Morgunblaðið - 06.01.1971, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1971
Uppdráttur af Norðursjó, sem sýnir hvernig: þjóðirnar við Norð
ursjóinn hafa skipt hafsbotninum inilli sín, allt að 150 sjómilum
undan ströndum landa sinna.
- Landhelgismál
Framh. af bls. 16
þar segir m.a.: „Þingið verður að
álíta, að hið eina ráð til að verja
landið því tjóni, sem yfir vofir
1 þessu efni, sé það, að hinum
ótlendu fiskimönnum verði
haldið til að hegða sér eftir lög-
um þeim, sem gilda um þetta
efni, — verði stranglega bann-
að að fiska nœr landi en 4 míl-
ur."
1 þessu sambandi má vitna til
þess, að enda þðtt Parísarhá-
skóli, „Sorbonne", taki ekki af-
stöðu til skoðana, sem þar eru
settar fram í doktorsritgerðum,
þá hefði slíkt verk, sem doktors-
ritgerð mín um iandhelgi Islands
aldrei hlotið „ágætiseinkunn",
ef það teldist einhver fjarstæða,
sem þar er sett fram.
Einn fremsti lögfræðingur is-
lenzkur, Einar heitinn Arnórs-
son fór á sinum tíma viðurkenn
ingarorðum um doktorsritgerð
ina í formálsorðum fyrir íslenzkri
útgáfu verksins; enginn ber
brigður á dómgreind hans. Og
þannig mætti nefna fleiri já-
kvæða dóma um verkið, m.a. orð
hins heimsþekkta þjóðréttar-
fræðings, próf. Gilbert Gidel.
f sjálfu sér ætti að vera óþarft
að benda á þetta.
Mér er að vísu skylt að geta
þess, að skömmu eftir útkomu
doktorsritgerðar minnar tók pró-
fessor Ármann Snævarr mig tali
á götu og sagðist hafa rennt aug-
um yfir ritgerð mína, og væri
hann ekki sammála þeim skoð-
unum, sem þar væru settar fram.
Bað ég hann þá aðeins að lesa
verkið betur. Fyrir nokkru rifj-
uðum við þetta atvik upp okkar
á milli, og viðurkenndi prófessor-
inn þá að ef til vill hefði holl-
usta hans við þáverandi ríkis-
stjóm haft einhver ðafvituð á-
hrif á skoðanir hans, en hann
kvaðst alltaf vilja vera „loyal"
hverri ríkisstjórn. Enda er það
álit mitt að ritgerð mín hefði á
þeim tíma, sem hún var skrifuð
ekki fengizt sairiþykkt til doktors
varnar við Háskóla íslands, hún
var of djörf til þess.
Á árinu 1954 lagði Hannibal
Valdimarsson fyrir Alþingi frum
varp til laga um 50 sjómílna land
helgi við Island, unnum við sam-
an að samningu frumvarpsins og
var þar byggt á þeim niðurstöð-
um, sem settar voru fram i dokt-
orsritgerðinni. 1 frumvarpinu
var gert ráð fyrir þvi, að í fyrstu
skyldi aðeins höfð lögsaga með
12 sjómílna belti utan þáverandi
friðunarlínu eða alls með 16 sjó-
milum, til þess að gefa þeim þjóð
um, sem þættust eiga einhvern
rétt í fornri landhelgi Islands,
nokkurn aðlögunartíma,
'SLÆM MÁLSMEÐFERÐ
Það er óheppileg málsmeðferð,
að vera sí og æ að smáauka
kröfur sínar i máli og koma
þannig af stað nýjum og nýjum
ágreiningi og illdeilum, í stað
þess að gera í upphafi máls
ýtrustu kröfur og geta þá held-
ur slakað á í bili, en ein-
mitt þannig var sjálfstæðis-
baráttu okkar hagað og þann-
ig hefðum við átt að reka land-
helgismálið. Ljóst er að bæði í
þjóðarétti og einkamálarétti
eru skyldur lögmanna hinar
sömu, það er að gæta hagsmuna
umbjóðanda sins til hins ýtrasta.
