Morgunblaðið - 06.01.1971, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6 JANÚAR 1971
Ég hét þvi, heilagur Jósef, er
ég dvaldi nýlega í sæluhúsi
þínu að Landakoti, að skrifa
þér ofurlítið bréfkorn að gamni
mínu um jólin, ef ég fengi nokk
um tímann að sjá ritvélina mína
aftur, og hæfir þá að byrja á
að þakka þér góða aðhlynning
og viðurgeming allan þann tima
er ég varð aðnjótandi gistivin-
áttu þinnar, enda þótti mér
harla gott að vera undir þínum
verndarvæng og líkaði allvel
við þitt þjónustufólk, lækna og
hjúkrunarlið, sem ég vik lítil-
lega að seinna. Allt var það eins
og bezt varð á kosið. Bið ég þig
og heilaga guðsmóður að launa
allar velgerðir við mig, auman
mann, ef ekki í þessu lífi þá í
hinu komanda.
HVÍLDII I»IG
HVlLD LR GÓ«
Að vísu hlýt ég að játa það
með blygðun, að ég var heldur
úrillur er ég kom fyrst á þinn
fund. Fannst mér ég ekki hafa
nokkum tima til að liggja þarna
aðgerðalaus, þegar ég sæi ekki
út úr því, sem ég þyrfti að
skrifa og vildi komast heim til
mín undir eins. En lítið var
þessu sinnt.
Veit ég það vel, að þú munir
ekki gera annað en brosa að
þessu, sankti Jósef, því að senni
lega hefur þú aldrei skrifað
stakt orð um þina daga og ert
þrátt fyrir það og sennilega
ekki sízt fyrir það sannheiiag-
ur með guði. Sjálfsagt er þá
líka engum kunnugra um það
en þér að allt of mikið er skrif
að af þarflausu lesmáli í veröld
inni og það sem verra er og
ófyrirgeíanlegra: Leiðinlegu les
máli. Enda segir svo i heilagri
ritningu, að fyrir sérhvert
ónytjuorð, sem mennirnir mæla
skuli þeir á dómsdegi reikning
lúka. Og sá reikningur getur
væntanlega orðið býsna hár
engu siður en símareikningamir
verða stundum hér i Reykjavík
hjá málglöðu fólki.
En sem ég lá þarna sárgramur
yfir þvi að vera gerður viðskila
við ritvélina mína var mér ekki
ólíkt innan brjósts og Lofti
ríka, forföður mínum, þegar
honum var meinuð samvista við
vinkonu sína, en hann kvað í
öngum sínum af miklum móði:
Öllum gangi þeim illa,
sem okkur vilja skilja,
Allir voru á móti mér og
minni vinkonu: ritvélinni, og
vildu gera okkar skilnað sem
mestan. Jafnvel var ekki laust
við að ég grunaði konuna mína
um að vera með í þessu sam-
særi, því að ekki var frítt um
að mér fyndist ég sjá bregða fyr
ir dálitlum ánægjusvip á and-
liti hennar eins og hún hugsaði
með sjálfri sér: Jæja, karlinn!
Það er eins gott að þú dúsir
þama um stund eins og þú sért
að laumast út í skrifstofuna á
öllum mögulegum og ómöguleg-
um tímum til þess að rýna úr
þér augun. Þetta var einmitt
það, sem þú þarfnaðist, að hvíla
þig reglulega vel. Jú, jú, ein
hvern tímann hefi ég nú heyrt
þetta áður, sagði ég við sjálfan
mig fokvondur. Var það ekki
þetta, sem fjandinn sagði við lata
bóndann: Hvíldu þig, hvíld er
góð!
Ætli það verði ekki nógur
tími til að hvíla sig í gröfinni!
DÆMISAGA ESÓPS
í sama bili birtist mér svipur
Esóps gamla. Hann ávarpaði mig
kíminn í bragði og mælti:
„Láttu þetta ekki gera þér
gramt i geði, sonur minn. Það er
í góðu skyni gert.
