Morgunblaðið - 30.01.1971, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 30.01.1971, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐE), LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1971 11 ÍTUíra Ck'TeTÍ Bann við lax; m^7 i 7 i veiðumanafmu 1 íllaga um takmorkun a flugi hljóðfrárra þota Á AIÞINGI var í grær lögrð fraro tilíaga til þing;sályktunar um bann við því að hljóðfráar þotur flygju yfir Island. Flutningsroað ur er Magnús Kjartansson (K) og hljóðar ályktunin svo: „Al- þingi ályktar að skora á ríkis- stjórnma að leggja bann við því, að hljóðfráar þotur fljúgi yfir Island og landgrunnssvæðið um hverfis landið með svo miklum hraða að sprengihljóð myndist." 1 greinargerð fyrir þingsálykt- unartillögunni segir flutnings- maður m.a., að menn hafi vax- andi áhyggjur af áhrifum hljóð- frárra þota á umhverfið, en flug vélaverksmiðjur vinni að kappi að því að þær verði teknar i notkun í farþegaflugi. Þar kem- ur til gnýr i námunda við flug- velli í mun meiri mæli en hamn gerist nú verstur, mikil gasmynd un í háloftunum, sem ýmsir ótt- ast að kunni að leiða til lofts- lagsbreytinga, en þó umfram allt sprengihljóðið, sem berst frá þot unum til jarðar. ' Sprengihljóðið getur, að því er segir i greinargerðinni valdið Fiskileit fyrir Austurlandi ALÞINGI ályktar að láta hið fyrsta fara fram ítarlega fiski- leit við Austfirði og þá sérstak- lega með rækju, humar og skel- fisk í huga. Eitthvað á þessa leið hljóðar þingsályktunartillaga, sem Lúðvík Jósefsson (K) mælti fyrir í gær. Þingmaðurinn rökstuddi mál sitt með því að allt of lítið hefði verið gert af því að leita að fiski fyrir Austfjörðum. Sannazt hefði að ekki væri unnt að byggja á síldinni og þorskur gæti verið stopull. Fisktegundir, sem áður eru nefndar gætu fyilt upp í vinnsiueyður frystihúsanna og skapað íbúum byggðarlaganha samfelldari atvinnu. verulegu tjóni á mannvirkjum auk þess sem það hefur óbærileg áhrif á menn. Nefnir þingmað-ur nýlega skaðabótaupphæð, sem dæmd var fyrir tilraun með slík ar þotur í Bandaríkjunum — 200. 000 dali. Mál þessi eru í ath. hjá Alþjóðaflugsambandinu og mun Mál þessi eru í athugun hjá Al- stefnt að alþjóðlegri ráðstefnu um málið. Nokkrar þjóðir hafa ekki Viljað bíða og sett veruleg- ar takmarkanir við því að sprengihljóðið mætti heyrast og eru það írland, Kanada, Holland, Noregur, Sviss, Svíþjóð og Vest- ur-Þýzkaland. Tillögur um batnn við flugi þotanna liggja fyrir þjóðþingum Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar, og fyrir Norður- landaráði liggur tillaga, þar sem skorað er á allar ríkisstjómir Norðurlanda að ákveða slíkt bann. — rætt á Alþingi í gær NOKKRIR þingmenn bera fram á Alþingi þingsályktunartillögu um að skora á ríkisstjórnina að Island beiti sér fyrir sam- komulagi Evrópuþjóða á bannj við laxveiði á Norður-Atlants- hafi. Ágiist Þorvaldsson (F) mælti fyrir tillögunni. Ágúst sagði að tiliaga þessi væri afleiðing áhyggna sinna og annarra vegna laxveiði Dana við Grænland, sem verið hefði ár- lega að undanförnu um 2000 smá lestir. Ingólfur Jónsson, landbúnaðar- ráðherra, kvað skoðanir þing- manna ekki skiptar í þessu máli, en tillagan hlyti að vera komin fram af ókunnugleika þingmanna á því hvað Islendingar hefðu að hafzt í málinu. Rakti hann sið- an