Morgunblaðið - 22.11.1970, Síða 4

Morgunblaðið - 22.11.1970, Síða 4
i ~ 28 MORGUiNBLAÐIÐ, SUNNUDACHni 22. NÓVEMBER 1970 EFTIBFARANDI erindi flutti Páll Líndal, borgar- lögmaður, á landsfundi bókavarða 20. september sl. — Morgunblaðið hefur feng- ið leyfi til að birta erindið, þótt það sé ekki upphaflega samið til birtingar á prenti. — Munu margir hafa gam- an af að kynnast hugmynd- um þeim, sem Páll setur fram í erindinu — og löng- um kynnuin hans af Borg- arbókasafni Keykjavíkur. Almennings- bókasöfn Barnalesst ofan í bókasafninu við Sóllieima í Reykjavík. frá sjónarmiði viðskiptamannsins > Þegar Eiríkur Hreinn borg- arbókavörður færði það í tal við mig fyrir alllöngu, að ég fíytti á þessu þingi spjall um almenningsbókasöfn frá sjónar miði viðskiptamannsins, komst ég í nokkurn vanda. Mér virt- ist sem ég hefði heldur lítið til mála að leggja annað en það, sem allir vita; hins veg- ar var það mér nokkur freisting að hugleiða málið og varð sú freisting nokkuð áleitin. Eins og menn vita er eina ráðið til að losna við freistingu að falla fyrir henni. Hér stend ég því og get ekki annað. Ég hef hugsað mér að deila þessum hugleiðingum í tvennt; fyrst segja dálitið frá tengslum mínum við bækur og bókasöfn og þá fyrst og fremst viðskipt- um við borgarbókasafnið eða Alþýðubókasafnið eins og það var oftast kallað, þegar ég tók að venja komur minar i þá stofnun. Við komum hér saman til að tala enn um bækur. Mark Twain, háðfuglinn frægi, sagði einu sinni: „Bækur eru til margra hluta nytsamlegar. Þegar þær eru i góðu skinnbandi, er ágætt að sKpa rakhnifinn sinn á þeim. Sé bókin lítil og þunn, er hún góð til að stinga undir of stutta borðlöpp, svo að borðið riði ekki. Sé hún stór og þung, er ágætt að nota hana til að henda í hunda og áleitna menn, t.d. rukkara. Og sé hún í stóru broti, eins og t.d. kortabók, er hún hentug til að negla fyrir glugga, sem rúðan hefur brotn- að í.“ Ég býst ekki við, að bóka- söfn telji það hlutverk sitt að veita fyrirgreiðslu að þessu leyti, þegar þau lána út bækur, en sjálfsagt má hafa þetta í huga. Frá því að ég man eftir mér, hafa bækur verið mér jafn eðlilegur hlutur og matur og drykkur. Áhugamál þeirra, sem standa mér næst eru ekki golf, laxveiðar eða spila- mennska, heldur lestur bóka. Þótt bókakostur á æskuheimili mínu, væri heldur í ríflegra lagi eftir því sem gerðist í þá daga, voru bókasöfn töluvert notuð. Fyrsta bókasafnið, sem ég komst í tæri við var bamales- stofa, sem Lestrarfélag kvenna í Reykjavík rak, en í því félagi gegndi móðir mín embættisstörfum um langt skeið. Formaður þessa ágæta félags var lengst af frú Laufey Vilhjálmsdóttir. Ég man ekkert, hvað ég las í þess- ari lesstofu, en með fyrstu bók um, sem ég fékk að láni heim, var Oliver Twist. Enn minnist ég þess, hve kófsveittur ég var, þegar ég las um dótið, Gyð- inginn Fagin og jungfrú Nancy, en þó tók nú fyrst í hnúkana, þegar morðinginn Bill birtist á sjónarsviðinu. Þessi unaðslegi hrylllingur dró mig mjög að þessu safni, þótt engin bók næði slíkum áhrifa- mætti. Ég nefndi áðan, að móðir mín hafði mikinn áhuga á LFKR. Áður hafði hún farið á Landsbókasafnið, sem var raunar eina útlánssafnið I Reykjavík. Einn af þeim, sem þar sinntu bókavarðastörfum, var