Morgunblaðið - 06.01.1971, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.01.1971, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1971 H Hraökeppni H.S.Í.: Aðeins leikur Hauka og Vals umtalsverður leikmenn virtust heldur áhugalitlir á mótinu ÞAÐ var sannarlega lítill meist- arabragur á handknattleik þeim sem boðið var upp á i hraðmóti HSl, sem hófst í Laugardalshöll inni í fyrrakvöld og lauk í gær. Leikmenn virtust hafa mjög tak markaðan áhuga á móti þessu, og þau lið sem eiga erfiða leiki framundan um næstu helgi, spöruðu kraftana. Aðeins einn leikur fyrra leikkvöldsins var verulega skemmtilegur — leik- ur Vals og Hauka. Bæði þessi lið leika mjög hraðan og skemmtilegan handknattleik, og er athyglisvert hvað Haukunum hefur farið mikið fram við að nota „blokkeringar' í sóknarleik sinum. Þessi leikaðferð er nú stöðugt meira notuð af flestum beztu handknattleiksliðum heims. Byggist sóknarleikur þeirra upp á að skapa einni eða tveimur stórskyttum í liðinu Gunnlaugur — hættur að þjálfa Fram-liðið. svigrúm til þess að athafna sig, en aðrir leikmenn fórna sér fyr ir þá i sókninni. I Haukaiiðinu leikur Viðar Simonarson aðal- hlutverkið og sá leikmaður sem bezt „blokkeraði" fyrir hann var Stefán Jónsson. Vonandi reyna sem flest íslenzk lið að tileikna sér þessa leikaðferð, sem er mjög árangursrík, en dómararnir verða einnig að læra á hana. Þeim hættir til þess að vera of fljótir á sér að flauta. Sennilega eru islenzkir dómarar yfirleitt of strangir. En vikjum þá að leikjunum í fyrrakvöld. f R—VÍ KIN GUR 13:7 Það er næsta furðulegt hvað Víkingsliðið nær litlu út úr leikjum sínum, svo gott sem það er í raun og veru. Það sem liðið virðist fyrst og fremst skorta er festa á þýðingarmikl- um augnablikum, því þegar mest á reynir virðiist allt fara úr böndunum, bæði í sókn og vörn. Einnig mætti liðið leika meira upp á það að láta Einar Magnússon skjóta, en hann fékk sárafá tækifæri í þessum leik. Leikurinn var mjög jafn til að byrja með og í hálfleik var staðan 5:5. ÍR-ingar skoruðu svo þrjú fyrstu mörk síðari hálf- leiks, þá gerði Sigfús mark fyr- ir Víkng, sem ÍR-ingar svöruðu með 5 mörkum í röð. Var á þessum tíma hrein upplausn í Víkingsliðinu, og var það fyrst og fremst mistökum þess að kenna að svo fór, þar sem ÍR- ingamir sýndu engan afburða- leik. Þvert á móti virðist sem flestir leikmanna liðsins séu í lítilli þjálfun og áhugi fyrir leiknum var ekki nema í lág- marki. Mörkin: ÍR: Ásgeir 4, Ágúst 3, Brynjólfur 3, Þórarinn 2, Vilhjálmur 1. Víkingur: Ein ar 2, Sigfús 2, Páll 1, Magnús 1, Guðjón 1. Gunnlaugur hætt- ur með Fram ÞAU tíðindi hafa gerzt i hand- knattleikslífinu að Gunnlaug- ur Hjálmarsson er hættur þjálfarastörfum hjá Fram. Komu fréttir þessar mörgum á övænt, ekki sízt fyrir þær sakir aö fram hefur yfirleitt vegnað vel síðan Gunnlaugur tók við þjálfun liðsins. Næg- Ir að minna á að Fram varð íslandsmeistari innanhúss sl. ár og Reykjavíkurmeistari í haust. — Ástæðan til þess að ég hætti, sagði Gunnlaiigur er við höfðum samband við hann í gær, — er einfaldlega sú að þess var óskað að ég hætti þjálfun liðsins og kæmi ekki á æfingar þess í vetur. Eg veit ástæðuna fyrir þessari uppsögn minni ekki svo gjörla ' en einhverjir munu hafa ver- ið óánægðir með frammistöðu liðsins að undanförnu. Ann- ars var ég sjálfur ekki svo ýkja óánægður með frammi- stöðuna, og það eina sem ég fann að var að einstakir leik- menn tækju lífinu of rólega. Aðspurður um hvort hann væri hættur að hafa afskipti af handknattleik svaraði Gunnlaugur: — Ég ætla að vona að svo verði ekki, og sé enga ástæðu til þess þótt eitthvað bjáti á að sinni. Maður hefur verið á einn og annan hátt tengdur þessari íþróttagrein í 20 ár og það skal enginn halda að það sé auðvelt að snúa við henni baki á einni nóttu, enda engin ástæða til. Við spurðum Gunnlaug einnig hvort hann hygðist hefja æfingar sjálfur með keppni fyrir aiigum. llann svaraði: — Ég er ekki búinn að gera það upp við mig. Alla vega tek ég lífinu með ró þetta keppnistímabil. Ég er ánægð- tir með mitt hlutskipti í þvf. FRAM—KR 15:13 Leikur þessi var einnig held- ur dauflegur á að horfa og mik ið um mistök hjá leikmömnum, einkum þó hjá KR-ingum, sem voru oft of bráðir á sér. Strax í upphafi leiksins náðu Fram- arar forystunni og héldu henni til Jeiksloka. Mestur varð mun- urinn 5 mörk um miðjan síðari hálfleik, en undir