gang mála í Atlantshafsfisik- veiðinefndunum tveimur, sem um málið hefðu fjallað. Danir, Svíar og Þjóðverjar hefðu ávallt sett sig upp á móti bamni og gerðu enn. Hins vegar virtist nú síðustu daga, sem Danir væru að láta undan almenningsálitinu, einkum í Bandaríkjunum. Sagði ráðherrann að forvitnilegt yrði að sjá, hver breytni þeirra yrði, næst þegar málið kæmi fyrir. Nýtt skipulag stjórnar sjávar- útvegsins í athugun STJÓRNKERFI sjávarútvcgsins var til umræðu á Alþingi í gær, en þingsályktunartillaga, er Jón Skaftason (F) mælti fyrir kom til umræðu. Tillagan felur í sér áskorun til ríkisstjórnarinnar um að hún láti fara fram endurskoð un á stjórnkerfi þessarar atvinnu greinar með m.a. sameiningu ým issa stofnana og sjóða, sem liafi á stefnuskrá svipuð eða sömu efni. í tillögunni er gert ráð fyr- ir að skipuð verði 5 manna nefnd til þess að vinna að mál- inu. Þrir þingmemn tóku þátt í um- ræðunum auk sjávarútvegsmála- ráðherra. 1 ræðu Eggerts G. Þor- steinssonar kom fram að fyrir 9 mánuðum skipaði hann 3ja manna nefnd til þess að fram- kvæma það verkefni, sem þings- ályktunartillagan gerði ráð fyrir. Sagði ráðherrann, að þetta hefði flutningsmaður tillögunnar vitað og ekki hefðu komið nægilega Rannsókn á skóla- þörf landsmanna HVER verður skólaþörf lands- manna á næstu 15 árum? Þann- ig er spurt á Alþingi í þings- ályktunartillögu, sem Ingvar Gíslason (F) mælti fyrir í gær. TiIIagan miðar að því að skora á ríkisstjórnina, að hún láti fara fram heildaráætlun um þessa þörf næstu 15 árin — geri eins konar spá, sem imnt sé síðan að Á að þjóðnýta lyfjasölu ? MAGNÚS Kjartansson (K) mælti fyrir þingsályktunartiliögu, sem hann flytur um einkarétt ríkisins á sölu lyfja í landinu. Slíka tillögu hefur hann flutt áð- ur, en kvaðst í gær flytja hana á ný í ljósi þess að heilbrigðis- málin hefðu nú flutzt frá ráð- herra Sjálfstæðisflokksins yfir á ráðherra Alþýðuflokksins, Egg- ert G. Þorsteinsson, sem væri sósíalisti og því hlynntur rikis- rekstri. í tillögunni er kveðið svo á um að lyfsala verði tengd heildar- skipulagningu heilbrigðismála og áuk þess eigi að efla innlenda lyfjaframleiðslu. Sagði Magnús að lyf lytu ekki framboði og eft irspum og mættu engir stunda slika sölu, nema með leyfi ráð- herra. Lyfsalar væru því sem op- inberir embættismenn, sem hefðu fengið einkarétt á lyfsölugróða. Þingmaðurinn benti á nýlega breytingu lyfsðlulaga í Svíþjóð, þar sem stofnað hefði verið hluta félag, sem hefði einkarétt á lyf- sölu þar í landi. % hlutar félags ins væru eigi ríkisins, en % hluti einstaklinga, þ.e. apótekaranna. Þessi skipan tók gildi i Svíþjóð um áramót að sögn þingmanns- ins. Loks spurði Magnús Kjart- ansson Eggert G. Þorsteinsson ura viija hans í þessu efni. Eggert G. Þorsteinsson tók til máls og sagði að fyrir tveimur árum hefði ný löggjöf um lyf- sölu tekið gildi á Islandi. Þar hefði mjög verið þrengdur hagur lyfsala. Taldi ráðherra tillöguna athyglisverða og lagði til að hún fengi afgreiðslu þingsins, sem tæki um hana ákvörðun. Fleiri tóku ekki til máls um þessa tillögu. Athugun á hagkyæmni innkaupa ER hagkvæmni innkaupa lands- manna nógu mikil? Nokkrir þing menn skora á ríkisstjórnina að láta fara fram rannsókn til þess að fá svar við þessari spurningu. Jón Skaftason (F) mælti