Morgunblaðið - 25.11.1970, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.11.1970, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1970 19 — EBE-fundur Framhald af bls. 28 ai íbúatölu Noregs. Islendingar bjuggu í sjálfsteeðu riki, við góð kjör og mjög blómlega menn- ingu frá þvi á 10. öiid og fram yfir miðja 13. öld. Þ>á náði Nor- egskonungur tökum á landinu. Siöar varð það dönsk nýlenda í aldir og öðlaðist ekki sjálfstæði á ný fyrr en á þessari öld. Lífs- skilyrði voru erfið á Isiandi á þessu timábili, Landsmönnum fjölgaði nær ekkert, og um síð- ustu aldamót voru Norðmenn orðndr 30 sinnum fleiri en ís- lendingar. En þessi litla þjóð varðveitti þjóðemi sitt, talar elztu þjóðtungu, sem töluð er i Evrópu og skóp sjálfstæða menn ingu, er lagt hefur miklu drýgri skerf til menningar Evrópu en svarar til fólksfjölda þjóðarinn- ar, sem enn í dag er ekki meiri en tvö hundruð þúsund. En tækniöldin, sem hófst á Is- landi um síðustu aldamót, hefur gerbreytt efnahagsaðstæðum og Mfskjörum á Islandi, og er vafa- samt, að í nokkru nálægu landi hafi orðið jafn gagnger breyt- ing á þjóðlífi öllu á jafnskömm- um tíma og átt hefur sér stað á Islandi. Á um það bii sjö ára- tugum hefur orðið til á Islandi rnútima þjóðfélag, sem ber sama svipmót og somfélag þeirra þjóða, sem eru okkur skyldastar, hinna Norðurlandaþjóðanna. Skýringin er fyrst og fremst sú, að umhverfis Island eru auðug fiiskimiö. Þegar íslendingar hófu að hagnýta þau um síðustu alda- mót og vinna sjávaraflann með nútíma tæknd, gerbreytti það efnahagsaðstæðum i landinu. Þá má vinna mikla orku úr stór- um fallvötnum landsins og heit- um hverum, sem eru hvarvetna um landið. En að frátöldum fiski miðunum, faHvötnunum og hver- unum eru engar náttúruauðlind- ir á Is'landi. Þar eru engir málm- ar og fá önnur hráefni, sem nota mætti í iðnaði. Landbúnaður, sem stundaður er, grumdvallast á grasrækt til fóðurs fyrir kind- ur og nautgripi. Korn verður ekki ræktað, þannig að hag- kvæmt sé, en heitt hveravatnið er notað til hitumar húsa og rækt unar í gróðurhúsum. Vegna þess, hve fábreytt fram leiðsla Islendinga er, hlutu ut- anríkisviðskipti þeirra að vaxa mjög með vaxandi þjóðarfram- leiðslu, og munu utanríkisvið- skipti Islendinga á mann vera meiri en flestra annarra þjóða. íslendingar nota liðlega 45% þjóðartekna sinna til kaupa á vörum og þjónustu frá öðrum löndum. Sérhver íslendingur kaupir t.d. þýzkar vörur árlega fyrir um 100 dollara og brezk- ar vörur fyrir um 90 dollara, en Þýzkaland er aðalviðskiptaland okkar í Efnahagsbandalaginu og Bretland í EFTA. Bretar munu kaupa árlega þýzkar vörur fyrir um 19 dollara á mann og Þjóð- verjar brezkar vörur fyrir um 16 dollara á mann. Þegar fullveldi Islands var við urkennt í lok fyrri heimsstyrj- aldarinnar, lýstu Islendingar yf- ir ævarandi hlutleysi í utanrík- ismálum. Síðari heimsstyrjöldin gerbreytti hins vegar alþjóðlegri stöðu landsins. Lega landsins reyndist hafa mikla þýðingu í nútíma hernaði. Landið var her- numið af Bretum þegar vorið 1940, en ári siðar tóku Banda- ríkjamenn að sér varnir lands- ins með samningi við ríkisstjórn Islands. Herirnir, sem dvöldu i landinu á stríðsárunum, hurfu á brott eftir að stríðinu lauk. Islendingar gerðust aðilar að Sameinuðu þjóðunum nokkru eft ir stofnun þeirra og hafa frá upphafi tekið þátt í öllu helzta alþjóðasamstarfi á sviði efnahags mála, svo sem starfi Alþjóða- banka, Alþjóðagjaldeyrissjóðs og Efnahags- og framfarastofnunar innar i París. Islendingar gerð- ust einnig aðilar að Evrópuráð- inu, voru meðal stofnenda Norð urlandaráðs, hafa nú í nokkur ár verið í GATT og gengu í EFTA 1. marz siðastliðinn. Á sviði utanríkismála stigu Islendingar þó mikilvægasta spor sitt, síðan þeir öðluðust fullveldi sitt árið 1918, er þeir gerðust að- ilar að Atlantshafsbandalaginu við stofnun þess 1949. Tveimur árum síðar, þegar heimsfriður reyndist ótryggur vegna Kóreu- stríðsins, gerðu stjórnir Islands