Morgunblaðið - 22.11.1970, Page 6

Morgunblaðið - 22.11.1970, Page 6
30 MOHGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÖVEMBER 1970 Auglýsing Kona óskast til að hugsa um heimili í Reykjavík. Engin ungböm. Góður vinnutími. Upplýsingar gefur Helga Níelsdóttir, sími: 18800 kl. 10—12 mánudag. blaðburðárYoik OSKAST í eitirtolin hverfi Tjarnargata — Flókagata neðri Selás — Hraunteigur — Rauðagerði TALIÐ VIÐ AFGREIÐSLUNA í SÍMA 10100 KARL GUÐJÓNSSON í KRAPINU 9. tbl. 40. árg, nóv. — cíes. 1970 S?->7.rx(• ' Meðal efnis i Speglinum: Hom'búlt Mengunarkvæði. Hin afburðavinsæla Stjörnuspá. Lok og læs sagði MAÓIi formaður. Trimmaðu þig (íþróttir fyrir alla). Greiðslujöfnuður (Aðsend myndasaga). Aldrei bjóða menn jafnákaft kaffi og við sínar eigin jarðarfarir (Prófkjörsgrein). LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA. Hefi opnað lögfræðiskrifstofu f gamla hegningarhúsinu. AU.AU. Nokkrar leiðbeiningar um notkun sjónvarpsins. Gervigeysir (Visindaleg lausn á stórvandamáli). Kvæði úr gömlum Spegli eftir Z og Jón Bárdal. Lesið milli lina, pósthólf og smáauglýsingamar. tJr lestrarsal Borgarbókasafnsins við I*ingl»oI tsstræti 29 A. átti ég mínar sælustu stundir. Þar voru ævisögurnar og sagn fræðiritin. Þar voru þessar in- dælu bækur eins og Heimsstyrj öldin eftir Þorstein Gíslason, hin myndskreytta veraldar- saga, sem Gyldendal hafði gef- ið út og Fontenay sendiherra Dana var meðal höfunda að. Þarna var sjálfsævisaga Sig- urðar Ingjaldssonar, þar sem lýst var borðhaldi á nær hverri opnu o.s.frv. Þegar gengið var út úr út- lánssalnum, fram í afgreiðslu- salinn, var þar í horni skrif- borð, þar sem gengið var frá útlánuim. Þar var bardaginn gjarnan harðastur. Viðskipta- mennimir lágu bókstaflega of- an á þeim starfsmanni, sem þarna var skipað til sætis hverju sinni. Ég kalla gott, að þeir, sem þarna störfuðu héldu lifi og heilsu. Framan við þetta skrifborð við útganginn var lítil kompa, sem kölluð var skrifstofa. Þar sat gjarna forstöðumaður safns ins, Sigurgeir Friðriksson frá Skógarseli í Reykjadal, einn af þessum furðulegu Þingeying- um, sem hafa svo víða komið við. Eftir próf frá Möðruvöll- um og Kennaraskólanum tók hann að búa búi sínu nyrðra. En allt I einu dettur í þennan bónda, sem að vísu var fyrir skömmu kominn til Reykjavík- ur, að fara til Kaupmannahafn ar og taka próf frá bókavarð- arskóla árið 1921. Hinn 18. nóv. 1920 samþykkti bæjarstjómin stofnun Alþýðubókasafns Reykjavikur og er sjálfsagt eitthvert samband milli þess og Kaupmannahafnarreisu Sigur- geirs, enda ráðinn bókavörður þess 1923 og gegndi því starfi með fjögurra ára hléi til dauða dags. Ég hændist mjög að Sig- urgeiri, enda hlýr og elskuleg- ur við alla. Ég las að kalla upp alla sagnfræðideild safns- ins, að því er tók til íslenzkra bóka og á Norðurlandamálum. Ég get þó ekki fyrirgefið Sig- urgeiri eitt Einu sinni spurði ég hann, hvort ég mætti stiga upp á stól til að teygja mig upp í efstu hilluna, þvi að þar var ritverk Georgs Brandes um Júlíus Cæsar. Sigurgeir taldi, að ég mundi ekki hafa gaman af þessari bók fyrr en síðar. Afleiðingin var sú, að ég hef aldrei lagt í að lesa þessa frægu