Morgunblaðið - 22.11.1970, Side 12
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1970
FYRIR nokkru birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins
útdráttur úr fyrsta hluta endurminninga Georges Browns,
fyrrverandi utanríkisráðherra Breta. Brezka blaðið The
Sunday Times hefur birt þessar minningar ráðherrans í
fjórum blöðum og birtist hér síðasti hlutinn í lauslegri
þýðingu og nokkuð styttur.
Birting greinanna hefur vakið ákaft umtal og miklar
deilur í Bretlandi og hefur Brown fengið óþvegnar kveðj-
ur frá ýmsum, sem störfuðu með honum á ráðherraárum
hans. Auk þess þykir mörgum sem hann fari frjálslega
með staðreyndir og hagræði þeim sér í hag. Sumir hafa
gengið svo langt að segja, að hafi þeir einhverjir verið,
sem ekki skildu hvers vegna Brown gekk erfiðlega að lynda
við Wilson og ýmsa samráðherra og fleiri kollega, liggi
það ljóst fyrir nú eftir að menn hafi lesið endurminningar
hans. Sjálfur hefur Brown tekið öllum látunum af mestu
ró. Hann hefur ekki starfað að stjórnmálum síðan hann
féll í kosningunum í vor, en býr sig undir að taka bráð-
lega sæti í lávarðadeild brezka þingsins sem Lord George
Brown.
í þessum síðasta kafla endurminninganna, sem hér birt-
ist, fjallar Brown aðallega um ýmsa þekkta stjórnmála-
menn, sem hann hafði skipti við og hafði mikið dálæti á.
E. Bevin
Það hefur ýmsa kosti að hafa
lifað jafn fjölbreytilegu lífi og
ég hef gert, þar af leiðandi hef
ég orðið þeirrar ánægju aðnjót
andi að hitta og kynnast mikl-
um f jölda manna. — Sumir voru
dáðir, aðrir sættu gagnrýni, en
flestir höfðu til að bera eigin-
leika, sem vöktu virðingu, og
óhjákvæmilega höfðu þeir
áhrif á þroska minn, skoðanir
minar og lifsviðhorf almennt.
Sumir af þeim mönnum, sem ég
hef á lífsleiðinni, haft slík sam
skipti við, rísa hærra í endur-
minningunni en aðrir, eins og
vænta má, og þar af leiðandi
réttlætir það fullkomlega að
ég geri einmitt þeim og hæfi-
leikum þeirra sérstök skil.
Ekki leikur á tveimur tung-
um, að Emest Bevin ber hæst
af þeim öllum. Hann hefur al-
gera sérstöðu. Hann hafði ekki
til að bera neina tillærða kosti,
hann treysti á sitt hyggjuvit
og hæfni til að gera sér grein
fyrir atburðum, mönnum og mál
efnum. Enginn stóð honum
framar, að minnsta kosti hef ég
ekki hitt þann mann.
Churchill, Attlee og fjölmarg
ir aðrir, sem orðið hafa leiðtog-
ar þjóða, hafa notið þess að
staða þeirra i þjóðfélaginu var
slík, að þeir áttu hægt um vik
að komast til metorða. Og þeir
höfðu menntunina með sér. Be-
EINS OG
höfðingjarnir á vígvöllunum.
Og sem utanríkisráðherra í
stjórn Verkamannaflokksins
eftir stríðið vann hann mikið af
rek. Það var ekki laust við að
þær stundir kæmu, að hann
rogaðist með allan hinn vest-
ræna heim á sínum herðum.
Sé tekið mið af uppruna
hans, var hann sennilega mesti
sjálfmenntaði maðurinn, sem
uppi hefur verið á Bretlandi á
þessari öld. Ef við gerum okk-
ur i hugarlund, að Bevin hefði
haft í veganesti allt sem
Churchill fékk í vöggugjöf
hlýtur manni að bjóða í grun,
að þjóðarsagan hefði orðið allt
önnur en hún varð á minni sam
tíð.
H. Morrison
ganga hans á fundinum fræga
í Brighton árið 1935. Þá var
hann orðinn sannfærður um, að
fasisminn myndi flæða yfir Evr
ópu. Hann var staðráðinn í að
hræra upp í þvi lognmollulega
andrúmslofti og skeytingar-
leysi, sem var ríkjandi innan
Verkamannaflokksins. Að sjálf
sögðu hafði foringi flokksins
George Lansbury átt mestan
þátt í að skapa þetta ástand.
Margir telja, að árás Bevins á
Lansbury hafi verið grimmdar-
leg og ómannúðleg, en hann
áleit ræðu sína nauðsynlega
vegna framtíðar flokksins. Það
varð að kosta það, að hann
bryti niður þennan gamla og
elskulega mann, og gerði fram-
tíð hans að engu í eitt skipti
fyrir öll.
Það sem stóð Ernest Bevin
fyrir þrifum var, að hans
gullnu tækifæri bárust ekki
upp í hendur hans, fyrr en
hann var tekinn að reskjast.
Þeir sem þekktu hann, ekki
hvað sízt innan verkalýðs-
hreyfingarinnar vissu, að
hann var stórmenni, löngu áð-
ur en óbreyttur almúginn hafði
kynnzt honum að marki. Eitt af
meginmálum hans voru áhrif
hans á allsherjarverkfallið.