og Bandaríkjanna með sér nýj- an samning um hervernd lands- ins, og gerði stjórn Bandaríkj- anna samninginn fyrir hönd At- lantshafsbandalagsins. Islendingar gerðust aðilar að Atlantshafsbandalaginu og hafa samið um dvöl erlends hers i landi sínu vegna þess, að þeim er ljós hernaðarþýðing landsins og vilja styðja og efla viðleitni varnarsamtaka vestrænna þjóða til þess að varðveita frið og valdajafnvægi i veröldinni. Auð- vitað fylgja þvi ýmis vandamái fyrir jafnfámenna þjóð og ís- lendinga, að i stóru landi henn- ar skuli vera erlendur her. En við skiljum nauðsyn þess. Við viljum hafa nána samvinnu við nágranna okkar báðum megin Atlantshafs. Hagsmunir okkar i alþjóðamálum eru hinir sömu og stefna okkar í meginatriðum hin sama. Við aðhyllumst sömu hug myndir um frelsi og lýðræði, um mannréttindi og mannhelgi. Þess vegna viljum við samvinnu við þessar þjóðir, á sviði stjórnmála, varnarmála, viðskiptamála og menningarmála. Þetta er grund- völlur utanríkisstefnu Islendinga. Þótt Islendingar hafi átt mikla og góða samvinnu við nágranna sína, síðan þeir öðluðust full- veldi, þá dróst það lengi, að þeir óskuðu þátttöku i þvi efnahags- samstarfi í Vestur-Evrópu, sem hófst með stofnun Efnahags- bandalagsins. Við tókum þátt í umræðunum innan O.E.E.C. um stofnun friverzlunarsvæðis á ár- unum 1957 og 1958. Það féll ein- mitt í minn hlut að vera þátt- takandi í þessum viðræðum, því að ég var nýorðinn ráðherra og hefi fjallað um þessi mál síð- an. Okkur var ekki boðin aðild að Efneihagsbandalaginu, er það var stofnað, enda var aðild okk- ar hvorki eðlileg ná framkvæm- anleg. Hins vegar átti ég árið 1962, ásamt embættismönnum, að ósk íslenzku ríkisstjórnarinn- ar, viðtöl við allar ríkisstjórnir Efnahagsbandalagsríkjanna og framkvæmdastjórn Efnahags- bandalagsins. Ríkisstjórn Islands var þá og er enn mjög þakklát fyrir þann skilning á aðstöðu okkar, sem fram kom i þessum viðræðum. Islendingum var ekki heldur boðin aðild að EFTA, þegar það var stofnað, enda hefði þá varla komið til greina, að Bretar og Islendingar, sem þá áttu i alvar- legri deilu út af fiskveiðilögsögu við ísland, gengju í sömu við- skiptasamtök. En sú deila leyst- ist giftusamlega. Samt liðu mörg ár, þangað til Islendingar óskuðu aðildar að EFTA. Meginástæðan var sú, að efnahagskerfi Islend- inga hefur til skamms tima og af ýmsum ástæðum, m.a. vegna einhæfrar framleiðslu, verið þannig, að aðild að viðskiptasam starfi við aðrar þjóðir hefur ver- ið torveld. En allan siðasta ára- tug hafa sömu flokkar farið með stjórn landsins og fylgt stefnu í efnahagsmálum, sem auðveld- ar Islendingum aðild að sam- þjóðlegri viðskiptasamvinnu. 1 fyrra var málum svo komið, að við töldum tímabært að semja um aðild að EFTA. Samning- arnir tóku stuttan tíma. EFTA- löndin og við vorum og erum sammála um, að samningarnir og aðild Islands sé báðum aðil- um hagkvæm, og er okkur annt um að varðveita þau fríðindi, sem þá var samið um. Ef Bretar, Danir og Norðmenn verða aðilar að Efnahagsbanda- laginu, mundi það hafa ýmis ó- hagstæð áhrif á viðskiptahags- muni Islendinga, ef ekkert væri að gert. Við mundum missa toll- frjálsan aðgang fyrir iðnaðar- vörur að markaðnum í þessum löndum, en nauðsynlegt er fyrir íslendinga að auka fjölbreytni útflutningsframleiðslu sinnar með því að efla iðnað — og þá ékki sízt útflutningsiðnað —, sem hagnýtt geti skilyrði okkar til að framleiða ódýra raforku og vel menntað vinnuafl þjóð- arinnar. Á ýmsum öðrum svið- um mundi verða um að ræða vandamál fyrir íslenzka útflutn- ingsframleiðslu. En einmitt þau lönd, sem verða myndu í stækk- uðu Efnahagsbandalagi, hafa ali ar götur síðan Islendingar hófu útflutning sjávarafurða i stórum stíl verið helztu viðskiptaþjóðir Islendinga i Vestur-Evrópu, og hefur innflutningur frá þeim til Islands numið um 55% heildar- innflutningsins, en útflutningur til þeirra um 40% heildarútflutn- ingsins. Ef litið er í heild á þau lönd, sem