bók, og sé nú hálfpart- inn eftir því, þótt að visu sé enn hægt úr að bæta. Aðstoðarbókavörður var á þessum tíma frú Lára Páls- dóttir, sem var ævinlega hjálp fús og skilningsgóð með af- brigðum. Þetta góða fólk þéraði ég æv- inlega og það mig, strákhvolp- inn. Það sýnir, hvað fólk var kurteist í þá daga. Þarna var margt fleira af ágætisfólki, sem ég nefni ekki, en tók nuddi minu með vinsemd og skilningi. Það var einkenni á öllu þessu fólki, að þetta var bóka- fólk, hafði ánægju af samvist- um við bækurnar og umbar hið mislita fé, er sótti safnið. Annars hefði það áreiðan lega ekki þraukað þarna, því að starfsskilyrði voru eins léleg og hugsazt gat, frábær þrengsli, heldur óyndisleg húsakynni, varla nokkur að- staða til nokkurrar bókasafns- þjónustu, band bóka af mikl- um vanefnum og meðferðin á þeim oft mjög slæm. Það kom einu sinni fyrir á þessum ár- um, að maður las sem skrýtlu i blaði, að bókasafn nokkurt í Norður-Noregi hefði skorað á viðskiptamenn sína að nota ekki reykta síld sem bóka- merki. Ég held, að einhvers konar áskoranir i þá átt hefðu einnig átt rétt á sér hér i Reykjavík. En ástæður til, að menn sóttu safnið voru að sjálfsögðu þær, að safnið bauð þrátt fyr- ir þrengslin og fátæktina upp á fjölbreytt og menningarlegt bókaval og menn nutu hjá lang flestum starfsmanna framúr- skarandi fyrirgreiðslu — raun ar umfram það, sem hægt var að láta í té. Þetta var umfram allt verk Sigurgeirs Friðriks- sonar. Eftir fráfall Sigurgeirs tók Snorri Hjartarson við störfum og framan af bókavarðartíð hans bjó safnið við sömu skil- yrði, en skömmu eftir 1950 fluttist safnið í ný og vönduð húsakynná að Þiinigholtsstræti 29, sem ég þarf ekki að lýsa. Það ásamt nýjum útibúum mundi sjálfsagt hafa dugaðvel og lengi, ef ekki hefði komið til framúrskarandi dugnaður núverandi borgarbókavarðar, Eiriks Hreins Finnbogasonar. Hefur safnið mjög eflzt undir hans stjórn, bókaval aukizt, fjöldi viðskiptamanna stórauk- izt og starfsemi fært út kví- amar. Mér er það enn í dag óblandin ánægja að koma í safnið, þvi að alltaf er eitthvað nýtt að finna. Þessi dugnaður hefur, valdið H afnarfjörður 6 herbergja ibúð til sölu Til sölu 6 herb., 150 fm endaíbúð, tilbúin undii tréverk, á efstu hæð í fjölbýlishúsi í Norðurbænum. Sérþvottahús fylgir íbúðinni. Sameign verður frágengin. þar með talin lóð. Beðið eftir Húsnæðismálastjórnarláni. 375 þús. kr. lánaðar til 5 ára. Útborgun má dreifast á næstu 6—7 mánuði. Einstakt útsýni. Upplýsingar í dag í síma 52844 og mánudag 51888. Byggingartélag verkamanna Reykjavík Til sölu Fjögurra herbergja íbúð í 12. byggingarflokki. Þeir félagsmenn, sem vilja neyta forkaupsréttar að íbúð þess- ari, sendi umsóknir sínar í skrifstofu félagsins, Stórholti 16, fyrir kl. 12 á hádegi föstudaginn 27. nóvember næstkomandi. Félagsstjómin. Útboð öryrkjabandalag Tslands óskar eftir tilboðum I eftirfarandi efni og tæki: 1. Pípur og fittings (fyrir skolp-, vatns- og hitalagnir), 2. Hreinlætistæki (Salerni, handlaugar og böð). Útboðsgagna má vitja í Tæknistofuna Óðinstorgi s.f., Óðinsgötu 7. Tilboðin verða opnuð 4. desember næstkomandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.