Fiskimaður nokkur reri báti
sínum út á sextugt djúp, renndi
þar færi og dró vænan þorsk,
fleygði honum upp á þurrt land
og sagði:
„Liggðu nú þarna, góðurinn,
og hvíldu þig verulega vel. Þú
verður svo ógnarlega lúinn af
að synda og busla þama niðri
í sjónum." En þorskinum þótti
ekkert varið í hvildina. Hann
mændi löngunarfullum augum
niður í djúpið og sagði: Þetta
er nú vel meint hjá þér, maður
minn. En ég kann nú samt miklu
betur við mig þama niðri." Þú
ert eins og þorskurinn! Það þyk
ir ekki mikið til hans koma, með
an hann er í sjónum. Og enginn
tekur mark á honum, þó að
hann fari að steyta sig eftir að
hann er dreginn á þurrt land.
Mórall: Engin kona ætti að
giftast ritvélarmanni. Þetta eru
leiðindadraugar. Það togast
varla orð úr þeim allan liðlang-
an daginn. Þeir eru alltaf að
hugsa um eitthvað, sem þeir
ætla að skrifa. Svo gleyma þeir
því, sem meira máli skiptir: að
lifa. Þetta er ekkert betra fram
hjáhald en hvað annað.
BÆN GAMLA BÓNDANS
Ég sá fljótt að ég mundi ekk-
ert atkvæði hafa í þessu máli,
og þó að ég væri til að byrja
með viðskotaillur, þýddi ekkert
fyrir mig að mögla, enda er ég
nú, held ég, þó að ég segi sjálf-
ur frá, sauðmeinlaus inni við
beinið og þægur eins og lamb
hversdagslega. Og þegar allir
lögðust á eitt með að reyna að
telja mér trú um, að þarna ætti
ég að liggja, nennti ég ekki að
skipta mér af þvi meira. Mér
kom í hug gamall bóndi norður
í landi, sem átti jögunarsama
konu. Hann var margmæddur á
nöldri hennar en óttaðist þó
enn meir, ef Sér yrði skapfátt,
þegar hún byrjaði A s-uði sínu.
Mátti þá iðulega heyra karlinn
stynja mæðulega og fara með
þessa bæn i hljóði: „Guð minn
góður styrki mig og gefi mér
þolinmæði"!
Það fór á líka leið fyrir mér,
þegar ég sá, að ekki þýddi að
spyrna móti broddunum. Mér
fannst þetta vera vitleysa tóm
og hreinasti óþarfi. Það gekk
ekkert að mér nema leiðinda höf
uðverkur lítils háttar bilun á
jafnvægisskyni og ofurlítil sjón-
skekkja. En enginn er svo vit-
laus að fara að leggjast á spít-
ala tii að fá sig læknaðan af
höfuðverk. Mundi ekki hvaða
skottulæknir sem er geta lækn
að svoleiðis tittlingaskít á eng-
um tíma?
LITID INN A NEÐRI
BYGGDINNI
Á þessu fyrsta skeiði dvalar
minnar hjá þér, sæll Jósef, fékk
ég margar merkilegar draum-
vitranir, meðan ég reikaði um í
Hadesarheimi höfuðverkjarins,
enda var ég þá mjög úr heimi
hallur.
Frá því er að segja,
hvað fyrst of sák,
þá vask í kvöldheima kominn,
sviðnir foglar, es sálir váru,
flugu svá margir sem mý.
Kom ég þar að einhverjum
glaumbæ, þar sem grimmlegur
gnýr af jassi og bítlasöng barst
út á strætið.
Þetta mundu vera óp for-
dæmdra, hugsaði ég, og þarf þá
víst ekki að spyrja að, hvar ég
er niðurkominn. Ætli maður
verði ekki að líta inn fyrir kurt
eisissakir?
