Morgunblaðið - 06.01.1971, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1971
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Bjöin Jóhannssort,
Auglýsingasljóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10-100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80.
Askriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands.
I lausasölu 12,00 kr. eintakið.
TÓMAS
^T'ómas Guðmundsson, þjóð-
- skáld íslendinga, er sjö-
tugur í dag. Hann hefur kom-
izt svo að orði, að bækur
velji lesendur við sitt hæfi.
Á sama hátt má segja, að ís-
lenzka þjóðin hafi valið Tóm-
as Guðmundsson í öndvegi
þeirra skálda, sem nú yrkja
á íslandi. Er það öndvegi
skipað þann veg, að báðir
aðilar geta vel unað hlut sín-
um, þjóðin og ljóðlistin.
Á þessum tímamótum í lífi
þjóðskálds verður ekki rifjuð
upp ævi hans né bókmennta-
afrek í stuttri forystugrein í
dagblaði. Þessi orð eru ein-
ungis ætluð sem dálítil af-
mæliskveðja til skálds, sem
yrkir betur en aðrir á ís-
land.i nú á dögum og hefur
staðið sterkari vörð um lýð-
ræðishugsjónir og foman
menningararf þjóðarinnar en
nokkur annar. Á þann skjöld
Tómasar Guðmundssonar hef
ur aldrei fallið. Það hlýtur
því að vera sæmdarauki ís-
lenzku þjóðinni að hafa valið
svo eindreginn málssvara
mannúðar og mengunarlauss
þjóðlífs í heiðurssæti.
Og ekki hefur það sízt ver-
ið örlagaríkt, að umsvifa-
mesta bókafélag landsins, Al-
menna bókafélagið, skyldi í
upphafi hljóta forystu manna
eins og Bjama Benediktsson-
ar, Gunnars Gunnarssonar
og Tómasar Guðmundssonar,
enda sýnir stórhuga útgáfu-
sfcarfsemi félagsins, að þar
hefur verið vel að unnið.
—★—
Ljóðlistin hefur fylgt ís-
lenzku þjóðinni frá aldaöðli.
Hún hefur löngum verið
stolt hennar í sigri, von í
ósigri. Á okkar dögum hef-
ur Tómasi Guðmundssyni
öðmrn fremur hlotnazt sá
heiður að auka drjúgum við
þennan merkilega þátt ís-
lenzkrar bókmenntasögu.
Ein af ástæðum þess, að
Ijóðið hefur svo mikilvægu
hlutverki að gegna í nútíma
þjóðfélagi, er sú, að það get-
ur ekki sagt ósatt, eins og
Tómas sjálfur hefur bent á.
Og ennfremur hefur hann
lagt á það þunga áherzlu, að
Ijóð er óvinur einræðis. Við
getum kallað mörg dæmi úr
sögu síðustu ára til vitn-
iis um það.
Hér ganga skáldin og
yrkja, eins og þeim
sýnist. En við skyldum
þó ekki vera of sjálfum
glöð vegna hlutskiptis ís-
lenzkra rithöfunda. Raunar
ætti þjóðin að gefa sjálfri sér
í afmælisgjöf á þessum
merku tímamótum heit-
strengingu um það, að mun
betur verði búið að íslenzkum
rithöfundum en nú er. Að
vísu hefur nokkuð áunnizt,
en langt er í land, áður en
við getum kinnroðalaust tal-
að um kjör og aðstæður ís-
lenzkra rithöfunda.
Á afmæli Tómasar Guð-
mundssonar er hollt að minn-
ast þessa.
Og þá ekki síður þeirra
annarra skálda, sem varpað
hafa Ijóma á íslenzku þjóð-
ina, sögu hennar og menn-
ingu. Við stöndum í þakkar-
skuld við þau öll. En Tómas
Guðmundsson yrði áreiðan-
lega fyrstur til þess að benda
einnig á þá staðreynd, að
skáldin sfcanda ekki síður í
þakkarskuld við forsjónina
fyrir að hafa fengið að yrkja
á íslenzka tungu, um íslenzkt
land fyrir íslenzka þjóð. Það
hlutskipti hefur, þrátt fyrir
tiltölulega fámennan les-
endahóp, orðið mörgum sú
hamingja sem þeir sóttust
mest eftir. Og sú hamingja
hefur verið mörgum rithöf-
undi einu skáldalaunin, sem
eru nokkurs virði.
