrast ekki lengur hina miklu mynd- ilistarþörf þjóðarininar, — írek- ar væri, að þeir undruðust að ekki skuli vera meira um mót- unarlistamenn í þessu landi, sem eru fáir i hlutfalli við málarana. Sjálfur hef ég trú á þvi, að með auknum myndlistar þroska, — en listin er alltaf að sækja á, muni þetta breyt- ast og raunar bendir margt til þess, að sú breyting sé þegar hafin. Áhorfandinn skynjar einhvern veginn sumarið í nátt- úrumyndum Schevings, þar sem bóndinn fær sér matar- hvíld ásamt fjölskyldu sinni í heyönnum. Á sama hátt skynj ar maður í bátamyndum hans sjávarseltuna og baráttu sjó- mannsins við ógnarleg náttúru- öfl, einnig skynjar maður á hvaða árstið húsamyndir hans eru málaðar. Þetta er ekki frá- sögn af hálfu málarans, heldur töfrar hann fram samband á milli hins sýnilega veruleika og hinnar ósýnilegu kenndar. Allir sem þekkja eitthvað til myndlistar vita, að málarar geta notað ákveðin tjáningar- meðul, þó að það þurfi ekki að vena vegna beinnar hrifningar af þeim í sjálfu sér heldur vegna þess, að þau losa um ákveðin öfl og koma að notum í viðleitni þeirra. Það er ekkert því til fyrirstöðu að málari máli agúrku eða rauðmaga þótt honum þyki þessi fæða ekki eftirsóknarverð — hann skynj- ar litbrigðin og formin i þess- um hlutum sem málari. Ég held, að Scheving máli ekki baráttu sjómanna við höfuðskepnurnar vegna beinnar ástar á óveðri, heldur vegna malerískrar þarf- ar og tilhneigingar til að nota miklar dramatískar andstæður á myndfletinum. En ég tel hik- laust, að hann máli fólkið og landið vegna ástar sinnar á þvi, og það er þessi rika mannlega tilfinning fyrir þjóðlegum verð mætum sem hefur gert hann að einum rammislenzkasta málara samtíðarinnar. Menn taki eftir þvi, að hann málar hvorki gleði né sorg, myndir hans eru ekki lífsdrama í þeim skilningi, heldur hinn mikli lífshrynj- andi i sjálfu sér. Þó megnar ekkert mótiv að gera málara þjóðlegan, heldur kemur hér til hið mikla atriði, hvernáig málarinn höndlar viðfangsefn- ið ásamt myndrænu innsæi hans, Tökum sem dæmi jám- smið við steðja sinn (mynd nr. ' 19). Það er einhver »

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.