fyrir til lögunni á Alþingi í gær. Jón sagði, að þessa athugun ætti að gera í samráði við laun- þega- og kaupmannasamtök. Hann tók sérstaldega fram, að í tillögu þessari væri enginn broddur frá sinni hálfu — hann teldi innflutningsverzlunina mjög nauðsynlega, en rannsaka mætti hagkvæmni þessarar atvinnu- greinar sem annarra. byggja á framkvæmdaáætlun skólabygginga framtíðarinnar. Ingvar Gíslason mælti fyrir til lögunni í gær. Hann sagði, að þáttur skólabygginga myndi á næstu árum vaxa mjög í fjár- lögum ríkisins. Þvi yrði það til hagsbóta frá efnahagslegu sjón- armiði, að upplýsingar um skóla þörf landsmanna lægu fyrir. Ingv ar lagði áherzlu á að rannsókn þessi næði til allra skóla landsins og fræðslustofnana, sem líklegt er að þörf verði fyrir. — Sjónvarps- leikurinn Framh. af bls. 27 að löilka í varabúmmgunium, sieim eiru guilar peysiuir og bláar bux- air. Athyglliisverðusbu leölkmieinin í Mð'i Ipswieh eru miairkvöi'ður- irnn Sivell, mdiðherjimin Framk Cliarke, bróðir Alian Ciairkie hjá Leieds, svo og Jiimimy Robeirtison, sem miamgir miuina eítliir i Mði Arsienall, sem hér lék fyrir tveiamur áruim, en Robertson lék áður meö Tatt'enhaim og St. Mirren sarnitiímdis Þórólffi Beck. Liðin, seim þanniiig stoipuð leilka í daig eru WBA. Ipswich 1. Cumbes 1. SiveM 2. Lovetit 2. Haimimonid 3. Willison 3. MilMls 4. Brown 4. Morris 5. TaJlbuit 5. Baxter 6. Kaye 6. McNeiI 7. McViitie 7. Robeintson 8. Suigigeitt 8. VMjonen 9. AsitQie 9. Clarke 10. Hope 10. CoMard 11. Hartford 11. HiM 12. Meinriek 12. Lambemt Við stoudium þá liáta faira vel um oiktour og horfa á ledk W.B.A. og Ipswieh í enstou bik- airkeppniiinnd. R. L sterk rök fyrir því að f jölga ætti í nefndinni um tvo. Jón Skaftason sagði að nauð- synlegt væri að hafa tvo menn i nefndinni frá útvegi og fiskiðn- aði, en nefndin eins og hún væri skipuð væri embættismanna- nefnd. í nefndinni sitja Jón Arn- alds, ráðuneytisstjóri í sjávarút- vegsmálaráðuneytinu, Már Elís- son, fiskimálastjóri og Eggert Jónsson, framkvæmdastjóri Fisk veiðasjóðs. Matthías Bjarnason (S) sagði að Eggert Jónsson, sem sæti ætti í nefndinni væri fulltrúi Fiskveiðasjóðs, en að hönum stæðu bæði útvegur og fiskiðnað ur. Einnig myndi nefndin hafa samband við alla aðila, sem mál- ið snerti. Taldi hann erfitt að velja úr hópi allra þeirra aðila, sem til greina kæmu og einnig ókleift að setja nú 2 menn inn í nefndarstörf, sem þegar hefðu staðið í níu mánuði og stefmt væri að að ljúka í vor. Hannibal Valdimarsson (Ó) tók einnig til máls og kvað þessa tillögu ganga í rétta átt. Hér væri gripið á sjúkdómi í íslenzku þjóðfélagi, sem víða væri — að of margar stofnanir færu. með of lík verkefni. Færa ætti stjórn- kerfið saman. Hann taldi að ef nefnd ráðherrans hefði sama verkefni bæri hér ekki mikið í milli. Hann taldi að fulltrúar starfsgreinanna ættu að vera í nefndinni og var því fylgjandi f jölgun nefndarmanna i 5. ERUM FLUTTIR % i HÚS OKKAR AÐ SUÐURLANDS BRAUT 10 ÞAR BJÓÐUM VIÐ YttUR ALLAR TRYGGINGAR, BETRI ÞJÓNUSTU. HAGTRYGGINGARHOSIÐ ER 1 ALLRA LEIÐ - NÆG BÍLASTÆÐL BIFREIÐA TRYGGINGAR BIFREIÐIN ER BEZT TRYGGÐ HjA HAGTRYGGINGU. HJÁ HAGTRYGGINGU ERU ÞÉR A AÐALBRAUT TRYGGING- ANNA. <#> HAGTRYGGING HF. <É> SÍMl - 8-5588

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.