—★—
Vart getum við hugsað
okkur þjóð okkar án ljóða.
Vonandi á engin íslenzk
samtíð eftir að verða svo
sljó, að hún eigi ekki sín
skáld, sinn eigin tón, sína
eigin hrynjandi í ljóði. Á
sama hátt getum við ekki
heldur hugsað okkur neina
kynslóð á íslandi héðan í frá,
sem er ekki handgengin ljóð-
um Tómasar Guðmundsson-
ar og þeim bjarta unaði, sem
þau kalla fram í hverju
brjósti. Steingrímur J. Þor-
steinsson, prófessor, hefur
bent á, að „eins og við sjá-
um hraun og mosa með nýj-
um hætti eftir tilkomu Kjar-
vals, hefur Reykjavík orðið
önnur og unaðslegri fyrir til-
stilli Tómasar.“ Hann opnaði
augu okkar fyrir fegurð og
unaði borgarinnar. En hann
hefur ekki síður gefið okk-
ur ísland allt í ljóðum sínum.
Kristján Karisson, bók-
menntafræðingur, hefur sagt,
„að mörg skáldleg skynjun
Tómasar er nú runnin mönn-
um svo í merg og bein, að
þeir vita varla, hvaðan hún
er komin.“
—★“"
Fyrir allt þetta sfcendur
íslenzka þjóðin í þakkar-
skuld við Tómas Guðmunds-
son, og þá auðvitað fyrst og
síðast fyrir ljóð hans. En þó
má ekki gleyma því, að rit-
verk hans í óbundnu máli
eru af sama toga og ljóðlist
hans, enda bera þau þess
glöggt vitni. Sumir sagna-
þættir hans eru t.a.m. meiri
SJÓNARMIÐ
EFTIR
ELLERT B. SCHRAM
EINHVER hatrömimiuistu átök í nútíma-
sögu tslenzkiu þjóðarinnar stóðu um
inn'gönigu íslands í Atlantshafeban da-
lagið (NATO) fyrÍT rúmum tuttugu ár-
um. Þanin sögulega daig, 30. mart 1949
samþy-kíkti A'lþingi þátttökiu Miendiniga
í bandalaigimu. Sá dagur var þó ekiki
síður söguliegur vegna þeirra uppþota,
sem efnt var tid af andstæðingum þess-
arar vestrænu samvinmu við það tæki-
færi. AltvaríDegri atliagia að hiniu lýðræð-
isttega sitjórnarfórmi hefur ekki verið
gerð hér á landi.
Andsitaðan gegn bandalaginiu var
skitjanleg af háltfiu kommúnista, þvi
bandailaigið var belnllíniis tiil þess stofnað
að hefta yfirgang sovézkra kommúnista
í Evrópu. Hitt hefur mér aiidriei verið
Ijóst, að svo skömmiu efitir styrjöldina
síkyŒidu finnast þeir nytsömu saklieys-
inigjar á Isllandi, sem gerðuist málsvarar
þessarar andstöðu; m/enm, sem höfðu
uppllfað ofsöknár nasistanina og fylgzt
dag frá deigi með samis konar aðferðum
Rússa að sityrjö'Idinni lokinni; kaidrifj-
uðu virðimgarleysi þessara einræðis- og
Högregliuríkja á frelsi og hiutieysi smá-
þjóða.
Griðarsamninigar Rússa og Þjóðverja
I upphafi styrjaildarinnar voru eitt svi-
virðillegaista atlhæfið í aŒŒri heiimsstyrj-
öHdinni; þegar örŒög Póllands og Eystra-
salitslandanna voru ráðin; þegar Rússar
veibtu nasis.tumum aðstoð og svigrúm
við að murka niður þjóðirnar í V-Evr-
ópu.
Það er að vísiu önniur saga, en afleið-
ingar þessara atlburða eru okkur því
miður enniþá hörmuiliega ljósar.
