Morgunblaðið - 02.12.1970, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUH 2. DESBMBER 1970
11
Ásmundur B. Olsen
kaupmaður, sextugur
1 DAG á Á.smundu,r B. Olisen,
kaupmaður á Patireksfirði, sex-
tugsafmœlii.
Ásmundur er fæddur á Patr-
eksfirði og voru foreldnar hans
Björn Olsen kaupmaður og Mar-
grét Vxgluindardóttir Olsen. Árið
1932 lauk Ásmundur burtfarar-
prófi frá Verzlunarskóla Islands
og ári sáðar stofhaði hann verzl-
un á Patreksfirði og hefur rekið
hana síðan. Síðustu áiin hefur
hann verið afgreiðslumaður
Fluigfélags Islands á Patreks-
firði.
Ásmundur Olsen hefur mikið
látið félagsmál til sín taka. Hann
var kosinn í hreppsnefnd Patr-
etoshrepps árið 1942 og hefur
átt þar sæti síðan. Oddvitl
hreppsnefndar var hann frá
1942 og 1954 og frá 1962 til 1970
eða í full 20 ár. Hann hefur
gegnt fjölmörgum trúnaðar-
störfum i byggðarlagi sinu og
meðal annars hefur hann átt
sæti í stjóm Eyrarsparisjóðs i
fjöldamörg ár og starfaði auk
þess við sjóðinn um nokkurra
ára bil. Hann hefur um langan
tima átt sætá í fuiilitrúaráði
Sambands isl. sveltairfélaga. Á
yfirstandandi kjörtimabili hefur
hann verið varaþinigmaður Sjálf-
stæðisflokksins í Vestfjarða-
kjördæmi og tekið sætl á Alþingi
í fbrfölium aðaimanna.
Eins og að lákum lætur er Ás-
mundur Olsen með mikla
reynslu og kunnugleika á sveitar
stjómarmálum og hefur um
langt áraibil notið trausts og virð-
ingar manna, sem mest um þau
mál hafa fjallað, fyrir víðtæka
þekkingu, einstaka samvinnulip-
urð og skyldurækni í þeim störf-
um öll'um. Þvi er ekfci að neita
að störf manna almennt að
sveitarstjómamáiium og öðrum
opinberum málum eru ekki met-
in og þökkuð sem skyldi. Heldur
heyrist það oftar sem fólki
finnst að sé miður gert og betur
megi fara. Vafalaust hefur Ás-
mundur orðið var við þetta, eins
og altir aðrir, en hann hefur tek-
ið þessu með miMu jafnaðargeði
éins og öðru, sem að höndum
hefur borið. En hvað sem þessu
líður er ég ekM í nokkrum vafa
um, að samborgarar hans og
þeir aðrir, sem mieð honum hafa
unnið, mieta störf hans, hedðar-
leika og Ijúfmennsku. I>að er
lamgt starf og fómifúst að vinna
að sved'tarstjómarmálum I ná-
lega þrjá áratugi og gegna jafn-
framt oddvitastörfum um
tveggja áratuga skeið. Það gerir
engixm nema sá, sem áhuga hef-
ur á vexti og þróun sins
byggðarlags.
Ásmundur er kværatur Krist-
björgu Stefánsdóttur hrepp-
stjóra í Stakkahlið í Loðmundar-
firði Baldvinssonar og eiga þau
hjón fjögur böm.
Fyrir um það bil hálfum öðr-
um áratug kynntist ég Ásmundi
Olsen og tókst brátt með okk-
ur góður kunnimgsskapur, sem
varð að traiustri vináttu. Ég hefi
í ótai sMpti. gist á heimiili þeirra
hjóna og notið þar einstakrar
gestrisni, hlýhugar og umlhyggju
sem ég get aldrei nógsamlega
þakkað. Þair hefur mannd aiBtaf
verið tekið með fölskvalausri
vináttu og þar hefur mér alltaí
þótt gott að koma og vera. Þau
hjón Kristbjörg og Ásmundur
eru bxeði tryggir vinár vina
sinna. Hún á ekM síður en hann
þátt í að gera gestum sínum vei
með góðum beina og hlýlegu og
aðlaðandi heimili.
Ég hef bæði haft af því gagn
cj gleði að kynnast manminum
Ásmiundi Olsen. Ég hef óft dáðst
að þvi hvað þessi miaður getur
tekið öllum hlutum með miMu
jafnaðargeði. GóðvMd hans og
varfærni i dómum um aðra bera
ljósan vott um gott hjartalag.
Skidmimgur hans á kjörum og lífi
þeirra, sem minnst mega sín og
eru á einn eða annan hátt oln-
bogabörn þjóðfélagsins, lýsa vel
hans inmri mammi.
Á þessurn tímamótum í Mfi Ás-
muindar Olsen sendum við hjónán
honum okkar hjartantegustu af-
mæliskveðjur með þakMœti fyr-
ir trausta og órjúfantega vin-
áttu í okkar garð um teið og við
biðjum honum, konu hans og
börnum aMra heiMa og blessun-
ar á ókommum árum.
Matthías Bjarnason.
Y tri-N jarðvík
BLAÐBURÐAR-
FÓLK óskasf
UPPLÝSINCAR í SIMA 1565
Jólavörur
Vorum að taka up nýja sendingu frá BABY CHICK af
stretch frotté samfestingum, peysum og drengjafötum.
Nylon loðkápurnar og úlpurnar komnar aftur.
Barnagallar heilir og tvískiptir.
Hvítar pifublússur og rauð og hvit pils.
Jólakjólar á mjög góðu verði.
Undirkjólar, sokkabuxur, sportsokkar.
BARNAFÖTIN FRA BANGSA.
JF-At/OXTUNUM
' SXUtUD Þ/D ÞtXKM M
Opnum á morgun
fimmtudag klukkan 9
fyrsta áfangann í 1200 ferm.
verzlunarmiðstöð okkar Álfheimum 74