lokin sóttu KR-imgar sig og var töluverð spenna síðustu mínúturmar. Af markatölunni má ráða hveroig varnarleikur liðanna var í þessum Jeik. 28 mörk voru skoruð á 30 mínútum. Sá leik- maður liðana sem mesta athygli vakti var Sigurður Einarsson, en hann sýndi ágætan leik. Einn ig vakti ungur piltur í KR — Atli að mafni — athygli. Þar er á ferðinmi mikið efmi. Mörkin: Fram: Sigurður 4, Björgvin 3, Pálmi 3, Gylfi 3, Sigurbergur 2. KR: Hilmar 3, Atli 3, Björm 2, Haukur 1, Geir 1, Steinar 1, Ámd 1. ÁRMANN—ÞRÓTTUR 13:10 Yfir þessum leik var sannkall aður 2. deildar bragur. Bæði liðin léku undir getu, sérstak- lega þó Ármenningar, em í lið þeirra vantaði suma af þeirra beztu mönnum. Staðan í hálf- leik var 6-6 og Þróttur komst marki yfir snemma í seinni hálf leik. Þá skoruðu Ármennimgar 5 mörk í röð og þar með voru Framarar ætluðu að hef ja skyn diupplilaiip, en Emil Karlsson, KB markmaður var vel á verði og kom út á miðjan völi, þar sem honum tókst að stöðva Sigurberg. úrslitim ráðin. Aðeins einn leik- maður var athyglisverður í þess um leik — Hörður Krdstinsson. HAIIKAR—VALUR 12:10. Loks fengu áhorfendur að sjá handknattleik eins og hann ger ist beztur hjá íslenzkum liðum. Bæði liðin léku á fullum hraða og varnir og markvarzla var í góðu lagi hjá báðum. f hálfleik Haukar sigruðu — unnu Fram 16:9 í úrslitaleiknum HAUKAR sigruðu í hraðkeppni móti HSÍ, er lauk í gærkvöldi. Sigruðu Haukarmir Fram í úr- slitaleik mótsins með 16 mörk- um gegn 9. Staðan í hálfleik var 7-3 fyrir Hauka. Aðrir leikir í gærkvöld fóru þanníg: Haukar-—Ármann 12-8 (5-4), Fram—FH 8:7 (5:3) og í úr- slitaleik um 3. sætið i mótinu sigruðu FH-ingar Ármann með 15:13 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 8-8. höfðu VaJsmenn eitt mark yfir 4:3 og í síðari liálfleik munaði aldrei meira en eimu marki á liðunum. Undir lokin höfðu Haukar betur, 8:7, en voru of bráðir á sér á lokamínútunni og Valsmenn náðu boltanum og Bergur skoraði jöfnunarmarkið fyrir Val á 11. stundu. Var þá framlengt í 2x5 mímútur. í fyrri helming framlengingarinnar skoraði Stefán tvö falleg mörk fyrir Haukanna, þanndg að stað- an var orðin 8-10. Jakob skor- aðd síðan fyrir Val, Þórarinm fyr Framhald á bls. 27. Manch. slegið út 1 GÆR fóru fram 3 ieiikir í ensku Biikamlceppninni. Middeils- boro sló Manch. Umilted út úr keppmimni með 2—1 sdgri á heimavehi. Þar með er útséð um að hið fræga Mamehesterlið vinmd no'klk'urn umtalTsveiðan sigur á þessu tdmabilli á stór- mótum. í öðrum lieikjum urðu úrsllt: Birmingh. — HuddersifiieJd 0—2 Barnet — Colohester 0—1 Ryun keppir aftur Aldrei leitað álits U.M.F.N. —« HINN heimskunni hlaupagarpur Jim Ryun, frá Bandaríkjunum, sem á heimsmetið í 880 jarda hlaupi, míluhlaupi og 1500 metra hlaupi, hefur í hyggju að hefja aftur keppi, eftir átján mánaða hvild. Ryun stefnir að því að sigra í 1500 metra hlaupinu á Olympíuleikunum í Milnchen 1972, en hann varð af gullverð- Jaunum í þessari grein á Ol. leik unum í Mexikó. Ryun sem er aðeins 23 ára gamalil hljóp ný- Jega 1 milu á tímanum 4:04,0 mín., og sýnir það, að sennilega á hann auðvelt með að koma sér í æfingu aftur. GUÐMUNDUR Snorrason, for maður Ungmennafélags Njarð víkur hafði samband við Mbl. í gær vegna fréttar er birtist í gær, um að leitað hefði ver- ið álits allra formanna félag- anna í 1. deild, um hvort fé- lög þeirra myndu vilja leika á Laugarvatni. Sagði Guð- mundur að hér væri réttu máli hallað. Hið sanna væri, að til sín hefði aldrei verið leitað, né heldur til formanns körfuknattleiksdeildar UMFN. Þeir hefðu fyrst kynnzt þessu máli er þeir lásu um það í blöðunum. — Það getur hver sem er neitað að leika á ólöglegum velli, eins og er á Laugarvatni, sagði Guðmundur, — og við sjáum ekki neinar frambæri- legar ástæður til þess að HSK leiki þar. Það mun t.d. liggja fyrir, að um helming- ur liðsmanna þess liðs býr á Reykjavíkursvæðinu. Guðmundur sagði ennfrem- ur að UMFN hefði yfir stærri keppnisvelli að ráða en HSK, en eigi að síður hefði liðið ekki formað að fara fram á 1 að leika sína leiki þar, ein- faldlega af þvi að vöfllurinn væri ólöglegur. — Það eina sem hefði rétt- lætt að HSK léki á Laugar- vatni sagði Guðmundur, — var að borin hefði verið upp undanþágubeiðni á þingi KKl og hún samþykkt. Ef svo hefði verið, hefðum við, að sjálfsögðu, beygt okkur fyrir því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.