Nokkrir drýsildjöflar stóðu
þama eins og vindbelgir og
frömdu hávaðann með herfileg-
um látum, en lítt var af setn-
ingi slegið. „Öskrið þið hærra,
strákar" grenjaði söngstjórinn
með þrumandi rödd um leið og
ég leit inn um gáttina. „Til þess
eruð þið ráðnir að spilla allri
sönglist og gera hana að leiðin
legum hávaða. Það verður allt
af einhver leið að koma þessu í
útvarpið, svo að hvergi sé frið-
land." Nú steig einn af litlu
djöflunum upp á hlóðarstein og
fór að halda ræðu og var svo
óðamála að froðan stóð eins og
kúfur út úr honum. Hann iðaði
af kæti og skríkti öðru hverju.
„Hvað gleður þig svona mik-
ið, unginn minn" sagði gamli
Kölski og glotti lymskulega. „Við
létum ræna mörgum flugvélum
í dag, pápi minn. Var þetta ekki
anzvíti sniðugt af okkur? Svo á
að sprengja þær í left upp með
öllu kraðakinu. Þær eru svo
yndislega skemmtilegar, þessar
sprengingar! Hægt er að drepa
marga í einu og tæta þá sundur
ögn fyrir ögn i einum hvelli.
Það er þó einhver munur held-
ur en þegar þeir voru að sarga
hver annan sundur með bitlaus
um sverðum. í gamla daga.
Menningunni fleygir fram. Guði
sé lof fyrir þessa blessaða
tækni."
Sá gamli gerðist nú þungur á
brúnina: „Þegiðu, bjáninn þinn,
sagði hann. Þakkaðu mér, en
þeir allt ofan í mann og segja
að það sé satt."
„Satt, láttu mig ekki heyra
það orð. Þú ert alltaf sami aul-
inn! Hverjum dettur í hug að
nokkuð sé satt í pólitíkinni.
Vandinn við hana er enginn ann
ar en sá, að ljúga og rægja. Þá
flýgur þú inn á þing og verð-
ur ráðherra að lokum."
Litli djöfsi skáblíndi með mik
illi aðdáun á meistara sinn, höfð
ingja þessa heims. Allt i einu
datt honum snjallræði í hug,
sem hann vonaði að fá þó ein-
hverja viðurkenningu fyrir:
„Pápi,“ sagði hann. „Eigum við
ekki að láta myrða páfann?"
„Ekki er þér við bjargandi,
drengur, Hvað mundum við svo
sem græða á því að láta drepa
páfann?"
„Nú er það ekki trúin, sem allt
af er að gera okkur bölvun og
rægja þig?"
„Látum þá mála fjandann i
veggina, því meira elska þeir
mig. Ef þú skildir eitthvað í guð
fræði, hróið mitt, þá mundir þú
sjá, að trúin er okkar sterkasta
vigi og hjálparhelia." Og nú varð
Flugnahöfðinginn svo reiður, að
hann náði ekki upp í nefið á
sér, en vindurinn fór svo fljótt
úr þeim litla af hræðslu, að
hann varð eins og hordálkur á
svipstundu. „Skilurðu það ekki,
afmánin þín, að fyrir trú er ég
það sem ég er. Hvar værum við
staddir, ef trúin væri ekki? I
gamla daga voru menn brenndir
og pyntaðir út af trúnni. Háð-
ar voru trúarstyrjaldir og eru
þeir ekki enn við sama hey-
ræðum þeirra á neðri byggð-
inni.