Frjálsar þjóðir, biturri reynsŒiu rikari,
sáu sér þann kost einan að bindast fósit-
bræðraŒagi gegn yfirganigi kommún-
iisba — endiuirtiekmum vinmuibrögðum nas-
ista. Atiantsihaflsbandalaigið voru samtök
upp á líf og dauða.
★
Enda þótt IsŒemdimgar hefðu hlessun-
arlega sloppið undan hryðjuverkum nas-
ista og ógmum stríðsins — og þrátit fyr-
ir herniám Bretia, fór aldrei milŒi mála,
hver afistaða ísŒendinga yrði. Aði'ld okk-
ar að Atlantshaf.sbandalagin'U, eins og á
stóð, var ekiki aðtins réttilætanŒeg, held-
ur þýðinigarmikið spor í sjáifstæðisbar-
áttu þjóðarinnar. Hún verður þeim
mönnuim, sem mótuðu þá utanrikis-
stefmu Mendimga, tiŒ ævarandi sóma.
Þessar staðreyndir verður að haifa í
huiga, þegar rætt er um ti'lvisit okkar í
NATO, nú, rúmllega tuttuigu árum 9íð-
ar. Alilan þann tíma hefur verið haŒdið
uppi harðvítuigum áróðri um hiutieysi
landsins, ekki sízt úr herbúðum þeirra
manma, sem á siama tíma halda uppi
merki aKheims'komrnúniismans í einu
eða öðru gervi. Verður að virða öðrum
það tiil voirkunnar þótt sá máMuitnimg-
u;r hatfi ekki verið tekinn alvarŒega.
Sjál'f'sagt er að setja fram gagnrýni á
bandalagið, fordæma herforinigjasitióm-
ina í Grilkkliandi eða sitríðsrekstur
Bandarikjanna í Vietnam, ef mönmum
sýnist það s'íðarmefnda skipta máli í
umræðum um NATO. Þessi atriði
breyta hins vegar ekki því hiliutverki,
sem NATO gegnir og hefur þjónað.
Hvort þau ráða úrsliitum um áfram-
haldandi þáttttöku okkar, getur hver
einstaikur gert upp við sig. En í því upp-
gjöri geta íslendingar aiuðvitað ekki
vegið og metið Atianitishafsbandalagið
með hliðsjón af eigin haigsmunum ein-
um, heŒdur af hagsmiunum alllra aðiŒd-
arríkjanna í heild — með í huga tiŒ-
gang oig áranigur þessara samtaka á
tuttu'gu ára ferli. Hverj'u skaŒ fórnað
fyrir frið?
Það er að miínu viti gleggsti vottiurinn
um réttmæti aðiilda'r okkar að banda-
laginu, að aðeins óábyrg öfigaöfl, yzt til
vin'stri, þom enn að he.imita úrsögn
úr NATO. Jafnvel Alþýðubandalagið
set'ur sMkt skilyrði ekki lengur á odd-
inn.
Það er deitt um erlenda hervernd,
heim.svöldisstefnu Bandaríkjanna og
hiliutieysi Mands, en NATO, s©m banda-
lag, er ökki lengur fordæmt af n-einum
þunigá hér á landi.
Sú niðiurstaða er mikiŒŒ sigur utan-
ríkisstefniunnar en síðbúin opinberun
nytsamra saikleysinigja.
★
Hervernd erlendra rikja er að sjáilf-
sögðu ætíið óæs'kileg, og ai'l-ir Mendinig-
ar faigna heillsihu.gar þeim degi, þegar
herlið hverfiur brott frá Mandi. Því
miður virðist sá tiimi hins vegar ekki á
næsta leiti enn, hvort sem oikkur Mkar
bebur eða verr. Fflieistir muniu ein.nig við-
urkenna að tilivera bandarísks herliðs
hér á liandi, hefur altírei smert eða skert
sjálfstæði þjóðarinnar í raun.
Ég er fyrstiur manma til að mótmœla
afskiptum Bandaríkjamanna af innan-
landsmiálium ísŒendinga og við skuŒium
taka sjá'ltfstæða afstöðu til aðgerða
Banidarikjamna hvar og hvenær sem er.
Afbur á móti er síifelŒdur áróður um
heimsveHdisisibefn'u Bandarikjanna löngu
hviml'eiður o,g ósanngjarn.
