Morgunblaðið - 06.01.1971, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANUAR 1971
0 Bókafréttir
„Heiðraði Velvakandi!
Viltu vera svo vinsamlegur
að birta eftirfarandi:
Meðan hið svonefnda jóla-
bókaflóð stendur yfir og ^ftir
að því lýkur birta blöðin oft
fréttir af söluhæstu bókunum
hverju sinni. Þessar fréttir
vekja jafnan talsverða athygli
og eru vel þegnar. Það verður
■25555
1^*^14444
vmno/fí
BILALEIGÁ
HVERFISGÖTU 103
VW Sendfarðabifretð-YW 5 marnia -VW svefnvagn
VW 9 manna - Landrover 7 manna
LITLA
BÍLALEIGAN
Bergstaðastræti 13
Sími 14970
Eftir lokun 81748 eða 14970.
Langtum minni rafmagns-
eyðsla og betri upphitun
með
nnHx
RAFMAGNSÞILOFNUM
Hinir nýju ADAX rafmagns-
þilofnar gera yður mögulegt
að hita hús yðar upp með
rafmagni á ódýran og þægi-
legan hátt.
Jafnari upphitun fáið þér
vegná þess að ADAX ofnarnir
eru með tvöföldum hitastitli
(termostat) er virkar á öll
stillingarþrepin. Auk þessa
eru ADAX ofnarnir með sér-
stökum hitastilli er lætur ofn-
inn ganga á iágum, jöfnum
hita, sem fyrirbyggir trekk frá
gluggum.
Leitið nánari upplýsinga um
þessa úrvals norsku ofna.
3 ÁRA ÁBYRGÐ
EINAR FARESTVEIT & CO HF
Bergstaðastræti 10
Símar: 16995 — 21565
ekki af okkur skafið, að við
erum mikil bókaþjóð, kaupum,
lesum, skrifum og tölum mikið
um bækur.
Það vekur nokkra furðu, að
i þessum fréttum er ekki einu
orði minnzt á stærsta flokkinn
í bókaútgáfunni ár hvert, og á
ég þar við bama- og unglinga-
bækur.
Er það rétt, að engin barna-
og unglingabók komist á lista
yfir söluhæstu bækurnar? Eða
er hér um hlutdrægan frétta-
flutning að ræða, ekki þyki
taka að telja barna- og ungl-
ingabækur með? Gaman væri
að fá svar við þessum spurn-
ingum.
Ég treysti þér, Velvakandi
góður, til að ljá réttum aðilum
rúm í dálkum þínum, til að
gefa viðhlítandi skýringu.
Kennari
Skal gert, kennari góður, en
mér skilst, að barnabækumar
gleymist í þessari úttekt.
0 Vegamál
,A»»nar vegfarandi“ skrifar:
„Ég vona, að þú sjáir þér
fært að birta bréf þetta, en
21. nóv. 1970 sendi ég þér fá-
einar línur um svipað efni,
sem ekki féllu i þá náð að
komast í þína dálka.
„Vegfarandi“ skrifar þér og
fær birtan pistil um umræðu
þátt þann, er fram fór í sjón-
varpinu daginn fyrir Þoriáks-
messu. Ég sá þann þátt og
fannst mér vegamálastjóri vera
þar, vægt að orði komizt,
ókurteis í sinni framkomu, eins
og hann tók frammí fyrir Sverri
hvað eftir annað. Jæja, Veg-
farandi góður, ég æfja mér
ekki að fara út í mikil skrif
við þig, en þú talar um fallegt
ævintýri og í tilefni þess lang-
ar mig til að fræðast smáveg-
is af þér um íslenzk vegamál
og spyrja þig nokkurra spum-
inga í vinsemd. Fyrsta spum-
ing er: Ert þú ánægður með
steypta vegir.n til Keflavfkur,
svo hrufóttur sem hann er og
hvernig bílarnir skjálfa á veg-
inum? Önnur spurning: Ert þú
ánægður með stökkpallinn,
sem er á fyrri brúnni, er
maður ekur yfir Elliðaárnar
austur yfir? Þriðja spuming:
Varst þú ánægður með, hvernig
fór með Eldvatnabrúna sem
hrundi eftir tæplega eins árs
notkun vegna þess að burðar-
stólpi undir miðri brúnni var
byggður á hraunkletti, sem
ekki þoldi þunga brúarinnar
og flóðsins, sem í ána kom?