Fram að þeim tíma hafði hann
verið framar öðru vinstri sinn-
aður verkalýðsforingi, en
reynsia hans í þessu verkfalli
varð sú, að hann fylltist fyrir-
litningu á mörgum þeim starfs-
Herbert Morrison: „Fádæma
hugprúður inaður.“
Bevin var sá maður sem ég
þekkti bezt í stjórn Verka-
mannaflokksins er settist að
völdum við lok heimsstyrjald-
arinnar síðari. Hann var sá
maður, sem hvað mest áhrif
hafði á mig. En þvi næst kem-
ur upp í huga minn Herbert
Morrison. Uppruni okkar var
ekki ósvipaður og mér er sönn
gleði að votta honum hollustu
fyrir frábært framlag hans í
þágu Verkamannaflokksins.
Honum var líkt farið og Be
vin að hann hófst til áhrifa fyr
ir eigin verðleika, án þess að
hafa nokkurn félagslegan bak
hjarl og fjárans ári litla mennt
Ernest Bevin: Mesti sjálfmen ntaði maðurinn sem uppi hef-
ur verið á Bretlandi á þessari öid.“
um viðhorfum innan flokksins
um þær mundir.
Hann var einnig ákaflega
hugrakkur maður og hugrekki
hans var af allt öðrum toga
spunnið en hugrekki Bevins.
1931. Ef það hefði orðið er
að minu viti harla líklegt, að
hann hefði orðið leiðtogi
flokksins en ekki George Lans
bury. Hefði farið svo, er nánast
öruggt að hann hefði orðið for-
sætisráðherra, þegar styrjöld-
ÞEKKTIÞA...
vin hafði ekkert slíkt í vegar-
nesti. En ég sá hann við allar
mögulegar og ómögulegar að-
stæður — á sátta- og samninga
fundum verkalýðsfélaga, þar
sem loft var oft lævi blandið, á
fundum með iðjuhöldum, póli-
tíkusum og jafnan var öllum
ljóst að hann var sá sem valdið
hafði.
Hann sagði stundum, að sér
væri meinilla við pólitíkusa. En
slyngari var hann öðrum i
stjórnmálarekstri, engu að síð-
ur. Hann var gæddur náttúru-
legum virðuleika, sem vó upp
á móti þeim eiginleikum í fari
hans, sem gátu virzt neikvæð,
— of mikilli einurð og ófyrir-
leitni.
Ég býst við, að ekki sé ann-
að dæmi betra um hann en fram
bræðrum sínum, sem hann átti
þá saman við að sælda og sú
reynsla markaði þáttaskil í lífi
hans og starfi.
Upp frá þessu fóru Bevin að
færa út sjóndeildarhring sinn
og smám saman varð hann að
þeim heilsteypta og viðsýna
manni, sem nútiminn telur
hann vera. En þess ber að
geta, að þegar hér var komið
sögu — árið 1929 eða svo —
var hann nær fimmtugur að
aldri. Vegur hans fór nú vax-
andi, en það var naumast fyrr
en í styrjöldinni, að hann fékk
tækifæri til að hafa áhrif á
þjóðarsögu okkar. Starf hans
sem verkalýðsmálaráðherra
var frábært og hann átti ekki
síður þátt í sigrinum en hers-
un. En engu að síður var hon-
um gefinn sá stórkostlegi eig-
inleiki að skilja kjarnann frá
hisminu og hann var fyrsta
flokks skipuleggjari í beztu
merkingu þess orðs.
Bevin var hugmyndaríkur
uppátektamaður. Morrison aft-
ur á móti gæddur miklum að-
lögunarhæfileikum og var lag-
inn í þeirri list að þróa og
bæta hugmyndir annarra. Ég
er ekki að gefa í skyn, að hann
hafi ekki haft sínar eigin hug-
myndir. Vissulega hafði hann
þær. Stofnun samtaka flutninga
verkamanna í Lundúnum í
stjórninni 1929 var að miklu
leyti hans hugmynd og verk og
stuðiaði að því að koma á stór-
felldum breytingum og breytt-
Hægur vandi var fyrir Bevin
að sýna hugprýði með hundruð
þúsunda atkvæða á bak við sig
en Herbert Morrison var að-
eins ritari Verkamannaflokks-
ins i London og mátti sín einsk
is. En hann tók hreystilega
öllu því, sem að honum var
rétt og á honum dundi: almúg-
inn, kommúnistarnir, snobbaða
menntamannastéttin og voldug-
ir verkalýðsleiðtogar.
Vegna þessa hugrekkis hans
bauð hann sig fram í Hackney
í kosningunum 1931 og hefðu
honum þó verið hægari heima-
tökin að finna sér betra kjör-
dæmi þar sem Ramsey Mac
Donald hafði fært sig um set.
Ef hann hefði gert það, hefði
hann sennilega náð kjöri árið
inni lauk. Að sjálfsögðu er
ekki unnt að fullyrða um þetta
með neinni óyggjandi vissu,
en engu að síður hygg ég, að
á þann veg hefði þetta farið og
sagan hefði á ný orðið önnur
en hún varð.
Að lokum kom að því aS
Herberg Morrison fór að gefa
sig, sumpart vegna þess að
hann gerðist gamall og einnig
féll hann í þá gryfju, sem
stjórnmálamönnum er hætt viS
að detta í; mannvirðingagræðgi
náði tökum á honum. Þegar
Bevin hætti, var bezta embætt-
ið, næst á eftir forsætisráS-
herraembættinu, utanríkisráS-
herrastaðan, sem Herbert hafSi
mikla ágirnd á, einkum fyrir
nefndar sakir. Hann mátti ekki