Við gætum i þessu sambandi
hugsað okkur, að lögmaður hefði
fengið miskabótamál til meðferð
ar og ákveðið að gera aðeins þær
kröfur, sem hann teldi líklegt
að fengjust dæmdar og niður-
staða Hæstaréttar yrði sú að
fallizt yrði á kröfurnar, þar sem
þær teldust vera innan þess,
sem teljast mætti sanngjamt og
eðUlegt. Myndi sá lögmaður
ekki hafa brugðizt umbjóðanda
sínum með of vægri kröfugerð
og naga sig í handarbökin á eft
ir? En þannig verður manni
hugsað, þegar maður les þessi
orð ambassadorsins fyrrv.: „Má
óhikað fullyrða að núgildandi
reglur islenzkar á þessu sviði
ganga eins langt og nokkur
möguleiki var fyrir, þegar þær
voru settar og stendur enn við
það.“
Ja, hvilíkur uppgjafartónn;
skyldi þetta vera skoðun ís-
lenzku ríkisstjórnarinnar? Hvað
an kemur fyrirlesararxum þessi
vizka? Hvernig getur nokkur
lögfróður maður, hvað þá þjóð-
réttarfræðingur, fullyrt slíkt,
þegar á það hefur alls ekki
reynt, að reglur, sem gengju
lengra, fengju ekki staðizt. Má
með sama rétti fullyrða, að við
hefðum jafnt unnið þorskastrið-
ið, þó landhelgin hefði verib færð
út í 50 sjómílur, en ekki aðeins
12 sjómilur.
VAR SÉRFRÆÐINGNUM
S.TÁLFRÁTT?
Stingur þessi fullyrðing amb-
assadorsins fyrrv. í stúf við það,
sem þó segir I bæklingnum „The
Icelandic fishery limits," er ut-
anríkisráðuneytið gaf út i apríl
1959, þegar þorskastríðið stóð
sem hæst, en þar segir á bls. 9,
i lauslegri þýðingu:
Ætti réttur íslondinga ein-
ungis að bygg.jast & sögulegum
grimdvelli (sama sem hefð, höf.)
gætu íslendingar með rétti gert
kröfu um meiri útfærslu land-
helginnar en nýja reglugerðin
gerir ráð fyrir.“ Samkvæmt
þessu hefur íyrirlesarinn ekki
verið höfundur þessa bæklings,
né átt þátt í samningu hans eða
hann vill ekki kannast við þessi
ummæli sin. En það er fleira í
nefndum bæklingi, sem gefur
manni tilefni til þeirrar álykt-
unar, og skal aðeins að því vik
ið. Það er nefnUega athyglisvert,
að með þessum bæklingi er hætt
að bendla landhelgi Islands við
skandinavisku fjögrasjómílna-
regluna, hins vegar er lögð
nokkur áherzla á að landhelgi
íslands hafi frá 1631 tíl 1662
verið 24 sjómilur, frá 1662 tíl
1859 16 sjómílur, en á seinni
helmingi 19, aldar hafi eftirlit
með fiskveiðum útlendinga verið
slælegt, ísland þá dönsk ný-
lenda. Er hér um mjög athyglis-
verða stefnubreytingu að ræða.
Þvi má hins vegar ekki gleyma
að líklegt er að sérfræðingum rík
isstjórnar á hverjum tíma og
ekki aðeins i þessu máli sé fyrir-
lagt að færa einungis rök að
stefnu hennar, og ekki ætlazt til
að þeir hafi sjálfstæðar skoðanir
á málunum. Má því segja að
þeim sé ekki alltaf sjálfrátt í
þessum efnum og á það vafalaust
við í þessu máili, þvi embættis-
menn eru ambáttir nútímans eins
og orðsif jar benda til.
Kjami þessa máls verður þó
eftir sem áður sá og hefur þeg-
ar sannazt, að krafa til meiri
réttar getur tryggt að minni rétt
ur verði tekinn til greina og því
hefði það aldrei getað spillt mál-
stað okkar i landhelgismálinu að
halda fram ýtrustu krðfum
strax. Skilur þar á milli feigs-
og ófeigs í máli þessu sem öðr-
um, að sjálfstæð skoðanamynd-
un sérfræðinga er haldbezt og
sanngjörn gagnrýni höfuðnauð
syn.
