Morgunblaðið - 08.12.1970, Qupperneq 12
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1970
Heimir Lárusson, mjólkurfræðingur:
Hvernig getum við gert
f ullkomnustu f æðu nátt
úrunnar fullkomnari ?
Ungur maður í Kalifomíu
fékk mjólk á morgunverðar-
borðið sem svo oft áður. 1 þetta
skipti sagði hann, er hann hafði
drukkið einn sopa. „Það er eitt-
hvað að mjólkinni".
Þetta var „Filled milk“, þ.e.
mjólk, sem í staðinn fyrir smjör
feiti inhihélt jurtafeiti.
1 u.þ.b. helmingi af ríkjum
Bandaríkjanna er ennþá bannað
að framleiða og selja sér-
hverja eftirlíkingu af kúamjólk
en unnið er að því, að fá þess-
um lögum breytt, svo leyfi fá-
ist til sölu á „íilled milk“ um
öll Bandaríkin.
Hvers vegna kaupir fólk „fill-
ed milk“, þegar hún bragðast
ver en venjuleg mjólk? •
Fyrst og fremst vegna þess,
að hún er ódýrari en kúamjólk,
það fer þó eftir verði á undan-
rennu.
1 öðru lagi, vegna hins ástœðu
lausa ótta almennings við smjör
feitina, og „kolesterolsins“ sem
hún inniheldur.
Ef við eigum að spá um þró-
unina í þessum málum hér á
landi, miðað við framvindu
mála í Bandarikjunum „ þá verð
um við að reikna með að hún
verði svipuð, þó ekki eins ör.
(Nú þegar er hafin framleiðsla
á rjómalíki hérlendis.)
Á undanfömum 30 árum hef-
ur smjömeyzla minnkað um
60% í Bandaríkjunum, og smjör
líkisframleiðsla aukizt að sama
skapi. Um 60% af rjómasölunni
eru komin yfir á rjómalíki,
þeyttan rjóma með jurtafeiti.
Þessi þróun heldur áfram.
1 Bandaríkjunum er „filled
milk“ seld undir margs konar
nöfnum, s.s. „Mello" og „Mil-
Kay“. Samsetningin er þó i öll-
um tilfellum hin sama, hvort
sem hún heitir þetta eða hitt.
„Filled milk“ samanstendur af
undanrennudufti, sem leyst er
upp í vatni og síðan blandað
jurtafeiti. Venjulega er notuð
kókósolía, en vegna þess, hve
hún inniheldur mikið af mettuð
um fitusýrum er farið að nota
meira aðrar olíur, sem innihalda
margar ómettaðar fitusýrur.
Hér á landi þekkjum við
þessa vöru ekki nema af af-
spurn, en þess verður varla
langt að biða að við fáum vanda
málið við að glíma. Ekki er þó
öruggt, að við þurfum að glíma
við það vandamál, ef við gerum
eggjahvítuna eftirsóttari en hún
er. Það getum við gert með því
að greiða fyrir mjólkina eftir
ekkjahvítu innihaldi i stað fitu
eins og gert er um land allt.
Sumar þjóðir hafa nú þegar tek
ið þessa aðferð upp. Gerðum
við það, og settum verðið á
eggjahvítu það hátt að, „filled
milk“ yrði jafn dýr venjulegri
mjólk, þá væri aðal grundvöll-
urinn fyrir sölu á „filled rnilk"
þar með úr sögunni. Hærra verð
á eggjahvítu má að sjálfsögðu
ekki leiða til hækkunar á mjólk-
inni, en þá verður fitan að
lækka hlutfallslega í verði.
Hvað getur landbúnaðurinn
gert til að veita þessum vörum
samkeppni?
Sjálfsagt eru margar hug-
myndir á lofti. Margir vilja
sjálfsagt ekki viðurkenna að um
neina samkeppni sé eða verði
að ræða, þar sem mjólkin sé
ósnortin náttúruafurð, og ekkert
fái staðizt samkeppni við hana.
Aðrir munu taka jákvæðari af-
stöðu: við höfum þó dæmið með
Heimir Lárusson.
smjörlíkið, sem hefur dregið
mikið úr sölu á smjöri, aðallega
vegna verðmunarins. Enn aðrir
eru þeirrar skoðunar að framtíð
in sé sú, að þessar vörur taki
yfirhöndina, og segja sem svo,
„látum þessa þróun ekki fara
fram hjá okkur, en hefjum fram
leiðslu þegar í stað, og verðum
á undan öðrum. Spumingin er
þá hvort nægilegt sé að taka
upp samkeppni við samsettuvör
umar. Líklega þarf meira til,
þó svo að hækkun á eggjahvítu
kæmi til, þá er ekki vist að það
dygði. Því unnið er að því að
nota eggjahvítuefni úr soya-
baunum í stað mjólkureggja-
hvítu (undanrennudufts), og ef
það heppnast, er ekki nægilegt
að hækka verð á mjólkureggja-
hvítu.
Þess vegna verðum við að
sækja frá öðrum hliðum. Við
verðum að hefja framleiðslu á
nýjum mjólkurvörum. Aðeins á
þann hátt getum við selt mjólk-
ina á þvi verði, sem er nauð-
synlegt landbúnaðinum. Það er
ekki hægt lengur að framleiða
smjör og osta til að hlaða fjöll.