föðurbróðir hennar Hall- dór Briem, sem var prýðilega sérvitur. Hann vildi helzt aldrei lána henni aðra bók en Hróa hött, sem hann taldi eink- ar hentuga lesningu handa unglingum, en þar til taldist fólk um tvitugt og jafnvel eldra að hans mati. Þótt móðir mín væri undir agavaldi frænda síns á Lands- bókasafni, var það nú ekki mikið miðað við það agavald, sem faðir minn mátti búa við að þessu leyti, því að hann er uppalinn í miðju menningar beltinu, þ.e. á Húsavík, þar sem Benedikt frá Auðnum réð ríkjum á bókasafninu. Á fyrsta fundi félagsins Ófeigur í Skörð um og félagar, liklega 1889, hafði Benedikt frá Auðnum, sem var helztur áhrifamaður i þessu félagi, hreyft þvi, að fé- lagsmenn öfluðu sér erlendra bókn „sérstaklega bóka eftir hvers konar umbótamenn, sem hefðu orðið leiðtogar þjóðanna og öðrum fremur skilið þróun- arlögmál mannlífsins og kröf- ur nútímans." Þaið ligguir nokkuð í augum uppi, að Kapítóla og Makt myrkranna voru ekki þær bæk ur, sem haldið var að ungling- um i bókasafninu á Húsavík. Bókaval þar var ekki margbrot ið, hvað snerti íslenzkar bæk- ur enda ekki úr miklu að moða á þeim tíma, svo að þeir, sem vildu lesa, urðu að brjótast í erlendum málum. Mun Bene- dikt áreiðanlega hafa litið á það með velþóknun, er menn tóku að láni bækur í þeim anda, sem hann hafði bent á og áður getur. Nefna mætti sitthvað fleira um tengsl við bókasöfn og bókamenn, en nú langar mig til að vikja að öðru. En það eru viðskiptin við Alþýðubókasafn ið eða Bæjarbókasafnið. Eirik- ur Hreinn lét þau orð falla, að ég mundi vera einn elztur við- skiptamaður safnsins, hvað merkir samfelld viðskipti. Ég dreg það að vísu í efa, en ég ætla, að þau hafi byrjað fyrir a.m.k. 34 árum, en hins vegar ekki verið alveg samfelld. Safnið hafði þá verið nokkra hrið í Ingólfsstræti 12. Sjálf- sagt hafa þau húsakynni ver- ið sæmileg í upphafi, en árið 1935 eða 36, þegar ég kom þangað fyrst, voru þrengslin orðin ofboðsleg. Á þeim árum hafði bæjarsjóður ekki úr miklu að spila, enda kreppan í algleymingi. Það er því ekki að efa, að fjárveitingar hafa mjög verið við neglur skornar, enda aðbúnaður allur hinn öm- urlegasti. Þetta fældi mig að visu ekki frá, þvi að ég hélt að svona ætti þetta að vera, en sjálfsagt hefur þetta fælt ýmsa frá, a.m.k. ekki laðað að. 1 þessum húsakynnum var safnið, þar til 1952 að mig minn ir, er það varð að hverfa það- an með nokkuð sögulegum hætti. Þá rættist töluvert úr, er keypt var húsið í Þingholts- stræti, en nú sækir óðfluga í svipað horf vegna þrengsla. Sjálfsagt þekkja ýmsir hér húsakynni í Ingólfsstræti 12 betur en ég, en vegna hinna langar mig að lýsa þeim nokk- uð og starfinu þar eins og það kom einum sveinstaula fyr- ir sjónir. Gengið var inn frá Ingólfs- stræti inn i smáforstofu, en síð an hófst afgreiðslusalur, ef svo mætti kalla. Úr honum til hægri var gengið inn i lestrar- sal, en þar festi ég aldrei yndi. Ég held, að þar hafi engin Afvinna — Bílaumboð Óskum eftir að ráða stúlku til starfa á skrifstofu. Góð vél- ritunarkunnátta og nokkru enskukunnátta nauðsynleg, einnig bílpróf. Reglusemi áskilin. Upplýsingar ekki veittar í síma. Saab-utnboðið Sveinn Björnsson & Co., Skeifan 11.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.