í framhaldi af þvi er áður
segir, gæti sumum komið til hug-
ar að umrædd yfirlýsing sérfræð
ingsins sé túlkun á skoðun rík-
isstjómarinnar á þessu máli, en
slíkt er af og frá, þvi hún sýnir
svo átakanlegt skilningsleysi á
þvi hvernig flytja beri mál og
einnig hitt, að hann ruglar sjálf-
um sér saman við dómara í al-
þjóðadómstólnum. Er það væg-
ast sagt til tjóns hverju máli,
þegar menn virðast ekki vita,
hvaða hlutverki þeir gegna. Hitt
er þó varhugaverðast að með
sHkum ummælum er verið að
leggja andstæðingum okkar vopn
in í hendur.
50 SJÓMÍLNA LANDHELGI
ER LÁGMARK
Ég leyfi mér að vitna hér til
doktorsritgerðar minnar, sem
skrifuð var fyrir nærri 20 árum,
en hún ber einkenni síns tíma
og ekki ætlun mín að miklast
yfir því verki á neinn hátt. Þótt
margt hafi breytzt frá þvi hún
var skrlfuð standa þær megin-
skoðanir, sem þar voru settar
fram enn óhaggaðar og þykir
mér rétt að vitna hér að lokum
til þess, sem er kjarni þeirra, en
bar segir svo m.a. um landgrunn-
ið:
„Það er rannsóknarefni út af
fyrir sig, hvemig ákveða skuli
takmörk landgrunnsins. Eðlileg-
ast væri að miða við ákveðið
dýpi. Hentugra mun þó að miða
við tiltekna fjarlægð undan landi.
Þó virðist heppilegasta lausnin
geta orðið sú, að taka tillit til
dýptar og f jarlægðar í senn.
Um landgrunnið við Island hef
ur aðaUega komið til tals að
miða við ákveðið dýpi, 200 eða
400 metra. Höfundur telur eðli-
legast, að miðað verði við hvort
tveggja í senn, fjarlægð undan
landi og jafnframt tekið tiHit til
sjávardýpis. Kæmi þá helzt til
greina 50 sjómilna víðátta. Sú
landgrunnslína mundi að mestu
leyti falla á milli 200 og 400
metra dýptarlínanna. Hins vegar
verði 200 metra dýptarlínan lát-
in skera úr um víðáttu landhelg-
innar, þar sem hún nær út fyrir
50 sjómUna takmörkin. Á þeim
slóðum, þar sem þessi land-
grunnslína myndi liggja, eru
dýptarlínumar víða mjög þéttar
og halli sjávarbotnsins því mikill,
en það er einn helzti mælikvarð-
inn tíl að miða takmörk land-
grunnsins við.
Önnur ástæða er og tíl þess,
að 50 sjómílna línan er sett fram,
nefnilega sú, að sögulegar líkur
eru fyrir þvi, að um það bil er
fiskveiðar erlendra manna hófust
við Island hafi fyrsta „landhelg-
in“, þ.e. svæðið, þar sem erlend-
um skipum var með tilskipunum
bannað að fiska, náð aUt að 50
sjómílum undan landi.
Þá er þess og að geta, að 5U
helztu fiskimið við landið mundu
lenda innan 50 sjómílna tak-
marksins, svo sem hin alkunnu
Halamið að mestu.
Loks er þess að geta í sam-
bandi við landgrunnskenninguna,
að dr. Hermann Einarsson fiski-
fræðingur telur Islendinga alveg
einfæra um að veiða þann fisk,
sem æskilegt er, að verði veidd-
ur á landgrunninu, án þess að
fiskstofninum sé ofboðið (246).
Höfundur viU taka það fram, að
engar rannsóknir hafa farið
fram á því, við hvað miða beri
takmörk landgrunnsins við ís-
land, og viU þvi fyrir sitt leyti
ekki kveða upp neinn fullnaðar-
dóm i því efni að svo stöddu."
Á öðrum stað segir i niður-
stöðu verksins:
„íslenzka þjóðin verður að
hugsa fyrir framtíðinni. Ef til
viU verður 16 sjómílna landhelgi
orðin ónóg eftir 20 ár og 50 sjó-
mílna landhelgi ein talin nægja“.