Fjórða spurning: Heldur þú,
þú að núverandi Eldvatnabrú
eigi eftir að standa lengi enn,
eins og áin er búin að grafa
undan klettinum, sem annar
endi brúarinnar stendur á?
Fimmta spurning: Hvernig þyk
ir þér nyrðri akrein Miklubraut
ar fyrir austan Shell-
bensínafgreiðsluna? Sért þú
ánægður með allt þetta og
gang þann sem verið hefur
á framkvæmdum fyrir aust-
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
Framboðsfrestur
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um
kjör stjórnar trúnaðarmannaráðs og endurskoðanda í Verzl-
unarmannafélagi Reykjavíkur.
Listum eða tillögum skal skilað í skrifstofu V.R. Hagamel 4
eigi síðar en kl. 12 á hádegi laugardaginn 9. janúar n.k.
KJÖRSTJÓRNIN.
FY RIRTÆKI
Góð veitingastofa í Reykjavík í fullum gangi. Góð og nýleg
tæki. Nýlegt húsnæði.
Lítil snyrtivöruverzlun vel staðsett í Austurborginni.
Aðgengilegir greiðsluski'.málar.
Lítil prentsmiðja með Heidelberg vél 28x38 cm.
Nýlegt letur og leturborð.
Meðeigandi óskast að góðu innflutnings- og verktakafyrir-
tæki í fullum gangi. Þyrfti að hafa ca. 600 þús. kr. í fjár-
magn. Meðeigandi gæti fengið starf við fyrirtækið en þó
er það ekki skilyrði. Fyrirtækið hefur mjög góð viðskipta-
sambönd og erlend umboð.
Hef kaupendur og seljendur að verðbréfum
Frekari uppiýsingar veitir (ekki í síma).
RAGNAR TÓMASSON HDL.,
Austurstræti 17 3. hæð (Sitli & Valdi).
Stmi 2 66 00.
>
99sr'" r t ^ v .:rV "" * V
an Elliðaár og verð á þeim
framkvæmdum, ert þú nægju-
samur maður, og væri mér þá
næst að halda, að þú værir
einn af verktökunum, en svo
illt vil ég þér ekki.
Ég, sem ferðast mikið um
landið, vildi, að sem flestir
kynntu sér þau atriði, sem ég
hef hér nefnt og kynntu sér
þau af eigin raun, því að þá
er ég viss um, að- augu fplks
opnuðust fyrir þeim ósköpum,
sem við erum að dásama með
stórfréttum við opnun hvers
smá-kafla út af fyrir sig. Nei,
Vegfárandi góður! Við erum í
dag hlutfallslega á svipuðu
menningarstigi hvað viðkem-
ur tækni þeirri, sem við notum,
og notuð er nú erlendis við
vegagerð, og við vorum árið
1939 eða rétt áður en erlent
herlið kom til landsins og
færði okkur þá menningu, sem
við erum á nú í vegagerð. Veg
farandi góður, opnaðu
augu þín og réttu fram það
sem þú getur til málanna lagt
til að Sverrir Runólfsson fái
að sýna og sanna, að hann geti
lagt hér betri og varanlegri
vegi ódýrari og á fljótlegri hátt
en nú er gert, og gaman væri
að þú Vegfarandi, reiknaðir út,
hversu mörg ár og hversu mik-
ill kostnaður færi í veginn,
þótt ekki væri nema til Akur-
eyrar með þeirri aðferð sem
nú er höfð.
Með beztu kveðju.
Annar vegfarandi."
£ Sænskur sjónvarps-
áróður
Austan úr sveitum skrifar
Þ.S.:
„Heiðraði Velvakandi!