eru í Efnahagsbanda- laginu og EFTA, koma 68% innflutnings Islendinga frá þeim, en til þessara landa fara um 52% af útflutningnum. Mikill halli er í viðskiptum Islendinga við Efna hagsbandalagslöhdin. Frá þeim koma um 27% innflutningsins, en til þeirra fer aðeins um 16% útflutningsins. Við þá stækkun Efnahags- bandalagsins, sem nú er til um- ræðu, skapast alveg ný viðhorf í etealhags- og viðskiptamálum íslendiniga. ísland er eins og kum.niugt er nýlega orðið aðili að EFTA, og aðilögun- þess að evr- ópsfcri fríverzlun er rétt byrjuð. Með inngöngu í EFTA vildi ís- land ©kki aðeins tryggja sér hag- stæðari viðskiptaaðstöðu fyrir þæa- vöruir, sem nú eru aðallega fluttar út, heldur var þar með stefnt að því að skapa möguleika til aukinnar fjölbreytni í iðnað- arframlteiðslu, svo að landið væri ekki j afniháð einni atvinnuigrein, sjávarútvegi, eins og það hefur verið. Mifcilvægt er, að þessi iðn væðinigarstefma komist í fram- kvæmd. Með því að semja við Éfnahagsbandalagið um þau vandamál, sem upp kunna að koma, voma fslendingar, að sú þróum, sem hófst með EFTA-að- ildimni, muni efiast og styrkjast við það, að saimstarfið nái til fleiri þjóða. Það Skiptir íslend- imga miklu máli, að þróun við- skipta þeirra við þjóðirmar í Vestur-Evrópu geti áfram orðið með eðlilegum hætti og við- skiptin geti haldið áfram að aúkast. Tollar á íslenzkar iðn- aðairvörur gætu kippt fótunum undan nýhafinni iðnþróun ís- lamds, en við hana eru miklar vonir- tengdar. Aðild stærstu fiskveiðiþjóða Evrópu að Efna- hagsbandalaginu gæti líka þrengt svo að mörkuðum fyrir íslenzfc- ar sjávarafurðir í Efmahags- bamdalagslöndunum, að miblir erfiðleikar hlytust af fyrir ís- lemdinga. Það er þess vegna brýnt hags- munamál fyrir íslendinga, að lausn sé fundin á þeim vanda, sem stækfcun Efmahagsbanda- lagsins hefði í för með sér fyrir þá. Það er skoðun okkar, að það sé einnig mikilvægt fyrir Efna- hagsbandalaigið að slík lausn sé fundin, bæði vegna þess, að bandaQagið á beinna viðskipta- hagsmuna að gæta á íslandi, þótt ekki geti þeir talizt miklir frá fjárhagslegu sjónaxmiði vegna fámennis íslendimga, en eirnnig vegna þess, að lega lands- ims, saga þjóðarinn'ar og menn- img gera temgsl Evrópu við ís- land mikilvæg. Hims vegar er það skoðun íslenzku ríkisstjórn- arinnar, að lausn vandanis geti ekki verið fólgin í aðild íslands að Efnahagshandalaginu. Um þetta eru alílir fimm stjórnmála- ftokkar þings okkar sammála. Sérstaða íslendinga sem fá- mennustu sjálfstæðu þjóðar Evr- ópu, þjóðar, sem þar að aiuiki byggir afkomu sína að mestu á sjávarútvegi, er augljós og veld- ur því, að aðild að Efnahags- bandalaigimu kemur ekki til greina. En fyrst svo er, verður að leita lausnarinnar með einhvers komar samkomulagi af öðru tagi. Á þessu stigi málsíns telur íslenzka ríkisstjórnin ekíki rétt að leggja fram ákveðnar hu'g- myndir um form eða eíni slíks samkomulags að öðru leyti- en því, að hún telur eðlilegt og nauðsynlegt, að í því væri á- kvæði um eftirfarandi atriði: 1. Að ísland njóti sömu hlunninda að því er snertir frjáls an inmflutning og tollfrelsi gaign- vart Efnahagsbandalaginu og það nú nýtur í EFTA-löndunum. 2. Að ísland fái aðstöðu til tollfrjáls innflutniings á sjávar- afurðum á Efnahagsbandalags- mairkaðinm, enda verði þesa gætt, að sá inmflutnmgur verði ekki til þess að raska verulega eðlilegum markaðsaðstæðum. 3. Að Efnaihagsbandailagið njóti sörmu fríðinda á íslandi og EFTA-löndin njóta og öðlist sömu tollfríðimdi og þau lönd eiga að öðlast í framtíðinmi sam- kvæmt samningi um inm'göngu íslands í EFTA. 4. Að íslamd hafi framvegis sama rétt og það hefur nú innan EFTA varðandi eftirlit með inm- flutnimgi á tafcmörfcuðu sviði, em í því sambandi álcipta mestu máli reglur um innflutming á olíum og bensíni, Framliald á bls. 2. AEG RÆLISRAPAR j, j_ j. r TÆiylN FRÁ AEG BRÆÐURNIR ORMSSON % LAGMULA 9 SIMI 38820

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.