En 16 sjómílna landhelgi var
eins konar varakrafa í ritgerð-
inni.
Loks skal hér tilfærður kafli
úr niðurlagi ritgerðarinnar:
„Tilvera einstakHngsins í nú-
tíma þjóðfélagi er vernduð af
lögum hlutaðeigandi ríkis, svo og
alþjóðalögum. Tilvera þjóðanna
er á sama hátt vernduð af þjóða-
rétti, þótt misbrestur verði stund
um á hvoru tveggja i fram-
kvæmd. Frumréttur hverrar
þjóðar er tilveruréítur hennar.
Islenzka þjóðin á tilveru sína
undir því að fá að búa ein að
auðlindum sínum, fiskimiðum
sem öðrum. Fiskimiðin eru
helztu auðlindir Islendinga, og
verður að tryggja þjóðinni fuU-
ar nytjar þeirra með því, að hún
fái landgrunnið allt.“
Eins og áður segir hefur margt
breytzt frá því að ritgerðin var
samin. Kröfur þær, sem þar voru
settar fram þá, og sumir töldu
nálgast f jarstæðu, teljast nú eðli
legar og sanngjamar jafnvel að
dómi sömu manna, þannig hefur
fundur olíulinda undir hafsbotni
gjörbreytt allri vígstöðu okkar,
og nú er svo komið að þjóðirn-
ar gera kröfu til allt að 150—200
sjómílna af landgrunninu (hafs-
botninum) undan ströndum sín-
um og þjóðimar við Norðursjó
hafa skipt upp botni Norðursjáv
arins á milli sín, langt út fyrir 12
sjómílur allt að 130 sjómílum.
Þá er blátt áfram hlægilegt að
neita okkur um réttinn til fisks-
ins á tilsvarandi hafsvæði, enda
hljóta sjávarafurðir þessara
svæða að vera hreinn hégómi að
verðmætum í samanburði við
olíuna. En þetta er efni í aðra
grein og bíður betri tíma.
Okkur er höfuðnauðsyn, að
draga ekki um of að færa land-
helgina lengra út en við höfum
þegar gert, til þess m.a. að girða
fyrir þá hættu að 12 sjómílna
landhelgi verði talin hefð hjá
okkur. Við þurfum að styrkja að-
stöðu okkar i þessu máli og
styðja kröfur okkar sem flest-
um rökum, betur en við höfum
gert til þessa en kjarni málsins
er að 50 sjómílna landhelgi hlýt-
ur að vera lágmarkskrafa ís-
lenzku þjóðarinnar í þessu lífs-
spursmáU hennar, það má vera
hverjum og einum ljóst. Hitt er
til lítils að halda því fram að al-
þjóðalög séu sverð og skjöldur
smáþjóðar, ef hvorki er þekking
né þor til þess að bregða þeim
brandi.
Reykjavík, 13. des. 1970.
Ath. Fyrirsögn, millifyrir-
sagnir og leturbreytingar eru
einnig greinarhöfundar. Ritstj.
Verkamenn óskasf
Fyrirtæki í Hafnarfirði óskar að ráða nokkra góða verkamenn.
Upplýsingar í síma 42649.
Enskuskóli
barnanna
Kennsla í hinum vinsæla Enskuskóla barnanna hefst fimmtu-
daginn 14. janúar. 1 skólann eru tekin börn á aldrinum 9—13
ára, en unglingar 14—16 ára fá talþjálfun í sérstökum deildum.
Hefur kennsla þessi gefið mjög góða raun. Kenna enskir
kennarar við skólann og tala ætið ENSKU í tímunum. Venjast
börnin þannig ENSKU TALMÁLI allt frá upphafi. Að þessu sinni
erum við einnig að gera tilraun með kennslu barna á aldrinum
5—9 áre. Vegna þess hversu mikið verður að gera síðustu
innritunardagana eftir helgi biðjum við öfl þau börn sem voru
hjá okkur í haust og ætla að halda áfram að endurnýja skír-
teini sín í þessari viku. Skrifstofan er í Brautarholti 4, en
flestum börnum verður kennt í Hafnarstræti 15.
Málaskólinn MÍMIR
Sími 10004 og 11109
BRAUTARHOLTI 4.