GEGNUM MARGAR
ÞRENGINGAR
Það mundi hafa verið sá vitri
maður Páll postuli sem komst
þannig að orði, að gegnum marg
ar þrengingar ættum við inn að
ganga i guðsríkið og að þreng
ing vor skammvinn aflaði oss
yfirgnæfanlegs eilífs dýrðar-
þunga. Þetta mun eiga að skilj-
ast þannig, að þjáningin eigi oft
meiri þátt í að þroska sálina en
sællífi, þó að flestir kjósi síð-
ari kostinn frekar og velji sér
heldur hinn verra hlut. Lík hugs
un mun felast í þeim forna orðs-
kvið, að það þurfi sterk bein
til að þola góða daga. Líklega
versnum við bara eins og skítur
í regni i velferðarrikinu.
Kannski eitthvað sé hæft 1
þessu með erfðasyndina? Hvers
vegna ætti þá blessuð land-
stjórnin eins og rómversku keis
ararnir forðum að vera sífellt
að hugsa um brauð og leiki
handa mannfólkinu ? Segir
ekki i þeirri helgu bók, að guð
elski þá, sem hann agar? Vera
má, að ögunin sé nauðsynlegt
skilyrði til að efla krafta sálar-
lifsins og reyndar líkamans einn
ig, og sé þannig forsenda allrar
menningar? Langa ævi hefi ég
átt því láni að fagna að hafa
heiðinna manna heilsu og hefi
ég litið á þetta sem óverðskuld-
aða náðargjöf, og þakkað guði
fyrir það í bænum minum. En
kannski er innrætið einmitt fyr
ir það ekki eins gott og það ætti
að vera? Oft hefi ég hugsað til
þess með blygðun, er ég hefi
Sr. Benjamín Kristjánsson:
Sendibréf til
Sankti Jósefs
Hugrenningar 1 sjúkrahúsi
engum öðrum, það var ég, sem
fann upp púðrið. Ég skal rass-
skella þig, óhræsið þitt, ef þú
ætlar að fara að brúka óvið-
kunnanlegt orðbragð héma
niðri, og svo ertu heimskur í til-
bót. Nú glotti gamli Kölski ill-
yrmislega og steig á skottið á
litla djöfsa svo að hann ýlfraði
aumkunarlega.
„Þetta ætti að geta kennt þér
mannasiði, flónið þitt. Nei,
farðu heldui og láttu þá stela
einhverjum ráðherra eða kóngi,
og sjáum svo til, hvað þeir vilja
borga fyrir þá. Ekkert þýðir að
stela aumingjum, því að enginn
borgar túskilding fyrir þá. Þeg-
ar menn fara að græða á svona
lagaðri verzlun, getur þetta orð
ið álitleg atvinnugrein i fram-
tíðinni. Það má fá menn til að
vinna hvað sem er fýrir pen-
inga. Þetta getur orðið ennþá
skemmtilegra en stríðið í Viet-
nam. — En hvað varstu annars
að þenja þig þarna uppi á hlóð
arsteininum áðan, hróið mitt?"
„Ég var að æfa mig í að halda
pólitíska ræðu, eins og þú
bauðst mér. Það verður að
kenna stjórnmálamönnum þetta,
svo að öfund og illindi geti þró
azt á jörðinni. AUa hungrar og
þyrstir eftir völdum, þó að þeir
hafi ekki hugmynd um hvemig
þeir eigi að fara með þau að
öðru leyti en þvi, ef þeir geta
grætt peninga á þeim." „Það var
og, greyið mitt! Þú ert bara efni
legur: Mikil froða, lítil hugs-
un. En gleymdu ekki að æsa
upp í þeim ágirndina."
Nú glaðnaði yfir litla drýsil-
djöflinum. Hann þurrkaði froð-
una frá vitum sér með rófunni
og settist rogginn á hlóðarstein
inn.
„Það er bara verst með
þetta, að maður þarf að vita svo
mikið í pólitíkinni, annars reka
garðshornið þarna á írlandi?
Allar styrjaldir eru annað hvort
trúarstyrjaldir eða hagsmuna-
styrjaldir, og hagsmunastyrjald
ir byggjast líka á trúnni á
Mammon.