Eftir heiims'SityrjöŒdina síðari varð það
hlutvenk bandarisku þjóðarinnar að
rétta hjálparhönd í ýrnsar áttir, vegna
yfirburða hennar í vopnastyrk og auð-
æfum. Sú aðstoð var bæði efnahagsŒeg
og hernaðarleg og beinllínis fonsienda end
uruppbygginigar o-g bjangvættur frj'álsra
þjóða gagn yf irgangi kommÚJiista , um
víða veröld. Á t'ímabilli kal'da stríðsins
voru Bandaríikin útvörður hins frjálsa
heims, sem í skjól'i styrkfleika slns og
málstaðar tólku að sér hfliutverk hinis ,,al-
máttuiga" vemdara. 1 vaflda- og vi'gbún-
aðar'kapphflaiupi stórveldanna var sú
vernd umbeðin og vel þegin, þegar sýnt
var, að hairt þuirfti að mæta hörðu; þeg-
ar l'jóst varð, að aflihe.imsikommúnisminn
sveifst einskis í því valdatatfli.
★
Átökin í SA-Asíu eru afspremgi þess-
arar refskákar og að því leyti á stríðið
í Víetnam sér sínar skýringar enda þótt
þær réttilæti ekki fraimhald þess, ekki
sízt þar sem styrjafldairreksturinn hef-
ur skaðað, frekar en styrkt, mátstað
frjálisra þjóða.
Þetta er Bandaríikjamönnium sjálifium
ljóst og stefna þeirra bæði í Asíu og
annars staðar ber þess ljósan vott. En
meðan Bandarikjamenn hafa lært aif
reynisfliunni, hafa Sovétríikdn enn eikki
dregið lærdóm aif sínium miiS'tö'kum eða
annarra. Aukinn vígbúnaður, stefna
þeirra í flöndunum fyrir botni Miðjarð-
arhafs og fjötrar þeirra á Austur-
Evrópu, talar alfl.t sínu máli.
Staðreyndin er sú, að engin þjóð reik-
uir auglljósairi heimsveldisstefniu en Sovét
rí'kin, eikki sízt í þeirri heiim'S'álfu, sem
ísiand tillheyrir og A ffl antsh atfsbandal ag-
ið er myndað í.
Af þeim sökum eru umræður um
hluifflieysi og vamarlieysi Mands ótíma-
bærar og í hæsita máta óg@5fe#dar úr
munni þeérra aðiflia, sem halda uppi
merki þeirrar heimisveldisstefnu, sem
grimmilegust er.
bókmeinntir en skáldsögur
ýmissa annarra.
—★—
Endanlegt mat á fagur-
bókmenntum er ekki í verka-
hring dagblaða. En þess
skyldu menn minniast, að
hollt væri mörgum, sem að
jafnaði rita um bókmenntir
í blöð og tímarit, að spyrja
sjálfa sig, hvort þeir um-
gangast verkefni sín alltaf
með því hugarfari, sem fag-
urbókmenntir krefjast. Allt
of oft vill brenna við, að þeir
fjalli helzt um bókmenntir,
sem sízt skyldi, ef marka má
skrifin. Ritgerðir Tómasar
Guðmundssonar um bók-
menntir ættu að verða mönn-
um hvatning til þess að gera
þó ekki væri nema tilraun til
að skrifa bókmenntir um
bókmenntir. Þá afmælisgjöf
mundi Tómas áreiðanlega
kunna að meta.
—★—
Með þessum fátæklegu orð-
um sendir Morgunblaðið
Tómasi Guðmundssyni og
fjölskyldu hans innil'egar
haminigjuóskir á merkum
tímamótum í lífi hans. Jafn-
framt þakkar blaðið honum
þann fjársjóð, sem hann á
löngum tíma hefur gefið
þjóð sinni, fjársjóð, sem er
öðrum fjársjóðum okkar tíma
dýrmætari og hvorki möilur
né ryð fá grandað.
Morgunblaðið mælir áreið-
anlega fyrir munn allrar ís-
lenzku þjóðarinnar, þegar
það ber fram óskir sínar og
þakScir.