Morgunblaðið - 22.11.1970, Page 9
MORGUNBdLAÐlÐ, SUNiNTJDAGUE 22. NOVEMHBR 1970
33 i
fiskirækt og
Kldistankar rækjubúg-arðsins við Takumatsu.
SJÁVARBÚSKAPUR
Málin sein fjallað verður
um á þessari síðu eru mjög
ofarlega á baugl um þessar
mundir og: þess er að vænta
að mikilvægj þeirra eigri eft
ir að aukast til muna. Bækt
un fiska, ba?ði sjávarfiska
ogr vatnafiska hefur stórauk
izt á undanförnum árum víða
um lönd. Við íslendingar
höfum að vísu enn einungis
fengizt við ræktun vatna-
fiska, en nú má búast við
að sjávarbúskapur verði
tekinn til athugunar. Tals-
vert hefur verið ritað um
sjávarhúskap í erlendum vís
indaritum og munum við leit
ast við að birta liér grein-
ar um þau efni ásamt sam-
tölum við íslenzka fiski-
fræðinga og aðra sem fjalia
inn hér á landi að klaki lax
og silungs þó að enn sé mik-
ið ógert í þeim efnum. Vafa-
laust er hægt að stórauka
fiskigengd í hinar fjöl-
mörgru islenzku ár, en til
þess þarf stórátak. Nú hef
ur Stangaveiðifélag Beykja
\ikur tekið að sér að rækta
upp vatnasvæði Fljótsdals-
héraðs og er það mikið og
verðugt verkefni, sem við
iminum fylgjast vel með.
Fá vonumst við til að geta
átt gott samstarf við þá
. menn, sem reka og starfa
við klakstöðvar hér og mun
um á næstunni heimsækja
þá alla, skoða luisakynnin
og fræðast um áhugamál
þeirra. Einnig myndum við
þiggja með þökkum ábend-
ingar um eitthvað sem at-
hyglisvert er á þessu sviði.
Baráttan
gegn
ofveiði
og
mengun
Fyrsta greinin sem hér birt
ist í dag fjallar um sjávar-
búskap og er tinnin úr fyr-
irlestri C.C. Eddies frani-
kv.st. White Fish Authori-
ty í Bretlandi sem hér var
á ferð fyrir skömmu. Einn-
ig er stuðzt við greinar úr
Ægi og Fishing News.
— ihj.
SJÁVABBtjSKAPCB
Hugtakið sjávarbúskapur er
í æ ríkara mæli að ávinna sér
rétt, sem raunhæfur möguleiki
á tæknivæddri öld. Eins og orð
ið ber með sér, er inntak þess
að innleiða aðferðir landbúnað
arins í sjávardjúpið og auka
með því afrakstur sjávarins.
Sjávarbúskapur er ekki nýtt
fyrirbæri, þvi að eldi sjávar-
fiska byrjaði fyrst í kringum
árið 1880. Um síðustu aldamót
voru stórar eldisstöðvar byggð
ar í Bretlandi, Bandaríkjunum
og á Norðurlöndunum. Tilgang
ur þessarar starfsemi var að
endurnýja og halda við fiski-
stofnum, sem ofveiddir voru.
Þessi sjávarbúskapur var
eðlilega frumstæður á þessum
tímum, því að menn kunnu eng
in ráð til að halda fiskseiðun-
um lifandi, éftir að þau komu
af kviðpokaskeiðinu og því
varð að sleppa þeim i sjóinn.
Rannsóknir hafa aldrei sannað
að þessar tilraunir hafi borið
árangur, en þama var þó stig
áð málldivægt spor í rétita átt.
Árið 1938 voru mörkuð
tímamót í sjávarbúskap, þvi að
þá sýndi Norðmaðurinn Rollef-
sen fram á, að hægt væri að
nota sérstök rækjuseiði (nau-
plii artemia salina), til að ala
ýmis fiskseiði á. Bretinn J.E.
Shelboume notaði þessa upp-
götvun til að rækta kola í
Rannsóknarstofnun Fiskiðnað-
arins í Lowestoft með góðum
árangri, á árunum frá 1950-
63. Nú er þessi aðferð notuð í
ýmsum löndum heims, m.a. í
Bandarikjunum og Kanada og
við eldf ýmissa fisktegunda.