Flest illvirki eru framin í
nafni einhverrar trúar. Hvort
það er kallað föðurlandsást eða
fagrar hugsjónir eru menn
reiðubúnir að fara í stríð fyrir
þær. Þeim þykir skemmtilegra
að hafa einhverja þokkalega
ástæðu fyrir manndrápum sín-
um Vegna heimskingjanna er
ávallt nauðsynlegt að setja fal
l'egt nafn á hvers konar ofbeld-
isverk. Sértu til dæmis staðráð-
inn í að undiroka aðrar þjóðir
og ná fullkomnum þrælatök-
um á þeim andlega og efnalega,
er um að gera að nefna þá
viðleitni Þjóðfrelsishreyfingu,
og heimskingjarnir munu halda
áfram að trúa því fram í rauð-
an dauðann, að kúgunin sé
frelsi. Nei, unginn minn, láttu
þér ekki detta svona vitleysu i
hug að láta myrða páfann. Eina
bótin er að menn búa sér á
augabragði til nýja páfa til að
trúa á og halda svo áfram að
vinna hryðjuverk í þeirra nafni.
Við þurfum mikið af páfum og
mikið af blindri trú til að eign-
ast ríkið . . .“ Ekki heyrði ég end
ann á ræðu gamla höfðingjans,
því að vindbelgimir hrópuðu
húrra um leið og ég smeygði
mér út um dyrnar. Samt heyrði
ég svolítið tíst i litla drýsildjöfl
inum. Hann var enn að baksa
við það eins og kartinn þingmað
ur utan af landsbyggðinni að
afla sér álits með slunginni tiil-
lögugerð:
„Pápi, ættum við ekki að setja
á stofn guðfræðideild héma hjá
okkur, að minnsta kosti safnað-
arskóla?"
— Meira heyrði ég ekki af orð
komið í sjúkrahús, hvílikur ves
aldómur það er, meðan jnenn
njóta sæmilegrar heilsu að vera
að setja fyrir sig alls konar smá
muni, þegar aðrir eiga í lang
vinnu sjúkdómsstríði með frá-
bærri þreklund og þolgæði og
geta jafnvel verið ljúflyndir og
glaðværir meðan þeir heyja
þennan guðsbardaga, dauðveik-
ir eða örkumla
HELGAR MEY.IAR
Annað var það, sem vakti hjá
mér mikla undrun og jók stór-
um bjartsýni mína á mannlegt
eðli, eða kvenlegt eðli, en það
voru þinar dýrlegu þjónustu
konur, sankti Jósef, sem ég
lærði að bera djúpa virðingu
fyrir. Ekki get ég ímyndað mér,
að ég og minir líkar geti verið
ánægjulegur félagsskapur fyrir
þessar bamungu og fallegu
meyjar, sem þarna voru óþreyt
andi að rétta okkur hjálpar-
hönd, en þeim mun betri var
þeirra gerð. Og þegar ég hugsa
um það, hversu dæmalaust góð-
ar og nákvæmar þær voru við
okkur þessa umskiptinga og
grýluböm kringum sjötugsald-
urinn, þá hlaut ég að dást að
þeim í hjarta mínu og biðja guð
þess af alhug, að gefa þeim fal-
legri og skemmtilegri börn til
að annast í framtíðinni, enda er
ég viss um það, heilagur Jósef,
að þú munir sjá til að sú bæn
verði heyrð, því að áreiðanlega
verður þessum stúlkum treyst-
andi til að ala upp böm, þegar
sá tími kemur. Og því endurtek
ég þessa bæn mina hér og er
viss um að ég mæli þar fyrir
munn okkar allra herbergisfé-
laganna. Megi yndislegir óvitar
myikja brjóst þeima og verma
hjörtu þeirra, svo að þær getl
gefið þeim eitthvað af sinnl
mildu fómarlund, sem veröldina
vanhagar svo mikið um nú.
Ef til vill var það fyrir nær-
veru þessara heigu meyja, sem