Við verðum að auka á fjöl-
breytni í ostategundum — og
einnig í smjörtegundum. . .
Við verðum stöðugt að hafa
augun opin fyrir nýjum vöru-
tegundum á erlendum markaði,
einnig væri hollt að koma á sam
keppni milli mjólkurbúanna.
Það gaf góða raun þann tíma
sem ostabúið í Hveragerði starf
aði þó stuttur væri.
Við verðum að vera vakandi
fyrir öllum nýjungum, sem fram
koma, þó ekki væri nema í ná-
grannalöndunum, en mikið vant
ar á að svo sé.
Áður en við höldum áfram, er
rétt að skipta vörutegundum að
eins niður.
1. MJÓLK
Til að auka sölu á neyzlu-
mjólk verðum við fyrir utan
það að selja mjólkina i þeim um
búðum, sem neytendur óska eft-
ir, að selja fleiri tegundir af
mjólk. Auk þessarar, sem við
seljum nú, gætum við selt t.d.
2% mjólk, sem yrði þá ódýr-
ari.
Til að vega upp á móti kostn
aði við fjölbreyttari umbúðir,
gætum við selt hliðar umbúð-
anna fyrir auglýsingar en það
þekkist t.d. í Sviss. Þá gæti það
leitt til aukinnar sölu að hafa
mjólk til sölu í öllum þeim mat
vöruverzlunum, sem hafa að-
stöðu til, en höfuðskilyrðin er
góð kæling. Það hlýtur að vera
þægilegra fyrir neytendur að
geta keypt mjólk og mjólkuraf-
urðir á sama stað og önnur
matvæli.
Framleiðsla á UHT mjólk gæti
einnig orðið til aukinnar neyzlu,
en hún geymist allt að sex mán
uðum í kæliskáp.
Framleiðsla á kókómjólk hef-
ur verið reynd hér á landi, en
gaf ekki góða raun, liklega
vegna ónógra auglýsinga. UHT
aðferðin er líklegri til vinsælda,
en þá yrði kókómjólkin á hym-
um. Þá eru og möguleikar til
blöndunar ávaxta í nýmjólk
mjög miklir, gætu það sjálfsagt
orðið mjög vinsælir drykkirhjá
neytendum ekki sízt börnum.
2. IMÓ.MI
Eflaust má ýmislegt gera til
að auka sölu á rjóma. Þar gæti
15—18% kaffirjómi orðið likleg
ur til vinsælda, einnig sérstak-
ur þeytirjómi 37—39% feitur.
Bandaríkjamenn selja fros-
inn þeyttan rjóma í túpum.
Hann má taka beint úr frysti
og t.d. skreyta með tertur.
Rjóma má líka framleiða með
UHT aðferðinni, en með auknu
geymsluþoli er hægt að gera
fleiri aðilum kleift að annast
sölu og dreifingu.
3. SÚRM.IÓLK
1 þeim flokki er heldur fá-
tæklegt um að litast hér á landi.
Er það með öllu ástæðulaust,
því margs konar súrmjólkurteg
undir mætti framleiða hér.
Rússar framleiða „Kefir“, en
Kefir er eins og þykk súrmjólk
litið súr og inniheldur 0,1—1,0%
vínanda, en það fer eftir aldrL
Kefir er afar vinsæll í Rúss-
landi þar sem hann hefur yfir-
tekið um 80% af allri súrmjólkur-
sölu.
Af öðrum súrmjólkurtegund-
um má nefna: Sýrðar áfir, sem
kæmu jafnhliða framleiðslu á
sýrðu smjöri. Creme fraiche,
sem er sýrður rjómi, acidophil-
us mjólk og síðast en ekki sízt
youghurt með eða án ávaxta.
Mamma og pabbi þurfa ekki að vera
í vandrœðum með jólagjöfina
handa okkur
Þefta er peysan, sem okkur langar í
Laugavegi 28 — Sími 17710
Aðalfundur Lífeyrissjóðs
atvinnuflugmanna verður haldinn í félagsheimili F.I.A. að
Háaleitisbraut 68 fimmtudaginn 10. desember kl. 20,30.
Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.
Guðjón Hansen tryggingafræðingur svarar fyrir-
spurnum um eftirlaunasjóð.
STJÓRNIN.
Stofnfundur
Alþýðubunkuns hf.
Stofnfundur ALÞÝÐUBANKANS h.f. verður haldinn laugar-
daginn 12. desember 1970 kl. 13,30 að Hótel Sögu (súlnasal).
Dagskrá:
1. Tillaga um stofnun hlutafélagsins.
2. Tillaga um yfirtöku eigna og skulda Spaisjóðs alþýðu.
3. Frumvarp að samþykktum fyrir hlutafélagið.
4. Frumvarp að reglugerð fyrir ALÞÝÐUBANKANN H.F.
5. Kosning bankaráðs.
6. Kosning endurskoðenda.
7. Ákvörðun um þóknun til bankaráðs og endurskoðenda.
8. Tillaga um fasteignakaup.
Aðgöngumiðar að stofnfundinum afgreiddir í Sparisjóði
alþýðu á venjulegum afgreiðslutíma en einnig fyrir hádegi
þann dag, laugardaginn 12. desember, sem fundurinn er
haldinn.
Stjóm Sparisjóðs alþýðu.