Mikilvægi uppgötvana Roll
efsens og Shelboumes er tví-
þætt. 1 fyrsta lagi bjóða þær
upp á möguleika til að klekja
út fiskhrognum og ala seiðin
upp til markaðsstærðar í til-
búnu umhverfi. 1 öðm lagi
skapast svo möguleikar til kyn
bóta á sjávarfiskum. Kerfis-
bundnar rannsóknir á klaki og
eldi sjávarfiska em hægfara
og taka langan . tíma. Hér er
margt sem þarf að rannsaka;
fiskstofnar, sjúkdómar, áhrif
umhverfisins o.fl. Ljóst er þó
að málum þessum er nú gefinn
æ meiri gaumur, þvl að fiski-
fræðingar óttast, að mjög hafi
gengið á fiskforðann í heims-
höfunum og að ofveiði muni
mjög fara vaxandi á næstu ár-
um samfara gifurlegri uppbygg
ingu fiskiskipáflotans og þörf
á fæðu til að seðja jarðarbúa.
Enginn veit hvaða áhrif of-
veiði og mengun úthafanna
eiga eftir að hafa á fiskistofn
ana í sjónum en þau geta aldrei
orðMS aninað en neiikvæð.
Enn sem komið er hefur ekk
ent verið aðhafzt í eldi sjávar-
fiska hér á Islandi, en ekki
hefur þó skort áhuga. Már Elí
asson fiskimálastjóri ritaði
grein í Ægi nú ekki alls fyrir
löngu þar sem hann f jallaði um
þessi mál. „Samþykktar hafa
verið margar ályktanir um
þetta efni á Fiskiþingum. Hafa
Vestfirðingar oft haft þar for-
ystu. Á Alþingi hefur Sigurð-
ur Bjarnason flutt tillögur
svipaðs eðlis og samþykkt var
á Alþingi 17. apríl 1968 svo-
hljóðandi þingsályktun um
fiskirækt í fjörðum:
„Alþingi ályktar að skora á
ríkisstjórnina að láta fara fram
athugun á möguleikum visinda
legrar tilraunastarfsemi með
fiskirækt og uppeldi nytja
fiska í einstökum fjörðum, er
hentugir kynnu að þykja til
slíkrar starfsemi. Skal haft sam
ráð við Hafrannsóknarstofnun
ina og Fiskifélag Islands um
þessa athugun."
Hins vegar hafa tilraunir í
þessu skyni verið gerðar víða
erlendis nú um nokkurt skeið.
Fiskifélagið hefur fylgzt með
tilraunum Breta í þessu efni.
Hefur félagið jafnan fengið
sendar skýrslur um árangur
þessara tilrauna í stofnun
þeirri í Bretlandi, sem fyrir
þeim stendur, enda gott sam-
band þar á milli. Fyrir skömmu
birtist grein í brezka blaðinu
„Economist" um þessar tilraun
ir hinnar brezku stofnunar. Er
greinarhöfundur fremur bjart
sýnn á væntanlegar niðurstöð
ur þeirra, e.t.v. bjartsýnni en
þeir, sem að tilraununum
vinna.
VAXA HELMINGI
HRAÐAB
Starfsmenn White Fish Aut-
hority i Bretlandi, sem fara
með þessi mál, hafa reynt aR-
margar aðferðir. 1 Hunterstoo
hafa nokkrar tegundir flat-
fiska (Dover Sole, sandhverla,
skarkoli) verið aldar I tönk-
um, sem staðsettir eru rétt hjá
kjarnorkuveri. Er hluti af kæh
vatni eða kælisjó versins not-
aður á tankana. Er það þá um
16 gráðu heitt. Það hefur sýnt
sig að þessir tanköldu fiskar
vaxa helmingi hraðar en kyn-
systkini þeirra, sem alast upp
i sjó.
í Vestur-Hálöndum Skot-
lands hafa aðrar aðferðir ver-
ið notaðar, svo sem að ala fisk
ana í lónum umgirtum neti eða
í tönkum, sem lagt er á mis-
munandi dýpi. Hefur sú aðferð
gefið hvað bezta rauni Þeir,
sem stjóma tBraununuím, svo
og þedr fiski fræðin gar, sem eru
þeim til aðstoðar, eru varkár-
ir í umsögnum sinum, enda
mörg vandamál óleyst. Hins
vegar hefur margt komið fram,
sem styrkir það að áframhald
andi tilraunir skuli gerðar.