Þar sem þú hefur birt grein-
ar, bæði sanngjarnar og ósann-
gjarnar í dálkum þínum, langar
mig að biðja þig að birta þess-
ar línur. Það er 7.des. og kl.
að verða 24. Ég var að horfa
á myndina frá N-Vietmam í
sjónvarpinu.
Mig langar að spyrja, var
þessi mynd sýnd í áróðurs-
skyni ?
Ég tek fram, að ef kommún-
ismi væri framkvæmdur í heim-
inum, eins o g upphafsmenn
hans ætluðust til, þá væri ég
sennilega kommi. En eftir inn-
rás Rússa í Tékkóslóvakíu
getur engum dulizt, hvað þeir
ætla sér, (þ.e. heimsyfirráð).
Auk -þess var þessi mynd
„biöffuð", sömu staðirnir sýnd-
ir aftur og aftur. Fólkið, sem
kemur fram í þessari mynd var
allt glatt og andlitin ekki rist
rúnum sorga og þjáninga, sem
hljóta að vera merki stríðs
eins og þarna var lýst. Aðeins
einn maður var sýndur ein-
fættur og gekk á hækjum með
slíkum hraða, að helzt hefði
mátt haida, að þarna færi
Þórbergur Þórðarson rithöf-
höfundur, ef ekki hefði
verið hækjurnar. Þeir, sem
sáu Moby Dick, vita, að heill
maður getur þótzt vera á gervi
fæti.
Öll hin andlitin, nema sá
aldraði úr stjórninni, voru
slétt og áferðarfalleg. Ekkert
ör, ekkert sár né umbúðir. Ég
get því ekki séð annað en þetta
sé hrein áróðursmynd. Hér á
landi er amerískur her til varn-
ar. Sem getur fer, ber víst
heldur lítið á .honum. Ef hann
fer, þá koma Rússar. Já, þegar
herinn kom, þá varð hér allt
vitlaust út af ástandi svoköll-
uðu. Já, víst var það afleitt,
og því mæli ég enga bót, en
langar að benda ykkur á eitt,
Þegar þýzka verkafólkið var
flutt inn, var það aðallega
stúlkur. Hvað gerðist þá? Jú,
flestir karlmenn fóru í sitt
bezta púss, og i sumum tilvik-
um voru þær þýzku komnar í
eina sæng með bæði giftum og
ógiftum út um sveitir lands-
ins, áður en vika var liðin. Þá
var ekki talað um ástand.
Vona, að sjónvarpið sjái sér
fært að athuga myndir vel, áð
ur en þær eru birtar.
Að endi-ngu þetta, ég vit
þakka sjónvarpinu fyrir ís-
lenzku þættina og auðvitað
margt fleira. En enga pólitík i
sjónvarpi. Ég þakka svo fyrir,
ef þú getur birt þetta. Þ.S..
Fleiri bréf hafa Velvakanda
borizt um þessa sænsku áróð-
ursmynd, og væri fróðlegt að
fá fram, hvers vegna hún var
sýnd. — Gildir það raunar um
fleiri myndir frá Svíþjóð.
Varla er það af því, að þær
þyki svo skemmtilegar!
íbúð óskost til kaups
100—140 ferm. íbúðarhæð í Hlíðunum eða Háaleitishverfi
óskast til kaups. Mjög há útborgun í boði.
Allar upplýsingar veitir
EIGNAMIÐLUNIN Vonarstrœti 12
Símar 11928
24534.
3ja-4ra herbergja íbúð óskast
Höfum kaupanda að 3ja—4ra herbergja
íbúð. Há útborgun. íbúðin þarf ekki að vera
laus fyrr en í sumar.
ÍBÚÐA-
SALAN
GÍSLI ÓLAFSS.
INGÓLFSSTRÆTI
GEGNT
GAMLA BÍÓl
SÍMI 12189.
IIEIMASÍMAR
83974.
ARNAR SIGURÐSS. 36S49.