Ef leggja má tilrauniir Breta
og niðurstöður þeirra, er þeg
ar liggja fyrir, til grundvallar,
virðist svo, sem að eftirgreind
um atriðum þurfi að fullnægja,
ef árangurs á að vænta.
1 fyrsta lagi þarf að velja
fisktegundir, sem láta sér
hreyfingarleysi og hóglífi
lynda. Flatfisktegundir ýmsar
virðast kjörnar í þessum til-
gangL Hins vegar virðast ýms-
ar bolfisktegundir, svo seim
þorskur, ýsa o.ffl., ekki þrífast
sem skyldi í þröngu umhverfi
tanka.
í framhaldi af þessu og í
öðru lagi, er nauðsynlegt að
velja fisktegundir, sem nýta
fæðuna vel. Fiskur, sem er
sifellt á hreyfingu eða mik-
il hreyfing er í blóð borin nýt
ir fæðuna að sjálfsögðu verr í
þeim tilgangi, sem hér um ræð
ir.
1 þriðja lagi, og a.m.k. þar
til ódýrara fóður er uppgöty-
að þarf fiskur, alinn á þennan
hátt, að vera i háu verði á
markaðnum.
í fjórða lagi má álykta, að
ódýr hitagjafi sé nauðsynlegur.
í fimmita lagi er þýðinjgarmdk-
ið að finna hentugar staðbundn
ar tegundir. Hættulegt getur
reynzt að flytja inn nýjar teg-
undir, a.m.k. ber að viðhafa
alla varúð (sbr. grein í 22. tbl.
Ægis sl. árs).
í sjötta lagi þarf að finna
ódýrari leið en nú er þekkt til
smíði og viðhalds tanka, svo og
stíflugerða fyrir lón o.fl.
AÐSTÆÐIIB Á ÍSLANDI
Hjá hreinræktuðum sjávar-
fi'Skum virðist fátt um fina
drætti, ef miðað er við þá þekk-
ingu, sem við ráðum yfir eða
höfum aðgang að og þær for-
sendur, sem nefndar voru hér
að framain. Af flatfislkinum virð
ist skarkolinn helzt koma til
greina. Við höfum hreinan og
næringarríkan sjó og við höf-
um að sjálfsögðu nægilegan
hita. Spurningin er hvort hann
er til staðar, þar sem aðstæð-
ur eru hagkvæmastar, auk þess
sem nokkur kostnaður mundi
hljótast af lagningu nauðsyn-
legra leiðslna. Hins vegar kem
ur og fieira til greina en
nefnt hefur verið hér að fram-
an. Má þar nefna ályktanir
Fiskifélagsins og þingsályktun
artillögur Sigurðar Bjarnason-
ar.
Ef slíkar leiðir sem þar eru
nefndar um notkun fjarða I
þessu skyni reynast möguleg-
ar, koma e.t.v. aðrar og fleiri
fisktegundir til greina. Er nauð
synlegt, að rannsóknir, byggð-
ar á íslenzkum aðstæðum og
náttúruauðæfum verði gerðarí
þessum atriðum."
SKEL — OG KRABBADÝR
Jónas Blöndal viðskiptafræð
ingur skrifar grein um sjávar-
búskap í 15. tölublað Ægis
1970, þar sem hann f jallar um
ræktun á skel- og krabbadýr-
um og umfangsmiklar rann-/
sóknk- á því sviði. Þar segár:
uin þessi mál.
Myndarlegur vísir er ris-
Ný sending
Svissneskar blússur. GLUGGINN, Laugavegi 49.
Til sölu
TOYOTA COROLLA árgerð ’67.
UpplýsingRr í síma 24969.
DÖMUR ATHUGIÐ
Munið að panta permanent, klippingar og litanir tímanlega fyrir jólin. Opið til kl. 10 síðasta laugardag fyrir jól.
Einnig er opið á nýjársdag og annan í jólum. Höfum fengið aftur hina vinsælu flösu- og fitueyðandi kúra. Orval af
hárshampoum fyrir allar tegundir af hári, einnig hárshampo í gjafavörupakkningum, hentugt til jólagjafa.
HÁRGREIÐSLUSTOFAN lokkablik
Hátúni 4 A, simi 25480. — (Næg bílastæði).